Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Blaðsíða 29
FÓKUS 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 29
»»Tómstundir
GISTING
Gista.is
Bjóðum upp á gistingu á besta stað
í bænum og 2 og 3 herbergja íbúðir,
fullbúnar húsgögnum og uppbúnum
rúmum. Internet-tenging er til staðar.
S. 694 4314. www.gista.is.
»»Húsnæði
HÚSNÆÐI»Í»BOÐI
Sm
áa
ug
lý
si
ng
ar
SÍMINN ER
515
55
50
sm
aa
r@
dv
.is
Hafðu
samb
and
í sím
a 515
-5555
eða s
endu
tölvup
óst
á ask
rift@d
v.is
- inn í h
lýjuna
Fáðu D
V heim
í áskrif
t
Á MIÐVIKUDEGI
„Við vorum að ljúka tökum,“ segir
Símon Birgisson, leikstjóri útvarps-
leikritsins Blessuð sé minning næt-
urinnar, sem flutt verður á Rás 2.
„Verkið er eftir Ragnar Ísleif Braga-
son og tónlistin er eftir Önnu Þor-
valdsdóttur.“ Ragnar stígur hér sín
fyrstu skref sem leikskáld en hann
vakti athygli á síðasta ári fyrir ljóða-
bókina Á meðan sem fékk góða
dóma.
Anna er ungt og efnilegt tónskáld
en Sinfóníuhljómsveit Íslands mun
á næstu dögum leika eitt af verk-
um hennar. „Sinfóníuhljómsveitin
mun leika verk eftir hana á hátíð-
inni Myrkum músíkdögum núna
á fimmtudaginn.“ Um er að ræða
frumflutning á verkinu Dreaming
Flow sem Anna samdi nýverið en
hún er við doktorsnám í tónsmíð-
um í San Diego í Bandaríkjunum.
Verkið sjálft fjallar um konu sem
misst hefur fóstur og er föst í viðjum
sorgarinnar. „Hún kennir sjálfri sér
um dauða barnsins og á í sífelldum
deilum við tvær yngri konur, Lísu og
Grétu, um hvað sé rétt og rangt.“ Í
verkinu horfir svo barnið, sem lést
í móðurkviði, yfir líf sitt og er bæði
ungt og gamalt í senn eins og því er
lýst.
Leikarar verksins eru Árni
Tryggvason, Hjörtur Jóhann Jóns-
son, Guðlaug María Bjarnadóttir,
Ólöf Haraldsdóttir og Sara Dögg Ás-
geirsdóttir. Þetta er annað útvarps-
leikritið sem Símon leikstýrir á
stuttum tíma en hann sendi nýlega
frá sér heimildaleikritið Guð blessi
Ísland. Blessuð sé minning nætur-
innar verður frumflutt um páskana
en nánari dagsetning verður til-
kynnt síðar. asgeir@dv.is
Ungir listamenn standa að útvarpsleikritinu Blessuð sé minning næturinnar:
Páskaleikrit Ríkisútvarpsins
Mamma Gógó segir tvær samtvinn-
aðar sögur. Önnur fjallar um leik-
stjóra nokkurn sem berst hinum
klassíska bardaga listamannsins að
haldast á floti efnahagslega. Á sama
tíma hnignar aldraðri móður hans
þar sem hún sogast inn í röklausa
tilveru Alzheimersjúklingsins sem
bitnar ekki síst á systkinum og fjöl-
skyldu leikstjórans. Hann stendur
frammi fyrir togstreitunni að neyð-
ast til að setja móður sína á stofnun
þrátt fyrir að mynd hans Börn nátt-
úrunnar fjalli einmitt um gamalt
fólk sem flýr slíka vist. Hann selur
auk þess eigur hennar til að hjálpa
sér að komast af sem listamað-
ur. Þetta mælist illa fyrir hjá bæði
mömmu Gógó og látnum eigin-
manni hennar sem hallmælir þess-
um áætlunum í draumförum henn-
ar. Endurminningar um ástir þeirra
birtast síðan á snjallan hátt í göml-
um upptökum úr hinni klassísku
79 á stöðinni sem Gunnar Eyjólfs-
son og Kristbjörg léku einnig aðal-
hlutverk í. Persóna Kristbjargar í 79
á stöðinni heitir einmitt Gógó. Það
sem verður tvímælalaust að teljast
stórkostlegur hápunktur þessar-
ar myndar er hversu vel Kristbjörg
Kjeld skilar sínu. Það er frábært að
sjá hana reisa sér svona minnis-
varða á seinni helmingi síns ferils.
Engum dylst að myndin er oftar en
ekki samferða lífshlaupi Friðriks
Þórs sem er fyrir vikið sérstaklega
persónuleg og auk þess spaugileg
þrátt fyrir óhugnaðinn sem fylgir
Alzheimer. Maður upplifir hvern-
ig Frikki fléttar inn sögur úr brans-
anum sem hann lumar á í miklu
magni. Til dæmis er hún kostu-
leg senan þar sem honum er boð-
ið að gera víkingamyndaþrennu
með Paris Hilton í aðalhlutverki.
Friðrik gerir þannig óspart grín að
sjálfum sér og hann er nógu mikil
stærð til að vera ekkert feiminn við
að sauma harðar að sér en raun-
veruleikinn gefur tilefni til. Börn
náttúrunnar vann sem dæmi ýmis
stór verðlaun og Óskarstilnefningu
en hér er hún bara látin fá einhver
Golden Butterfly-verðlaun á Beni-
dorm (sem eru auk þess dregin til
baka). Vissulega mun skemmti-
legra þannig, í mynd sem sér það
fyndna í dapurlegum aðstæðum og
finnur von í vonleysi. Erfiðara er að
skilja af hverju leikstjórinn í mynd-
inni brunar áfram um á jeppan-
um sem er snemma í sögunni tek-
inn af honum vörslusviptingu. Það
þarf varla að taka það fram að tón-
list Hilmars Arnar er skotheld. Það
eru engir dauðir punktar, Mamma
Gógó heldur góðum hraða og það
má í raun segja að ekkert fari hér
úrskeiðis. Á seinustu 9 árum hef-
ur Friðrik skilað af sér myndunum
Fálkum og Niceland sem eru klár
afturför frá fyrri myndum hans.
Eftir vel heppnaða heimildamynd
hans um einhverfu fáum við nú
persónulega sögu Friðriks. Svona
á að gera þetta, leggja sjálfan sig
undir og bingó, Frikki er kominn til
baka.
Erpur Eyvindarson
MAMMA GÓGÓ
Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson
Aðalhlutverk: Hilmir Snær Guðnason,
Kristbjörg Kjeld
KVIKMYNDIR
Friðrik leggur
sjálfan sig undir
Mamma Gógó „Það sem verður
tvímælalaust að teljast stórkostlegur
hápunktur þessarar myndar er hversu
vel Kristbjörg Kjeld skilar sínu.“
Anna, Símon og Ragnar Hittast í verslun Kormáks og Skjaldar þar sem Ragnar
starfar.
AVATAR Á TOPPINN AFTUR Stórmyndin
Avatar hefur endurheimt toppsætið yfir aðsókn-
armestu myndir landsins. Íslenska myndin Bjarn-
freðarson hafði verið á toppnum frá því að hún
var frumsýnd á annan í jólum en vikuna á undan
því var Avatar á toppnum. Síðastliðna helgi sáu
yfir tíu þúsund manns myndina og hafa því meira
en 75 þúsund Íslendingar lagt leið sína á hana.