Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 2010 FRÉTTIR Á þriðja tug áhangenda enska knatt- spyrnuliðsins Liverpool greiddu samtals í kringum tvær milljónir króna fyrir að sjá knattspyrnuleik í ensku úrvalsdeildinni sem ekki fór fram. Þeir fóru því fýluferð til Eng- lands um helgina þegar lið þeirra átti að etja kappi við Lundúnalið- ið Totten ham en sökum veðurs var leiknum frestað. Ferðin var farin á vegum Liver- pool-klúbbsins á Íslandi í samstarfi við Vita-ferðir. Leikurinn átti að fara fram á heimavelli Liverpool-liðsins, Anfield-leikvanginum, á sunnudag- inn en þegar íslensku áhangendurn- ir, sem allir eru meðlimir í stuðnings- mannaklúbbi liðsins hér á landi, voru í vélinni yfir Atlantshafinu á föstu- daginn var sótt um að leiknum yrði frestað. Þegar hópurinn lenti á enskri grundu var búið að samþykkja frest- un. Reikna má með því að tap hvers og eins nemi nærri hundrað þús- und krónum í það minnsta og enn er óljóst hvort miðar á sjálfan leikinn fá- ist endurgreiddir. Ekki ferð til fjár Kristján Atli Ragnarsson, annar tveggja aðstandenda áhugamanna- síðu Liverpool á Íslandi, segir hópinn í sárum eftir fýluferðina. „Þetta eru heitir stuðningsmenn og þeir hafa kannski hlakkað til í langan tíma. Mér skilst að það hafi verið uppselt í ferð- ina þannig að vonbrigðin eru mikil. Í gegnum síðuna okkar hefur óánægja birst og menn eru skiljanlega pirraðir því menn voru rétt lentir þegar frétt- ist af því að leikurinn yrði ekki. Þá var fátt eftir nema eyða gjaldeyrinum á Englandi en það eru fáir spenntir fyr- ir því þessa dagana. Það er því ljóst að þetta var ekki ferð til fjár fyrir þennan hóp,“ segir Kristján Atli. „Þá hef ég heyrt einhvern pirring hjá mönnum yfir því að miðar á völl- inn fáist ekki endurgreiddir. Félagið ætlar víst aðeins að endurgreiða fé- lögum í stuðningsmannaklúbbi fé- lagsins úti en mér skilst að það sé í vinnslu. Hvernig sem fer er pakkinn tapaður og eðlilegt að menn séu dá- lítið fúlir. Sjálfur hef ég lært það að á þessum tíma sé ekki ráðlegt að panta sér á völlinn og er því dálítið hissa á því að menn taki svona séns. Ef ég ætti að skjóta, þá er kostnaðurinn ekki undir 120 þúsundum á mann- inn.“ Ferlega fúlt Sigursteinn Brynjólfsson, formaður Liverpool-klúbbsins á Íslandi, bend- ir á að allt hafi verið gert til þess að reyna að lágmarka fjárhagslegan skaða hvers og eins. Hann segir hluta hópsins hafa snúið aftur til Íslands strax daginn eftir komuna. „Við erum að vinna í því að fá miðana á leikinn endurgreidda. Fyrstu svör félagsins voru þau að miðarnir fengjust ekki endurgreiddir en við vonumst til að fá því breytt. Ég er vongóður um að svo verði. Þegar þessi staða var upp komin reyndum við að gera eins gott úr þessu og hægt er. Þannig bauðst mönnum að fara strax til baka daginn eftir og það gerðu flestir,“ segir Sigur- steinn. „Við vorum ansi óheppin. Menn eru að sjálfsögðu mjög svekktir en það er erfitt að eiga við svona. Það munaði í raun ekki nema nokkrum klukku- stundum því þá hefðum við getað stoppað þetta áður en farið var út. Við vorum komin í loftið þegar sótt var um frestunina. Þetta er ferlega fúlt.“ Ferð á vegum Liverpool-klúbbsins á Íslandi og VITA-ferða á heimaleik enska úrvalsdeildarliðsins gekk ekki upp þar sem leiknum var frestað á meðan íslenski hópur- inn var í loftinu á leið til lands- ins. Unnið er í því að fá miðana á leikinn endurgreidda en ljóst er að tap hvers og eins er talsvert. LIVERPOOL-MENN FÓRU FÝLUFERÐ TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Misstu af stjörnunum Trúir og tryggir íslenskir áhangendur Liver- pool-liðsins fengu ekki að sjá stjörnur liðsins spila um síðustu helgi. Frestað á miðri leið Þegar íslensku Liverpool-mennirnir voru yfir Atlantshaf- inu var farið fram á frestun leiks Liverpool og Tottenham. Landsbankinn svarar engu Valtýr Sigurðsson