Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Page 16
16 MÁNUDAGUR 18. janúar 2009 FRÉTTIR
Nú er tæp vika síðan öflugur jarð-
skjálfti reið yfir Haítí og alþjóðleg-
ar leitar- og björgunarsveitir hafa
lagt nótt við nýtan dag í leit í rústum
höfuðborgarinnar Port-au-Prince.
En hjálparstarf á Haítí gengur enn
afar hægt og vandræði í flutningum
hamla því að koma hjálpargögnum
til hundraða þúsunda hungraðra
og þyrstra Haíta sem margir hverjir
hafast við í bráðabirgðaskýlum sem
hrófað hefur verið upp á götum, inn-
an um rústir og rotnandi lík.
Samkvæmt fréttum eru flugvélar
hlaðnar hjálpargögnum á flugvellin-
um í höfuðborginni en hægt og illa
gengur að afhlaða þær. Mikillar ör-
væntingar gætir á hjá fjölda þeirra
sem lifðu jarðskjálftann af á þriðju-
dag og hafa síðan beðið við hörmu-
legar aðstæður eftir aðstoð, matvæl-
um og drykkjarvatni, og reyna margir
að yfirgefa borgina.
Sjóher Bandaríkjanna hefur notað
þyrlur til að koma vatni til bágstaddra
en hermenn á jörðu niðri hafa séð um
dreifinguna, og Sameinuðu þjóðirnar
hafa útdeilt orkustöngum, en fram-
boðið svarar ekki þörfinni.
Slegist um nauðþurftir
„Ég fer þangað með sorg í hjarta,“
sagði Ban Ki-moon, aðalritari Sam-
einuðu þjóðanna, þegar hann fór til
Haítí á sunnudaginn. „Tjónið, eyði-
leggingin, mannskaðinn eru einfald-
lega yfirþyrmandi.“
Að sögn Ban Ki-moon brauð-
fæddu Sameinuðu þjóðirnar um
40.000 manns á dag og að vonir
stæðu til að sá fjöldi yrði ein milljón
innan tveggja vikna.Að hans sögn er
stærsta áskorunin aðstoðin til fórn-
arlamba jarðskjálftans.
Nú þegar hefur örvænting þeirra
sem lifðu af skjálftann breyst í bar-
áttu upp á líf og dauða og vegna fjar-
veru lögreglu hefur borið á veru-
legum gripdeildum. Komið hefur
til bardaga vopnaðra hópa og sam-
kvæmt fréttaveitu Reuters hefur reið-
ur múgur tekið völdin í sínar hendur.
Dæmi eru um að þeir sem gripn-
ir voru glóðvolgir við gripdeildir hafi
verið teknir af lífi án dóms og laga
og haft er eftir fréttaritara Reuters að
einn slíkur hafi verið brenndur lif-
andi.
Þrátt fyrir að borið hafi á grip-
deildum og ofbeldi fer því þó fjarri
að það sé einkennandi á Haítí. Sam-
kvæmt fréttastofu AFP er einnig al-
gengt að sjá Haíta, jafnvel þá sem
staðið hafa í gripdeildum, deila því
litla sem til er og líta eftir þeim sem
eru mest þurfandi.
Lokaðar götur
Hundruð flutningabíla hlaðnir hjálp-
argögnum hafa streymt frá flugvellin-
um og miðstöð Sameinuðu þjóðanna
í fylgd vopnaðra hermanna Samein-
uðu þjóðanna og sett stefnuna á hin
ýmsu borgarhverfi. Leið bílanna var
vörðuð hópum fólks, líkbílum, líkum
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
„EINS OG DÓMSDAGUR“
Enn er leitað að lifandi
fólki í rústum höfuð-
borgar Haítí, Port-au-
Prince, en um sjötíu
manns hefur verið bjarg-
að á lífi úr rústunum.
Erfiðlega hefur gengið
að koma neyðaraðstoð
til þurfandi fólks og
örvænting og reiði hefur
valdið gripdeildum og
ofbeldi. Ástandið vestur
af Port-au-Prince er að
sögn vitna jafnvel verra
en í höfuðborginni.