Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Blaðsíða 24
ÞURFUM EKKERT AÐ PASSA MENN Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, segir það rugl að sérstaklega þurfi að segja leikmönnum hans og Manchester City að hegða sér skikkanlega fyrir stórleikinn í deildarbikarnum. Liðin mætast nú á heimavelli meistaranna en City hefur 2-1 forskot. „Ég hlusta ekki á svona. Hegðun leikmanna í þessum leikjum hefur alltaf verið til fyrirmyndar. Bæði lið eru með frábæra leikmenn sem virða reglur leiksins,“ segir Ferguson sem verður að vona að hans menn verði áfram á markaskónum vilji þeir verja deildarbikarinn. Aston Villa er nú þegar komið í úrslitaleikinn og bíður sigurvegarans úr rimmu United og City. David Gold finnst eins og hann og David Sullivan hafi borgað allt of mikið fyrir West Ham sem hann lík- ir við bílslys. Þeir félagar keyptu 50% hlut í West Ham af CB Holding, sem eitt sinn var í eigu Björgólfs Guð- mundssonar, og eru ráðandi í stjórn- inni. Gold viðurkennir að þeir hafi gert það aðeins vegna tengsla sinna við félagið, en þeir eru báðir stuðn- ingsmenn þess frá blautu barns- beini. Fyrir hlutinn borguðu þeir rúmlega 50 milljónir punda og er lið- ið þar með verðmetið á 105 milljónir punda eða um 21,5 milljarða kr. „Það var náttúrlega brjálæði hvað við borguðum mikið. Hver blaðsíða sem við lásum uppljóstr- aði nýju vandamáli. Bókhaldið var það versta sem ég séð,“ segir Gold en hann hagnaðist á sölu varnings sem er bannaður innan 18 ára. Þá á hann einnig Knickerbox-nærfata- línuna sem er svo vinsæl. Flestir stuðningsmenn West Ham fagna því að eignarhaldi Íslendinga sé lokið, enda steyptu Björgólfur og félagar félaginu í gríðarlegar skuldir. Hinn 73 ára gamli Gold sér þó ljós við enda ganganna. „Enska deildin kem- ur með meira fjármagn til liðanna en nokkur önnur deild í heiminum. Samt eru öll lið á hvínandi kúpunni. Þetta er náttúrlega geðveiki. En við ætlum að reka félagið fyrir opnum tjöldum og ekki fara í neinn feluleik. West Ham mun bjarga sér – sannið þið til,“ segir David Gold. tomas@dv.is David Gold dregur ekkert úr óreiðunni sem var hjá Björgólfi: LÍKIR WEST HAM VIÐ BÍLSLYS UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is 24 MIÐVIKUDAGUR 27. janúar 2010 SPORT Hjörtu Íslendinga gátu loks sleg- ið á venjulegum hraða á meðan þeir horfðu á íslenska landsliðið í hand- bolta þegar það mætti Rússlandi. Strákarnir okkar gjörsigruðu Rússana, 38-30, sem var helst til of lítill sigur. Leikurinn fjaraði út í svolitla vitleysu undir lokin þar sem Rússarnir náðu að minnka muninn og íslensku strák- arnir biðu eftir lokaflautinu. Staðan er afskaplega einföld hjá Ís- landi. Þökk sé jafnteflinu gegn Króa- tíu höfðu strákarnir allt í hendi sér og þannig er staðan enn eftir sigurinn á Rússum. Vinnist sigur á Norðmönn- um á fimmtudaginn fer Ísland í und- anúrslitin og leikur þar af leiðandi um verðlaun. Hvort sem þau verða gull eða brons. Norðmenn hafa þó sjaldan ef aldrei verið sterkari og hafa leikið afar vel á mótinu. Klunnalegir Rússar Það sást strax við upphaf leiksins gegn Rússunum af hverju þeir hafa ekki unnið nema einn leik, gegn Úkraínu. Þeir eru einfaldlega arfaslakir. Og þeg- ar þeir mættu frábærri íslenskri vörn og einbeittu íslensku liði áttu þeir hreinlega ekki séns. Fyrir mótið var sagt að á því myndu mætast fimmtán bestu þjóðir heims, og svo Austurríki. Þessi blaðamaður á þó enn eftir að sjá Rússana vinna Austurríkismenn í lok- aleik sínum á fimmtudaginn. Íslensku strákarnir komu sér fljótt í góða forystu, 10-3, og þar með var björninn unninn. Það sem eftir fylgdi var meira og minna bara venjulegur dagur í vinnunni fyrir strákana okkar sem völtuðu yfir svifaseina Rússana. Óþarflega mikið af mistökum var þó gert bæði í vörn og sókn en oftar en ekki bætti hver og einn fyrir sín mis- tök með marki eða góðri vörn. Frábær Sturla Þrátt fyrir yfirburðina í leiknum kom Logi Geirsson ekkert inn á og verð- ur að spyrja hvort hann sé einfald- lega heill. Það hefur svo sem ekkert verið nein vöntum á gæðum á vinstri vængnum en það er afar sérstakt að Logi fékk ekki að koma inn á í mín- útu í leiknum. Í staðinn kom önnur stórskytta úr Hafnarfirði inn á. Ólaf- ur Guðmundsson sem hefur verið áhorfandi á mótinu lék síðustu átta og hálfa mínútu leiksins. Ólafur