Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Blaðsíða 17
Öfl sem hylja eigin mistök Lýður og Ágúst Guð- mundssynir í Bakkavör og Exista skrifuðu grein í Morgunblaðið í mars á síðasta ári. Þar sögðust bræð- urnir ekki hafa átt í óeðlilegum viðskipt- um við Kaupþing en himinháar lán- veitingar bank- ans til fyrirtækja þeirra höfðu vakið mikla gremju og gagnrýni í samfélaginu. Þeir skrifuðu að „skipulagður undir- róður“ færi fram gegn þeim. „Fáir myndu fagna meira birtingu rannsókn- arskýrslu um að- draganda að falli bank- anna en við bræð- ur, enda höfum við tapað gíf- urlegum FRÉTTIR 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 17 SIÐBLINDA ÞRISVAR SINNUM ALGENGARI HJÁ STJÓRNENDUM n Nanna Briem geðlæknir skrifaði nýlega grein um siðblindu í Geðvernd, tímarit Geðverndarfélags Íslands. Í greininni bendir Nanna á rannsóknir sem sýna að siðblinda er þrisvar sinnum algengari hjá fólki í stjórnunarstöðum en hjá almenningi. „Fyrirtækin líta í hina áttina ef harðsvíruð og siðlaus aðgerð er arðbær, verðlauna hana jafnvel.  Þeir sem auka gróða fyrirtækisins eru gerðir að stjörnum, þó að aðferðirnar hafi verið mjög áhættusamar og jafnvel siðlausar.  Við slíkar aðstæður standa allar dyr opnar hinum siðblindu,“ segir hún. Nokkur umræða hefur verið um geðræna siðblindu í viðskiptalífinu í alþjóðlegri umræðu í kjölfar atburðanna á fjármálamörkuðum heimsins und- anfarin tvö ár. En hvernig er siðblindur einstaklingur? Í grein Nönnu segir: „Vægðarlaust ryður hann sér braut gegnum lífið og skilur eftir sig slóð af brostnum hjörtum, væntingum og tómum veskjum.  Hann svífst einskis í eigin þágu, enda samviskulaus og ófær um að setja sig í spor annarra.  Reglur mannlegra samskipta og samfélagsins eru fótum troðnar án minnstu sektar- kenndar eða eftirsjár. Með dáleiðandi persónutöfrum dregur hann fórnarlömb sín á tálar en undir niðri er kaldlyndur svikhrappur, sem ráðskast með fólk á lævísan hátt og tekur ekkert tillit til tilfinninga annarra.  Hann er ófær um eðlilegt tilfinningalegt samband við aðra manneskju. Þegar það hentar þykist hann vilja breyta sér eða bæta, en í raun er það lítið annað en leikaraskapur […] Mest áberandi eiginleikar siðblindra geta verið persónutöfrar og sjálfsöryggi sem eru frekar jákvæðir eiginleikar. Fólk fellur oft fyrir siðblindum við fyrstu kynni, en áttar sig fyrst seinna á dökkum hliðum persónuleikans.“ fjármunum á ákvörðunum í aðdrag- anda og í kjölfar bankahrunsins. Eignir okkar eru að mestu tapaðar, þótt við berum það ekki saman við vanda þeirra sem standa frammi fyr- ir atvinnumissi eða gjaldþroti. Sem stjórnendur og forsvarsmenn stórra fyrirtækja tökum við ábyrgð á okkar þætti í þessari atburðarás. Sú ábyrgð verður hins vegar ekki leidd í ljós af þeim öflum sem nú beita óvönduð- um meðulum til þess að hylja eigin Ertu siðblind(ur)? Skilgreining sálfræðingsins Robert D. Hare á siðblindu: n Ertu undirförul(l)? n Býrðu yfir yfirborðskenndum sjarma? n Ertu gífurlega sjálfsörugg(ur)? n Ertu sjúklegur lygari? n Beitirðu kænskubrögðum og svikum til að vefja fólki um fingur þér? n Er þér ómögulegt að finna til eftirsjár eða sektarkenndar? n Rista tilfinningar ekki djúpt í þér? n Ertu harðbrjósta? n Finnurðu aldrei til samúðar? n Geturðu aldrei viðurkennt ábyrgð á eigin gjörðum? mistök og freista þess að gera einstak- linga sem tengjast Kaupþingi að saka- mönnum í augum almennings. Það sem við öll þurfum mest á að halda er heiðarlegt uppgjör sem byggist á raunverulegum rannsóknargögnum. Á þeim vettvangi mun ekki standa á okkur bræðrum að svara til þeirrar ábyrgðar sem að okkur snýr.“ Bað flokkinn afsökunar Geir H. Haarde, fráfarandi formað- ur Sjálfstæðisflokksins, baðst við upphaf landsfundar flokksins í mars 2009 afsökunar á einkavæðingu bankanna og öðru sem miður fór: „Hefðum við sjálfstæðismenn hald- ið fast við okkar upphaflega mark- mið um dreifða eignaraðild eru líkur á því að bankarnir hefðu ekki verið jafn sókndjarfir og áhættusæknir og raunin varð. Ég ber mína ábyrgð á því að svona var búið um hnútana á sínum tíma og á þeim mistökum er rétt að biðjast afsökunar. Geri ég það hér með.  Sama er að segja um annað sem miður fór og var í okkar valdi og hefði mátt gera betur.“ Jóhanna bað þjóðina afsökunar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra baðst afsökunar á vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda sem hún taldi að leitt hefði til bankahrunsins. Þetta kom fram í máli hennar þegar hún flutti skýrslu um efnahagshrunið og endurreisn á Alþingi í október. „Hver sem niðurstaða rannsókn- arnefndar Alþingis verður um ábyrgð einstakra aðila blasir við að ríkis- valdið, raunar allt frá einkavæðingu bankanna 2004, brást í því verkefni að koma í veg fyrir hörmungarnar sem yfir okkur dundu eða að minnsta kosti draga verulega úr högginu.  Þess vegna tel ég mér sem forsæt- isráðherra, rétt og skylt fyrir hönd ríkisins og stjórnsýslunnar að biðja íslensku þjóðina afsökunar á van- rækslu og andvaraleysi stjórnvalda að þessu leyti.“ Jóhanna bætti við að þjóðin væri í sárum, hún hefði liðið þjáningar og skaða sem enn sæi ekki fyrir endann á. Þess vegna ætti hún heimtingu á afsökunarbeiðni.  „Það er síðan rannsóknaraðila og dómstóla að leggja grunn að, og sjá svo til, að þeir sem ábyrgð bera, axli hana.“ „ANNARRA AÐ BIÐJAST AFSÖKUNAR“ Smjörklípa annarra Lýður og Ágúst sökuðu ákveðin öfl um að ráðast á Exista og Kaupþing til að hvítþvo sig sjálf af ábyrgðinni á bankahruninu. Skrifaði Illuga bréf Björgólfur Thor Björgólfsson sagði í bréfi til Illuga Jökulssonar að hann hugsaði um Icesave á hverjum degi. Menn viðurkenni mis- tökin Bjarni Ármannsson sagðist vilja líta í eigin barm. MYND GÚNDI Kannaðist ekki við mistök Björgólfur Guðmundsson kenndi Seðlabankanum um fall Landsbankans. MYND RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.