Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Blaðsíða 16
Svarthöfði hefur heyrt talað um það árum saman að útgerðar-menn séu „grátkór“. Af þessum sökum hefur Svarthöfði ósjálf- rátt vorkennt þeim. Hann trúir því nefnilega að þeir sem gráta eigi bágt og þeim beri að hjálpa. Það er vegna þess að Svarthöfði er landkrabbi sem býr í borginni. Úti á sjó og á landsbyggð-inni er ekkert fyrirlitlegra en að gráta. Sérstaklega ef karlmenn gráta. Í borg- inni er grátandi karlmaður einstak- lega þroskaður, en á landsbyggð- inni er hann aumingi sem ætti að skammast sín. Út af þessu trúa reiðir landsbyggðarsjómenn því að þjóðin hreinlega fyllist ógeði á útgerðar- mönnum þegar þeir eru uppnefndir grátkór. En stærsti hluti þjóðarinnar fyrirlítur ekki grátandi menn. Þvert á móti vill hún hjálpa þeim. Grátkórs-uppnefnið er heimskulegasta mark-aðshugmynd and-stæðinga kvótakerf- isins. Útgerðarmenn eru alls enginn grátkór, þótt þeir beiti stöðugum umkvörtunum í mál- flutningi sínum. Þeir eru stærsta hagsmunaafl landsins, miklu öfl- ugri en sjómennirnir. Þeir eru ógn við hagsmuni þjóðarinnar og hafa náð að sölsa undir sig auðlind hennar með lævíslegum hætti. Þegar reiðu sjómennirnir kalla þá vælukjóa tekst þeim um leið að fela ógnina sem af þeim stafar. Þannig tekst þeim með ótrúlegum hætti að láta fólk fá samúð með hranalegum manni eins og Friðrik J. Arngrímssyni, framkvæmda- stjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna. Enn þann dag í dag sann-ast að útgerðarmenn etja kappi við andstæðinga sem eru vitsmunalegir eftir- bátar þeirra. Nú hefur ríkisstjórn- in teflt Ólínu Þorvarðardóttur fram í baráttunni um að endurheimta auðlindina. Vandamálið er ekki að Ólína sé ekki fær um að gæta hagsmuna þjóðarinnar í málinu af fullum heilindum. Hins vegar hefur hún þann þokka og það orðspor að vera svo fylgin sjálfri sér að öðr- um misbýður. Enginn á Alþingi er reiðari en hún, nema hugsanlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. En bangsalegt yfirbragð Sigmund- ar mildar reiði hans og gerir hann jafnvel svolítið absúrd. Nú sér Svarthöfði fyrir sér hvernig útgerðarmenn ætla að komast undan því að virða þann stjórnarskrár- bundna rétt þjóðarinnar að eiga fisk- inn í sjónum. Ólína hamast á þeim með réttlætið sín megin, en á sama tíma kvarta þeir undan hörkunni. Þar eru þeir á heimavelli. Sjómenn hrópa upp yfir sig: „Grátkór!“ Og „grátkór- inn“ segist vera kominn að fótum fram og ber sig aumlega. Með grátstaf- ina í kverkunum lætur hann þjóðina vita að hún sé glötuð án hans. Smátt og smátt fyllist þjóðin samúð með kvótagreifum sem náðu að telja þjóð- inni trú um að þeir væru ekki blóð- sugur á auðlindinni, heldur auðlind- in sjálf. Enn og aftur fara hinir slyngu útgerðarmenn með sigur af hólmi með ómissandi hjálp heiðvirðra en tröllheimskra andstæðinga sinna! Á spænsku er til málshátt-ur sem lýsir snilld sægreif-anna vel: „El que no llora, no mama.“ Eða „sá sem grætur ekki, sýgur ekki“. Þar er átt við smábörn. Og það er á sama hátt sem vellauðugir, miðaldra útgerðarmenn í sauðargæru hafa fengið að sjúga þjóð- ina um áraraðir. GRÁTKÓRINN SÝGUR SPURNINGIN „Það verður að sjálfsögðu rammíslensk skuldasúpa,“ segir Atli Steinn Guðmundsson fyrrverandi blaðamaður á Vísi. Hann hélt ræðu á Austurvelli síðasta laugardag þar sem hann sagði frá ákvörðun sinni og sambýliskonu um að flytja búferlum til Noregs. Í ræðunni spurði Atli Steinn Íslendinga hvort þeir vildu réttlæti. „Því miður – það er bara ekki á matseðlinum,“ sagði Atli Steinn. HVAÐ VERÐUR Á MAT- SEÐLINUM ÚTI Í NOREGI? „Það er kjaft- æði. Ég var ekki með hníf, þetta var vír sem ég tók upp af götunni.