Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2010 FRÉTTIR
Skilanefnd Glitnis vildi lána Moderna, dótturfélagi Milestone,
rúma 20 milljarða í ársbyrjun 2009. Árni Tómassson skilanefnd-
arformaður taldi þetta þjóna hagsmunum skilanefndarinnar.
Sænska fjármálaeftirlitið setti sig upp á móti endurskipulagn-
ingunni sem talin var „óraunhæf“ og lét hörð orð falla um stjórn-
endur Milestone.
Glitnir banki bauð sænska félag-
inu Moderna AB rúma 20 milljarða
króna að láni í janúar í fyrra til að
bjarga þessu félagi þeirra Karls og
Steingríms Wernerssona frá þroti.
Eignir Milestone-samstæðunnar
eins og Sjóvá, Askar og Avant höfðu
verið fluttar inn í Moderna AB frá
Milestone á Íslandi í ársbyrjun 2008
og héldu því utan um þessar eign-
ir þegar þetta var. Íslenska eignar-
haldsfélagið Milestone, sem var í
eigu þeirra Karls og Steingríms, var
hins vegar móðurfélag Moderna.
Viðræður um fjárhagslega end-
urskipulagningu Moderna AB höfðu
staðið yfir við sænska fjármálaeftir-
litið frá bankahruninu haustið 2008
en staða Milestone-stamstæðunnar
versnaði til muna í hruninu. Í kjöl-
farið hófust mikil samskipti á milli
sænska fjármálaeftirlitsins þar sem
stofnunin taldi Moderna ekki nægi-
lega fjárhagslega burðugt til að geta
staðið við skuldbindingar sínar.
Sænska fjármálaeftirlitið setti
það sem skilyrði að eiginfjárstaða
Moderna yrði bætt til að stofnunin
gæti stutt endurskipulagningu fé-
lagsins. Þessi lausafjárinnspýting
átti að koma frá Glitni, sem jafn-
framt var stærsti kröfuhafi Mile-
stone, og sendi Árni Tómasson, for-
maður skilanefndar Glitnis, bréf
með vilyrði um lánafyrirgreiðsluna
til Moderna í lok janúar 2009.
Vilyrðið um lán var rökstutt með
tilvísun til þeirra gríðarlegu hags-
muna sem Glitnir átti að gæta hjá
Milestone-samstæðunni. Lánafyrir-
greiðslan var háð því að kröfu-
hafaráð Glitnis samþykkti lánin til
Mile stone en bankinn átti að verða
eigandi 67 prósenta hlutafjár í Mile-
stone í kjölfarið á endurskipulagn-
ingu félagsins. Með þessu taldi
skilanefndin sig vera að verja bet-
ur hag kröfuhafa Milestone en ef af
endurskipulagningunni hefði orðið
hefði Moderna ekki verið neytt til að
selja eignir sínar í Svíþjóð.
Milljarðar áttu að
fara til Lehman
Heildarfjárhæðin sem Árni veitti
Moderna vilyrði fyrir hljóðaði upp
á 1.480 milljónir sænskra króna. Í
bréfi Árna til Moderna var útlistað
hvernig verja ætti þessum fjármun-
um: 258 milljónir átti að nota til að
greiða upp lán við Glitni; 425 millj-
ónir áttu að fara í endurfjármögnun
á láni hjá Lehman-bræðrum og 797
milljónir átti að nota til að endur-
greiða ýmis önnur lán, meðal ann-
ars innan Milestone-samstæðunn-
ar.
Bréf Árna var svar við bréfi frá
sænska fjármálaeftirlitinu 28. janú-
ar þar sem stjórn Moderna var lát-
in vita af því að hún þyrfti að tryggja
sér 1.500 milljónir sænskra króna
út af endurskipulagningu félags-
ins. Fyrir þann tíma hafði fjármála-
eftirlitið sænska sagt að Moderna
þyrfti 700 milljónir sænskra króna
út af endurskipulagningu félagsins.
Fjármálaeftirlitið gaf Moderna 36
tíma til að safna peningunum og lét
stjórnin, sem Karl Wernersson fór
fyrir, óánægju sína í ljós með þenn-
an skamman fyrrivara í bréfi til fjár-
málaeftirlitsins.
