Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 18
Svarthöfði hefur verið á nálum yfir umræðunni erlendis í kjölfar ákvörðunar forsetans um að treysta mönnum eins og honum fyrir Icesave-deilunni. Við hvert geðshræringarkast Jóhönnu Sigurðardóttur yfir óánægju erlendis verður Svarthöfði sífellt meðvitaðri um sjálfan sig og miðar allar athafnir sínar við möguleg viðbrögð Breta og Hollendinga. Hann er orðinn með- virkur þeim. Svarthöfða líður eins og hann sé í ofbeldissambúð. Erlendir fjölmiðlar keppast um að draga upp sem und-arlegasta mynd af Íslending-um. Við vorum öll sjómenn, en ákváðum að verða bankamenn og fórum á hausinn af því að við kunn- um ekki á banka. Þessi heimskulega ákvörðun skýrist af því að við erum svo vitlaus að við trúum öll á álfa. Nú ætlum við aftur á sjóinn. Sam- kvæmt þessu ætti aldrei að ræða um Ice save-deiluna við Hollendinga á Íslandi án þess að minnast á að þeir gangi allir um í tréskóm og að þeir rækti fullt af túlípönum til að yfir- gnæfa óþefinn úr síkjunum. Það er eins og Dithmar Blef-ken vinni á öllum bresku blöðunum. Hann er fræg-asti útlendingurinn til að rægja Íslendinga erlendis. Hann var að sjálfsögðu Hollendingur og gaf út bókina Islandia í síkjaskornu heima- landi sínu undir sjávarmáli árið 1607. Blefken fullyrti í bókinni að Íslendingar ættu í nánum tengslum við Satan. Hann sagði að djöfullinn vekti fengsæla íslenska fiskimenn á nóttunni og sendi þá á sjóinn. Hann hélt því fram að fjölskyldur á Íslandi pissuðu allar í sama koppinn og þvoðu sér í andlitinu upp úr sama koppi, trúandi því að það fegraði andlitið. Ekki er Linda Pé hollensk. Fyrsti ímyndarvandi íslensku þjóðarinnar spratt upp úr þessu rógsriti Blefkens. Ef það hefði verið til skulda- tryggingarálag á þessum tíma hefði það farið í ruslflokk daginn sem bókin kom út. En í þessari gömlu bók felst hins vegar sóknarfæri nútím- ans; sjálf lausnin á Icesave-deilunni! A f bók Blefkens lærðu Hol-lendingar að Íslending-ar hefðu púka og anda í þjónustu sinni. Í erlendum fjölmiðlum endurómar lygin enn. Útlenskir blaðamenn eru ófærir um að skrifa um efnahagskreppuna án þess að taka fram að við sjáum álfa í hverju horni. Með öðrum orðum að við séum svo vitlaus að við eig- um þetta skilið. Kannski er það ekki skrítið. Ragnhildur Steinunn Jóns- dóttir, ein frægasta sjónvarpskona landsins, sagðist trúa á álfa í frétt um efnahagshrunið. Og fyrir nokkrum vikum gaf ung íslensk stúlka út bók á ensku um kynlíf með álfum, eftir að hafa átt í taumlausu kynlífssam- bandi við álf, að eigin sögn. Í ljósi alvarlegrar deilu Breta við Íslendinga, þar sem Bret-ar krefja okkur í sífellu um að „endurgreiða“ þeim Icesave- peningana, hefur Svarthöfði ákveðið að skrifa bresku þjóðinni bréf. Það tekur mið af ímynd landsmanna og er svohljóðandi. „Við fórum aftur út á sjó. Á meðan tóku álfarnir alla pen- ingana ykkar. Því miður.“ A f umfjöllun Breta um Ís-lendinga að dæma munu þeir taka skýringuna gilda. Til að fullvissa þá gætum við sviðsett skæruhernað álfanna og herleiðangra okkar á hálendið til að uppræta þá. Á gamlárskvöld kæmu svo samhentar loftárásir á álfana úr öllum byggðum landsins. Ekki segja að við höfum ekki reynt! ÁLFARNIR TÓKU ÞÁ! SPURNINGIN „Það má segja að Faust sé á ystu nöf en brjálæðislega spennandi fyrir vikið,“ segir leikkonan Unnur Ösp Stefáns- dóttir sem slasaðist lítillega á æfingu fyrir leikritið Faust. Meiðslin reyndust ekki alvarleg og verður verkið frumsýnt í Borgarleik- húsinu næsta föstudag. Í verkinu, sem er leikgerð Vesturports á sígildu verki Goethes, reynir töluvert á líkamlegt þrek leikaranna. Þurfa leikararnir að fljúga um sal leikhússins sem virðist ekki vera hættulaust. ER LEIKRITIÐ STÓRHÆTTULEGT? „Ragnhildur Steinunn var að hugsa um að vera með fálkaorðu.“ n Eva María Jónsdóttir og Ragnhildur Steinunn kynna Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár og sprella eitthvað að vanda. -Fréttablaðið „Þetta er svolítið eins og að fara að spila með Þór.“ n Arnór Atlason fer nú að leika með sameinuðu liði FCK og AG Handball í Danmörku. -Morgunblaðið „Ég finn fáránlega mikinn mun.“ n Ellý Ármannsdóttir, blaðakona og þúsundþjalasmiður, hefur misst tólf kíló í ræktinni og allt er orðið betra, meira að segja kynlífið. -DV „Sonur minn vill meina að ég sé sláandi líkur hol- lenska markverðinum Edwin Van der Sar.“ n Sævar Sigurgeirsson, sá er lék Sigmund Erni í Áramótaskaupinu, er líkur fleirum en alþingismanninum. -DV „Þetta er eitt sem íslenskar fyrirsætur verða að venjast, að standa í ískulda einhvers staðar, reyna að vera eðlilegar og láta ekki kuldann sjást.