Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 30
Þriðja fótbolta Pub Quiz Players var haldið síðastliðinn fimmtu- dag en það er sparkspeking- ur RÚV, Hjörvar Hafliðason, sem sér um það. Mörg stjörnu- lið voru mætt til leiks eins og vanalega en eitt nýtt bættist þó í hópinn, Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH, og Lúðvík Arnarson, varaformað- ur FH og ferðamálafrömuður. Gekk þeim félögunum afar vel og hefðu þeir tryggt sér annað sætið hefðu þeir ekki klúðrað spurningu um uppstillingu spænska landsliðsins í úrslita- leik Evrópumótsins 2008. Þegar upp kom að svarið var vitlaust hundskammaði Lúðvík Heimi, sagði að hann ætti að vita allt um Spán þar sem hann var sér- fræðingur Stöðvar 2 Sport um spænska boltann í tvö ár. Þeir félagarnir sættust þó þegar þeir fengu launin fyrir þriðja sætið, bjórkort á barinn. „Síminn hefur bara ekki stoppað. Strax þegar blaðið kom út fóru konur að hringja og biðja um númerið hjá einka- þjálfaranum,“ segir Ellý Ármannsdótt- ir, blaðakonan fagra, sem hefur lést um tólf kíló að undanförnu. Í helgar- blaði DV var viðtal við Ellý þar sem hún greindi frá því að hún hefði verið í pró- grammi hjá einkaþjálfaranum Garðari Sigvaldasyni. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og er Ellý komin í dúndurform eins og myndirnar stað- festu svo sannarlega. „Ég bjóst alls ekki við þessu en það hefur fjöldi kvenna hringt í mig. Þetta eru allt konur sem ég þekki ekki. Þær eru að hringja og spyrja um Garðar og vilja vita hvar ég fékk fötin sem ég er í á myndunum. Þetta segi ég þeim með ánægju því sjálf er ég svo ánægð með árangurinn,“ segir Ellý himinlifandi en í viðtalinu greindi hún einnig frá því að kynlífið með eiginmanninum hefði batnað til muna. Sjálf er Ellý þriggja barna móðir. „Það er ekki slæmt að líta svona út með þrjú börn,“ segir Ellý. Ellý segir árangurinn ekki hafa kom- ið með neinni kvöð því prógrammið hjá Garðari sé svo gott. „Ég er alveg í skýjunum með þetta því ég get borðað eins og ég vil. Þetta á ekki að vera leið- inlegt heldur bara gaman,“ segir hún og fagnar því að aðrar konur vilji ná sama árangri. „Eins og staðan er núna verðum við að hugsa um okkur sjálf til þess að við getum lifað heilbrigðu lífi og séð um börnin okkar. Því hef ég verið á fullu að senda SMS með númerinu hans Garð- ars til kvenna úti um allan bæ,“ segir Ellý Ármannsdóttir. tomas@dv.is Konur vilja komast til Garðars SÆTTUST YFIR BJÓRNUM ELLÝ ÁRMANNS TÓLF KÍLÓUM LÉTTARI: MATTHÍAS MATTHÍASSON: Útvarpsmaðurinn Ríkharður Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, þurfti að standa við stóru orðin á föstudaginn. Rikki veðjaði við kollega sinn á X-inu 977, Þorkel Mána Pétursson, um niðurstöðuna í bikarleik Manchester United og Leeds um daginn. Hafði Leeds sigur og var það undir að Rikki þyrfti þá að láta húðflúra á sig „X 97,7“. Vildi FM-hnakkinn ekki bera merki rokkaranna þar sem það sást og lét hann því húðflúra sig á ilina. Það hefndi sín þó því alls ekki er þægilegt að láta húðflúra sig þar. Það sem meira er, Rikki verður líklega smá haltur næstu daga á meðan hann jafnar sig. HÚÐFLÚRAÐUR 30 MÁNUDAGUR 11. janúar 2010 FÓLKIÐ Á ILINNI Tekin í gegn Garðar Sigvaldason einkaþjálfari er búinn að skafa tólf kíló af Ellý Ármanns. „Ég hef alltaf komist í úrslitin en aldrei út. Þetta verður vonandi bara árið,“ segir Matthías Matthíasson söngvari en hann tryggði sér sæti í úrslitum Söngvakeppni Sjón- varpsins með laginu Out Of Sight. „Það er alltaf jafnga- man að taka þátt í þessari keppni og líka frábært að fá að taka þátt núna meira á eigin forsendum,“ en Matthías átti sinn þátt í semja lagið og textann ásamt Matthíasi Stef- ánssyni, höfundi þess. Þótt Matthías sé vongóður fyrir úrslitin er hann með báða fætur á jörðinni.. „Þetta kemur allt í ljós þegar þar að kemur. Við ætlum bara að gera helmingi betur í úr- slitunum og svo sjáum við hvað setur.“ Synir Matthíasar voru í sjónvarpssal á laugardaginn og hvöttu sinn mann áfram af miklum krafi. „Það var frábært að hafa þá þarna og reyndar var stór partur fjölskyldunnar á staðnum. Þeir voru gríðarlega ánægðir með að pabbi hefði komist áfram.“ Íris Hólm, söngkona hljómsveitarinnar Bermúda, tryggði sér einnig sæti í úrslitum með laginu The One eftir Birgi Jóhann Birgisson. Eftir að hafa sungið sitt lag hopp- aði Íris í önnur föt því hún söng bakraddir í laginu In The Future sem hin 16 ára Karen Pálsdóttir söng. asgeir@dv.is Matthías Matthíasson, oftar en ekki kenndur við Papana, tryggði sér sæti í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn ásamt Írisi Hólm. Þetta er í þriðja skipti sem Matthías tekur þátt í forkeppni Eurovision og hefur hann alltaf komist í úrslit. DV var baksviðs á keppninni og fylgdist með stemningunni SIGURVEGARAR Matti og Íris hæstánægð þegar úrslitin lágu ljós fyrir. MYNDIR EGGERT JÓHANNESSON KJÓLL KVÖLDSINS Hin 16 ára gamla Karen vakti mikla athygli fyrir klæðaburð en það dugði ekki alla leið í úrslit. JÓHANNA GUÐRÚN OG INGÓ Tóku lagið saman og Eva María hafði gaman af eins og sjá má. GLAÐLEGAR Edda Björg, Erna Hrönn, Kolbrún Eva og Bryndís. ALLTAF KOMIST ÁFRAM PABBI! Þeir Arnar Páll, sjö ára, og Sigurður Páll, fjögurra ára (alveg að verða fimm), létu sitt ekki eftir liggja. Í ÚRSLIT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.