Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. janúar 2010 FRÉTTIR Sérstakur saksóknari, Ólafur Hauks- son, rannsakar niðurfellingu per- sónulegra ábyrgða á lánum til lyk- ilstarfsmanna Exista sem nema 1,2 milljörðum króna. Lánin voru veitt til kaupa á hlutabréfum í Exista og má áætla að þau hafi hækkað mikið þar sem þau voru í erlendum myntum. Lík- lega er upphæðin því nær 2 milljörðum króna í dag sé tekið mið af gengisbreyt- ingum. Niðurfærslan á ábyrgðunum átti sér stað skömmu eftir bankahrunið haustið 2008. Ólafur gaf það út á þriðjudag að hann væri að rannsaka niðurfærslu ábyrgðanna auk fjögurra annarra at- riða í starfsemi Exista sem kunna að varða við lög. Fjöldi húsleita var gerð- ur hér á landi og í Bretlandi í höfuð- stöðvum Exista og hjá Deloitte og lög- mannsstofunni Logos. Fullyrða má að helstu stjórnend- ur og eigendur Exista verði yfirheyrðir vegna málsins, meðal annars Bakka- bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmunds- synir og forstjórarnir Sigurður Valtýs- son og Erlendur Hjaltason. Yfirheyrslur fóru fram frá hádeg- isbilinu á þriðjudag og fram á kvöld og voru margir yfirheyrðir samkvæmt heimildum DV. Ekki hefur tekist að fá uppgefið hverjir þetta voru en yfir- heyrslurnar halda áfram á miðvikudag. Fengu lán frá Kaupþingi Starfsmennirnir fengu upphaflega lán frá Kaupþingi árið 2006 til að kaupa hlutabréfin í Exista. Veðið fyrir bréf- unum var í hlutabréfunum sjálfum en Exista var stærsti hluthafi Kaupþings og stærsti skuldari bankans. Exista yf- irtók síðar lán starfsmannanna frá Kaupþingi og í nóvember 2008 sendu Sigurður Valtýsson og Erlendur Hjalta- son, sem sjálfir höfðu fengið lán til að kaupa hlutabréf í Exista, bréf til starfs- manna félagsins þar sem þeir létu þá vita að þeir væru ekki í persónulegum ábyrgðum vegna lánanna. Þegar verð- gildi bréfanna í Exista lækkaði má því segja að verðmæti veðanna fyrir lánun- um hafi líka lækkað. Ólafur Hauksson mun meðal ann- ars vera að rannsaka hvort niðurfærsla ábyrgðanna varði við 76. grein hlutafé- lagalaga en ákvæðið á að meina huta- félagi að mismuna ákveðnum hlut- höfum eða öðrum á kostnað annarra eigenda félagsins. Einnig er hugsan- legt að um sé að ræða brot á auðgunar- brotakafla hegningarlaga. Niðurfærslan á lánum starfs- mannanna er enn eitt dæmið um kúlu- lánveitingar hjá íslenskum félögum og fyrirtækjum á árunum fyrir banka- hrunið. Áður hefur meðal annars verið fjallað um sams konar skuldaniðurfell- ingu hjá lykilstarfsmönnum Kaupþings rétt fyrir bankahrunið. Exista-málið er þó það fyrsta sem skoðað er með tilliti til mögulegra lögbrota. Erlendur hæstur Erlendur Hjaltason, annar forstjóra Ex- ista, skuldar í gegnum félag sitt Háu- kletta ehf. 611 milljónir króna. Félagið átti hlutabréf í Exista og voru langtíma- lán félagsins í erlendum myntum sam- kvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2008. Samkvæmt tilkynningu sem Exista sendi til Kauphallarinnar árið 2006 áttu synir Erlends, þeir Hjalti Geir og Valgeir, félagið Háukletta með föður sínum. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær synir Erlends seldu hlut sinn í félaginu. Hjalti Geir starfaði fyrir bankahrun sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu sem þá var í eigu Exista. Erlendur færði hús sitt að Auðar- stræti 3 í Reykjavík yfir á Aðalheiði Val- geirsdóttur, eiginkonu sína, þann 25. september 2008. Sigurður Valtýsson færði hús sitt ekki yfir á eiginkonu sína fyrr en 20. október 2008. Endurskoð- andi Erlendar er Reynir Vignir, for- maður skilanefndar Straums. Reynir er stjórnarformaður PricewatehouseC- oopers á Íslandi og einn eigenda. Sigurður viðriðinn tvö mál Sigurður Valtýsson, annar forstjóra Ex- ista, færði allan eignarhlut sinn í Ex- ista til félagsins Yenvis Inc. á Tortóla 11. september 2008 einungis nokkr- um vikum fyrir bankahrunið. DV sagði frá þessu í maí 2009 og rannsakar sak- sóknari þetta mál sem mögulegt brot gegn auðgunarbrotakafla hegningar- laga. Sigurður er sonur Valtýs Sigurðs- sonar ríkissaksóknara og bíður það væntanlega starfsmanna sérstaks sak- sóknara að yfirheyra hann sem verður að að teljast nokkuð sérkennileg staða. Í tilkynningu sem Exista sendi til Kauphallarinnar 12. september 2008 keypti Yenvis Inc. öll bréf félaganna Svalt ehf. og Sigurlindar ehf. Þau félög voru á þeim tíma í eigu Sigurðar. Berg- lind Skúladóttir Sigurz, eiginkona Sig- urðar, er hins vegar skráð fyrir félögun- um í dag. Auk þess að færa íslensk