Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Side 11
FRÉTTIR 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR 11
Úr bréfum sænska fjármálaeftirlitsins til Milestone á fyrri hluta árs 2009:
n „Moderna Finance-samstæðan er í alvarlegu ásigkomulagi og hefur nú þegar
farið á svig við reglur.“
n „Fjármálaeftirlitið hefur farið yfir gögnin en skoðarnir okkar eru óbreyttar.
Það er mat fjármálaeftirlitsins að tillögurnar sem lagðar hafa verið fram svari
vandamálunum ekki á fullnægjandi hátt...“
n „Fjármálaeftirlitið vill einnig benda á að eigendur félaga sem lúta reglum
stofnunarinnar eru skuldbundnir til að tryggja að öll félög þeirra fari eftir reglum
og eigi það eigið fé sem þau þurfa til að mæta skuldbindingum sínum.“
n „Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Moderna Finance eigi að halda áfram með
söluferlið líkt og kemur fram í bréfinu 30 janúar. Samkvæmt þeim upplýsingum
sem sænska fjármálaeftirlitið hefur þarf Moderna Finance AB að gefa væntan-
legum kaupendum tryggingafélaganna Moderna Försakringar Sak og Moderna
Försakringar Liv svar sitt fyrir fimmtudag/föstudag í þessari viku. Þess vegna þarf
að ljúka söluferlinu hratt og örugglega.“
n „Enn fremur hefur fjármálaeftirlitið áhyggjur af því hvort líta eigi á Milestone
sem traustan og áreiðanlegan eiganda fjármálasamstæðu.“
n „Skoðun fjármálaeftirlitsins er sú að vankantarnir séu þess eðlis að það sé
nauðsynlegt að efast stórlega um sérfræðiþekkingu og getu æðstu stjórnenda
dótturfélaganna til að stjórna þeim vegna þeirra erfiðleika sem nú steðja að
fjármálamörkuðum.“
n „Í ljósi alvarlegrar stöðu dótturfélaganna verði ekki gefinn langur tími til svara.
Skriflegar athugasemdir Milestone um þetta bréf þurfa að hafa borist til sænska
fjármálaeftirlitsins fyrir 10. febrúar 2009. Fjármálaeftirlitið mun þá taka ákvörðun
um hvort gripið verður inn í rekstur félagsins. Stjórn stofnunarinnar mun taka
slíka ákvörðun. Fjármálaeftirlitið kann að taka ákvörðun varðandi þetta efni hvort
svo sem Milestone sendi athugasemdir sínar eða ekki.“
n „Stjórnendurnir halda því fram að þeir viti ekki að það vanti eigið fé og lausafé
inn í félagið... Það verður að teljast vera ein af grunnskyldum stjórnendanna að
geta áttað sig á því hversu mikið fjármagn samstæða þurfi. Það er alvarlegt að
stjórnendurnir séu ekki meðvitaðir um slíkt grundvallaratriði.“
Harðorðir Svíar
óbeint í Moderna AB og þar með
sænsku fjármála- og tryggingafé-
lagi, án þess að áreiðanleikakönnun
hefði farið fram á bankanum og því
hefði ekki svarað hvort hann væri
hæfur til að eiga fjármála- og trygg-
ingafyrirtæki í Svíþjóð.
Jafnframt sagði í bréfinu að fjár-
málaeftirlitið hefði áhyggjur af því
að Milestone teldist sennilega ekki
lengur vera „traustur og áreiðan-
legur (e. fit and proper) eigandi fjár-
málasamstæðunnar“ og að stofnun-
in væri nú byrjuð að velta fyrir sér
þessari spurningu. Ljóst er því að
gagnrýni fjármálaeftirlitsins sænska
gegn Milestone byggðist alls ekki
eingöngu á fjárhagslegum rökum
en fjöldamörg ummæli úr bréfum
þeirra til Moderna benda til þess
að starfsmenn stofnunarinnar hafi
haft miklar efasemdir um hæfi Mile-
stone til að eiga og reka fjármála-
samstæðu.
Áttu að ljúka söluferlinu
hratt og örugglega
Niðurstaða sænska fjármáleftirlits-
ins var því sú, þrátt fyrir loforð Glitn-
is um lánafyrirgreiðslu til Moderna
til að félagið gæti haldið eignum í
Svíþjóð, að stjórn Moderna ætti að
halda áfram söluferlinu á eignum
sínum: „Fjármálaeftirlitið lítur svo
á að stjórn Moderna Finance eigi
að halda áfram með söluferlið líkt
og kemur fram í bréfinu 30. janúar.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem
sænska fjármálaeftirlitið hefur þarf
Moderna Finance AB að gefa vænt-
anlegum kaupendum
tryggingafélaganna
Moderna Försak-
ringar Sak og Mod-
erna Försakringar Liv
svar sitt fyrir fimmtu-
dag/föstudag í þess-
ari viku. Þess vegna
þarf að ljúka söluferl-
inu hratt og örugg-
lega,“ segir í bréfinu
frá sænska fjár-
málaeftirlitinu
til Milestone og
Moderna Finance
í byrjun febrúar í
fyrra.
Ljóst var því að hvorki eig-
endum og stjórnendum Mile-
stone né Glitni yrði að ósk sinni
að Moderna héldi áfram utan um
sænska eignir félagsins með lána-
fyrirgreiðslu og stuðningi Glitnis þar
sem sænska fjármálaeftirlitið setti
sig upp á móti því.
Glitnir leysir Moderna til sín
Í lok febrúar var Milestone til-
kynnt að Glitnir myndi ekki geta
stutt fjárhagslega endurskipulagn-
ingu félagsins og sama dag greindi
Karl Wernersson stjórn
Moderna AB frá þess-
ari ákvörðun Glitnis.
Í kjölfarið var því
ljóst að Milestone
yrði ekki end-
urskipulagt
og tók Glitnir
Moderna yfir
um þremur
vikum síðar.
Glitnir
leysti til sín
hlutabréf í
sænska félaginu Moderna AB, dótt-
urfélagi Milestone, 16. mars 2009
vegna þess að gengið var að veð-
um sem stofnað hafði verið til vegna
lánveitinga upp á nærri 200 milljón-
ir evra, rúmlega 33 milljarða króna
á þávirði, til eignarhaldsfélagsins
Svartháfs í febrúar 2008.
Þennan dag misstu eigendur
Milestone yfirráð yfir öllum eign-
um félagsins til Glitnis þar sem þær
höfðu verið færðar undir Moderna
í árslok 2007. Af bréfasamskipt-
um sænska fjármáleftirlitsins
að dæma var það ekki síst
harka sænsku stofnunar-
innar sem kom í veg fyr-
ir að þáverandi eigendur
Moderna héldu áfram að
eiga félagið ásamt Glitni.
Þessi bréfaskipti segja
líka meira en mörg orð um
skoðanir sænska fjármála-
eftirlitsins á Milestone, af við-
leitni stofnunarinnar í bréfun-
um að dæma var álit hennar á
Milestone alls ekki gott.
VILDI LÁNA MILESTONE 20 MILLJARÐA Í FYRRA
Vildi tryggja framtíð Milestone Árni Tómasson bauð dótt-
urfélagi Milestone, Moderna, lánafyrirgreiðslu upp á rúma 20
milljarða króna í lok janúar í fyrra. Lánið átti að hjálpa Moderna
við að standa í skilum gagnvart lánardrottnum sínum.