Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 11. janúar 2010 FRÉTTIR Engir lánasamningar eru til um 800 milljóna lánveitingar frá Samson til fjögurra félaga í skattaskjólinu Tortólu. Óvíst er hverjir eiga Tortólufélögin sem lánað var til en að minnsta kosti eitt þeirra hefur verið sagt eign Björgólfs Thors. Þrotabú Sam- sonar hefur litlar upplýsingar fengið um félögin. Skiptastjóri þrotabús eignarhalds- félagsins Samsonar, Helgi Birgis- son, rannsakar nú hundraða millj- óna króna lánveitingar frá félaginu til fjögurra aflandsfélaga á Bresku Jóm- frúareyjum á árunum fyrir banka- hrunið. Um er að ræða fjórar lánveit- ingar til eignarhaldsfélaga sem heita Eldoris, Amber International, Opal Global Investments og Bentis Hold- ing upp á samtals um 800 milljónir króna. Samson var eignarhaldsfélag Björgólfs Guðmundssonar, sonar hans Björgólfs Thors og Magnús- ar Þorsteinssonar sem hélt utan um kjölfestuhlut þeirra í Landsbankan- um á árunum 2003 til 2008. Erfitt að fá upplýsingar Þrotabúinu hefur gengið erfiðlega að fá upplýsingar um aflandsfélög- in þrátt fyrir að búið sé að opinbera kröfurnar á hendur félögunum. Til að mynda hafa ekki fengist upplýs- ingar um það hverjir eiga félögin, þó líklega hafi þau verið í eigu Björgólfs- feðga sjálfra. Til að mynda greindi Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari RÚV í London, frá því í október síðastliðn- um að Björgólfur Thor hefði stofnað Amber International á sínum tíma. Ein af ástæðunum fyrir því af hverju erfiðlega gengur að fá upp- lýsingar um aflandsfélögin er sú að skráningargjöld hafa ekki verið greidd af einhverjum þeirra í lang- an tíma og starfsmenn félagaskrár á Tortólu vilja ekki gefa upplýsing- ar um félögin vegna þessa. Félögin virðast detta af skrá, líkt og þau séu ekki til, vegna þess að ekki hafa verið greidd af þeim opinber gjöld. Þrota- búið stendur því frammi fyrir því að þurfa að greiða skráningargjöld fé- laga á Tortólu til að komast yfir upp- lýsingar um þau. Hæsta lánið 580 milljónir Hæsta lánið af þessum fjórum er til Opal Global Investments en það nemur um 580 milljónum króna. Hin lánin eru lægri. Lánið til Eld- oris nam 85 milljónum króna, Amb- er fékk 45 milljónir króna að láni og Bentis Holding fékk 80 milljónir króna í lán. Upphæðirnar eru eignfærðar sem lán í bókhaldi Samsonar og því er ljóst að stjórnendur félagsins hafa litið á greiðslurnar sem slík jafnvel þó að engar nánari útskýringar sé að finna fyrir lánveitingunum. Engir útfylltir lánasamningar Engir útfylltir lánasamningar eru í búinu vegna lánanna, samkvæmt heimildum DV. Eingöngu hefur fundist einn lánasamningur vegna þessara lánveitinga. Þar er um að ræða samning vegna lánsins til Opal Global Investments. Sá lánasamn- ingur er hins vegar ekki undirritaður. Þetta er eitt stærsta vandamálið sem þrotabúið stendur frammi fyr- ir varðandi lánveitingarnar þar sem enn erfiðara er að rekja þær fyrir vik- ið. Einu gögnin um lánveitingarn- ar sem finna má í bókhaldi félags- ins eru millifærslubeiðnir þar sem stjórnendur Samsonar biðja um að tilteknar upphæðir verði millifærð- ar út af reikningum félagsins og yfir á reikninga aflandsfélaganna í gegn- um Landsbankann í Lúxemborg. Samkvæmt heimildum DV er bú- ist við því að þessar lánveitingar út úr Samson skýrist endanlega á næstu vikum, meðal annars það hverjir eiga félögin sem fengu lánað. Þrotabúið mun væntanlega fá upplýsingar