Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR 17
Vill selja Rússum
herskip
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands,
á yfir höfði sér reiði ráðamanna í
Washington eftir að hann staðfesti
að Frakkar hefðu hafið „sérstakar
samningaviðræður“ við Rússa um
kaup þeirra síðarnefndu á fjórum
herskipum af Mistral-gerð.
Ef af viðskiptunum verður yrði
um að ræða stærstu sölu Nato-rík-
is til Rússa, en áformin hafa valdið
áhyggjum í Bandaríkjunum og yfir-
valda í Georgíu sem er enn í fersku
minni stríðið sem háð var við Rússa
fyrir tveimur árum.
Að sögn Sarkozys myndu skipin
verða seld Rússum án hernaðar-
tækja, og sagði Dmitry Medvedev,
forseti Rússlands, að salan myndi
verða „tákn trausts þjóðanna í milli“.
Medvedev reiður
Dmitry Medvedev, forseti Rússlands,
krafðist þess í vikubyrjun að emb-
ættismenn innan rússneska íþrótta-
sambandsins segðu af sér vegna
bágrar frammistöðu þjóðarinnar á
vetrarólympíuleikunum í Vancouver.
Fyrir leikana sögðu umræddir
embættismenn að takmarkið væri
30 verðlaunapeningar og eitt af
þremur efstu sætunum með tilliti
til fjölda verðlaunapeninga. Raunin
varð ellefta sæti með tilliti til gull-
verðlauna og sjötta með tilliti til
heildarfjölda verðlaunasæta.
Medvedev sagði í sjónvarpsút-
sendingu að ef þeir sem ábyrgð báru
á undirbúningi íþróttamannanna
segðu ekki af sér yrði ákvörðunin
tekin fyrir þá.
Fréttaflutningur
bannaður
Afgönsk yfirvöld bönnuðu á mánu-
daginn að sýnt yrði beint frá árásum
talibana. Bannið byggist á því mati
yfirvalda að myndir frá slíkum at-
burðum blésu íslömskum stríðs-
mönnum baráttu í brjóst.
Tilkynnt var um bannið sama
dag og fréttir bárust af sex hermönn-
um alþjóðlegra herja, undir forystu
NATO, sem drepnir voru í sókn gegn
talibönum.
Fréttamönnum mun eingöngu
heimilt að taka myndir í kjölfar árása
að gefnu leyfi frá yfirstjórn örygg-
ismála. Þeir fréttamenn sem ganga
í bága við reglurnar verða settir í
varðhald á meðan á árásum stendur
og búnaður þeirra gerður upptækur.
Reykingar Baracks Obama Banda-
ríkjaforseta hafa verið til umræðu
vestanhafs undanfarið og mönn-
um er enn í fersku minni loforðið
sem hann gaf spúsu sinni, Michelle,
í upphafi kosningabaráttu hans
um að hann ætlaði að láta af reyk-
ingum. Á þeim tíma upplýsti hann
einnig að hann reykti um átta vind-
linga á dag.
Samkvæmt fyrstu læknisskoðun
sem hann hefur farið í síðan hann
tók við embætti forseta Bandaríkj-
anna á Obama ennþá í erfiðleik-
um með fíknina og að lokinni lækn-
isskoðuninni staðfestu læknar að
honum hefði ekki tekist að vinna
bug á henni.
Barack Obama ku vera viðkvæm-
ur ef reykingar hans ber á góma og
verður önugur í garð þeirra frétta-
manna sem vekja máls á þeim.
Í fyrra tjáði Barack Obama frétta-
mönnum að hann væri hættur að
reykja, en fengi sér þó einn og einn
vindling, en fór ekki nánar út í hve
marga vindlinga hann reykti á dag.
En Barack Obama virðist vera
við ágæta heilsu og þarf víst ekki
að fara í skoðun fyrr en árið 2012.
Hann, sem er 48 ára, er með full-
komna sjón, vegur 81 kíló alklædd-
ur og í skóm, og þarfnast ekki lyfja
svo neinu nemur. Auk nikótínlyfja
notar Obama bólgueyðandi lyf
vegna krónískra verkja í vinstra hné,
en hann stundar körfuknattleik
reglulega við Hvíta húsið. En læknar
komust einnig að þeirri niðurstöðu
að forsetinn þyrfti að gæta að mat-
aræði sínu því kólesteról hjá honum
væri í hærri kantinum.
Gengur erfiðlega að standa við loforð sem hann gaf eiginkonunni um reykingar:
Bandaríkjaforseti getur ekki hætt
Barack Obama við Hvíta húsið Við hestaheilsu en þarf að hætta að reykja.
MYND: AFP
Umræðan um bann við notkun búrku hófst í Frakklandi. Fin-
ancial Times stóð fyrir skoðanakönnun þar sem grennslast var
fyrir um skoðun annarra Evrópuþjóða á notkun búrkuklæðnað-
ar sem hylur kvenmannslíkamann frá tám og upp úr.
