Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 2010 FRÉTTIR
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra sagði í hátíðarræðu á Hólahá-
tíð í ágúst að þeir sem meginábyrgð-
ina bæru á bankahruninu ættu að
biðja þjóðina afsökunar. „Helst ættu
þeir auðvitað að koma auðmjúkir og
biðjast afsökunar og bjóðast síðan til
– og bjóða fram aðstoð við – að bæta
skaðann eins og kostur er,“ sagði Stein-
grímur í ræðunni.
Steingrímur beindi í ræðunni
spjótum sínum sérstaklega að yfir-
stjórn Landsbankans, en hún bar, eins
og alþjóð veit, ábyrgð á stofnun og
rekstri Icesave.
Eins og DV greindi frá fyrir
skemmstu herma heimildir blaðs-
ins að Björgólfsfeðgar ætli ekki að tjá
sig opinberlega um Icesave-málið og
ábyrgð sína á því fyrr en í fyrsta lagi
eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Al-
þingis hefur verið birt.
Langt í að menn geti
öðlast fyrirgefningu
Vilhjálmur Bjarnason, lektor við við-
skipta- og hagfræðideild HÍ, hefur
fjallað um siðferðisbrest íslenskra
kaupsýslumanna og skrifaði kafla
í bókinni Fyrirgefning og sátt sem
kom út á vegum Skálholtsútgáfunn-
ar.
„Enginn þessara aðila sem í hlut á
hefur viðurkennt að hafa gert nokkuð
rangt. Einn maður segist hafa búið til
launakerfi sem hafi farið úr böndun-
um. Það er ansi langt í það að menn
geti öðlast fyrirgefningu. Fyrirgefn-
ingu fá aðeins þeir sem biðjast fyrir-
gefningar. Björgólfur Guðmundsson
hefur reynt að réttlæta gjörðir sínar og
kennt Seðlabankanum um ófarirnar,
því Seðlabankinn hafi ekki getað lán-
að Landsbankanum meira. Þetta sagði
hann á fundi þar sem ég var. Ég fæ ekki
séð að það sé nein fyrirgefning í vænd-
um.“
Siðblinda
Vilhjálmur vísar í samtali við DV í
Fréttaaukann, fréttaskýringaþátt Rík-
issjónvarpsins, en þar var á sunnu-
daginn fjallað um siðblindu. Vil-
hjálmur telur að sú geðræna röskun
hafi hrjáð íslenska viðskiptamenn.
Siðferðisbresturinn hafi verið ein
helsta ástæða bankahrunsins. „Það
hrynur ekkert bankakerfi gjörsam-
lega til grunna nema ef menn hafa
verið hinum megin við línuna – í
umhverfi þar sem glæpsamlegt at-
hæfi þykir hið eðlilega. Þessir aðilar
tæmdu bankana innan frá. Þeir beittu
markaðsmisnotkun þar sem bank-
arnir voru notaðir til að halda uppi
verði á bréfum. Þeir notuðu til þess
peninga bankanna og ýmsar rang-
færslur og fóru í kringum eignarhald
í eigin bréfum – auðvitað er þetta sið-
blinda. Og menn báru hag sjálfra sín
og ákveðinnar klíku fyrst og fremst
fyrir brjósti, en ekki hag hluthafanna.
Og þetta leikrit með Al-Thani hjá
Kaupþingi er örugglega toppurinn á
öllu saman.“
Eins og smáglæpamenn
Vilhjálmur segir að nú standi eft-
ir vonsvikin þjóð sem þurfi að borga
brúsann á meðan sökudólgarnir við-
urkenni ekki einu sinni sekt sína.
„Þeir hafa haldið því fram statt og
stöðugt að þeir hafi ekkert rangt gert.
Menn eru í afneitun. Þetta er alveg
eins og hjá venjulegum íslenskum
glæpamanni sem stendur í Héraðs-
dómi Reykjavíkur.“
En hvers vegna telur Vilhjálmur
að siðblinda hafi verið svona algengt
vandamál í íslensku viðskiptalífi?
„Hér var algjört eftirlitsleysi.
Kaupaaukakerfin eru mjög hvetjandi
til að menn taki áhættu á kostnað
hluthafanna. Þeir sem taka áhættuna
á eigin skinni, þurfa ekki að borga
neitt út, neðri mörk áhættunnar eru
í núlli.“
„Landsbankinn varð aldrei
gjaldþrota“
Björgólfur Guðmundsson var gest-
ur Sigmars Guðmundssonar í Kast-
ljósi í nóvember 2008. Mánuði áður
hafði honum verið vikið úr stjórnar-
formannssæti Landsbankans þegar
ríkið yfirtók rekstur hins fallna banka.
