Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Síða 17
FRÉTTIR 18. janúar 2009 MÁNUDAGUR 17 og jafnvel vegatálmum sem fólk hafði sett upp. Sem fyrr segir hafa margir brugð- ið á það ráð að yfirgefa borgina í von um betri lífsbjörg í sveitunum. Aðrir hafa flykkst til flugvallarins í von um að komast um borð í flugvélar sem komu hlaðnar hjálpargögnum, en fara hlaðnar Haítum, en her Banda- ríkjanna hefur verið afhent stjórn flugvallarins. Augu alþjóðasamfélagsins hafa hingað til beinst að höfuðborg Ha- ítí, en samkvæmt fyrstu fregnum er ástandið síst betra vestur af Port- au-Prince þar sem jarðskjálftinn átti upptök sín. Að sögn fréttamanns BBC er tjónið þar jafnvel enn hörmulegra en í höfuðborginni og sagði hann að ástandið þar væri líkt og á „dóms- degi“, þúsundir manns væru komn- ar á vergang og nánast hver einasta bygging rústir einar. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- einuðu þjóðunum eru 80 til 90 pró- sent mannvirkja í Leogane, 19 kíló- metrum vestur af höfuðborginni, í rúst, en íslenska sveitin kom þar í gær og verður þar í dag. Vörubílar hlaðnir líkum Vörubílum hlöðnum líkum hefur verið ekið að fjöldagröfum sem tekn- ar voru í hasti fyrir utan borgina, en talið er að fjöldi líka sem enn eru grafin undir rústum hlaupi á tugum þúsunda. Ríkisstjórn Haítí, sem reynir hvað hún getur til að vera starfhæf, telur að fjöldi látinna sé á milli 100.000 og 200.000 þúsund. Fyrir utan aðalspítala Port-au- Prince er fjöldi líka sem rotna í sól- inni og í spítalagarðinum er fjöldi slasaðra liggjandi í rúmum. „Allt á Haítí er í molum. Öll ráðu- neyti eru hrunin. Ekki er að finna eina manneskju í landinu sem ekki hefur misst ættingja eða vin,“ sagði Marie Laurence Jocelyn Lassegue, upplýsingaráðherra Haítí. „Þeg- ar sagt er að ríkisstjórnin sé sein til erum við sannarlega að gera okkar besta.“ Kapphlaup við tímann Á sunnudag tókst björgunarsveitum að bjarga þremur úr rústum Port- au-Prince og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum var tólf manns bjargað á laugardaginn. Samtals hefur yfir sjö- tíu manns verið bjargað á lífi úr rúst- um húsa á Haítí. Þrátt fyrir að von- ir um að margir finnist á lífi minnki vinna björgunar- og leitarsveitir enn hörðum höndum. Sveitir frá 43 löndum eru stadd- ar á Haítí, samtals rúmlega 1.700 manns og 161 leitarhundur, og hafa að því er talið er farið yfir um 60 pró- sent af þeim svæðum sem verst urðu úti í jarðskjálftanum. Tölur um látna eru á reiki en heil- brigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að 40.000 til 50.000 hafi farist í jarðskjálftanum, en nokkuð víst er að tala látinna þegar upp er staðið mun fara eftir því hvernig gengur að koma skipulagi á neyðaraðstoð, matvæla- flutning og læknisaðstoð. „EINS OG DÓMSDAGUR“ Gísli Rafn Ólafsson, einn stjórnenda björgunarsveitar ÍA á Haiti: Íslenska björgunarsveitin fór snemma í gærmorgun til borgar- innar Léogane sem liggur í suð- vestri af höfuðborginni Port au Prince á Haítí. Léogane liggur nær upptökum skjálftans og þar hafa alþjóðlegar björgunarsveit- ir ekki farið fyrr en nú. Gísli Rafn Ólafsson mat aðstæður í borginni í gærmorgun þegar hann flaug með þyrlu yfir svæðið. „Allt að 70% af húsum eru algjörlega eða að hluta til hrunin. Það er settur forgangur á að koma vatni og mat á til borg- arinnar.