Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 2010 FRÉTTIR Mikil og gagnrýnin umræða hefur verið um ofurlaun bankamanna í bresku pressunni síðustu vikurn- ar, líkt og verið hefur á Íslandi frá bankahruninu 2008. Á þriðjudaginn var til að mynda frétt í breska blaðinu Evening Standard með fyrirsögninni „For- eldrar mínir telja að ég fái of há laun, segir 10 milljóna punda stjóri RBS“. Fréttin fjallaði um forstjóra Royal Bank of Scotland, RBS, sem rekinn er af breska ríkinu um þessar mundir líkt og gamli og nýi Lands- bankinn, en hann getur nælt sér í 10 milljóna punda bónus, rúma 2 milljarða króna, ef hann stend- ur sig vel í starfinu og bankinn nær ákveðnum takmörkum áður en hann verður einkavæddur. Breska ríkið þurfti að bjarga bankanum frá falli með því að taka yfir 84 prósenta hlut í honum. Í fréttinni segir að forstjórinn, Stephen Hester, hafi viðurkennt fyrir nefnd á vegum breska fjár- málaráðuneytisins að foreldrum hans þætti hann fá of há laun. „Ef þú spyrðir mömmu mína og pabba um launin mín þá myndu þau líka segja þau vera of há. Þannig að fólk sem stendur mér nærri hefur einn- ig þessa skoðun á bankamönn- um,“ var haft eftir Hester í Evening Standard. Breskur þingmaður hef- ur meira að segja sagt um Hester að hann sé launahæsti opinberi starfs- maðurinn. Svipuð orð má líklega viðhafa um Baldvin Valtýsson sé lit- ið á stöðu bankans sem hann stýrir. Í fréttinni segir Hester hins veg- ar að hann skilji alveg að breskur almenningur undrist ofurlaunin og bónusana í bankakerfinu en samt ætlar hann sér að þiggja 10 milljón pundin ef hann getur. „Í sumum til- fellum hefur verið erfitt að réttlæta tilteknar launagreiðslur. Ég skil full- komlega að almenningur og stjórn- málamenn hafi skoðun á slíkum til- vikum.” Fastlega má búast við því að þessi umræða um ofurlaunin í bankakerfinu muni halda áfram enda er nú þegar farið að heyrast sagt að ummæli Hesters jafnist á við ummæli annars bankamanns, Matts Barrett, árið 2003 en hann sagði við sömu þingnefnd að hann notaði aldrei kreditkort þar sem þau væru of dýr í notkun. Barett þessi var stjórnarformaður Barc- lays-bankans og vellauðugur og féllu orð hans því í grýttan jarðveg. ingi@dv.is Bretar ræða mikið um ofurlaun bankamanna: Mamma og pabbi telja launin of há Hörð gagnrýni Fjallað var um ofurlaun bankamanna í grein í Evening Standard. ENN Á OFURLAUNUM Í LONDON Núverandi yfirmaður gamla Lands- bankans í London, Baldvin Valtýs- son, er með fleiri tugi milljóna króna í árslaun, samkvæmt heimildum DV. Launin eru ekki skattskyld á Íslandi og því kemur nafn hans ekki fram á tekjulistum yfir launahæstu menn Ís- lands. Baldvin, sem var með rúmar 280 milljónir króna í árslaun hjá Lands- bankanum fyrir hrun, neitar því að hann sé með eins háar tekjur og ein heimild DV hermdi, eða um 150 milljónir króna á ári. „Þetta er algert kjaftæði. Annars ætla ég ekki að fara að ræða um launin mín... Þessi tala er fjarri lagi,“ segir Baldvin sem neit- ar annars að gefa upp laun sín við blaðamann DV. Aðrar heimildir DV herma að laun Baldvins og margra annarra starfsmanna Landsbankans í Lond- on séu há því annars vildi þetta fólk ekki vinna fyrir skilanefndina. Laun