“ n Brasilíski lýtalæknirinn Hosmany Ramos sem situr inni í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg um meinta árás sína á lögreglumann. En hann segir einnig að lögreglumaður hafi ýtt sér á ljósmyndara Fréttablaðsins. - DV „Ég er nokkuð viss um að nú sé ég komin með a.m.k. Evrópumet í sem flestum forsíðum á sem stystum tíma!“ Ásdís Rán, sem prýðir enn eina forsíðuna á glanstímariti í Búlgaríu. Nú tímaritsins Woman Today í Búlgaríu en það er að hennar sögn eitt elsta og þekktasta kvennatímaritið í landinu. - Pressan „...fyrir brot sem hefðu varla verðskuldað auka- kast í sumum leikjum.“ Patrick Ekwall í pistli sínum í sænska dagblaðinu Nyhetskanalen. Hann segir dómara leiksins hafa rekið Íslendinga út af trekk í trekk fyrir litlar sem engar sakir gegn Króötum. - Vísir „Nú getum við ekkert svekkt okkur og þurf- um að þrífa þennan leik af okkur í sturtunni.“ Róbert Gunnarsson um leikinn gegn Króötum þar sem Íslendingar þurftu að sætta sig við jafntefli eftir að hafa leitt nánast allan leikinn. Róbert skoraði jöfnunarmarkið með ævintýralegum hætti. - Vísir Boðskapur Gísla Marteins LEIÐARI Fyrir nokkrum árum hefði varla mörgum dottið í hug að Gísli Marteinn Baldursson ætti eftir að færa fram mikilvægasta boðskap- inn til íbúa Reykjavíkur og nágrennis. Það sem af er kosningabaráttunni hefur hins vegar enginn annar borgarfulltrúi boð- að jafnskýrar og -skynsamlegar lausnir á langmesta hagsmunamáli borgarbúa til lengri og skemmri tíma. Gísli Marteinn horfist í augu við þau hroðalegu mistök sem gerð hafa verið í uppbyggingu Reykjavíkur undanfarinn áratug. Þau felast í alltof dreifðri og óhag- kvæmri byggð, sem hefur margvísleg slæm áhrif á líf borgarbúa. Nánast enginn getur gengið til vinnu, sem bæði skaðar fjárhag og heilsu íbúanna. Fáir geta nýtt sér almenningssamgöngur vegna þess hve byggðin er dreifð. Þetta kemur sér- staklega niður á þeim tekjuminnstu, en eykur einnig mengun og kostnað hjá öll- um borgarbúum. Skipulagið veldur því að í Reykjavík eru rúmlega tvöfalt fleiri bílar miðað við höfðatölu en í Helsinki, Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn, svo dæmi séu nefnd. Rétt skipulag varðar fjárhag, heilsu, frelsi og jafnrétti borgarbúa. Hugmyndir Gísla Marteins um skipu- lagsmál, sem hann hefur undanfarið kynnt fyrir fullum sal kjósenda, voru al- mennt ekki fundnar upp af honum sjálf- um. Þær byggja á viðteknum kenningum í skipulagsfræðum, sem lítið eða ekk- ert hafa verið til umfjöllunar hér á landi. Ein tilgáta hans um að glæpir séu frekar stundaðir þar sem fáir eru á ferli á göt- unum er til dæmis útskýrð í þaula í bók- inni The Death and Life of Great Ameri- can Cities eftir skipulagsfræðinginn Jane Jacobs sem kom út árið 1961. Síðustu ár hefur verslun verið skipu- lögð á sovéskan hátt í risastórum skemm- um á afmörkuðum svæðum og íbúabyggð aflokuð í fjölbýlishúsaklösum í ríflegri akstursfjarlægð frá öllu öðru. Kenningin um að slík dreifing byggðar hafi skaðleg áhrif á lífsgæði