um þessar lánveitingar frá fyrrverandi stjórnendum Samsonar, samkvæmt heimildum DV. Bókhaldið „snúið“ Þessi tíðindi af óreiðunni í bókhaldi Samsonar vegna þessara lánveit- inga til Tortólufélaganna stemma við fréttir sem áður hafa verið sagðar um uppgjörið á þrotabúi Samsonar. Svo virðist sem bókhaldi félagsins hafi verið verulega ábótavant í mörgum tilfellum. Þannig greindi DV frá því í júlí að þrotabúið hefði stefnt Björgólfi Guð- mundssyni fyrir að hafa notað rúm- ar 111 milljónir króna af fé Samsonar til að greiða eftirstöðvar 500 milljóna skuldabréfs sem var stofnframlag í minningarsjóð dóttur hans, Mar- grétar Björgólfsdóttur. Dóttir Björ- gólfs lést af slysförum langt fyrir ald- ur fram. Bókhaldsfærslan á þeirri greiðslu var sögð „snúin“ í tölvupósti frá Sig- þóri Sigmarssyni, stjórnarformanni Samsonar, til Ágústs H. Leósson- ar, framkvæmdastjóra Samsonar, í febrúar 2008 þar sem gefin eru fyrir- mæli um þessa millifærslu af reikn- ingum Samsonar: „Bókhaldið í kringum þetta er kannski dálítið snúið... Orðið hef- ur að samkomulagi að Samson ehf. greiði eftirstöðvar af skuldabréfi sem BG [Björgólfur Guðmundsson, innsk. blaðamanns] gaf uppruna- lega út sem stofnframlag í Minning- arsjóð Margrétar Björgólfsdóttur. Þetta er þriðja greiðslan af fimm. Þó að um sé að ræða skuldabréf gefið út af BG, þá hefði ég viljað líta svo á að þetta sé ekki greiðsla fyrir hönd BG heldur einfaldlega framlag í sjóðinn og gjaldfært sem slíkt. Það hlýtur að vera einhver flötur á því...“ Eins greindi DV frá því að 11 milljóna króna láni frá Samson til KR-sports hefði verið breytt í styrk skömmu fyrir bankahrunið árið 2008. Engir lánasamningar voru heldur til í búinu vegna þess láns, líkt og í tilfelli Tortólulánanna fjög- urra. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Tortóla er eyja í Karabíska hafinu. Hún er stærsta og fjölmennasta eyjan af hinum svokölluðu Bresku Jóm- frúreyjum. Evrópubúar hófu ferðir þangað eftir árið 1493 þegar Kristófer Kólumbus hafði fundið eyjarnar. Á Tortóla búa um 25 þúsund manns. Tortóla varð gríð- arvinsælt skattaskjól eftir að Bresku Jómfrúreyjarnar tóku upp alþjóðleg fyrirtækjalög árið 1984. Samkvæmt greinaflokki Morgunblaðsins stofnuðu íslenskir aðilar mörg hundruð félög á Tortólaeyjum. 136 félög til heimilis á Tortólaeyjum fengu starfsleyfi á Íslandi á árunum 2000 til 2008. Hin félögin sem ekki eru skráð hérlendis voru stofnuð af dótturfélögum bankanna erlendis og var það oftast gert í Lúxemborg. Þar voru Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir með úti- bú. Evrópska efnahagssvæðið tók til starfa árið 1994 en í því fólst hið svokallað fjórfrelsi en í því felst með- al annars frjálst flæði fjármagns. Frá árinu 1996 starf- rækti Kaupþing verðbréfasjóð í Lúxemborg og árið 1998 var verðbréfafyrirtækið Kaupthing Luxemborug S.A. stofnað. Ari Matthíasson leikari sagðist í Silfri Egils hafa ver- ið viðstaddur kynningu Kaupþings á vogunarsjóðn- um GIR Capital Investment árið 1999. Sjóðurinn var skráður á Caymaneyjum í mars árið 2000. Á fundin- um var viðstöddum tjáð að þeir myndu fá arðgreiðsl- ur tvisvar á ári og þær væri hægt að fá greiddar inn á reikninga hvar sem er í heiminum. Segja má að þetta hafi verið upphafið að því sem síðar varð venjan í ís- lensku viðskiptalífi. Ástæðan á þeim tíma var fyrst og fremst háir skattar á Íslandi. Á þeim tíma þurfti að borga 45 prósent skatt