Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Blaðsíða 20
Friðrik Ólafsson
SKÁKMEISTARI, FYRRVERANDI FORSETI FIDE
OG FYRRVERANDI SKRIFSTOFUSTJÓRI ALÞINGIS
Friðrik fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR
1955. Hann helgaði sig skákinni um
nokkurra ára skeið en hóf síðan nám í
lögfræði við HÍ 1962 og lauk embætt-
isprófi þaðan 1968.
Friðrik var fulltrúi í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu 1968-74, at-
vinnuskákmaður 1974-78, forseti
Alþjóða skáksambandsins (FIDE)
1978-82, ritstjóri Lagasafns Íslands
1982-83 og skrifstofustjóri Alþingis
1984-2005.
Friðrik er einn sigursælasti skák-
maður Íslendinga, fyrr og síðar, og var
um skeið í hópi allra sterkustu skák-
manna heims. Hann varð fimm sinn-
um Íslandsmeistari í skák, fyrst 1952,
og tvisvar sinnum Norðurlanda-
meistari í skák, 1953 og 1971.
Friðrik varð alþjóðlegur skák-
meistari 1956 og fyrsti íslenski stór-
meistarinn í skák 1958. Á skákferli
sínum tefldi Friðrik á skákmótum
víða um heim og bar sigur úr býtum
á skákmótinu í Hastings 1955-56, í
Beverwijk í Hollandi 1959, í Mari-
anske Lasne í Tékkóslóvakíu 1961, á
alþjóðlegu skákmótunum í Reykja-
vík 1966, 1972 og 1976 og í Wijk an
Zee í Hollandi 1975, auk fjölda ann-
arra. Á millisvæðamótinu í Portoroz
1958 vann hann sér rétt til þátttöku
í áskorendakeppninni um heims-
meistaratitilinn í skák í Júgóslavíu
1959 þar sem hann varð sjöundi í
röðinni.
Friðrik starfrækti Skákskóla Frið-
riks Ólafssonar 1982-84.
Friðrik hefur samið bækurn-
ar Lærið að tefla, kennslubók í skák,
ásamt Ingvari Ásmundssyni, útg.
1958; Heimsmeistaraeinvígið í skák,
1972, ásamt Freysteini Jóhannssyni,
útg. 1972, og Við skákborðið í aldar-
fjórðung, útg. 1976. Þá hefur hann
skrifað fjölda greina um skák í tímarit
og dagblöð. Hann hlaut riddarakross
fálkaorðunnar 1972 og stórriddara-
kross 1980.
Fjölskylda
Kona Friðriks er Auður Júlíusdótt-
ir, f. 4.3. 1941, Foreldrar hennar voru
dr. Júlíus Sigurjónsson, prófessor í
Reykjavík, og k.h. Bergljót Sigurjóns-
son f. Patursson.
Börn Friðriks og Auðar eru Berg-
ljót, f. 24.8. 1962, gift Friðriki S. Hall-
dórssyni, og Áslaug, f. 17.8. 1969.
Systur Friðriks eru Margrét, f.
28.11.1930, og Ásta, f. 26.1.1932.
Foreldrar Friðriks voru Ól-
afur Friðriksson, f. 14.2.1905, d.
19.10.1983, verslunarmaður í Reykja-
vík og fyrrv. forseti Skáksambands Ís-
lands, og k.h., Sigríður Á.D. Símonar-
dóttir, f. 8.1. 1908, d. 9.12. 1992.
Ætt
Föðurbróðir Friðriks, samfeðra, var
Friðrik, prófastur á Húsavík, faðir
Arnar, prófasts á Skútustöðum. Ólafur
var sonur Friðriks, húsvarðar Ólafs-
sonar, b. í Vestra-Súlunesi Ólafssonar.
Móðir Ólafs var Valgerður Magnús-
dóttir, b. í Litladal í Skagafirði Jóns-
sonar, og Sigurrósar Sigurðardóttur.