Umræðan um Icesave-reikningana
var nýhafin og mikil óvissa ríkti um
málið. Björgólfur sagði í viðtalinu
að öll umræða um að Icesave myndi
leggjast á þjóðina væri „einhver til-
búningur“ og sagði að nægar eign-
ir væru í safni Landsbankans til að
borga Icesave. „Landsbankinn varð
aldrei gjaldþrota, Landsbankinn fór í
greiðsluþrot, vegna hvers? Við fórum
í Seðlabankann og báðum um gjald-
eyri en hann var ekki til. Þannig að
þetta byggist allt á því að við fengum
ekki gjaldeyri til að borga.“
Í sama viðtali sagðist Björgólfur
þó eiga einhverja ábyrgð á hvernig
fyrir hlutunum væri komið. „Ég ber
ábyrgð,“ sagði hann.
Þegar Sigmar spurði hann út í of-
urlaun, og hvort réttnefni hefði ekki
verið græðgisrugl, svaraði Björgólfur:
„Ég tek alveg ábyrgð á því að það hafi
verið dálítil græðgi í þessu öllu sam-
an.“
Icesave-klúðrið
Illugi Jökulsson ritstjóri skrifaði
Björg ólfi Thor Björgólfssyni opið bréf
á bloggsíðu sinni í júní. Þar spurði Ill-
ugi: „Nú þegar ljóst virðist að mjög
háar upphæðir falli á þjóðina, vegna
þeirrar peningamaskínu þinnar og
þinna sem Icesave var, munt þú
þá ekki örugglega leitast af fremsta
megni við að borga þá alla upphæð
sem afgangs verður þegar eignir
Landsbankans hafa verið seldar?“
Það kom mörgum á óvart þegar
Björgólfur Thor svaraði bréfinu, en
Illugi birti það í heild sinni.
„[E]kki líður sá dagur að ég hugsi
ekki um þetta Icesave klúður. Ég velti
því fyrir mér hvernig sé best að lenda
þessu máli þannig að ekkert falli á
endanum á þjóðarbú Íslendinga og
Hávær krafa hefur verið uppi í samfélaginu um að gerendur í efnahagshruni Íslands sýni
iðrun. Þegar útrásarvíkingar og auðmenn veita viðtöl þar sem rætt er um bankahrunið
skjóta blaðamenn gjarnan að spurningunni um hvort þeir iðrist eða vilji biðja þjóðina
afsökunar. Til þessa hafa fáir orðið við þeirri samfélagslegu kröfu.
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
ÞURFA AÐ BIÐJAST
FYRIRGEFNINGAR
n Vilhjálmur Bjarnason, lektor við viðskipta- og hagfræði-
deild Háskóla Íslands, skrifaði greinina Fyrirgefning, sáttar-
gjörð sársauka og vonar er birtist í bókinni Fyrirgefning og
sátt, sem kom út í fyrra. Þar lýsir hann forsendum uppgjörs
í íslensku samfélagi:
„Þolendur þessa mikla hildarleiks, sem efnahagshrunið er,
máttu sín lítils þegar allt var talið leika í lyndi. Þeir töldu að
grundvallarlögmál siðferðis væru virt í viðskiptum. Þegar
hulunni var svipt af blekkingunni kom á daginn að ágirnd,
hroki og þjónkun hafði valdið óbætanlegri ógæfu og tjóni,
og við borð lá framtíð lands og þjóðar.
Í því sorgarferli, sem þjóðin fer í gegnum, slegin tilfinn-
ingaleysi og doða, þarf að fara
fram uppgjör, og í því uppgjöri
þurfa þeir, sem sekir eru, að
biðjast fyrirgefningar og skila því
sem þeir hafa oftekið. Þá aðeins
getur þjóðin tekið þá í sátt og horft
fram á við, og þá er hafa misgert er
rétt að minna á: „að hefnist þeim er
svíkur sína huldumey, honum
verður erfiður dauðinn.“
(Guðmundur
Böðvarsson)“
almenningur þurfi ekki að greiða
af þeim ábyrgðum sem ríkið hefur
gengist í. Eins og ég hef sagt opinber-
lega áður þá tel ég góðar líkur á því að
eignir Landsbankans dugi fyrir þess-
um upphæðum. Ég mun fylgjast vel
með gangi þess eins og allir Íslend-
ingar,“ skrifaði Björgólfur.
Annarra að biðja
þjóðina afsökunar
„Ég er ekki auðugur maður og tapaði
megninu af mínum sparnaði,“ sagði
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi
forstjóri Kaupþings, í Kastljósinu í ág-
úst 2009.
Hreiðar Már bað hluthafa, kröfu-
hafa og starfsfólk Kaupþings afsökun-
ar á launastefnu bankans í viðtalinu.
Aðspurður hvort honum þætti ekki
rétt að biðja þjóðina afsökunar sagði
hann ekki krónu falla á íslensku þjóð-
ina vegna Kaupþings og því væri það
hlutverk annarra að biðja þjóðina af-
sökunar. Hreiðar Már sagðist áreið-
anlega hafa gert einhver mistök. „Við
hefðum átt að undirbúa okkur betur
og ég held að stærstu mistökin hafi
verið að færa ekki höfuðstöðvar bank-
ans þegar hann var orðinn svona stór.
