Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2010 FRÉTTIR
Fimm stúlkur bjóða upp á nudd á
nuddstofu þar sem „happy end-
ing“ er lofað í lokin. Kúnninn ræð-
ur hvort nuddarinn er nakinn eða
í nærfötum þegar nuddið fer fram.
Fyrir nuddara í nærfötum eru
greiddar 15.000 krónur en 20.000
fyrir nakinn nuddara.
Símanúmer nuddstofunnar eró-
tísku er skráð í Reykjanesbæ þar
sem þjónustan er kölluð sannkall-
að sælu nudd. Þar er frábærri þjón-
ustu lofað þar sem dekrað sé við
viðskiptavini og þeir hvattir til að
láta nuddið eftir sér. Afgreiðslutími
hinnar erótísku nuddstofu er milli
11 og 23 alla daga vikunnar.
Vændi en ekki nudd
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður
kynferðisbrotadeildar lögreglunn-
ar á höfuðborgarsvæðinu, segir lög-
regluna koma til með að rannsaka
þessa tilteknu starfsemi. Áhersla er
sem fyrr á umsjónarmenn stofunnar
erótísku og þá sem kaupa þjónust-
una. „Við munum skoða þetta, það
er klárt. Við erum að spá í þetta allt
saman. Það er forvitnilegt að vita
hvað þetta „happy ending“ þýðir,“
segir Björgvin.
Ruth Jensdóttir, fulltrúi siða-
og kærunefndar Félags íslenskra
heilsunuddara, lítur svo á að þjón-
ustan auglýsta sé ekkert annað en
vændisstarfsemi og hafi lítið með
nudd að gera. Hún vonast til þess
að enginn sinna félagsmanna bjóði
upp á slíkt nudd. „Mín skoðun er
einföld. Eins og þetta hljómar er
þetta ekkert annað en vændi og per-
sónulega er ég á móti því. Þetta er
bara dulbúið vændi þar sem greitt er
fyrir þjónustuna og ég set þetta ekk-
ert í samband við nudd,“ segir Ruth.
Orðið fyrir áreiti
Ruth segir siðanefndina ekki taka á
svona málum nema að um félags-
menn sé að ræða. Aðspurð viður-
kennir Ruth að hún sjálf hafi ítrek-
að verið beðin um að ljúka þjónustu
sinni með kynlífsgreiða. Hún bend-
ir á að nemendur í nuddi séu var-
aðir við þeim beiðnum. „Það verð-
ur að vera skýr lína á milli nuddsins
og svona kynlífsþjónustu. Við nudd-
arar höfum alltaf orðið fyrir áreiti
þar sem kúnnarnir biðja um eró-
tískt nudd og að nuddið endi með
alls konar greiðum gegn hærri
greiðslu. Sumir nuddarar hafa orð-
ið fyrir svona áreiti, karlarnir líka, og
ég held að í náminu núna sé varað
við þessu. Mér hefur þótt þetta pín-
legt og ég man alltaf tilfinninguna
hvernig mér leið fyrst þegar þetta
gerðist,“ segir Ruth.
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar að rannsaka erótíska
nuddstofu sem býður kúnnum upp á svokallað sælunudd. Ruth Jensdóttir, fulltrúi
siðanefndar Félags íslenskra heilsunuddara, segir þjónustuna vera vændi sem eigi
ekkert skylt við nudd.
NUDDARAR LOFA
„HAPPY ENDING“
n „Það er hægt að velja úr fimm stúlkum.
Menn geta valið á milli þess hvort
stelpan sé alveg nakin eða í nærfötum,
15.000 í nærfötum en 20.000 nakin. Við
erum alltaf með kerti og svona slakandi
tónlist i bakgrunninum til að gera þetta
soldið rómó. En við sem sagt byrjum á að
bera olíu á okkur allar og þú getur fylgst
með. Þú myndir liggja á maganum fyrst
og ég sest ofan á þig og ber þig allan
með olíu og nudda bakið og axlirnar,
rassinn og lærin og renni mér svona eftir
líkamanum þínum. Svo þegar þú snýrð
þér við sest ég fyrst ofan á þig þannig
að ég sný bakinu að þér og nudda á þær
fæturnar og lærin betur. Þá getur þú líka
séð rassinn minn almennilega og svona.
Ég leyfi alveg snertingu, þú mátt strjúka
og finna annars endar nuddið alltaf á
happy ending og ég myndi gera mitt
besta til að láta þér líða sem best.“
Lýsing nuddaranna á meðferðinni:
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Við nuddarar höfum alltaf
orðið fyrir áreiti þar
sem kúnnarnir biðja
um erótískt nudd og að
nuddið endi með alls
konar greiðum gegn
hærri greiðslu.
Nakin eða í nærfötum Kúnnar nuddstof-
unnar fá að velja hvort nuddstúlkan sé nakin
eða í nærfötum. Verðmunur er á því en í báð-
um tilvikum er lofað „happy ending“. Myndin
tengist fréttinni ekki beint. MYND PHOTOS.COM
„Við erum með stóran hóp fanga sem
er í endurhæfingu og aðlögun hjá
okkur. Við höfum mikla reynslu af
föngum og sjáum að leggja þarf sér-
staka áherslu á málefni þeirra. Við
upplifum hræðslu hjá föngunum við
að fá frelsið á nýjan leik,“ segir Hjalti
Kjartansson, framkvæmdastjóri
EKRON, atvinnutengdrar endurhæf-
ingar.