“ Íslenska sveitin mun vinna með breskri sveit og sveit frá Katar. Þeir munu verja næstu tveimur sólarhringum í Leógane. Gísli segir að vonin um að finna fólk á lífi sé enn til staðar. „Hér er gott veður, ekki rignt og ekki kalt og það heldur fólki lengur á lífi. Það fundust þó nokkrir á lífi í gær og í dag í Port au Prince. Það virðist vera að byggingarmátinn hér á Ha- ítí orsaki að meiri holrými mynd- ast en annars staðar. Algengast er í jarðskjálftum að hús falli alveg saman. Við köllum það pönnu- kökuhrun, þegar til dæmis fjórar plötur af gólfi falla saman og ekk- ert er á milli. Hér eru hins vegar holrými og við leitum að þeim.“ Fjörtíu alþjóðlegar björgunar- sveitir eru komnar til Haítí, en það eru um 1.700 manns og 160 hund- ar. Íslendingarnir voru með þeim fyrstu sem komu og komu upp búðum á flugvallarsvæðinu. „Það er gaman að geta þess að Samein- uðu þjóðirnar komu síðan á svæð- ið og sögðu að við hefðum valið gott svæði undir búðirnar okkar og báðu okkar um að skipuleggja hvar menn ættu að koma upp búð- um. Okkar hópur hefur því verið að skipuleggja gríðarmikið svæði. Það að koma 1.700 manns fyrir í tjaldbúðum er ekki auðvelt.“ Gísli segir að ekkert sé búið að ákveða með heimferð. Sveitin vinni áætluð verkefni og sjái svo til. „Þetta er mikil erfiðisvinna og við pössum upp á að drekka nógu mikið vatn og borða nógu mikið. Menn eru í góðu standi og mór- allinn er mjög góður, menn eru ánægðir með það starf sem við gerum,“ segir Gísli og minnir á að þeir horfi uppi á skelfilegar að- stæður. „Andlegi þátturinn þarf að vera með góðum hætti.“ „Okkur hefur verið vel tekið af öllum Haítíbúum sem við höfum hitt, fólk er mjög þakklátt. Það eru allskonar sögusagnir í gangi að það hafi verið ráðist á björgunarmenn, en það er vitleysa. Hér eru einhver glæpagengi sem berjast sín á milli en við erum auðvitað látnir vera,“ segir Gísli. Hann segir að fjöldi líka sem sem safnast saman á götum sé mjög hár. „Þetta er með mestu hamförum sem hafa dunið yfir í heiminum í mjög langan tíma.“ Gísli gleðst yfir að Íslendingar fylgist grannt með ferðum björg- unarsveitarinnar. „Stuðningurinn sem við fáum að heiman, heilla- óskirnar sem við fáum send- ar, hvernig okkar aðstandendur heima fá stuðning frá velunnur- um okkar - allt hjálpar þetta okk- ur rosalega mikið. Allur móralsk- ur stuðningur skiptir miklu máli.““ helgihrafn@dv.is Stuðningurinn mikils virði Íslenska sveitin á Haítí Eru staddir í borginni Léogane þar sem eyðileggingin er gríðarleg. MYND: LANDSBJÖRG Dæmi eru um að þeir sem gripnir voru glóðvolgir við gripdeildir hafi verið tekn- ir af lífi án dóms og laga og haft er eftir fréttaritara Reuters að einn slíkur hafi verið brenndur lifandi. Miðborg Port-au-Prince Leitun er að heillegu húsi í höfuðborg Haítí. MYND: AFP Björgunarmaður við störf Innan við hundrað manns hafa fundist á lífi í rústum húsa. MYND: AFP Í járnum á götunni Lögreglan gætir manns sem grunaður er um gripdeildir. MYND: AFP Við kirkjugarð í höfuðborginni Hörmulegt ástand veldur því að fjöldi líka er grafinn í fjöldagröfum fyrir utan Port-au-Prince. MYND: AFP Götuhreinsun í höfuðborginni Lík, drasl og hrörleg skýli hafa tafið fyrir flutningabílum með hjálpargögn. MYND: AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.