hlutafélög sín yfir á eiginkonu sína færði Sigurð- ur hús sitt að Iðulind 2 í Kópavogi yfir á hana haustið 2008 stuttu fyrir banka- hrunið. Húsið er um 250 fermetrar og markaðsverðmæti þess vart undir 60 milljónum króna. Samkvæmt ársreikningum félag- anna Svalt og Sigurlindar sem nú eru í eigu eiginkonu Sigurðar hafa félögin náð að losa sig undan skuldum við ís- lenskar lánastofnanir þegar bréfin í Ex- ista voru færð til Tortóla-félagsins Yen- vis. Félagið Svalt veitti Sigurlind 140 milljóna króna óverðtryggt íslensk lán með 16,5 prósenta vöxtum árið 2008. Er lánið á gjalddaga árið 2012. Sigur- lind skuldaði árið áður 86 milljónir króna í dollurum, jenum og frönkum. Voru allar langtímaskuldir til greiðslu í einu lagi árið 2009. Ekki liggur ljóst fyrir hvernig Yenvis Inc. greiddi fyrir bréfin í Exista sem urðu nánast verðlaus mán- uði eftir að þau voru seld til Tortóla. Einkamál Sigurðar Þegar DV fjallaði um málið í maí 2009 voru Sigurði Valtýssyni send- ar fimm spurningar. Var hann spurð- ur af hverju hann færði bréfin til Tor- tóla, hvernig Yenvis stæði, önnur félög hans og af hverju hús hans að Iðulind 2 í Kópavogi hefði verið fært yfir á eig- Sérstakur saksóknari rannsakar lán til starfsmanna Exista upp á annan milljarð króna sem voru felld niður. Lánin voru ætluð til hlutabréfakaupa í Exista. Saksóknari rannsakar fjögur atriði tengd Exista sem eru möguleg lögbrot. Fjöldi húsleita var gerður í Reykjavík og London á þriðjudag. Yfirheyrslur stóðu yfir á þriðjudag og halda áfram á miðvikudag. FELLDI NIÐUR LÁN FYRIR 1,2 MILLJARÐA Starfsmenn Exista sem fengu lán til að kaupa í Exista: Skuldir eignarhaldsfélaga Erlendur Hjaltason, forstjóri 611 milljónir Sigurður Valtýsson, forstjóri 86 milljónir Bjarni Brynjólfsson, framkvæmdastjóri eigin viðskipta 85 milljónir Sveinn Þór Sveinsson, markaðsstjóri 45 milljónir Guðrún Þorgeirsdóttir, forstöðumaður 75 milljónir Haraldur I. Þórðarson, forstöðumaður 102 milljónir Ásmundur Tryggvason, lögmaður 147 milljónir Heildarupphæð 1151 milljón Exista ANNAS SIGMUNDSSON OG INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamenn skrifa: as@dv.is og ingi@dv.is Rannsakaðir Eigendur og stjórnendur Exista verða nær örugglega yfirheyrðir vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum félagsins. Fyrstu fjórir frá vinstri eru Lýður Guð- mundsson, Sigurður Valtýsson, Erlendur Hjaltason og Ágúst Guðmundsson. Færði sitt til Tortóla Sigurður Valtýsson, forstjóri Exista, er innviklaður í rann- sókn sérstaks saksóknara. Bæði sem forstjóri félagsins og eins fyrir að hafa fært skuldir og hlutabréf í sinni eigu yfir til Tortóla skömmu fyrir bankahrunið 2008. 11. SEPTEMBER 2006 n Starfsmenn og stjórnendur Exista fá að kaupa hlutabréf í félaginu og fá til þess erlend lán hjá Kaupþingi. 2. ÁGÚST 2008 n Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, gefur það út á kynningarfundi að Exista sé fjármagnað að fullu næstu 79 vikur eða út árið 2009. 2 0 0 6 ATBURÐARÁSIN HINGAÐ TIL 11. SEPTEMBER 2008 n Sigurður Valtýsson, forstjóri Exista, færir allan eignarhlut sinn í Exista til Yenvis Inc. á Tortóla. 25. SEPTEMBER 2008 n Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, færir hús sitt að Auðarstræti 3 í Reykjavík yfir á eiginkonu sína. 26. JANÚAR 2010 n Sérstakur saksóknari og breska efnahagsbrota- deildin gera húsleit á átta stöðum á Íslandi og fjórum stöðum í Bretlandi í tengsl- um við hugsanleg brot tengd Exista. Yfirheyrslur hófust á sama tíma. 2 0 1 0 10. OKTÓBER 2008 n Bakkabræður færa 40 prósenta eignarhlut Exista yfir í félagið Ell 182 ehf. Félagið fær „seljendalán“ hjá Exista en nýja félagið er í eigu þeirra sjálfra. 20. OKTÓBER 2008 n Sigurður Valtýsson, forstjóri Exista, færir hús sitt að Iðulind 2 í Kópavogi yfir á eiginkonu sína. 30. OKTÓBER 2008 n Gefin heimild til að auka hlutafé Exista um 50 milljarða króna að nafnverði. Greitt með hlutafé í félaginu Klakki ehf. að nafnvirði einn milljarður króna eða 1/50 hluta af raunverulegu verðmæti. Með gjörningnum hefðu Ágúst og Lýður strax eignast 78 prósent í Exista í gegnum félagið BBR ehf. 3. NÓVEMBER 2008 n Forstjórar Exista senda starfs- mönnum félagsins tölvupóst og tilkynna þeim að þeir beri enga persónulega ábyrgð á lánum til hlutabréfakaupa í Exista. Lánin séu tryggð með veði í Existabréf- um en engar kröfur verði gerðar á hendur starfsmönnum hrökkvi andvirði bréfanna ekki fyrir eftirstöðvum skuldanna. 2 0 0 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.