Móðurbræður Friðriks, samfeðra:
Hallur blaðamaður og Símon Sím-
onarsynir, margfaldir Íslands- og
Norðurlandameistarar í bridge. Sig-
ríður var dóttir Símonar, skipstjóra
í Reykjavík Sveinbjarnarsonar, for-
manns á Kalastöðum Þorvarðssonar,
hreppstjóra á Kalastöðum Ólafsson-
ar, langafa Þórarins, föður Guðmund-
ar, fyrrv. forseta Skáksambands Ís-
lands. Móðir Þorvarðar var Margrét
Sveinbjarnardóttir, pr. á Staðarhrauni
Sveinbjarnarsonar, bróður Þórð-
ar dómstjóra. Móðir Margrétar var
Rannveig Vigfúsdóttir, sýslumanns á
Hlíðarenda í Fljótshlíð Þórarinsson-
ar, og Steinunnar Bjarnadóttur, land-
læknis Pálssonar. Móðir Steinunnar
var Rannveig Skúladóttir landfógeta
Magnússonar. Móðir Símonar var
Margrét Kristjánsdóttir, skipstjóra á
Akranesi Símonarsonar, bróður Sig-
urðar, langafa Páls sendiherra, föður
Tryggva, fyrrv. bankastjóra í Íslands-
banka. Annar bróðir Kristjáns var
Bjarni, faðir Markúsar, fyrsta skóla-
stjóra Stýrimannaskólans, afa Rögn-
valds Sigurjónssonar píanóleikara.
Móðir Margrétar var Þóra Jónsdóttir,
ættföður Kópsvatnsættarinnar Ein-
arssonar. Móðir Sigríðar var Sigríð-
ur Jónsdóttir, koparsmiðs í Reykjavík
Þórarinssonar, b. á Rauðamel Árna-
sonar. Bróðir Þórarins var Magnús,
faðir Magnúsar (Smith), sem fyrst-
ur Íslendinga gat sér frægðarorð er-
lendis fyrir skáksnilli sína. Hann varð
tvisvar sinnum skákmeistari Kan-
ada og tefldi auk þess á skákmótum í
Bandaríkjunum með góðum árangri.
30 ÁRA Í DAG
30 ÁRA
n Leo Sankovic Stelkshólum 4, Reykjavík
n Aleksandar Salevic Strandaseli 3, Reykjavík
n Shamekh Ibrahim Abdel H. Rezk Beykidal 2,
Reykjanesbæ
n Kjartan Ólafsson Ásakór 2, Kópavogi
n Davíð Þór Ágústsson Kjarrmóum 3, Garðabæ
n Óðinn Valdimarsson Safamýri 63, Reykjavík
n Haukur Viðar Alfreðsson Löngumýri 57, Garðabæ
n Guðrún Helga Elvarsdóttir Einbúablá 26a,
Egilsstöðum
n Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir Klapparstíg
35, Reykjavík
n Einar Sigurðsson Naustabryggju 41, Reykjavík
n Hafþór Fjalar Kristinsson Mosarima 10, Reykjavík
n Rúna Björk Einarsdóttir Heiðarbraut 29a,
Reykjanesbæ
40 ÁRA
n Natalia Ravva Fellsmúla 2, Reykjavík
n Victor Berg Guðmundsson Hjallabraut 35,
Hafnarfirði
n Lilja Ólafsdóttir Búhamri 42, Vestmannaeyjum
n Egill Örn Einarsson Hulduhlíð 28, Mosfellsbæ
n Guðmann Ísleifsson Sóleyjarima 83, Reykjavík
n Þóra Sædís Bragadóttir Reykjadal, Flúðum
n Eyþór Jónasson Iðutúni 15, Sauðárkróki
n Ilzite Locmele Ásbraut 15, Kópavogi
50 ÁRA
n Marek Bargiel Gerðavegi 33, Garði
n Piotr Gardon Mjallargötu 9, Ísafirði
n Óli Þór Einarsson Borgarhrauni 6, Grindavík
n Ásdís Björk Bragadóttir Skessugili 12, Akureyri
n Jóhann Aðalgeir Gestsson Stórhóli 7, Húsavík
