Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 19
Hver er maðurinn? „Sumarliði Hvanndal.“ Hvaðan ertu? „Ég er ættaður úr Borgarnesi en bý á Akureyri og er búinn að búa þar undanfarin ár.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er gleði og glens.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Það var þegar ég vaknaði um miðja nótt að míga á sjónvarpið heima hjá mér. Ég hafði gengið í svefni og mamma kom og vakti mig þegar ég var að því.“ Hver er þín fyrirmynd? „Gene Simmons í Kiss.“ Áhugamál? „Það er bara tónlist.“ Hvaða bók er á náttborðinu? „Kepp calm and carry on. Þetta er svona kreppuheilræðabók.“ Hver er eftirminnilegasta kvikmynd sem þú hefur séð? „Það er Exorcist. Hún er fyrsta hryllingsmyndin sem ég sá og ég gat ekki sofið í marga mánuði. Ég er enn að hugsa um hana.“ Ertu Eurovision-aðdáandi? „Ég horfi á þetta. Mér finnst lögin yfirleitt ekkert góð en stemningin í kringum þetta, partífílingurinn, er skemmtilegur.“ Hvernig leið þér að komast áfram? „Mjög vel. Þetta kom skemmtilega á óvart og við vorum ekki undir þetta búnir.“ Hver samdi dans Valmars fiðlu- leikara? „Hann samdi þetta sjálfur á æfingu kvöldið áður. Þá byrjaði hann að haga sér svona eins og hálfviti og við sögðum að hann yrði að gera þetta eins í beinni útsendingu.“ Í HVAÐA SÆTI LENDIR ÍSLAND Á EM Í HANDBOLTA? „Þeir vinna, ef þeir halda sér á jörðinni.“ SIGURÐUR ÁSGEIRSSON 58 ÁRA HÚSASMÍÐAMEISTARI „Þeir lenda í þriðja sæti. Ég held að þeir séu nægilega sterkir.“ ANDRI STEINN BIRGISSON 26 ÁRA KNATTSPYRNUMAÐUR „Ég fylgist voðalega lítið með handbolta.“ ÓLAFUR HÁKON ÓLAFSSON 19 ÁRA NEMI „Við lendum í fjórða sæti.“ HENNING SÆVAR SVEINSSON 26 ÁRA ATVINNUBÍLSTJÓRI DÓMSTÓLL GÖTUNNAR SUMARLIÐI HVANNDAL er einn af Hvanndalsbræðrum sem komust áfram í Eurovision-keppni RÚV um helgina. Hvanndalsbræður fóru áfram með lagið Gleði og glens ásamt laginu I’ll Be One More Day sem Bubbi og Óskar Páll sömdu og Jógvan Hansen flutti. GRJÓTHARÐUR AÐDÁANDI SIMMONS „Þeir lenda í þriðja sæti.“ GUÐFINNUR BALDUR SKÆRINGSSON 21 ÁRS HÁSKÓLANEMI MAÐUR DAGSINS Viðhorf útgerðarmanna og þjóð- ar um eignarhald veiðiréttinda fer ekki saman. Fyrir hrun mátti ekki á breytingar minnast vegna hættu á hruni sem varð samt sem áður án neinna breytinga eða íhlutun- ar á fiskveiðistjórn. Sama vísan er svo kveðin eftir hrun og svonefnd firningarleið sögð aðför að grein- inni. Jafnvel skal flotanum stefnt í land í mótmælaskyni. Nú liggur fyrir að eitt helsta hal- dreipi Íslendinga er sjávarútveg- ur og atvinnugreinin sú líklegasta að halda okkur á floti í kreppunni. Margir útvegsbændur eru ofur- skuldsettir eftir að hafa keypt afla- heimildir of dýru verði í góðær- inu. Sumar útgerðir halda þó sjó og gætu haldið áfram að óbreyttu. Aðrar virðast mestmegnis hreið- urgerð fyrir banka og/eða óskylda starfsemi. Ríkisstjórnin ætti að kort- leggja útgerðir landsins og gera upp þær sem eiga sér engan rekstrar- grundvöll, afskrifa skuldirnar en innkalla á móti aflaheimildir. Hin fyrirtæk- in, sem stöndugri eru, gætu veitt áfram sinn kvóta. Framsal og leiga yrði jafnframt bönnuð. Með þessu gætu útgerðir átt sitt framhaldslíf, veitt sinn kvóta sjálfar og treysta á þann arð sem sjávarfangið gefur. Þannig myndi þjóðin losna við út- gerðarfyrirtæki sem gera út á leigu- brask og spákaupmennsku og opn- ast myndi fyrir nýliðun með þeim kvóta sem innkallaður væri. Hvern- ig honum yrði úthlutað er svo ann- að þrætuepli en uppboð þar sem hæstbjóðendur hlytu veiðiréttinn til ákveðins tíma er ein leið, önnur svæðaskipting þar sem allir gætu sótt fiskinn uns pott- urinn er búinn, þriðja leiðin gæti verið dagróðrakerfi að færeyskri fyr- irmynd. En annað væri líka hægt. Skipta miðunum í djúpmið og grunnmið, miða við tilteknar sjómílur, t.d. 50 mílur, og kvótasetja veiðirétt djúp- miða og spyrða við stærri