Samtals hefðu þessi lán numið
rúmum 20 milljörðum króna á gengi
dagsins 30. janúar 2009. Lánin hefðu
þá bæst við þá tæplega 44 milljarða
króna sem Milestone skuldaði Glitni
samkvæmt kröfuskrá þrotabús fé-
lagsins. Af lánafyrirgreiðslunnni
varð þó ekki á endanum.
Tekið skal fram að þessar viðræð-
ur áttu sér stað áður en komið var í
ljós hvernig Milestone hafði leikið
tryggingafélagið Sjóvá: Skilið eftir
um tíu milljarða króna gat í eigna-
safni þess sem kom í veg fyrir að
tryggingafélagið gæti staðið við lög-
bundnar vátryggingaskuldbinding-
ar sínar. Í reynd hafði Sjóvá fengið
frest frá Fjármálaeftirlitinu íslenska í
janúar til að bæta eignasafn félags-
ins svo það stæðist lögbundin skil-
yrði um gjaldþol tryggingafélaga.
Meirihlutinn af þeim upplýsingum
sem komið hafa fram um glæfraleg-
an rekstur Sjóvár var því óþekktur á
þessum tíma.
Vildi tryggja framtíð Moderna
Ástæða skilanefndar Glitnis fyrir
þessum lánveitingum kemur fram í
öðru bréfi frá Árna til Moderna sem
dagsett var tveimur dögum á undan,
28. janúar 2009.
Þar segir Árni að skilanefnd
Glitnis sé meðvituð um að sænskar
eignir Moderna, fjármála- og trygg-
ingafyrirtækið Invik, séu í söluferli
en að bankinn sé andsnúinn því að
eignirnar verði seldar: „Glitnir banki
hf. er á þeirri skoðun að það þjóni
ekki hagsmunum bankans og ann-
arra kröfuhafa Moderna Finance AB
að halda áfram með söluferlið. Ljóst
er að fyrirtækið hefur þann valkost
að tryggja eðlilega starfsemi sína
og fjárhagslegan grundvöll félags-
ins og dótturfélaga með eiginfjárm-
framlagi,“ sagði Árni í bréfinu en
andstaða Glitnis við sölu eignanna
byggðist á því að verið væri að selja
þær á brunaútsölu.
Árni sagði í lok bréfsins að Glitnir
styddi endurfjármögnun Moderna
og að bankinn væri staðráðinn í að
fjármagna eiginfjárframlagið til fé-
lagsins.
Ástæðan fyrir því að sænska fjár-
máleftirlitið beitti sér svo mjög í
Moderna-málinu var sú að stofn-
unin þurfti að hugsa um hagsmuni
viðskiptavina dótturfélaga Moderna
í Svíþjóð sem áttu á hættu að tapa á
falli félagsins á sambærilegan hátt
og viðskiptavinir íslensku bankanna
í bankahruninu 2008 eða viðskipta-
vinir Sjóvár í fyrra. Þess vegna þurfti
rekstur Moderna að vera traustur og
eiginfjárstaðan eðlileg.
Sænska fjármálaeftirlitið taldi
hugmyndirnar óraunhæfar
Þrátt fyrir vilyrði Glitnis um lánafyr-
irgreiðslu til Moderna taldi sænska
fjármálaeftirlitið að þessar hug-
myndir um endurskipulagningu
væru ófullnægjandi. Stofnunin
hafði í desember sagt við stjórnend-
ur Milestone að hugmyndir þeirra
um endurskipulagningu Moderna
væru „óraunhæfar“ og var þessi
skoðun endurtekin þrátt fyrir vilyrði
Glitnis um lánafyrirgreiðslu til Mod-
erna.