n Jóhann Þór Þórmundsson Álfatúni 15, Kópavogi
n Júlíus Þórðarson Hátúni 10b, Reykjavík
n Guðrún Jónsdóttir Skólavegi 7, Hnífsdal
n Allan Ragnarsson Holtsbúð 95, Garðabæ
60 ÁRA
n Helga Dýrleif Haraldsdóttir Ásvegi 3, Dalvík
n Bergþór Magnússon Hólsvegi 17, Reykjavík
n Ingveldur S. Kristjánsdóttir Hraunbrún 30,
Hafnarfirði
n Ásdís Sigurðardóttir Katrínarlind 3, Reykjavík
n Símon Þorsteinsson Flúðaseli 95, Reykjavík
70 ÁRA
n Bergljót Gunnarsdóttir Njarðargötu 9, Reykjavík
n Jón Ólafsson Vesturhópi 1, Grindavík
n Albert Finnbogason Lágholti 10, Mosfellsbæ
n Friðbjörn B. Bjarnason Vallarbraut 11, Akranesi
n Esther Ruth Isaksen Lækjasmára 6, Kópavogi
n Jóhannes Stefánsson Þjóðbraut 1, Akranesi
n Sturla Snorrason Efstahjalla 15, Kópavogi
n Þorleifur Þórarinsson Strandaseli 1, Reykjavík
75 ÁRA
n Steinunn Ólafsdóttir Vogalandi 16, Reykjavík
n Jóhanna Elísabet Pálsdóttir Gautlandi 17,
Reykjavík
80 ÁRA
n Björn Olsen Jakobsson Frostafold 28, Reykjavík
85 ÁRA
n Jóhanna Jóhannsdóttir Smárahlíð 5e, Akureyri
90 ÁRA
n Karl Guðmundsson Þorgeirsstöðum, Höfn í
Hornafirði
n Margrét Ásgeirsdóttir Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi
75 ÁRA Í GÆR
20 MIÐVIKUDAGUR 27. janúar 2010 ÆTTFRÆÐI
30 ÁRA
n Krzysztof Nasiadko Álftamýri 38, Reykjavík
n Ingunn Guðrún Einarsdóttir Gautlandi 21,
Reykjavík
n Ása Björk Antoníusdóttir Kjalarlandi 19, Reykjavík
VIP
n Óskar Guðlaugsson Bergþórugötu 57, Reykjavík
n Steinar Vignir Þórhallsson Sunnubraut 6, Vík
n Róbert Rúnarsson Tröllakór 20, Kópavogi
n Harpa Elín Haraldsdóttir Hátúni 2, Vík
n Sara Hörn Hallgrímsdóttir Iðufelli 6, Reykjavík
n Björg Sigurjónsdóttir Hlíðartúni 33, Höfn í Horna-
firði
n Eyþór Antonsson Böggvisbraut 3, Dalvík
n María Fjóla Björnsdóttir Birkiholti 2, Álftanesi
n Högni Ólafsson Heiðargerði 29e, Vogum
n Ólöf Ellertsdóttir Knútsstöðum, Húsavík
n Gísli Konráð Björnsson Þingási 2, Reykjavík
n Jóhanna Lilja Hólm Túnbraut 9, Skagaströnd
n Oscar Gunnar Burns Heiðargerði 5, Vogum
40 ÁRA
n Andrzej Józef Tabor Bæjarhrauni 4, Hafnarfirði
n Halldóra Konráðsdóttir Eyrarvegi 25a, Akureyri
n Sveinbjörg M. Ingibjargardóttir Fellahvarfi 16,
Kópavogi
n Sigurður Pálmason Álfholti 12, Hafnarfirði
n Högni Friðrik Högnason Silfurgötu 37, Stykkishólmi
n Margrét Blöndal Bárugötu 17, Reykjavík
n Berglind Ásgeirsdóttir Smárarima 56, Reykjavík
n Einar Halldór Jónsson Sjávargrund 9b, Garðabæ
n Edda Júlía Helgadóttir Breiðagerði 21, Reykjavík
n Ásgerður Helga S. Kroknes Heiðarhrauni 13,
Grindavík
n Málfríður Hafdís Ægisdóttir Skólabrekku 9,
Fáskrúðsfirði
n Hafdís H. Bárudóttir Rauðavaði 25, Reykjavík
50 ÁRA
n Ingibjörg Þóra Stefánsdóttir Grandavegi 1,
Reykjavík
n Ragnheiður Matthíasdóttir Víðihlíð 2, Sauðárkróki
