Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Page 9
„Já, að sjálfsögðu kjósum við. Við
höfum aldrei látið okkur vanta á
kjörstað enda erum við fólk með
skoðanir,“ segir Eva Sigurbjörns-
dóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík.
Ákveðið hefur verið að moka veg-
inn frá Djúpavík norður til Trékyllis-
víkur meðal annars vegna fyrirhug-
aðrar þjóðaratkvæðugreiðslu um
Icesave-málið. Eva og eiginmaður
hennar Ásbjörn Þorgilsson kom-
ast þá loks til annarra íbúa í Árnes-
hreppi á Ströndum en þau hafa búið
við algjöra einangrun í Djúpavík,
þar sem þau búa ein á veturna.
Vegurinn frá Hólmavík til Árnes-
hrepps verður ekki ruddur fyrr en
eftir 20. mars og eru íbúar í hreppn-
um ósáttir við fyrirkomulagið því
að þeir komast hvergi úr hreppn-
um nema með flugi tvisvar í viku
til Reykjavíkur. Þá fannst mörgum
steininn taka úr á laugardaginn
þegar símkerfið lá niðri svo klukku-
stundum skipti.
Föst inni og símalaus
„Þessi orrusta er unnin en stríð-
inu er ekki lokið,“ segir Eva á Hótel
Djúpavík. Eins og DV hefur greint
frá ætla Eva og Ásbjörn að kæra
samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neytið. „Okkur finnst að brotið sé á
jafnræðisreglu stjórnsýslulaganna
en hún kveður á um að jafnræðis sé
gætt í úrlausnum mála.“
Eins og DV hefur sagt frá hafa
stjórnvöld dregið úr snjómokstri í
Árneshreppi en vegurinn til Hólma-
víkur, sem tengir sveitarfélagið
landleiðina við umheiminn, er ekki
skafinn af Vegagerðinni frá janúar
þangað til vorar. Eina leiðin til og
frá hreppnum er með flugi en níu
manna vél Flugfélagsins Ernis flýgur
frá hreppnum til Reykjavíkur tvisvar
í viku. Í tilfelli hjónanna í Djúpavík
bætist við að vegatenging þeirra við
aðra íbúa í Árneshreppi lokast við
þetta. Þegar símkerfið í hreppnum
bilaði á laugardaginn einangruðust
hjónin algjörlega og hefðu til dæmis
ekki getað beðið um læknisaðstoð ef
eitthvað hefði komið upp á.
Slengt aftur um áratug
Svokölluð G-regla hefur gilt um veg-
inn frá Hólmavík til Árneshrepps,
en G-vegur er í bókum Vegagerð-
arinnar ekki mokaður frá nóvem-
ber og fram í mars. „Þessi regla hef-
ur ekki verið í praxís hér, við höfum
síðustu árin fengið mokstur fram að
áramótum og eftir það af og til þeg-
ar tíðarfarið hefur verið gott. En í
sparnaðinum núna beita þeir allt í
einu þessari reglu sem Vegagerð-
in hefur ekki farið eftir í 12 ár. Þeir
eru að slengja okkur aftur um heil-
an áratug. Við erum lögaðilar, höf-
um rekið hótel hér í 25 ár og njótum
ekki sömu meðferðar og samkeppn-
isaðilar okkar á öðrum stöðum. Það
virðist vera að þeir vilji spara meira
á sumum stöðum en öðrum,“ seg-
ir Eva sem vinnur nú að kærunni
á hendur Kristjáni L. Möller, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Dýrt að ferðast
Um 50 manns búa í Árneshreppi,
hann er fámennasti hreppur lands-
ins og eina sveitarfélag landsins þar
sem aðalsamgönguæðin á landi
getur lokast. Oddný Þórðardóttir,
oddviti hreppsins, segir einangr-
unina auðvitað slæma. „Hér verð-
ur ekki opnað fyrr en eftir 20. mars.
Það er spurning hvort þetta sé við-
unandi nú á dögum. Ungt fólk er
kannski ekki tilbúið að búa á svona
stað, ef það getur ekki farið og kom-
ið að vild. Þetta hamlar samskipt-
um okkar við sveitarfélögin hér í
kring. Maður getur í raun ekki farið
nema með töluverðum tilkostnaði,“
segir Oddný. Flug til Reykjavíkur
er eina leið íbúanna í Árneshreppi
til að komast í samband við um-
heiminn þegar vegurinn er lokað-
ur. Flugið kostar 11.700 krónur aðra
leið.