kom afar ákveðinn inn og ætlaði sér að skora. Kappið var þó heldur meira en forsjáin og negldi hann boltanum tvisvar marga metra yfir áður en hann skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti með góðu gegnumbroti. Guðmund- ur þjálfari og íslenska liðið mátti þó alveg við smá mistökum nýliðans og því ekkert nema jákvætt að hann hafi fengið nokkrar mínútur. ÍR-ingurinn Sturla Ásgeirsson var þó sá sem stal senunni. Eftir að Guðjón Valur hafði klúðrað tveimur dauðafærum ákvað Guðmundur bara að hvíla varafyrirliðann stóran hluta leiksins. Sturla kom af fítonskrafti inn í leikinn og skoraði sex mörk úr jafn- mörgum skotum, bæði með fallegum innstökkum úr horninu jafnt og góð- um hraðaupphlaupsmörkum. Afar gott að vita að Sturla er klár í verkefn- ið. Kemur í ljós með Loga „Við komum ákveðnir til leiks, náðum forystunni og gáfum hana aldrei eft- ir. Við lékum alveg frábærlega bæði í vörn og sókn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Íslands, hæst- ánægður við RÚV eftir leikinn. „Við héldum langan fund um morguninn þar sem við fórum yfir það sem við ætluðum að gera og hverni við mynd- um leysa hlutina.“ Guðmundur var ánægður með að geta gefið Ólafi nokkrar mínút- ur en sagði: „Við erum auðvitað með sextán manns á bekknum en það eru takmörk fyrir því hvað maður getur rúllað þessu mikið,“ og bætti NORÐMENN SÍÐASTA HINDRUNIN Ísland vann öruggan sigur á Rússlandi, 38–30, í öðrum leik sínum í milliriðli 1 á Evrópumótinu í handbolta. Rússarnir áttu ekki möguleika gegn Íslandi og var nokkuð ljóst af hverju Rússarnir hafa ekki unnið fleiri leiki en raun ber vitni. Ólafur Guðmundsson fékk loks tækifæri í skyttunni en annar leik- maður sem setið hefur mikið á bekknum, Sturla Ásgeirsson, kom einnig inn á og átti stórleik. Vinni Ísland Noreg á fimmtu- daginn fer liðið í undanúrslit. GUÐJÓN VALUR Hafði sig hægan gegn Rússunum. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Alexander Petersson Var frábær gegn Rússlandi. Allt í rúst David Gold og David Sullivan, nýjum eigendum West Ham, finnst þeir hafa borgað of mikið fyrir liðið. ENSKA ÚRVALSDEILDIN PORTSMOUTH - WEST HAM 1-1 0-1 Matthew Upson (52.), 1-1 Danny Webber (76.). ÚLFARNIR - LIVERPOOL 0-0 TOTTENHAM - FULHAM 2-0 1-0 Peter Crouch (27.), 2-0 David Bentley (60.). BOLTON - BURNLEY 1-0 1-0 Chung-young Lee (35.) STAÐAN 1. Man.Utd. 23 16 2 5 53:20 50 2. Arsenal 22 15 3 4 59:25 48 3. Chelsea 21 15 3 3 52:18 48 4. Tottenham 23 12 5 6 44:24 41 5. Liverpool 23 11 5 7 40:26 38 6. Man.City 21 10 8 3 42:30 38 7. A.Villa 21 10 6 5 29:18 36 8. Birmingham 21 9 6 6 21:19 33 9. Fulham 22 7 6 9 26:26 27 10. Everton 21 6 8 7 30:34 26 11. Stoke 21 6 7 8 19:26 25 12. Blackburn 22 6 6 10 23:39 24 13. Sunderland 21 6 5 10 30:38 23 14. Wigan 20 6 4 10 23:44 22 15. Bolton 21 5 6 10 29:42 21 16. West Ham 22 4 8 10 29:38 20 17. Úlfarnir 22 5 5 12 18:38 20 18. Burnley 22 5 5 12 22:44 20 19. Hull 22 4 7 11 20:46 19 20. Portsmouth 21 4 3 14 19:33 15 BOLTON ÚR FALLSÆTI n Bolton er komið er fallsæti í ensku úrvalsdeildinn. Liðið mætti Burnley á þriðjudagskvöldið en það var fyrsti leikur nýja stjórans, Owen Coyle, gegn sínum gömlu félögum. Bolton hafði sigur, 1-0, og var það einnig fyrsti sigur Coyle með Bolton-liðið. Kóreu- maðurinn Cho-young skoraði markið í fyrri hálfleik. Með tapinu fer Burnley niður í fallsæti en það er í fyrsta skiptið á leiktíðinni sem það gerist. Grétar Rafn Steinsson lék að vanda allan leikinn fyrir heimamenn í Bolton en Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leik- mannahópi Burnley. Portsmouth er ennþá jarðað við botnsætið eftir jafntefli gegn West Ham á útivelli, 1-1. Þar kom miðvörður- inn Matthew Upson heimamönn- um yfir en Danny Webber jafnaði metin fyrir gestina sem hafa nú aðeins fimmtán stig að loknum tuttugu og einum leik. Hermann Hreiðarsson var að sjálfsögðu í byrjunarliði Portsmouth í leikn- um. Tottenham vann góðan sig- ur á Fulham, 2-0, á heimavelli á sama tíma og Liverpool missteig sig í baráttunni um fjórða sætið með markalausu jafntefli gegn Úlfunum. Hefur því Tottenham þriggja stiga forskot á Liverpool í barátt- unni um fjórða sætið og næstu lið, Manchest- er City og Aston Villa eiga leiki til góða á Liverpool. MOLAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.