Í svarbréfi fjármálaeftirlitsins
til Moderna segir:
„Fjármálaeftirlitið
hefur farið yfir gögn-
in en skoðarnir okk-
ar eru óbreyttar. Það
er mat fjármálaeftir-
litsins að tillögurnar
sem lagðar hafa ver-
ið fram svari vanda-
málunum ekki á
fullnægjandi hátt...“
en hér var fyrst og
fremst átt við eig-
infjárstöðu Mod-
erna sem sænska
stofnunin taldi ekki
nægilega góða í til-
felli Moderna til að
félagið gæti staðið
við skuldbindingar
sínar gagnvart lán-
ardrottnum sín-
um. Lánum Glitnis
var vitanlega ætlað
að gera bragarbót
á þessari lausa-
fjárstöðu. „Fjár-
málaeftirlitið vill
einnig benda á að
eigendur félaga
sem lúta reglum
stofnunarinnar
eru skuldbundnir
til að tryggja að öll félög þeirra fari
eftir reglum og eigi það eigið fé sem
þau þurfa til að mæta skuldbinding-
um sínum,“ segir í bréfinu en af því
að dæma er ljóst að sænska fjár-
málaeftirlitið er ekkert lamb að
leika sér við.
Milestone þurfti meira fé
Í bréfinu kom fram að þær 1.480
milljónir sænskra króna sem
Glitnir hafði lofað að lána Mod-
erna dygðu ekki til að Moderna
gæti staðið við skuldbindingar
sínar. Að mati sænska fjármáleft-
irlitsins þurfti félagið að fá rúmar
1.650 milljónir sænskra króna að
láni til að geta gert þetta. Moderna
hefði því þurft að verða sér úti um
tæpar 200 milljónir, meira en 2,5
milljarða króna, til viðbótar.
Auk þess setti sænska fjármála-
eftirlitið út á að Glitnir ætti að eiga
2/3 hluta í Milestone, og þar með
n Milestone var eignarhaldsfélag sem átti meðal annars Sjóvá, Askar Capital,
fjármögnunarfyrirtækið Avant og hlut í Glitni í gegnum dótturfélag sitt. Eigendur
félagsins voru Karl og Steingrímur Wernerssynir.
Félagið flutti eignir sínar til Svíþjóðar í ársbyrjun 2008. Félagið sem hélt utan um
eignir Milestone í Svíþjóð hét Moderna Finance AB. Auk áðurnefndra íslenskra
eigna átti Moderna fjármála- og tryggingafélagið Invik auk fleiri félaga. Félagið fór
á hliðina í bankahruninu 2008, meðal annars vegna falls Glitnis.
Félagið átti í nokkurra mánaða löngum samningaviðræðum við lánardrottna
sína vegna mögulegrar endurskipulagn-
ingar félagsins í lok árs 2008 og byrjun árs
2009. Þessar viðræður fóru út um þúfur
á endanum, meðal annars vegna þess að
sænska fjármálaeftirlitið setti sig upp
á móti þeim. Eftir að kröfuhafar
félagsins tóku það yfir kom í ljós
að rekstur félagsins hafði verið
glórulítill og hafði félagið meðal
annars misfarið með bótasjóð
Sjóvár. Það mál er nú til rannsóknar
hjá embætti sérstaks saksóknara.
Milestone varð gjaldþrota í fyrra og
nema kröfurnar í þrotabúið um 100
milljörðum króna.
Hvað var Milestone?
VILDI LÁNA MILESTONE 20 MILLJARÐA Í FYRRA
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Glitnir banki hf. er á þeirri skoð-
un að það þjóni ekki
hagsmunum bankans og
annarra kröfuhafa Mod-
erna Finance AB að halda
áfram með söluferlið.
Milestone á bláþræði
Eignarhaldsfélagið Milestone
og dótturfélög þess héngu
á bláþræði í ársbyrjun í fyrra
og reyndu eigendur þess að
tryggja framtíðina með því að
leita til Glitnis eftir lánum. Guð-
mundur Ólason var forstjóri
Milestone og Karl Wernersson
helsti eigandi félagsins.
Bauð lán Bréf Árna til Moderna þar sem hann bauð félag-inu lán frá Glitni í lok janúar í fyrra. Sænska fjármáleftirlitið taldi lánið ekki nógu hátt og fór hörðum orðum um hæfi stjórnenda Milestone í bréfaskiptum við félagið.