af söluhagnaði umfram 3,2 milljónir króna. Fjármagnstekjuskattur fór þó síðar í tíu prósent sem þó kom ekki í veg fyrir að menn stofn- uðu félög á Tortólaeyjum. Morgunblaðið sagði frá því að mun fleiri Tortóla- félög hafi verið stofnuð frá ágúst 2008 fram að banka- hruninu í október en áður. Á þessu þriggja mánaða Hundruð íslenskra félaga á Tortóla: Tortólaparadísin tímabili sóttu 14 félög um starfsleyfi á Íslandi. Kaup- þing, Landsbankinn og Glitnir voru skráðir umsjón- araðilar um 65 prósenta af þeim Tortólafélögum sem höfðu starfsleyfi á Íslandi. DV sagði frá því í maí í fyrra að Sigurður Valtýsson, forstjóri Exista, hefði fært all- an eignarhlut sinn í Exista til Yenvis Inc. á Tortóla 11. september 2008 nokkrum vikum fyrir bankahrunið. Fjögur félög sem skráð voru á Tortóla áttu nokkuð stóran hlut í Landsbankanum. Þessi félög keyptu bréf í Landsbankanum og geymdu þau þar til starfsmenn Landsbankans nýttu sér kauprétti á þeim. Kaupin voru oftast fjármögnuð af Kaupþingi eða Glitni en ekki Landsbankanum sjálfum. Vegna þessa fyrirkomu- lags hafa hlutabréfakaup starfsmanna Landsbankans ekki verið jafnmikið í umræðunni og hlutabréfakaup starfsmanna Kaupþings og Glitnis en þeir bankar lán- uðu sínum starfsmönnum beint. Þetta leiddi til þess að aðrir kaupendur á hlutabréfamarkaði gátu ekki gert sér grein fyrir því hverjir væru eigendur þessara fjög- urra Tortólafélaga sem áttu í Landsbankanum sem voru raunverulega í eigu starfsmanna bankans. as@dv.is RANNSAKAR MILLJÓNA LÁN BJÖRGÓLFA TIL TORTÓLA Danska blaðið Berlingske Tidende sagði frá því á föstudag að Björgólfur Thor Björgólfsson lifi enn lúx- uslífi í London á meðan Íslendingar berjist við Breta og Hollendinga um hvernig leysa eigi úr Icesave-deil- unni. Segir blaðið frá því að persónuleg skuld Björgólfs Thors við Landsbankann í Bretlandi nemi 260 milljón- um punda eða sem nemur 53 milljörðum króna mið- að við núverandi gengi. Íbúð hans í Notting Hill- hverfinu í London sé metinn á átta milljónir punda eða sem nemur 1.600 milljónum króna. Blaðið segir líka frá því að Íslendingar hafi orðið reiðir þegar þeir komust að því að Björgólfsfeðgar hafi fengið lán hjá Bún- aðarbankanum árið 2003 til að borga fyrir 30 prósent af hlut sínum í Landsbankan- um. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, átti frum- kvæðið að því að fá lánið hjá Búnað- arbankanum. Var það notað til að borga 30 prósent hlut af þeim 11,2 milljörðum króna sem eignarhalds- félagið Samson greiddi fyrir 46 pró- senta hlut í Landsbankanum. Var lánið veitt á sömu kjörum og Lands- bankinn hafði lánað Eglu, sem var í eigu S-hópsins, til að kaupa Búnað- arbankann. as@dv.is Björgólfur Thor Björgólfsson í Berlingske Tidende: LIFIR LÚXUSLÍFI Í LONDON n Eignarhaldsfélagið Samson var úrskurðað gjaldþrota 12. nóvember 2008 og nema lýstar kröfur í búið tæpum hundrað milljörðum króna. Eignir félagsins eru hins vegar aðeins metnar á 2,3 milljarða króna. Stærsta eign Samsonar, kjölfestuhluturinn í Landsbankanum sem keyptur var af íslenska ríkinu í árslok 2002 fyrir rúma 11 milljarða króna, varð verðlaus þegar Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir í október 2008. Félagið var stofnað gagngert til þess að fara með þennan eignarhluta. n Eigendur Samsonar voru þeir Björgólfur Guðmundsson, sonur hans Björgólfur Thor og Magnús Þorsteinsson. Samson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.