ríkissak- sóknari hefur engin svör fengið enn við bréfi sem hann ritaði Landsbankanum hf. um miðjan desember síðastliðinn. Þar ósk- aði hann eftir upplýsingum um ríkisskuldabréf frá Venesúela fyrir um 30 milljarða króna sem Jón Gerald Sullenberger bauð bankanum til fjárstýringar eða annarrar umsýslu í ágúst 2006. Embætti ríkislögreglustjóra hefur þvertekið fyrir að tilkynn- ing hafi borist um málið frá gamla Landsbankanum. Það fer hins vegar þvert gegn upplýs- ingum núverandi og fyrrverandi heimildarmanna innan bank- ans. Þeir kannast vel við málið, rétt eins og Jón Gerald sjálfur, og fullyrða að það hafi verið til- kynnt til ríkislögreglustjóra. Meirihluti sam- mála forseta Rúmlega helmingur lands- manna er sammála þeirri ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta að synja Ice- save-lögum staðfesting- ar. Þetta er niðurstaða Capacent- könnunar sem fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá á þriðjudagskvöld. Alls sögðust 56 prósent sammála ákvörð- un forsetans en 34 prósent eru henni ósammála. Tíundi hver aðspurður gaf ekki upp afstöðu. Þetta er mun meiri stuðningur við ákvörðun for- seta en í fyrri könnun. Athygli vekur að ungt fólk er mun jákvæðara í garð synjunarinnar en þeir sem eldri eru. Þjóðin segir nei Nær tveir þriðju hlutar kjós- enda vilja að lögin um ríkis- ábyrgð vegna Icesave-skulda verði dregin til baka áður en kemur að þjóðaratkvæða- greiðslu, samkvæmt nýrri könnun Capacent sem greint var frá í fréttum Sjónvarps á þriðjudagskvöld. 62 prósent, eða rúmlega þrír af hverjum fimm, segjast svo myndu hafna lögunum í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Réttarhöld bak við luktar dyr Krafa lögfræðings Baldurs Guð- laugssonar, fyrrverandi ráðu- neytisstjóra, um að kyrrsetningu eigna hans verði aflétt var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögmaður Baldurs telur að kyrrsetning á eignum hans standist ekki lög og engin hætta sé á að Baldur skjóti eign- um undan. Réttarhaldið er lokað vegna rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur hafnaði á dög- unum kröfu um að máli Baldurs yrði vísað frá dómi. Taldi lög- fræðingur Baldurs að sérstakur saksóknari hefði ekki haft heim- ild til að hefja rannsókn á ný eftir að Fjár- málaeftirlitið hætti rannsókn á meintum inn- herjasvikum hans í maí á síð- asta ári. Rúmlega þrítug kona slasaðist töluvert þegar hún hrasaði í Hús- víkurfjalli á mánudagskvöldið. „Þetta var skelfilegt, það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi,“ sagði kærasti konunnar sem var með henni þegar slysið átti sér stað. „Við fórum upp veginn sem liggur upp á fjallið en þegar ég var kominn niður hlíðina og leit við sá ég hana á fullri siglingu þar til hún hvarf inn í myrkrið. Ég hljóp eins hratt og ég gat og það mun- aði mjög litlu að ég hefði náð taki á henni. Hún rann yfir um 20 metra af mjög grófu grjóti,“ segir kærast- inn sem skiljanlega er í töluverðu uppnámi eftir atburðinn. Konan, sem var með meðvitund þegar kærasti hennar kom að henni, var flutt á Heilbrigðisstofnun Þingey- inga til skoðunar en var í gær flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri til frek- ari rannsókna. Konan er mjaðma- grindarbrotin og marin en sam- kvæmt lýsingum kærastans hefði getað farið enn verr. „Ég fór þarna upp eftir áðan til að leita að síman- um hennar og skoðaði aðstæður. Ég er viss um að hún hefði getað slasast mun meira,“ segir kærast- inn sem er vanur fjallgöngum. „Það sem átti að vera skemmtileg- ur göngutúr endaði í hryllingi og sýnir manni að slysin gera aldrei boð á undan sér.“ indiana@dv.is Ung kona liggur mjaðmagrindarbrotin og marin eftir slys á Húsavíkurfjalli: Horfði á kærustuna hverfa í myrkrið Húsavík Kærastinn segir slysin sannar- lega aldrei gera boð á undan sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.