okkar er beinlínis útreikn- anleg út frá ýmsum fjárhagslegum og umhverfislegum gildum. Þétting byggð- ar, til dæmis með því að hafa verslunar- húsnæði á neðstu hæð en íbúabyggð þar fyrir ofan, getur breytt Reykjavík í mann- legri, vistvænni og hagkvæmari borg. Það er almennt betra að vera í blokk og geta gengið í verslanir og vinnu, en að vera í blokk í hverfi þar sem er ekkert annað en íbúablokkir. Höfuðborgarsvæðið er skipulagsslys sem allir íbúarnir borga fyrir á hverjum degi. Hvergi er tækifæri til að spara jafn- mikið fjármagn og auka lífsgæði okk- ar jafnmikið og með skynsamlegri þétt- ingu byggðarinnar. Gísli Marteinn virðist vera einn fárra sem sér það, skilur það og gefur raunsæjar hugmyndir um hvern- ig má breyta því. Fyrir nokkrum árum náði Andri Snær Magnason rithöfundur að vekja Íslendinga til umhugsunar um áhrif okkar á umhverfið. Kannski getur Gísli Marteinn orðið Andri Snær innan- bæjar. Hann hefur vantað. BÓKSTAFLEGA 16 MIÐVIKUDAGUR 27. janúar 2009 UMRÆÐA SANDKORN n Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, er sáttur við rekstur síns fyrirtækis eftir því sem lesa má úr ummælum hans í frétt DV.is á þriðjudag. Hann segir fyrirtækið vera byrjað að greiða af skuldum sínum, hátt í 200 millj- ónir króna, eftir að hafa fengið greiðslufrí á síðasta ári, og að ekki sé tap á rekstri Fréttablaðsins. Mik- ill niðurskurður hjá Frétta- blaðinu, með niðurlagningu sunnudagsblaðs, uppsögn- um og takmarkaðri dreifingu en áður, virðist því hafa skilað nokkrum árangri. n Nú bíða margir spenntir eft- ir því að sjá hvað kemur út úr fyrirhugaðri hlutafjáraukningu 365 miðla. Talað hefur verið um að leggja þurfi um milljarð króna inn í reksturinn. Það eru miklir peningar í kreppu. Mið- að við yfirlýsingar Ara Edwald forstjóra um rekstur 365 er kannski auðveldara en áður að fá inn fjár- festa með Jóni Ásgeiri Jóhannes- syni en það á þó eftir að koma í ljós og tal- að er um að slíkt þurfi að liggja ljóst fyrir í apríl. n Þingmenn verða að hafa hraðar hendur þegar þeir koma aftur til starfa á Alþingi á föstudag. Ef rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið á ekki að brjóta lög með seinkun á birtingu skýrslu sinnar. Í upp- haflegu lögunum um nefnd- ina var ákvæði um að stefnt skyldi að birtingu skýrslunn- ar ekki síðar en 1. desember. Seinna var þessu breytt þannig að skýrslunni skyldi skila ekki síðar en í lok janúar. Nú er ljóst að ekki verður af því svo þing- menn þurfa að breyta lögum vilji þeir ekki gera nefndar- menn að lögbrjótum. n Bjarni Harðarson, bóksali með meiru, er lagður af stað í mikið ferðalag til Afríku, þar sem hann hyggst dvelja hjá syni sínum. Bjarni flaug í gegnum Svíþjóð og þurfti að bíða heila átta klukku- tíma eftir flugi. Eins og ferða- langar þekkja er ekki gaman til lengdar að vera fastur á flug- velli og því ósjaldan sem mik- ill tími fer í kaffiþamb. Bjarni rekur auðvitað bókakaffi og lét sér því kaffið nægja, en eins og sjá má á bloggi hans velti bóksalinn fyrir sér hvort hann gæti rukkað sama verð fyrir kaffið og Svíarnir, 600 krónur á bollann. LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRAR: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Kannski getur Gísli Marteinn orðið Andri Snær innanbæjar. Hann hefur vantað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.