Baldvins nái þó ekki 150 milljónum króna á ári. Baldvin var ráðinn útibússtjóri Landsbankans í London þegar Lár- us Welding lét af störfum á fyrri hluta árs 2007. Hann fer fyrir 75 manna hópi hjá útibúi Landsbankans í London sem vinnur við að gera starf- semi bankans þar í landi upp eft- ir bankahrunið. Hann stýrði Lands- bankanum í London því í um eitt og hálft ár á meðan boðið var upp á Ic- esave-reikningana þar í landi. Skerða Icesave-peningana Laun þessara starfsmanna, sem langflestir eru erlendir, eru greidd úr þrotabúi Landsbankans og drag- ast því frá þeirri upphæð sem not- uð verður til að greiða upp Icesave- skuldirnar við breska og hollenska ríkið. Starfsemi Landsbankans í Hol- landi þar sem eru þrír starfsmenn heyrir einnig undir Landsbankann í Bretlandi. Kostnaður við skilanefnd- ina er greidd af þrotabúinu og nam kostnaður frá hruninu 2008 og þar til í nóvember 2009 um 117 milljónum króna, samkvæmt kröfuskrá Lands- bankans í nóvember. Eftirstöðvar þeirra skulda sem verða eftir þegar búið verður að greiða breska og hollenska ríkinu vegna Icesave, og kostnaðinn sem fylgir uppgjörinu á búi gamla Lands- bankans, munu falla á íslenska skattborgara. Öruggt þykir að eignir Landsbankans munu ekki nægja fyr- ir Icesave-skuldbindingunum, líkt og margoft hefur komið fram í fjölmiðl- um. Þeim mun hærri laun sem starfs- menn gamla Landsbankans fá, þeim mun hærri upphæð munu íslenskir skattgreiðendur þurfa að greiða upp í Icesave-skuldirnar. Baldvin stýrði Icesave Þess skal einnig getið að Baldvin Val- týsson var útibússtjóri Landsbank- ans í London frá því í lok apríl 2007 og þar til íslenska bankakerfið féll haustið 2008. Hann var því yfirmað- ur bankans þar í landi á meðan boð- ið var upp á Icesave-reikningana. Byrjað var að bjóða upp á Icesave í Bretlandi í október 2006, um hálfu ári áður en Baldvin tók við útibús- stjórastöðunni í Landsbankanum í London af Lárusi Welding. Bald- vin hélt svo áfram að leiða starfsemi hins fallna Landsbanka í London eft- ir hrunið. Páll getur ekki svarað Páll Benediktsson, upplýsingafull- trúi skilanefndar gamla Landsbank- ans, segist aðspurður ekki geta rætt um laun Baldvins þar sem hann viti ekki hvað hann fær í kaup. Fyrir- spurn um málið hefur þó verið lögð fram við Pál og má reikna með að hann geri sitt besta til að fá svör við henni svo almenningur fái upplýs- ingar um kjör Baldvins. Var einn hæstlaunaði banka- maðurinn Þó að Baldvin fái greidd góð laun í dag hafa laun hans lækkað umtals- vert frá því fyrir hrun. Þá var hann með rúmar 280 milljónir króna á ári, eða um 23,4 milljónir króna á mán- uði, á árinu 2007, samkvæmt tekju- blaði Frjálsrar verslunar. Til samanburðar má geta þess að Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, var með 62 milljónir á mánuði árið 2007, Bjarni Ármanns- son, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var með 43 milljónir og Lárus Welding, sem tók við af Bjarna hjá Glitni, var með 26,5 milljónir á mánuði. Sömuleiðis skal þess getið að Baldvin gerir kröfu í þrotabú Lands- bankans sem svarar nærri 46 millj- ónum króna. Þetta kemur fram í kröfuskrá gamla Landsbankans sem birt var í nóvember. Ekki hefur verið tekin