n Anna Helga Aradóttir Klausturhólum, Selfossi
n Heiðrún Sigurðardóttir Kirkjuteigi 19, Reykjanesbæ
n Sigrún Ágústa Héðinsdóttir Kambsmýri 12,
Akureyri
n Halldór Brynjar Þráinsson Suðurgötu 78, Akranesi
n Margrét Gunnarsdóttir Lautasmára 24, Kópavogi
n Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir Brekkubæ 26,
Reykjavík
n Snorri Magnússon Háhæð 27, Garðabæ
n Viðar Magnússon Brekkubyggð 10, Garðabæ
n Lidia Kolosowska Akurgerði 7a, Akureyri
n Else Möller Akri, Vopnafirði
n Irena Alicja Staszczuk Fljótaseli 11, Reykjavík
n Eiríka Guðrún Árnadóttir Heiðarholti 1f, Reykja-
nesbæ
n Erna Borgþórsdóttir Grundarhúsum 17, Reykjavík
n Dagný Zoëga Gauksrima 5, Selfossi
60 ÁRA
n Karl S. Hannesson Grundarási 4, Reykjavík
n Eyjólfur Bergþórsson Sólheimum 22, Reykjavík
n Þóroddur Friðrik Þóroddsson Hátúni 8, Reykjavík
n Valdís Kristinsdóttir Holtsbúð 40, Garðabæ
n Snæbjörn Benediktsson Kárhóli, Húsavík
n Sigríður J. Einarsdóttir Kársnesbraut 7, Kópavogi
n Grétar B. Þorsteinsson Fífumóa 2, Selfossi
n Ragnar Sigurður Ólafsson Ægisbyggð 16, Ólafsfirði
n Magnús Welding Jónsson Eikjuvogi 23, Reykjavík
n Magnús Friðbergsson Hagalandi 4, Mosfellsbæ
70 ÁRA
n Amalía Jónsdóttir Kjarnagötu 16, Akureyri
n Una Olga Ragnarsdóttir Lövdal Melaheiði 17,
Kópavogi
n Aðalheiður Kristjánsdóttir Erluási 2, Hafnarfirði
n Gunnar Óskarsson Hjallavegi 21, Reykjavík
n Stefanía Rósa Sigurjónsdóttir Holtateigi 25,
Akureyri
75 ÁRA
n Jón Laxdal Arnalds Fjólugötu 11a, Reykjavík
n Sigfús Gunnlaugur Emil Skúlason Lækjarbrún
26, Hveragerði
n Þórunn Jónsdóttir Háengi 6, Selfossi
n Hafsteinn Hjaltason Grenimel 42, Reykjavík
n Sigurður H. Þorsteinsson Dalseli 17, Reykjavík
n Guðbjörn Ingvarsson Burknavöllum 1b, Hafnarfirði
80 ÁRA
n Óskar Jónsson Túngötu 19, Sandgerði
n Steinar Júlíusson Trönuhjalla 13, Kópavogi
n Guðlaug Kristófersdóttir Máshólum 2, Reykjavík
n Sigurjón Hreiðar Gestsson Víðihlíð 10, Reykjavík
n Þóra Hallgrímsson Vesturbrún 22, Reykjavík
n Hafliði Kristbjörnsson Álftarima 24, Selfossi
85 ÁRA
n Zophanía G. Briem Hvassaleiti 56, Reykjavík
n Jón Magnússon Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ
n Vilborg Friðjónsdóttir Arnarvatni 3, Mývatni
90 ÁRA
n Margrét Sigurðardóttir Hringbraut 50, Reykjavík
n Guðrún Finnbogadóttir Ránarbraut 15a, Vík
95 ÁRA
n Anna G. Hallsdóttir Kleppsvegi 64, Reykjavík
TIL HAMINGJU INGJU
AFMÆLI 27. JANÚAR
Ragnheiður fæddist á Selfossi en
ólst upp í Hvítárholti í Hruna-
mannahreppi. Hún var í Flúða-
skóla, stundaði nám við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Selfossi,
stundaði nám við Hólskóla og lauk
þaðan prófum sem hestafræðing-
ur og leiðbeinandi, tamningamað-
ur, reiðkennari og þjálfari.
