Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Blaðsíða 5
FRÉTTIR 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 5 FANGAGENGI YFIRTAKA FANGELSIN Páll Winkel fangelsismálastjóri segir erlend fangagengi farin að athafna sig innan veggja Litla-Hrauns. Útlendingum í íslenskum fangelsum hefur fjölgað gífurlega. Jón Sigurðsson, deildarstjóri á Litla-Hrauni, segir fangaverði óttaslegna þar sem lítið sé vitað um erlendu fangana. „Lögreglan hefur náð árangri gegn erlendum glæpagengjum og þau eru komin inn í fangelsin þar sem þau halda áfram innan veggja fang- elsanna. Við vitum lítið um mann- skapinn innan gengjanna og það verður að leysa þennan vanda,“ segir Páll Winkel fangelsismála- stjóri. Á undanförnum árum hefur hlutfall útlendinga meðal gæslu- varðhaldsfanga hækkað gífurlega og nú er svo komið að þrír af hverj- um fjórum gæsluvarðhaldsföngum eru útlendir. Prósentuhlutfallið er yfir sjötíu prósent. Af öllum föng- um sem sitja í fangelsi eru útlend- ingar tuttugu og tvö prósent. Páll bendir á að eftir því sem brotamennirnir séu harðari og ósvífnari því meiri verði harkan innan fangelsisins. Hann segir tak- mörk fyrir öllu og því sé að skapast neyðarástand á Litla-Hrauni. Útlendingar ríflega þúsund- faldast Erlendum ríkisborgurum í hér- lendum fangelsum hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug. Aukn- ingin nemur rúmum þúsund pró- sentum. Í fyrra sátu sextíu og þrír útlendingar í íslenskum fangels- um á meðan fimm útlendingar af- plánuðu dóm árið 1999. Til sam- anburðar eru þingmenn 63 talsins og því duga erlendu fangarnir til að fylla þingsalinn, svo gefa megi hug- mynd um fjöldann. Að meðaltali sitja tuttugu og þrír erlendir ríkis- borgarar í fangelsi dag hvern sam- kvæmt upplýsingum frá Fangelsis- málastofnun. Erlendum gæsluvarðhaldsföng- um hefur einnig fjölgað talsvert. Á síðasta ári sátu sexfalt fleiri útlend- ingar að meðaltali á dag í gæslu- varðhaldi en árið 1996. Sé horft til meðaltalsfjölda þeirra útlendinga sem sitja í fangelsi dag hvern er aukningin nærri sjö hundruð pró- sent. Árið 2009 sátu að meðaltali fimmtán útlendingar í fangelsi á hverjum degi á meðan tveir erlend- ir ríkisborgarar sátu inni að meðal- tali á dag árið 1996. Hræddir fangaverðir Jón Sigurðsson, deildarstjóri á Litla-Hrauni, staðfestir að útlend- ingarnir í fangelsinu haldi sig sam- an enda tali þeir flestir lítið annað en tungumál heimalands síns. Að- spurður segir hann starfsfólkið ótt- ast þróunina því lítið sé vitað um marga þá útlendinga sem stungið er þarna inn. „Vissulega halda út- lendingarnir saman hérna hjá okk- ur enda mállaus hópur að miklu leyti. Við erum hrædd því að þessa menn þekkjum við ekki og vitum lítið um þá. Við vitum varla hvað- an þeir koma eða hvað þeir hafa gert í fortíðinni. Stundum heyrum við sögur af löngum og alvarlegum brotaferli mannanna,“ segir Jón. „Við þurfum að fara um húsið með öðru hugarfari en áður. Það er orðinn svo mikil fjöldi af fólki sem við vitum lítið um og því finn ég hræðslu hjá fangavörðunum yfir þessari þróun. Það er eðlilegt að hafa þær áhyggjur því hér er alltaf lágmarksmanns- kapur á vakt.“ Nánar verður fjall- að um fangelsismál á Ís- landi í helgarblaði DV. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Við erum hrædd því að þessa menn þekkjum við ekki og vit- um lítið um þá. Við vitum varla hvaðan þeir koma eða hvað þeir hafa gert í fortíðinni.“ Mikill vandi Páll segir gengi farin að athafna sig innan veggja fangelsanna og á þeim vanda verði að taka hið fyrsta. Ung kona liggur mjaðmagrindarbrotin og marin eftir slys á Húsavíkurfjalli: Horfði á kærustuna hverfa í myrkrið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.