Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Blaðsíða 13
NEYTENDUR 27. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 13 GEYMSLUTÍMI Í ÍSSKÁP Smjör geymist í 2 til 3 vikur; smjörlíki í 2 til 3 mánuði; ostur í 1 til 4 vikur og egg í 3 vikur að því er fram kemur í Handbók heimil- isins. Í bókinni, sem er frá árinu 1992, má finna gríðar- mikinn fróðleik um allt sem viðkemur heimlinu. Um geymslu matvæla í ísskáp segir meðal annars að jóg- úrt geymist í 1 til 2 vikur, hrátt kjöt í bitum í 2 til 3 daga og stórar steikur í 5 daga, rétt eins og beikon. EKKI FRYSTA ALLT Venjulegur ostur, jógúrt, sýrð- ur rjómi og majónes er á meðal þess sem ekki ætti að frysta. Osturinn getur molnað og hitt sem upp er talið getur skilið sig við frystingu. Kryddmikla rétti ætti ekki að frysta þar sem bragðið getur breyst og orðið enn sterkara. Pastaréttir breyta um áferð við frystingu. Þá ber að varast að margfrysta og þíða matvæli, það getur valdið eitrun. SÚRMATUR HÆKKAR Súrmaturinn vinsæli sem borð- aður er á þorranum virðist vera að hækka í verði samkvæmt nýrri verðkönnun Neytenda- samtakanna á verði á súrmati í fötu í nokkrum verslunum. Neytendastofa telur að súrmat- urinn virðist hafa hækkað um nokkur prósentustig á milli ára í flestum búðum nema hjá Bónus sem var í hópi dýrustu verslana áður en er nú í hópi ódýrustu. Kraftaverkalausninni MMS skal fargað eins og spilliefni: „HÆTTULEG VARA“ MMS ætti lögum samkvæmt að vera merkt með varnaðarmerkinu X, sem gefur til kynna að var- an sé hættuleg, auk níu annarra varnaðarsetn- inga og er það innflytjandi eða umboðsaðili sem ber ábyrgð á því að varan sé rétt merkt. Frá þessu er greint á heimasíðu Neytendasamtak- anna. Kraftaverkalausnin MMS hefur verið til um- ræðu í fjölmiðlum frá því upp komst að í drykkn- um er natríum klórít, sem er einfadldlega eitur, „sem getur valdið alvarlegum veikindum og jafnvel dauða,“ að því er kom fram í tilkynningu á vef Landlæknisembættisins frá Eitrunarmið- stöð Íslands. Kraftaverkalausninni var ætlað að lækna marga skjúkdóma, allt frá alnæmi til berkla. Neytendasamtökin höfðu samband við Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur og Heilsubúðina á Njálsgötu sem hafði vöruna til sölu. Heilbrigð- iseftirlitið staðfsesti að ekki mætti selja vöruna vegna ófullnægjandi merkinga. „Rekstraraðilar Heilsubúðarinnar benda á að umfjöllun um vör- una hafi verið mjög einhliða og þess misskiln- ings gæti að varan sé ætluð til beinnar neyslu. Hið rétta er að kaupa þarf annað efni samhliða MMS og þegar þessum efnum er blandað sam- an í réttum hlutföllum er efnablandan örugg til neyslu. Hins vegar hefur Heilsubúðin ákveðið að selja vöruna ekki á næstunni og bjóða þeim endurgreiðslu sem ekki vilja nota vöruna í kjöl- far umfjöllunarinnar. Öðrum, sem vilja losa sig við vöruna, er bent á að þar sem um efnavöru er að ræða þarf að koma henni í förgun til Sorpu eða spilliefnamóttöku,“ segir á ns.is. baldur@dv.is ALLIR TIL AUSTUR-EVRÓPU gengi krónunnar gagnvart jeni hef- ur styrkst um 2 prósent og gagnvart Bandaríkjadal um heilt 1 prósent frá því fyrir ári. Á hinn bóginn geta þeir bölvað því að ástralskur dalur er nú 37 pró- sentum dýrari en í fyrra, brasilískt ríal 29 prósentum dýrara, sterlings- pund kostar nú 16 prósentum meira en fyrir ári og evran er 8 prósentum dýrari. Flestir gjaldmiðlar kosta nú fleiri krónur en í fyrra, þrátt fyrir að mesta gengishrunið hafi orðið í hitt- iðfyrra; árið 2008. Þó skal bent á að gengisþróun síð- ustu tveggja ára segir ekkert til um verðlag í löndunum fyrir. Þannig fær fólk yfirleitt mest fyrir peninginn í Asíu, þó það hafi breyst