Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 15
BÍLSKÚRS- HURÐASKELLIR SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON, formaður húseigendafélagsins svarar fyrirspurnum lesenda. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is NEYTENDUR 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR 15 Það verður seint ofpredikað fyr- ir forsvarsmönnum húsfélaga að fylgja lögum í hvívetna og fara að hollum ráðum. Ella getur illa far- ið eins og lesa má í dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur frá 15. desem- ber síðastliðnum sem snerist um kostnað vegna endurnýjunar á bílskúrshurðum í stóru fjöleign- arhúsi; hvort hann væri sameign- legur eða sérkostnaður bílskúrs- eigenda. Húsfélagið tók þann bersýnilega ranga pól í hæðina að um sameig- inlegan kostnað væri að tefla og skipti honum eftir hlutfallstölum á alla eigendur, líka á þá sem enga bílskúra áttu. Þetta einfalda og aug- ljósa mál vatt upp á sig og varð stórt og langdregið vegna þrákelkni stjórnar húsfélagsins og ráðgjafa hennar. Nokkrir þeirra bílskúrslausu mótmæltu ákaft en fyrir daufum eyrum. Þeir leituðu til Húseigenda- félagsins sem ítrekaði mótmæli þeirra og upplýsti stjórn húsfélags- ins um réttarstöðuna og leiðrétti rangan lagaskilning hennar. En allt kom fyrir ekki. Stjórn húsfélagsins skellti skollaeyrum við öllum mót- mælum, tilmælum og kröfum og kaus heldur að fylgja ráðum fyr- irtækis sem var henni til aðstoð- ar í fjármálum og rekstri húsfé- lagsins. Málið fór fyrir Kærunefnd fjöleignarhúsamála sem taldi bíl- skúrshurðirnar ótvírætt í séreign og kostnað við endurnýjun þeirra sérkostnað bílskúrseigenda. Taldi nefndin engu skipta þótt húsfund- ur hefði samþykkt annað enda lög- in ófrávíkjanleg og því ekki á valdi fundar að ákveða aðra skiptingu. Stjórn húsfélagsins og ráðgjaf- ar þess kusu að hafa þetta kæru- nefndarálit að engu og héldu fast við sinn keip og neituðu leiðrétt- ingum og endurgreiðslum. Áfellisdómur yfir stjórn og ráðgjafa Einn þeirra sem ekki átti bílskúr fór með málið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Dómur var kveðinn upp 15. desember og er hann mjög afdráttarlaus. Dæmt var að íbúðar- eigandanum hefði verið óskylt að taka þátt í kostnaði vegna endur- nýjunar á hurðum bílskúra hússins. Þar sem þessi eigandi hefði ekki átt bílskúr hefði verið ranglátt af hús- félaginu að krefja hann um kostnað vegna bílskúrshurða. Tekur dómar- inn sérstaklega fram að ámælisvert hafi verið af stjórn húsfélagsins að boða til aðalfundar 2007 með svo óljósum hætti að ekki hafi verið ljóst að á fundinum ætti að taka ákvörðun um greiðsluskyldu allra vegna bílskúrshurðanna. Var hús- félagið dæmt til að endurgreiða þessum íbúðareiganda hlutdeild í kostnaðinum með dráttarvöxt- um og málskostnaði. Var réttur hans talinn svo skýr og ótvíræður að engu var talið breyta þótt hann hefði greitt án athugasemda og ekki mótmælt strax. Þessi dómur markar væntanlega endi þessarar þrætu enda eru skilyrði áfrýjunar varla fyrir hendi. Vonandi hverfur stjórnin nú frá villu síns vegar. Von- andi fær nú þessi staðfasti og lög- vissi íbúðareigandi og aðrir í sömu stöðu tafarlausa leiðréttingu mála í samræmi við dóminn án þess að til frekara málastapps þurfi að koma og vonandi mun ganga vel og greitt að vinda ofan af vitleysunni. Á villigötum Þetta mál á sér nokkuð langan að- draganda. Það er í eðli sínu ekki flókið. Hér er ekki um lagalegt vafa- atriði að tefla. Fjöleignarhúsalög- in eru alveg skýr um þetta atriði og það mátti öllum vera ljóst frá upp- hafi hver niðurstaðan yrði. Fyrir lá skýlaust álit