Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR 13 Áslaug Friðriksdóttir, varaborgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur ekki óeðlilegt að fyrirtæki hennar Sjá ehf. hafi unnið verkefni fyrir Reykjavík- urborg síðustu ár. Hún hefur verið varaborgarfulltrúi frá 2006 en á þeim tíma hafa fyrirtækinu verið greidd- ar 1,2 milljónir króna fyrir verkefni hjá borginni . Sjá ehf. annast meðal annars ráðgjöf og þjónustu vefsíðna hjá fyrirtækjum en Áslaug er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins og einn stofnenda þess. Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að óeðlilegt sé að borgarfulltrú- ar standi í viðskiptum við borgina. Bloggfærslur á Eyjunni síðasta sum- ar um viðskipti Sjá og Landsvirkjun- ar urðu tilefni fundar hjá stjórn síðar- nefnda fyrirtækisins. Voru viðskiptin gagnrýnd vegna fjölskyldutengsla Áslaugar og Friðriks Sophussonar, þáverandi forstjóra Landsvirkjunar, en þau eru feðgin. Herma heimild- ir DV að sumar gagnrýnisraddirnar eigi rætur að rekja til innanflokks- baráttu í Sjálfstæðisflokknum. Leituðu til Ingibjargar Sólrúnar „Mér finnst þetta engan veginn óeðlilegt,“ segir Áslaug. Hún seg- ir að við stofnun fyrirtækisins hafi hún og samstarfskonur hennar leitað til fjölmargra aðila og kynnt fyrir þeim verkefni. Sjá ehf. hafi ekki verið úthlutað verkefnum vegna tengsla Áslaugar. „Þegar við vorum nýbúnar að stofna okkar fyrirtæki árið 2001 leituðum við til Ingibjargar Sól- rúnar [þáverandi borgarstjóra]. Þá hafði ég engin tengsl við borgina, þannig að það var alls ekki óeðli- legt. Ingibjörg Sólrún tók okkur mjög vel. Við vorum kvennafyr- irtæki með nýja þjónustu og að reyna að koma okkur á framfæri. Við höfðum fyrir því að komast af og þurftum að útskýra hvað okkar vinna snerist um.“ Áslaug bendir á að fyrirtæk- ið hafi verið í umtalsverðri sam- vinnu við Reykjavíkurborg fyrstu árin, en svo hafi viðskiptin minnk- að með árunum. „Við vinnum bara í tilboðum og verkefnin hafa ekki verið stór. Þetta er svo lítill bransi. Við höfum komið inn og út hjá borginni. Við höfum tekið að okk- ur ýmis verkefni, bæði við prófan- ir og hugmyndavinnu. Við höfum ekki verið að senda reikning mán- aðarlega eða slíkt. Verkefnin eru af- mörkuð.“ „Það er enginn feluleikur í þessu,“ segir Áslaug og bendir á heimasíðu Sjá, sja.is, þar sem fram kemur að fyrirtækið hafi starfað fyrir Reykjavíkurborg. Sérhæft fyrirtæki Hreinn Hreinsson, vefritstjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að borgin hafi átt í reglulegum viðskiptum við Sjá ehf. frá árinu 2001. Í byrj- un hafi verið að ræða um aðstoð við þarfagreiningu og endurskipu- lag vegna vefmála borgarinnar sem tekin voru í gegn á árunum 2002 til 2005. Eftir það sé um að ræða smærri verkefni sem feli í sér ýms- ar prófanir auk sérhæfðra verkefna. Blaðamaður sendi fyrirspurn til Reykjavíkurborgar um viðskiptin. Í svarinu kemur fram að samtals hafi fyrirtæki Áslaugar verið greidd- ar 5,2 milljónir króna frá borginni vegna þeirra verkefna sem unnin hafa verið frá 2001. „Sjá ehf. er mjög sérhæft fyrir- tæki og hið eina sem býður þjón- ustu af þessu tagi og samstarf- ið hefur verið gott og hefur skilað góðum framförum,“ segir Hreinn. Rétt eins og Hreinn segir hefur samstarf Sjá ehf. og borgarinnar minnkað með árunum en Reykja- víkurborg hefur keypt verkefni frá fyrirtækinu fyrir 1,2 milljónir króna frá 2006, þegar Áslaug Friðriksdótt- ir var kjörin varaborgarfulltrúi. Bloggfærslur tilefni fundar Athygli vekur að Sjá ehf. hefur einn- ig verið í viðskiptum við Lands- virkjun, en faðir Áslaugar, Friðrik Sophusson, var forstjóri fyrirtæk- isins frá 1998-2009. Áslaug segir að hún hafi ekkert óhreint í poka- horninu hvað þau viðskipti varðar, Landsvirkjun hafi einfaldlega verið eitt margra fyrirtækja sem Sjá hefur starfað með. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, seg- ir að stjórn fyrirtækisins hafi í júní síðastliðnum fjallað um viðskipti Sjá og Landsvirkjunar. Var það gert í kjölfar bloggskrifa á Eyjunni. Til er minnisblað frá fundin- um þar sem segir: „Um skeið var á blogginu fjallað um fyrirtækið Sjá ehf. sem er í eigu Sigríðar Hall- grímsdóttur, Jóhönnu Símonar- dóttur og Áslaugar Friðriksdótt- ur. Viðskipti þess við Landsvirkjun voru gerð tortryggileg, en Áslaug er dóttir Friðriks Sophussonar. Þyk- ir því rétt að gera grein fyrir verk- efnum sem Sjá ehf. hefur unnið fyrir Landsvirkjun á undanförnum árum. Tekið skal fram að vinna Sjá ehf. fyrir Landsvirkjun hefur ætíð verið án aðkomu forstjóra og unn- in í samræmi við samninga og eftir atvikum að undangengnu tilboði.“ Niðurstaða stjórnarinnar var að ekkert óeðlilegt hefði átt sér stað í viðskiptum fyrirtækjanna. „Það er enginn felu- leikur í þessu.“ Verkefni Ár Upphæð Nytsemismat á vef 2001 362.295 kr. Þarfagreining 2001 174.000 kr. Ráðgjöf vegna vefmála 2002 676.900 kr. Ráðgjöf vegna vefmála 2003 603.200 kr. Prófun á Borgarvefsjá 2003 301.260 kr. Prófun á vef 2003 319.000 kr. Ráðgjöf vegna vefmála 2004 760.100 kr. Aðgengisprófun -rvk.is og vottun 2004 488.900 kr. Nytsemismat - Rafræn RVK 2004 226.800 kr. Ráðgjöf vegna vefmála 2005 124.700 kr. Ráðgjöf vegna vefmála 2006 130.500 kr. Álagtsprófanir 2006 142.500 kr. Prófun á vef 2006 240.600 kr. Höfuðborgarstofa - þarfagreining 2007 275.000 kr. Vefdagur RVK - kynning 2007 80.100 kr. Úttekt á vef, ráðgjöf um lagfæringar 2008 237.500,00 kr. Ráðgjöf - innranet 2008 76.000,00 kr. Stutt aðgengisúttekt 2008 47.500 kr. Sjá ehf - viðmótsprófanir Verkefni unnin fyrir Reykjavíkurborg Samtals = 5.266.855 kr. n Úr minnisblaði um verkefni Sjá ehf. fyrir Landsvirkjun 2002 – 2009 sem kynnt var stjórn fyrirtækisins síðastliðið sumar: Frá árinu 2002 hefur Landsvirkjun (LV) greitt fyrirtækinu Sjá ehf. samtals kr. 8.855.917 (án VSK) vegna verkefna sem lýst er hér á eftir. Þessi viðskipti eru innan við 5% af veltu Sjá ehf. á tímabilinu. Þess ber einnig að geta að samkvæmt verklagsreglum Landsvirkjunar er heimilt að kaupa vöru, þjónustu og verk án útboðs ef verðmæti kaupanna er undir 15 m.kr. án vsk. Landsvirkjun n Fasteignamat ríkisins n Landsvirkjun n Reykjavíkurborg n Samband íslenskra sparisjóða n Altex ehf. n Landsbankinn Nokkrir af viðskipta- vinum Sjá ehf. BORGIN OG PABBI KAUPA AF ÁSLAUGU HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Fyrirtæki Áslaugar Friðriksdóttur, Sjá ehf., hefur unnið fyrir Reykjavíkurborg síðan 2001. Hún hefur gegnt stöðu varaborgarfulltrúa síðan 2006 og setið í ráðum og nefndum borgarinnar. Hún telur það ekki óeðlilegt og hafnar ásökun- um um spillingu. Bloggarar á Eyjunni fjölluðu síðastliðið sumar um tengsl Áslaugar við Landsvirkjun sem varð tilefni stjórnarfundar í fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri og varaborgarfull- trúi Áslaug Friðriks- dóttir vísar ásökunum um spillingu á bug. Forstjóri og faðir Áslaugar Á stjórnarfundi Landsvirkjunar var úrskurðað að Friðrik Sophusson hafi ekki haft aðkomu að viðskipt- um Sjá ehf. og Landsvirkjunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.