“ n Ásdís Rán sat fyrir í miðjum vetrarmánuði á bikiní einu fata. -Pressan.is Tvöfaldur Bjarni LEIÐARI Íslensk þjóð situr uppi með það að kjörnir fulltrúar eru stanslaust í sandkassaleik. Í desember var tek-ist á um þá tillögu Péturs Blöndal, al- þingismanns Sjálfstæðisflokksins, að vísa lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave til þjóðarinnar. Sú tillaga var allrar athygli verð. Auðvitað á þjóðin að hafa sem mest að segja um þau lög sem Alþingi setur. Vandinn var hins vegar sá að Pétur meinti ekkert með lýðræðistillögu sinni sem all- ur Sjálfstæðisflokkurinn studdi ásamt öðrum stjórnarandstöðuflokkum. Deilt er um heilindi Ólafs Ragnars Grímsson- ar, forseta Íslands, þegar hann fór að vilja Péturs og félaga og vísaði þessu sama máli til þjóðarinnar. Flest bendir til þess að for- setinn hafi verið að bjarga eigin skinni með því að leyfa þjóðinni að kjósa. Það skiptir þó ekki lengur máli hvort hann er maður fólksins eða lýðskrumari. Nú er staðan sú að þjóðin fær að kjósa með þeim afleiðingum sem niðurstaðan hefur í för með sér. En nú kveður við annan tón. Pétur Blöndal, sem lagði til þjóðaratkvæði, er skyndilega andvígur eigin tillögu og vill að Alþingi leiti nýrra samninga. Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er með sömu afstöðu. Hann flutti ræðu í Valhöll Sjálfstæðisflokksins um helgina þar sem hann mælti gegn þjóðaratkvæði en taldi að Alþingi og ríkisstjórn í umboði þess ættu að semja án aðildar þjóðarinn- ar. Þetta er tvískinnungur af versta tagi. Pólitískur hráskinnaleikur einkennir af- stöðu þessara þingmanna. Þeim er slétt- sama um hagsmuni Íslands á ögurstundu Icesave. Aðalatriðið er að halda áfram pólitískum skylmingum. Þar helgar til- gangurinn meðalið. Þeir segja já í þinginu en nei í Valhöll. Lýðræðisástin eða virð- ingin fyrir því hlutverki að sitja á Alþingi er engin. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur slegið forsetann út með skrumi sínu og tvöfeldni. Honum er óhætt að gera sér grein fyrir því að teningunum er kastað. Þjóðin verður að kjósa. REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Pétur meinti ekkert með lýðræðistillögu sinni. BÓKSTAFLEGA 18 MÁNUDAGUR 11. janúar 2010 UMRÆÐA SANDKORN n Óhætt er að segja að ástandið í kringum Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sé fjörugt. Bjarni hefur skipt um skoðun í Icesave-málinu með tilþrifum. Hann studdi tillögu Pét- urs Blöndal, flokksbróð- ur síns, um að efnt yrði til þjóðar- atkvæða- greiðslu. Áður hafði hann hafnað dóm- stólaleiðinni. Nú vill hann ekki lengur þjóðaratkvæði en leggur til að stjórnvöld taki að nýju upp samninga við Breta og Hollend- inga. n Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri situr á friðarstóli og þykir stjórna af festu og öryggi þar sem lítið er um kúvendingar. Hanna Birna var á meðal þeirra sem mættu við opnun kosninga- skrifstofu Júlíusar Vífils Ingvarssonar á laugardag. Meðal þeirra sem fluttu ávarp var Benedikt Jóhannesson, eigandi Talnakönnunar. Dauðaþögn sló á gesti þegar Benedikt sagðist lítið þekkja Júlíus en styddi hann vegna þess að hann væri „einn sexmenninganna“ sem börðust í REI-málinu. n Það vakti athygli að allir borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að undanskildum Gísla Marteini Baldurssyni mættu hjá Júlíusi Vífli Ingvarssyni. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi opn- aði sína skrifstofu samdægurs og var húsfyllir. Gísli Marteinn mætti þó ekki þar. Könnun um traust á borg- arfulltrúa sem DV birti gaf til kynna að Gísli myndi lenda sjöunda sæti. Hermt er að hann sé áhyggjufullur vegna þessa. Sömu heimildir segja að hann treysti nú á Davíð Oddsson og Moggann að bjarga sér. n Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta Íslands, hefur af snilld tekist að reisa við ímynd sína í bili og útrásarstimpillinn hefur vikið fyr- ir ljóma þess forseta sem færir þjóð- inni vald. Þetta þykir vera krafta- verk eins og umræðan var um embættið og stans- laust útrásardaður árum sam- an. Kenningar eru uppi um það að forsetinn hafi ákveðið það á gamlárskvöld að synja lögum um Icesave samþykkis og vísa þeim til þjóðarinnar. Þar hafi háðuleg umfjöllun um forsetann sjálfan ráðið úrslitum. LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRAR: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Óprúttinn íslenskur álfur hlær upp í opið geðið á Bretum eftir að hafa tekið sinn skerf af Icesave-innistæðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.