Í mánudagsblaði DV kom fram
í viðtali við Þór Óliver Gunnlaugs-
son fanga að hann óttaðist frelsið en
hann lýkur langri fangelsisvist síðla
næsta árs. Hjalti kannast vel við lýs-
ingu fangans á upplifun hans því að
það sé afar erfitt fyrir fanga að fóta
sig aftur í samfélaginu að lokinni af-
plánun. „Það er mjög erfitt fyrir fyrr-
verandi fanga að komast út í samfé-
lagið á ný. Við þekkjum það vel og
það er reynsla okkar af samstarfi við
fangana. Þetta er nákvæmlega svona
sem þetta er,“ segir Hjalti.
Meðal þeirra einstaklinga sem
leita sér aðstoðar hjá EKRON eru
fangar í afplánun og fangar sem lokið
hafa afplánun. Þeim er boðið upp á
ýmiss konar uppbyggingarstarf með
það fyrir augum að gera þá hæfari til
að takast á við lífið eftir fangelsisvist.
Hjalti segist finna mikið þakklæti hjá
þeim föngum sem hafa leitað til hans
en mikið skorti enn í endurhæfingar-
málum fanga hérlendis. „Það er mitt
mat að aðlögun og endurhæfingu
eftir afplánun skorti mjög hér á landi.
Við þurfum að mæta þessum föng-
um og hjálpa þeim að komast aftur
út í samfélagið. Í þessum hópi liggur
auður og við þurfum að mæta þeim
þar sem þeir eru staddir. Endurhæf-
inguna þurfum við síðan að byggja
upp skref yfir skref. Ég finn mikið
þakklæti hjá þeim föngum sem við
náum að hjálpa og árangur okkar er
mjög góður, stærstur hluti þeirra nær
að koma undir sig fótunum á nýjan
leik,“ segir Hjalti.
trausti@dv.is
Hjalti Kjartansson vill betri endurhæfingu fyrir fanga:
Skortir aðlögun eftir afplánun
Þurfa hjálpina Að mati Hjalta eru fangar
þakklátur hópur sem þarfnast virkilega aðstoð-
ar við að koma undir sig fótunum á nýjan leik.
Fábjánar og
skoðanir þeirra
„Það er eðlilegt að í öllum þjóðfé-
lögum eru fábjánar og þeir eiga rétt
á skoðunum sínum eins og aðrir.
Hins vegar finnst mér að fjölmiðlar
eigi ekki að gera skoðunum fábjána
jafnhátt undir höfði eins og úthugs-
uðum skoðunum hjá greindu fólki,“
sagði Þráinn Bertelsson í útvarps-
þættinum Í bítið á þriðjudag. Hann
svaraði þar gagnrýni á listamanna-
laun en samkvæmt netleik þáttar-
ins þar sem spurt er um afstöðu til
listamannalauna kom fram mikil
andstaða við þau.
Sagði Þráinn að fimm prósent
þjóðarinnar væru fábjánar.
Bjargað upp
úr gjótu
Um klukkan 11.30 á þriðjudag
voru undanfarar björgunarsveita
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
á höfuðborgarsvæðinu kallaðir
út vegna konu sem féll í sprungu
mitt á milli Valabóls og Húsfells,
rétt ofan við Hafnarfjörð. Konan
sat föst á um 4–5 metra dýpt.
Meðlimir Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins komu einnig á
vettvang.
Konan var ásamt annarri á
göngu á svæðinu og steig á snjó
er huldi sprunguna með fyrr-
greindum afleiðingum.
Björgunarsveitamenn sigu í
sprunguna eftir konunni og um
klukkan 12.45 náðu þeir henni
upp. Reyndist hún ómeidd.
Vilja losna við
vínauglýsingar
Þingmenn vinstri grænna, Ög-
mundur Jónasson og Þuríður
Backman, hafa lagt fram frum-
varp til laga um breytingu á
áfengislögum. Er þetta í sjötta
skipti sem frumvarp gegn dul-
búnum auglýsingum á áfengum
drykkjum er lögð fyrir Alþingi.
Ögmundur og Þuríður vilja
með frumvarpinu loka því gati
sem virðist vera á löggjöfinni
þannig að framleiðendur og
dreifingaraðilar geti ekki farið í
kringum bann við auglýsingum
á áfengi og einstökum áfengis-
tegundum með því að nota lík-
ar umbúðir og nöfn á óáfenga
drykki sem þeir svo auglýsa, segir
í frumvarpinu.
Skötusel kannski
fórnað fyrir sátt
„Það er ekki útilokað að skötusels-
ákvæðinu svokallaða verði frestað
um einhvern tíma á meðan menn
freista þess að ná samkomulagi
enda er það markmiðið,“ segir Björn
Valur Gíslason, þingmaður vinstri
grænna í sjávarútvegs- og landbún-
aðarnefnd. Miklar deilur hafa verið
um nýtt frumvarp um breytingar á
lögum um stjórn fiskveiða.
„Menn hafa engan áhuga á að
fara í breytingar sem viðhalda því
stríði sem ríkt hefur í þessari grein
undanfarna áratugi,“ bætir Björn við.
Frumvarpið er nú til umræðu
í sjávarútvegsnefnd og ekki hefur
verið ákveðið hvenær það verður af-
greitt úr nefnd.