Ragnheiður sinnti ýmsum
verslunar- og þjónustustörfum
með skóla en hefur starfað við
tamningar frá því á unglingsár-
unum. Hún hefur lengst af verið
heimavinnandi sl. þrjú ár.
Ragnheiður hefur starfaði í
hestamannafélaginu Herði í Mos-
fellsbæ. Þá hefur hún keppt mikið
í ýmsum hestaíþróttum.
Fjölskylda
Eiginmaður Ragnheiðar er Ari
Hermann Oddsson, f. 22.1. 1975,
múrari.
Synir Ragnheiðar og Ara Her-
manns eru Kristján Hrafn Arason,
f. 26.6. 2003; Oddur Carl Arason, f.
12.5. 2007.
Hálfsystur Ragnheiðar eru
Elín Ósk Hölludóttir, f. 29.9. 1972,
fangavörður á Litla-Hrauni; Rakel
Eyja Þorvaldsdóttir, f. 4.1. 1990,
nemi.
Foreldrar Ragnheiðar eru Halla
Sigurðardóttir, f. 12.8.1953, starfs-
maður við álverið í Straumsvík og
fyrrv. bóndi í Hvítárholti, og Þor-
valdur Jón Kristinsson, f. 13.5.
1955, húsasmiður í Reykjavík.
Ragnheiður Þorvaldsdóttir
REIÐKENNARI OG TAMNINGAMAÐUR
30 ÁRA Á FIMMTUDAG
Össur fæddist í Kópavogi en ólst
upp á Seltjarnarnesi. Hann var í
Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla
og stundar nú nám við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti.
Össur hefur starfað við Láshús-
ið frá sautján ára aldri.
Össur hefur stundað hesta-
mennsku sl. tíu ár og á dálítið stóð.
Fjölskylda
Unnusta Össurar er Theodóra Arn-
dís Berndsen, f. 26.10. 1977, starfs-
maður hjá Ölgerð Egils Skalla-
grímssonar.
Börn Theodóru Arndísar eru
Alexandra Dögg, f. 12.4. 1997;
Björn Elvar, f. 26.6. 2002; Stefanía
Dúa, f. 2.4. 2005.
Systur Össurar eru Margrét
Rut Valdimarsdóttir, f. 7.10. 1977,
leikskólakennari og nemi í guð-
fræði við HÍ; Aðalheiður Ósk
Valdimarsdóttir, f. 3.1. 1986, hár-
greiðlukona.
Foreldrar Össurar eru Valdimar
Eggertsson, f. 12.9. 1951, verslun-
armaður í Reykjavík, og Ásta Mar-
grét Sigurjónsdóttir, f. 12.10. 1955,
húsmóðir.
Össur Pétur Valdimarsson
VERSLUNARMAÐUR
TIL HAMINGJU
AFMÆLI 28. JANÚAR
sm
aa
r@
d
v.
is