afstaða til kröfu Baldvins eftir því sem DV kemst næst. Engar Landsbankamerkingar Annað yfirbragð er á skrifstofubygg- ingunni á Queen Victoria Street þar sem Baldvin vinnur í dag en á hús- næðinu á 15 Botolph Street, sem er um 2 kílómetra í burtu, þar sem Landsbankinn var áður til húsa. Skrifstofurnar á Botolph Street voru í margfalt stærri og tilkomum- eiri byggingu, alls 13 hæða, og var húsið kyrfilega merkt Landsbankan- um eins og einhverjir muna sem sáu myndskeið af húsinu í sjónvarpinu fyrir hrunið. Nýja húsnæðið er mjög frábrugð- ið því gamla og ekki nærri því eins til- komumikið. Þar er Landsbankinn til húsa á fjórðu hæð. Ekkert við bygg- inguna að utanverðu bendir til að gamli Landsbankinn sé þar til húsa og að þar vinni 75 starfsmenn á hans vegum við að gera um 1.000 millj- arða eignir bankans upp. Að sumu leyti má segja að þessi munur á höfuðstöðvum Landsbank- ans fyrir hrun og eftir sé lýsandi fyr- ir íslenska hrunið. Fyrir hrun flaug Landsbankinn hátt í Bretlandi. Ic- esave-reikningarnir nutu mik- illa vinsælda og bankinn var stolt- ur af þessari vöru sem skilað hafði svo mörgum milljörðum af sparifé breskra ríkisborgara inn í bankann – leigubílar merktir Icesave keyrðu um götur Lundúna til að kynna Icesave og Sigurjón Árnason kallaði reikn- ingana „snilld“. Eftir hrun hefur þetta breyst til muna. Landsbankinn hefur fært starfsemi sína í minna áberandi hús- næði sem ekki er merkt bankanum, starfsmenn eru vitanlega miklu færri og arfleifð og orðspor bankans er annað og verra. Því er kannski ekki nema von að starfsemin við upp- gjör bankans sé ekki auglýst framan á húsnæðinu þar sem uppgjörið fer fram. Hundruð milljóna fyrir og eftir hrun Reyndar er einnig nokkuð kald- hæðnislegt að sömu mennirnir og áttu þátt í að koma Landsbankan- um á hliðina fyrir hrun, og þáðu tugi og jafnvel hundruð milljóna króna í árslaun fyrir störf sín fyrir bankann, skuli enn starfa fyrir bankann eft- ir hrun og þiggja fyrir það ofurlaun. Þetta á til að mynda við um Baldvin Valtýsson, því þótt hann hafi tekið á sig umtalsverða launaskerðingu er hann enn þá með mjög svo háar tekj- ur. Baldvin var ofurlaunamaður í hinum einkarekna Landsbanka fyr- ir hrun og er enn ofurlaunamaður í hinum ríkisrekna Landsbanka eft- ir hrun. Laun þessi fékk hann með- al annars fyrir að hafa tekið þátt í að selja Bretum Icesave-reikningana fyrir hrunið og nú hlýtur hann þau fyrir að taka þátt í að hreinsa upp eft- ir starfsemi Landsbankans í London sem hann sjálfur stýrði. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Núverandi yfirmaður Landsbankans í London, Baldvin Valtýs- son, stýrði bankanum einnig fyrir hrun. Hann var einn launa- hæsti bankamaður landsins meðan Landsbankinn bauð upp á Icesave. Blaðamaður DV skrifar frá Lundúnum. Tók við af Welding Baldvin tók við útibússtjórastöðunni í Landsbankanum í London af Lárusi Welding í lok apríl 2007. Þeir voru tveir af launahæstu bankamönnum landsins það árið. Veröld sem var Höfuðstöðvar Landsbankans í London voru fyrir hrun í Beaufort- húsinu við Botolph-götu í City-hverfinu. Það er reisulegt 13 hæða hús sem var merkt bankanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.