Búrkubann
nýtur stuðnings
Samkvæmt könnun sem gerð var af
Harris Poll-fyrirtækinu fyrir Financi-
al Times styður meirihluti kjósenda í
fjórum Evrópuríkjum, auk Frakklands,
bann við notkun búrku, sem runnið er
undan rifjum Nicolas Sarkozy Frakk-
landsforseta.
Könnunin sýnir að bannið nýtur
stuðnings meirihluta kjósenda í Bret-
landi, á Ítalíu, Spáni og í Þýskalandi, og
að sjötíu prósent þeirra sem svöruðu í
Frakklandi styðja áform um að banna
notkun klæðnaðar sem hylur kven-
mannslíkamann frá tám og upp úr.
Svipað var uppi á teningnum á
Spáni og Ítalíu, en 65 prósent að-
spurðra á Spáni og 63 prósent á Ítalíu
voru fylgjandi slíku banni.
Mesta furðu vekja viðbrögð Breta
og Þjóðverja, því 57 prósent Breta og
um 50 prósent Þjóðverja voru fylgj-
andi banni við búrkunotkun.
Önnur tákn í lagi
Þrátt fyrir að andstaða við notkun
búrku virðist mikil í Evrópu voru fáir
aðspurðra reiðubúnir til að styðja við
bann við notkun búrku ef slíkt bann
væri hluti af tilhneigingu til aukinnar
veraldlegrar hyggju í landi viðkom-
andi.
Aðeins 22 prósent Frakka sögð-
ust styðja bann af þessum toga ef
því fylgdi átak gegn notkun allra
trúarlegra tákna, til dæmis krossins
eða kollhúfu gyðinga, og í Bretlandi
myndu einungis níu prósent fylgja
banni með slíkum formerkjum.
Patrick Weil, prófessor við Sorb-
onne-háskólann í París og sérfræð-
ingur í fræðum sem lúta að sjálfs-
mynd þjóða, sagði að andstaða í
Frakklandi við notkun búrku færi
vaxandi vegna umræðunnar um
búrkuna og sjálfsmynd þjóðarinn-
ar, en hann sagði að sú væri einnig
raunin víða annars staðar í Evrópu,
og „endurspeglaði þær vaxandi
áhyggjur sem eru til staðar vegna
málsins í nokkrum hlutum Evr-
ópu“.
Bandaríkjamenn virðast ekki
hafa jafnmiklar áhyggjur af málinu
og Evrópubúar því aðeins 33 pró-
sent þeirra sem tóku þátt í könn-
uninni sögðust vera fylgjandi banni
við notkun búrku.
Spurt um strípiskanna
Harris Poll kannaði einnig hvort
stuðning væri að finna á meðal al-
mennings hvað varðar notkun stríp-
iskanna á flugvöllum. Meira en
helmingur Bandaríkjamanna og
íbúa allra Evrópuríkja sem könnunin
náði til, nema eins, voru fylgjandi því
að slíkir skannar yrðu teknir í notk-
un. Eina þjóðin, sem könnunin náði
til, sem ekki virtist sérstaklega ánægð
við þá tilhugsun að vera nánast af-
klædd á flugvöllum var Spánverjar. Á
Spáni voru 46 prósent fylgjandi notk-
un strípiskanna og 23 prósent and-
víg.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Könnunin sýnir að bannið nýtur
stuðnings meirihluta
kjósenda í Bretlandi, á
Ítalíu, Spáni og í Þýska-
landi...
Fleiri hermenn
Á sama tíma og líf færðist smám
saman í eðlilegt horf hjá flestum
íbúum höfuðborgarinnar Santíagó
bað Jacqueline van Rysselberg-
he, borgarstjóri Concepción, um
fleiri hermenn og aðstoð frá rík-
inu. Að sögn hennar var ekki leng-
ur að finna mannskap til að dreifa
vatni til borgarbúa því þeir urðu fyr-
ir árásum þeirra sem aðstoðina áttu
að fá.
„Óttinn er alls staðar, menn
vopnaðir byssum ráðast á heimili
borgarbúa [...] sendið eins marga
hermenn og mögulegt er,“ er haft
eftir henni á vefsíðu The Guardian.
Opinber fjöldi látinna var í gær
723 og nítján var saknað, en fregn-
ir frá nálægum byggðarlögum gefa
til kynna að fjöldi þeirra sem sakn-
að er kunni að hlaupa á hundruð-
um og óttast er að fjölda fólks hafi
skolað á haf út.
ÖRVÆNTING OG ALLSLEYSI
Ljóst er að tjón í Chile vegna jarðskjálftans í síðustu viku er gríðarlegt. Víða er skortur á matvælum og öðrum
nauðsynjum orðinn alger og í örvæntingu sinni hafa almennir borgarar gripið til örþrifaráða. Í fyrsta sinn í yfir
tuttugu ár eru hermenn á götum borga landsins.
Herinn á götum Concepción Var kallaður út til að verja verslanir og banka. MYND: AFP
Búrkuklædd kona Bann við
búrkunotkun nýtur aukins
stuðnings í Evrópu. MYND: AFP