Læknir kemst ekki
„Á laugardaginn var heimasím-
inn gjörsamlega úti, en rafmagn-
ið hafði farið af um nóttina, og var
ekki kominn í gagnið fyrr en klukk-
an 16,“ segir Jóhanna Ósk Kristjáns-
dóttir, íbúi í Árnesi. Hún hefur ver-
ið mjög ósátt við samgöngumálin
í hreppnum og segir steininn taka
úr þegar símanum er kippt úr sam-
bandi í þokkabót og þar við bætist
að farsímasamband er mjög stopult
á svæðinu. 3G-háhraðaneti hefur
nú verið komið upp í hreppnum en
það mun þó ekki vera komið í gagn-
ið alls staðar. Þá nefnir Jóhanna Ósk
að læknisþjónustan sé af skornum
skammti. „Læknir frá Hólmavík
kemur einu sinni í mánuði, og mað-
ur verður helst að vera veikur þá,“
segir Jóhanna, „og hann kemst ekki
með góðu móti auðvitað ef vegur-
inn er lokaður og ég tala nú ekki um
þegar símkerfið liggur niðri.“
FRÉTTIR 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR 9
Fyrsta myndin
af varðskipinu
CNN í Chile birti mynd af varðskipinu
Þór í fréttaflutningi af skemmdum í
hafnarborginni Talcahuano þar sem
Asmar-skipasmíðastöðvarnar eru.
Hvorki Georg Kr. Lárusson forstjóri né
Ingvar Kristjánsson, forstöðumaður
skipatæknisviðs Landhelgisgæslunn-
ar, höfðu séð myndina þegar DV sýndi
þeim hana. Þeir sögðu að við fyrstu
sýn virtist myndin sýna að skipið hall-
aði ekki jafnmikið og áður var talið og
það séu afar góðar fréttir.
Flóðbylgja kastaði skipum og bát-
um inn á götur Talcahuano en svo
virðist sem Þór hafi sloppið ágætlega.
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar
ætluðu á þriðjudag að freista þess að
ferðast til Santiago þar sem ástandið
er ekki jafnslæmt og í borginni Con-
cepción, þar sem skjálftinn mikli olli
gríðarlegri eyðileggingu.
MOKA ÚT ÍBÚA
TIL AÐ KJÓSA
Íbúar í Árneshreppi eru mjög ósáttir við einangrunina sem þeir lenda í vegna sparn-
aðaraðgerða Vegagerðarinnar. Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Þorgilsson verða
leyst úr algjörri prísund sinni vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar á laugardag.
Þessi orrusta er unnin en stríðinu
er ekki lokið.
Einangrast Hótel Djúpavík er
rekið af Evu Sigurbjörnsdóttur
og Ásbirni Þorgilssyni sem lokast
tvö inni á svæðinu vegna snjóa á
vegum og geta ekki tekið á móti
gestum. MYNDIR EVA SIGURBJÖRNSDÓTTIR
Vilja ekki skafa Vegagerðin hefur
skorið niður snjómokstur og enginn
kemst til Árneshrepps nema með
kostnaðarsömu flugi.
Enginn leki hjá mér
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak-
sóknari, hafnar því að rannsóknar-
gögnum sé lekið í fjölmiðla af hálfu
starfsmanna embættisins. Hann seg-
ir í tilkynningu að
ekkert hafi kom-
ið fram sem renni
stoðum undir
sögusagnir þess
efnis.
„Sérstakur
saksóknari og
aðrir rannsókn-
araðilar hafi síður
en svo hag af því að rannsóknarupp-
lýsingar séu birtar í fjölmiðlum,“ segir
í tilkynningu.
Segir enn fremur í tilkynningunni
að starfsmenn embættisins hafi ekki
einir aðgang að rannsóknargögnun-
um heldur hafi gögnin verið afhent
verjendum sakborninga í málum sem
eru til rannsóknar við embættið.
Stakk keppinaut
um ástir konu
Hans Alfreð Kristjánsson var á
þriðjudag dæmdur til þriggja ára
fangelsisvistar fyrir hættulega lík-
amsárás. Hann stakk mann með
hnífi ofarlega á framanverðan
brjóstkassann í íbúð í fjölbýlishúsi
á Akureyri í júní í fyrra.
Hans Alfreð var þá gestkom-
andi hjá vinkonu sinni þegar mað-
urinn sem varð fyrir árásinni kom
þangað. Hans Alfreð var ósáttur
við komu mannsins sem hafði gert
sér dælt við vinkonu Hans þegar
hann var í fangelsi. Lauk samskipt-
um þeirra með því að Hans stakk
manninn.
Kjaftshögg fyrir
ríkisstjórnina
Einar Kristinn Guðfinnson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, segir skoðana-
könnun Capacent um traust Íslend-
inga á núverandi
ríkisstjórn vera
kjaftshögg fyr-
ir meirihlut-
ann. „Þetta er eitt
mesta kjaftshögg
sem nokkur ríkis-
stjórn getur feng-
ið. Ríkisstjórn,
sem fær þann
dóm þjóðarinnar að henni sé ekki trey-
standi fyrir þjóðarhagsmunum í sam-
skiptum við aðrar þjóðir, á ekki leng-
ur trúnað þjóðarinnar. Og þegar hann
er farinn er lífsneistinn slokknaður,“
skrifar Einar K. á heimasíðu sína.
Samkvæmt könnuninni treystir
einungis fjórðungur landsmanna rík-
isstjórninni til að gæta hagsmuna Ís-
lendinga í samningum við ESB.
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is