Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Blaðsíða 23
27. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 23 1. Þú segir honum hluti sem þú hefur ekki sagt neinum öðrum. Þá erum við ekki að tala um eitthvert raus eftir of mikið af Merlot heldur að þig langi virkilega til að trúa honum fyrir öllu því persónulegasta sem hefur á daga þína drifið. 2. Þú leyfir honum að sjá þig viðkvæma. Það er lítið mál að vera hamingjusöm með einhverjum þegar allt er í góðu standi. En hvað með erfiða tíma? Viltu fara heim til hans þegar þú missir vinnuna, amma þín deyr eða þú áttir einfaldlega ömurlegan dag? 3. Þú virðir hann. Þú vilt ekki breyta honum. Auðvitað getur verið ýmislegt sem pirrar þig, líkt og ljóta skyrtan sem er í uppáhaldi hjá honum eða sú staðreynd að honum þyki enn þá skemmtilegt að spila tölvuleiki, en þú ert hrifin af honum. Svo einfalt er það. 4. Þú vilt að hann hitti foreldra þína. Þú ert hreykin af honum og vilt monta þig en upplifir ekki að þú þurfir að búa til afsakanir fyrir hann. 5. Þú sérð hann fyrir þér í framtíðinni. Þegar þú hugsar um lífið sem bíður ykkar saman geturðu ekki annað en brosað. 6. Þú óttast ekki að vera ósammála honum. Þú veist að þið getið rifist án þess að niðurlægja hvort annað. Þið takið hvort annað alvarlega, líka þegar þið vitið að þið hafið rétt fyrir ykkur. 7. Þú vilt leysa öll meiriháttar ágreinings- efni. Þótt þið séuð ósammála um stóru málin sem snerta framtíðina ertu til í að hitta hann á miðri leið. 8. Þið hlæið saman. Hlátur er eitt það besta í heimi. Þið verðið að geta fengið hvort annað til að hlæja. 9. Þú ert svo hrikalega, ótrúlega, fáránlega spennt fyrir honum. Þið laðist hvort að öðru og þér finnst hann einfaldlega sexí. Ef hann er ekki þín venjulega týpa er enn líklegra að hann sé sá eini sanni. 10. Þið þegið saman. Þú finnur þig ekki knúna til að blaðra eitthvað bara til að segja eitthvað. 11. Þú ert þú sjálf í kringum hann. Þú ritskoðar ekki allt sem þú segir og ert hvorki stressuð né of sjálfsmeðvituð nálægt honum. 12. Þú þarfnast hans passlega mikið. Þú sakn- ar hans þegar hann er í burtu en ert ekki uppáþrengjandi. Þú lifir spennandi lífi þótt hann sé ekki við hlið þér allan sólarhringinn. 13. Þú ert ekki afbrýðisöm. Þú getur farið út með vinum hans, líka þeim sem eru kven- kyns. Þú vilt að hann stundi sín áhugamál áfram. 14. Hann gerir þig að betri manneskju. Þér finnst þú gáfuð, fyndin, aðlaðandi, sniðug og einfaldlega besta útgáfan af sjálfri þér þegar hann er nálægt. 15. Hann einfaldlega skilur þig. Hann veit um hvað þú snýst. Sú tilfinning er verndandi og notaleg - og þú ættir að upplifa hana með manneskjunni sem þú ákveður að verja lífinu með. 15 atriði sem sanna að þig eigið saman:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.