til hins verra frá því gengi krónunnar fór að hrynja. Fæðið borgað fyrir fram Tómas Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að staðir eins og Tyrkland og Spánn verði áfram vin- sælir. Líran hafi vissulega ekki hækk- að eins mikið í verði og aðrir gjald- miðlar en evran sé þó mikið notaður gjaldmiðill í Tyrklandi. Hann segir að færst hafi í aukana að fólk kaupi ferðir þar sem matur og drykkur sé innifalið í verðinu, ýmist hálfan eða allan daginn auk þess sem sú nýjung að bjóða tíu til ellefu nátta ferðir til Tyrklands hafi mælst vel fyrir. Með því að taka fæði viti fólk fyrir fram hvað ferðin muni kosta. Tómas segir að ferðirnar í vetur hafi nánast selst upp og eitthvað sé laust í vorferðum í mars. „Svo erum við núna að bjóða tíu þúsund króna afslátt af mörgum ferðum, það getur sparað fólki mik- inn pening þegar um fjölskyldur er að ræða,“ bendir hann á. Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Úrvals Útsýnar, er, rétt eins og Tóm- as, nokkuð bjartsýnn fyrir sumarið. Hann segir að salan fari af stað með meiri krafti nú en í fyrra og stað- ir á borð við Tyrkland og Spán séu vinsælir. „Fólk gerir eftir sem áður kröfur til góðra gististaða og um- hverfis þar sem afþreying er góð og fjölbreytt. Líran í Tyrklandi hefur verið hávaxtamynt og hún hefur líka fallið gagnvart evrunni, eins og krón- an,“ bendir Þorsteinn á. Hann segir algengt að fólk vilji kaupa ferðir þar sem fæði er innifal- ið. Það reynist oft hagstæðara. Hækkun gjaldmiðla gagnvart krónunni frá janúar 2008. Tyrknesk líra 56,48% Sterlingspund 60,08% Rússnesk rúbla 60,10% Pólskt slot 66,21% Indversk rúpía 66,74% Sænsk króna 74,21% Ungversk forinta 78,35% Norskt króna 83,89% Tékknesk króna 86,15% Króatísk kúna 87,05% Búlgarskt lev 87,56% Evra 87,58% Kanadadalur 87,60% Dönsk króna 87,72% Bandaríkjadalur 94,87% Hong Kong dalur 95,78% Ástralskur dalur 100,40% Svissneskur franki 105,54% Kínverskt júan 106,70% Japanskt jen 132,48% Óhagstætt gengi NOREGUR +84% 0,6 SVÍÞJÓÐ +74% 0,9 DANMÖRK +88% 0,8 TYRKLAND +56% 2,0 JAPAN +132% 1,1 KÍNA +107% 4,2 PÓLLAND +66% 3,6 LETTLAND +85% 1,6 SVISS +106% 1,2 BELGÍA +88% 2,8 BRETLAND +60% 1,4 BÚLGARÍA +88% 5,1 RÚSSLAND +60% 3,0 TÉKKLAND +86% 5,0 SPÁNN +88% 1,8 Getur valdið dauða MMS er hættulegt og getur valdið dauða. SUMARFRÍ FJÖGURRA MANNA FJÖLSKYLDU Á ÍSLANDI n Ferðamáti: Heimilisbíllinn. n Bensín hringinn í kringum landið: 26.000 kr. n Tjaldsvæði í viku: 22.000 kr. n Matur á dag: 5.000 kr. n Einn bjór á veitingastað: 760 kr. SUMARFRÍ FJÖGURRA MANNA FJÖLSKYLDU Í TYRKLANDI n Ferðamáti: Vita-ferðir. n Lengd ferðar: Tíu nætur um miðjan júlí. Gisting á þriggja stjörnu íbúðarhót- eli. Allt fæði og drykkir eru innifaldir. n Verð á mann ef 4 deila íbúð með einu svefnherbergi: 106.700 kr. n Bjór utan hótels: 380 kr. SUMARFRÍ ÞRIGGJA MANNA FJÖLSKYLDU Á SPÁNI n Ferðamáti: Heimsferðir. n Lengd ferðar: Átta nætur í lok maí. Gisting á þriggja stjörnu hóteli. Allt fæði og drykkir innifaldir. Miðað við 2 fullorðna og barn. n Verð á mann: 113.867 kr. n Bjór utan hótels: 420 kr. Dæmi um sumarfrí Land Fjöldi* Búlgaría 5,1 Tékkland 5 Slóvakía 4,6 Kína 4,2 Ungverjaland 3,6 Pólland 3,6 Litháen 3 Rússland 3 Portugal 3 Belgía 2,8 Króatía 2,8 Slóvenía 2,6 Eistland 2,3 Bandaríkin 2 Tyrkland 2 Holland 1,9 Spánn 1,8 Land Fjöldi* Lettland 1,6 Hong Kong 1,5 Grikkland 1,5 Austurríki 1,4 Taívan 1,4 Kanada 1,4 Bretland 1,4 Ástralía 1,3 Sviss 1,2 Japan 1,1 Ítalía 1 Írland 1 Finnland 1 Svíþjóð 0,9 Frakkland 0,8 Danmörk 0,8 Noregur 0,6 Bjórverð * BJÓRAR SEM HÆGT ER AÐ FÁ Á VERÐI EINS ÍSLENSKS BJÓRS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.