Við gerðum líka mistök í uppbyggingu
launakerfis okkar starfsmanna. Við
áttum ekki að láta starfsfólk okkar taka
svona mikla áhættu og lána því svona
mikla fjármuni til að kaupa hlutafé
í bankanum. Ég sé mjög mikið eftir
þeim mistökum.“
Hver og einn horfi í eigin barm
Bjarni Ármannsson, fjárfestir og fyrr-
verandi forstjóri Glitnis, skrifaði í
Fréttablaðið snemma á síðasta ári og
viðurkenndi eigin mistök í fjármála-
starfseminni. „Ég og aðrir þeir sem
unnu að framgangi fjármálageirans
hljótum að viðurkenna mistök okk-
ar, læra af þeim og nýta lærdóminn
til að byggja upp til framtíðar. Mikil-
vægt er að við náum að vinna okkur
hratt út úr vandanum og byggja upp
traust í samfélaginu á nýjan leik. Mis-
tök fortíðar leiddu okkur á þann stað
sem við erum á núna. Eins mikilvægt
og það er að rannsaka ítarlega hvað
gerðist, skiptir ekki síður máli að hver
og einn horfi í eigin barm og bregðist
við því sem hann þar finnur.“
Bjarni Ármannsson hefur sam-
þykkt að endurgreiða Glitni/Íslands-
banka samtals rúman milljarð króna
vegna yfirverðs í hlutabréfaviðskipt-
um félaga í eigu hans við stjórn bank-
ans við starfslok hans árið
2007.
Hann átti ummæli
ársins 2009 að mati
DV þegar hann sagði
óbyrgt af sinni hálfu
að borga skuldir
sem hann hafði sjálf-
ur stofnað til. „Enda
væri það náttúru-
lega bara óábyrg
meðferð á fé af
minni hálfu að gera
það. Er það ekki?“
Bjarni lét þessi orð falla
í viðtali við DV í sept-
ember þegar hann
var spurður um
afskrift á
800
milljóna króna skuld
eignarhaldsfélags
hans hjá gamla Glitni.
Bjarni var ekki í per-
sónulegum ábyrgð-
um fyrir láninu til
eignarhaldsfélagsins
en sagðist hafa greitt
nokkra tugi milljóna
upp í skuldina. Hann
sagði hins vegar að það
hefði verið óábyrg með-
ferð á fé að greiða meira
þar sem hann þurfti þess
ekki.
n ÁSMUNDUR STEFÁNSSON
Bankastjóri Nýja Landsbankans hélt ræðu á starfsdegi
bankans í apríl þar sem hann baðst afsökunar á þeim
mistökum sem bankinn gerði fyrir hrun. Hann bað
íslenskt samfélag afsökunar á hlutdeild bankans í
þeim vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag. „Ég
leyfi mér fyrir hönd stjórnenda Landsbankans að biðja
almenna starfsmenn hans afsökunar á því umhverfi
sem ykkur var búið og þeim mistökum sem gerð voru
við stjórnvölinn. Ég vil jafnframt nota þetta tækifæri
sem bankastjóri Landsbankans og biðja fyrir bankans
hönd íslenskt samfélag afsökunar á hlutdeild bankans
í þeim vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag,“
sagði Ásmundur í ræðunni.
n JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
Forsætisráðherrann baðst afsökunar við flutning
á skýrslu um efnahagshrunið og endurreisnina á
Alþingi í október síðastliðnum. „Hver sem niðurstaða
rannsóknarnefndar Alþingis verður um ábyrgð
einstakra aðila blasir við að ríkisvaldið, raunar allt frá
einkavæðingu bankanna 2004, brást í því verkefni að
koma í veg fyrir hörmungarnar sem yfir okkur dundu
eða að minnsta kosti draga verulega úr högginu,“
sagði hún meðal annars.
Þau hafa beðið þjóðina afsökunar
„ANNARRA AÐ BIÐJAST AFSÖKUNAR“
Annarra að biðjast afsökunar
Hreiðar Már Sigurðsson bað hluthafa,
kröfuhafa og starfsfólk Kaupþings
afsökunar á launastefnu bankans.
Hann taldi hins vegar annarra að biðja
þjóðina afsökunar á hruninu.
Smjörklípa annarra Lýður og Ágúst
sökuðu ákveðin öfl um að ráðast á
Exista og Kaupþing til að hvítþvo sig
sjálf af ábyrgðinni á bankahruninu.
Skrifaði Illuga bréf Björgólfur Thor
Björgólfsson sagði í bréfi til Illuga
Jökulssonar að hann hugsaði um
Icesave á hverjum degi.