lögfræðings Húseig- endafélagsins og Kærunefndar fjöl- eignarhúsamála þar sem komist er að sömu niðurstöðu. Stjórn húsfé- lagsins sýndi óbilgirni og hélt fast við sinn ranga keip, tók ekki laga- rökum og hafði að engu ráð og álit þeirra sem best vita og þekkja og leiddi með því húsfélagið í ógöngur. Þessi afstaða og ráðsmennska hef- ur valdið húsfélaginu og einstökum eigendum verulegum kostnaði og fyrirhöfn, sem hjá hefði mátt kom- ast ef lögum hefði verið fylgt. Stjórn eða einstakir stjórnarmenn geta með svona ráðslagi bakað sér bóta- skyldu gagnvart húsfélaginu og/ eða einstökum eigendum og vænt- anlega mun stjórnin á réttum vett- vangi þurfa að axla ábyrgð vegna þessa. Sama er að segja ef sérfræð- ingur eða ráðgjafi telst með rangri eða ófullnægjandi ráðgjöf hafa valdið húsfélaginu tjóni. Þá kemur til álita svonefnd sérfræðiábyrgð. Víti til varnaðar Þessi dómur er fordæmisgefandi fyrir húsfélagið og aðra eigendur og hann kann líka að hafa víðtækara fordæmisgildi. Dómurinn er alvar- leg áminning og holl lexía og víti til varnaðar fyrir húsfélög, stjórn- ir þeirra og ráðgjafa. Hann kennir hversu miklu skiptir að fara að rétt- um lögum við skiptingu kostnaðar í fjöleignarhúsum, ákvarðanatöku og boðun og framkvæmd funda. Hann sýnir afleiðingar þess ef geð- þótti fær að ráða för og menn verða viðskila við lögin. Það er mikilvægt fyrir forsvarsmenn húsfélaga að kynna sér vel þau lög sem um hús- félög gilda og leita ráða hjá góðum ráðgjöfum. Stjórn húsfélags verð- ur að fara að lögum og löglegum ákvörðunum húsfunda. Húsfundir mega ekki taka ákvarðanir sem fara í bága við lög. Þeir geta ekki svo bindandi sé tekið ákvarðanir sem stríða gegn ófrávíkjanlegum fyrir- mælum fjöleignarhúsalaga. Stjórn- in á að skipta kostnaði eftir reglum fjöleignarhúsalaga og innheimta rétta hlutdeild eigenda. Flokkun í sameiginlegan kostnað og sér- kostnað fer eftir ófrávíkjanlegum lagafyrirmælum. Húsfundur getur ekki haggað þeirri skiptingu. Utanaðkomandi ráðgjöf Stjórn húsfélags er heimilt inn- an vissra marka að fela utanað- komandi aðila að annast tiltekin verkefni sem falla undir starfssvið hennar. Skyldur stjórnar eru þó flestar þess eðlis að hún verður sjálf að axla þær og getur fráleitt vís- að á aðila úti í bæ varðandi þýð- ingarmikil mál. Er rík ástæða til að hvetja stjórnir fjöleignarhúsa til að gleyma ekki lagaskyldum sín- um og ganga ekki of langt í þessu efni. Svona fyrirtæki eru rekin með hagnað að leiðarljósi en ekki af ein- skærri góðsemi. Þau þurfa skiljan- lega að fá eitthvað fyrir sinn snúð og þjónusta þeirra er oft dýrari en í upphafi virtist. Stundum virðist líka skorta á lagaþekkingu hjá þessum aðilum og er þessi dómur til marks um það. Húsfunda- og lögfræðiþjónusta Húseigendafélagið býr yfir mikilli þekkingu og reynslu í fjöleignar- húsamálum. Það er skynsamleg og ódýr hagsmunagæsla fyrir húsfélög að ganga í félagið og öðlast með því aðgang að sérhæfðri lögfræði- og húsfundaþjónustu þess, sem m.a. tryggir löglega húsfundi og að rétt sé staðið að töku ákvarðana. Fund- arstjóri er sérfróður lögfræðingur og lögfræðingar félagsins aðstoða við allan undirbúning fundar. Með því að nýta þessa þjónustu Húseig- endafélagsins geta húsfélög, eig- endur og viðsemjendur, treyst því að fundur sé löglegur og ákvarð- anir séu rétt teknar og lögum sam- kvæmt. Þannig má sneiða hjá ógöngum og tjóni. Sm áa ug lý si ng ar SÍMINN ER 515 55 50 sm aa r@ dv .is Hafðu samb and í sím a 515 -5555 eða s endu tölvup óst á ask rift@d v.is - inn í h lýjuna Fáðu D V heim í áskrif t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.