skip, leigja þann rétt hæstbjóðendum en láta smábátaflotann einoka grunnmiðin með sín vistvænu veiðarfæri, hand- færi og línu. Þar gæti ríkt dagakerfi og stærri smábátarnir gert út megn- ið af árinu en þeir minni að sumar- lagi. Sjómenn myndu landa í sinni heimahöfn og borga sínu byggð- arlagi X krónur fyrir hvert landað kíló, mismikið eftir tegundum. Við þetta fengju sjávarþorpin sjálfstæð- an tekjustofn og nytu á ný nálægð- arinnar við fiskimiðin. Margar leiðir eru færar til leið- réttingar á núgildandi fiskveiði- stjórnunarkerfi og um einhverja þarf að sammælast. Kvótaframsalið hefur sýnt sig að vera mistök, það færði einstaklingum á silfurbakka auð af þjóðareign, auð sem allir eða engir áttu að njóta samkvæmt jafn- ræðisreglu. Enn erfist þessi þjóðar- eign og fólk telur sig eiga hana með réttu þrátt fyrir að stjórnarskrá- in segi ótvírætt annað. Umgengn- in hefur líka verið slík að hundruð milljóna hafa verið dregnar út úr atvinnugreininni og skilið hana eft- ir stórskulduga. Meira að segja hafa menn virt að vettugi skýr ákvæði stjórnarskrárinnar að veiðiréttur á Íslandsmiðum sé ógildur sem veð og megi ekki falla útlendingum í skaut. Slík umgengni er forkastan- leg, nærri landráðum. Staðreynd engu að síður og ætti að sameina alla rétthugsandi Íslendinga í því að eignarhald auðlindarinnar verði að vera óskorað þjóðarinnar en tíma- bundinn nýtingaréttur standa út- vegsbændum til boða. Menn geta tuðað um útfærslur og leiðir og drepið þannig málinu á dreif en þegar litið er yfir völlinn, reynsl- una, söguna, útrásina, auðmenn- ina og atganginn allan þá sjáum við í raun hversu íslenzkur sjávarútveg- ur er öflugur, að geta haldið úti öllu þessu sukki og svona lengi. En þetta var bara fyrir fáa og nú þarf þjóð- in á sínu floti að halda, hver einasti kjaftur. Og það er hlutverk stjórn- málamanna að ganga í verkið, hags- munaaðilar gera það aldrei, hvorki í þessari atvinnugrein né annarri. Flotinn í land, allt í bál og brand KJALLARI MYNDIN 1 Auðmennirnir í London Útrásarvíkingarnir í London búa á misfallegum stöðum. Það fer ágætlega um Björgólf Thor Björgólfsson og Hannes Smárason í Notting Hill-hverfinu. 2 Turnsvítan á Borginni opin á 80 ára afmælinu Hótel Borg fagnar afmæli. 3 Kysstust uppi á sviði Leikkonurnar Meryl Streep og Sandra Bullock stálu senunni á verðlaunahátíðinni Critics’ Choice Movie Awards. 4 Cole fórnarlamb kynþáttahat- urs - BBC biðst afsökunnar. BBC bað Ashley Cole afsökunar á því að hafa leyft tveimur fulltrúum breska þjóðarflokksins að halda því fram gagnrýnislaust í útvarpsþætti að Cole væri ekki breskur að uppruna. 5 Guðbjartur: Starfaði aldrei fyrir Björgólfsfeðga Guðbjartur Hannesson, formaður fjárleganefndar, segir það út í hött að hann hafi starfað fyrir Björgólfsfeðga eins og bloggarinn Jón Valur Jensson fullyrti. 6 Íslendingur rændur og byrlað svefnlyf í Taílandi Íslenskum ferðamanni var byrluð ólyfjan og hann rændur af þremur konum á hótelherbergi sínu á Pattaya-ströndinni í Taílandi á laugardagsmorgunn. 7 Skortur á drykkjarvatni á Haítí Hjálparstofnanir á Haítí keppast við tímann við að útvega eftirlifandi íbúum eyríkisins drykkjarvatn. MEST LESIÐ á DV.is UMRÆÐA 18. janúar 2010 MÁNUDAGUR 19 Glænýr Ólafur FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson býr sig nú af kappi með íslenska landsliðinu undir sitt fyrsta stórmót A-landsliða í handbolta. Ólafur þykir afar efnilegur og hver veit nema hann taki einn daginn við hlutverki nafna síns Stefánssonar, sem leiðtogi íslenska liðsins. Hér er hann í þann mund að skora sitt fyrsta mark fyrir A-landsliðið, í Laugardalshöllinni gegn Portúgal. MYND RAKEL ÓSK LÝÐUR ÁRNASON heilbrigðisstarfsmaður skrifar „Umgengnin hefur líka verið slík að hundruð milljóna hafa verið dregnar út úr atvinnu- greininni...”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.