Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Blaðsíða 25
Hraðskreiðasti maður jarðar, jama- íski spretthlauparinn Usain Bolt, hefur verið mikið hvattur síðustu daga til þess að byrja að æfa 400 metra hlaup ásamt stífum æfingum sínum í 100 metrum og 200 en hann er heimsmethafi í báðum þeim vegalengdum. Raddir þess efn- is urðu enn háværari á mánudag- inn þegar hann hljóp frábæran 400 metra sprett með Racers Lions-liði sínu í keppni gegn bandarískum há- skóla. Hann hljóp þá síðasta sprett- inn í 400 metra boðhlaupi og vann upp nær 30 metra forskot Banda- ríkjamannsins Nicholas Maitland. Bolt æfir aðeins og keppir í 400 metra hlaupi í byrjun hvers tíma- bils til þess að auka þolið fyrir 200 metrana. Sjálfur vill hann ekki keppa í 400 metra hlaupi en heims- methafinn í þeirri vegalengd, Mi- chael Johnson, hefur hvatt hann til þess. „Það er enginn sem hefur átt heimsmetið í 100, 200 og 400 metra hlaupi. Það mun heldur engum tak- ast það ef Usain gerir það ekki að mínu mati,“ segir Johnson. Þjálfari Bolts, Glen Mills, seg- ir metið svo sannarlega í hættu haldi Bolt áfram að æfa 400 metr- ana. „Það er engin spurning um að hann stórbætir metið hans John- sons ef hann ákveður að leggja 400 metrana fyrir sig. Hann er hinn fullkomni spretthlaupari því hann verður hraðari með hverjum deg- inum,“ segir þjálfarinn en sjálfur er Bolt ekkert spenntur fyrir áskorun- unni. „Mig langar ekki að keppa í 400 metra hlaupi. Ég veit samt að þjálf- arinn minn á eftir að sannfæra mig einhvern veginn. Ég mun samt ekki reyna við heimsmetið fyrr en ég er búinn að vinna ólympíugullið í 100 og 200 metra hlaupi aftur,“ segir Us- ain Bolt. tomas@dv.is Usain Bolt gæti skráð sig á spjöld sögunnar: Gælir við heimsmetið í 400m ANCELOTTI VILL EKKI ÍTALÍU Carlo Ancelotti, þjálfari Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, seg- ist ekki spenntur fyrir því að þjálfa ítalska landsliðið. Marcello Lippi lætur af störfum eftir HM í sumar og hefur nafn Ance- lottis borið á góma. „Ég er ekkert spenntur fyrir því að gerast landsliðsþjálfari. Frekar vil ég vinna í London hjá Chelsea og reyna að koma því í úrslit Meistaradeildarinnar,“ segir Ancel- otti en það er langþráður draumur Romans Abramovic, eig- anda Chelsea, að vinna deild þeirra bestu. REINA ÁFRAM HJÁ LIVERPOOL Breska blaðið Liverpool Echo greindi frá því á þriðjudaginn að markvörð- ur Liverpool, Pepe Reina, ætlaði sér að vera áfram hjá liðinu. Hann mun gera við Liverpool nýjan samning sem gildir út leiktíðina 2014-2015 en núverandi samningur hans átti að renna út á næsta ári. Reina hefur verið einn albesti markvörður ensku úrvalsdeild- arinnar frá því hann gekk til liðs við Liverpool frá Villarreal. Hann vann gullhanskann, verðlaun sem veitt eru besta markverði úr- valsdeildarinnar ensku, þrjú ár í röð frá 2006-2008. SPORT 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR 25 STÓRLEIKUR HJÁ ANTONI OG GYLFA n Fremsta handknattleiksdóm- arapar landsins, þeir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, fá svo sannar- lega stórleik um helgina. Þeir félagarn- ir ferðast til Zagreb í Króa- tíu og dæma þar Meistara- deildarleik HC Croatia Osiguranja og Hamburg. Bæði lið eru í bullandi titilbaráttu í heima- landinu en Hamburg er efst í Þýskalandi og hefur verið miklu til tjaldað þar á bæ til þess að vinna titla. Með Osiguranja leika nokkr- ar króatískir landsliðsmenn en liðið er afar sterkt. VALSMENN GETA HEFNT n En að handbolta hér heima. Fjórtánda umferðin í N1-deild karla fer fram á fimmtudaginn en allir fjórir leikir um- ferðarinnar eru spilaðir þá. Vals- menn geta komið fram hefndum fyrir skammarlegt bikartap gegn Haukum en þeir sækja Íslands-, deildar-, deildarbikar- og bikar- meistara Hauka heim á Ásvelli. Mikil spenna er í deildinni og bar- átta um sæti í úrslitakeppni hörð sem og baráttan á fallsvæðinu. Einnig mætast í umferðinni Fram og FH, HK og Akureyri og Stjarnan og Grótta. EYJAMENN MÆTA BLIKUM n Nóg er að gerast í Lengjubikarn- um þessa dagana og heldur hann áfram eftir landsleik Íslands á miðvikudags- kvöldið. Alls eru fimm leik- ir um helgina en hæst ber að nefna úrvals- deildarslag Eyjamanna og Blika á föstu- dagskvöldið. Eyjamenn töpuðu illa, 4-1, fyrir KR í síðustu umferð á meðan Breiðablik vann sinn annan leik í röð. Leikurinn hefst klukkan 21.00 í Egilshöll. Upplýsingar um leiki og leiktíma má finna á heimasíu KSÍ, ksi.is. LEIKIÐ UM NÍUNDA SÆTIÐ n Vonbrigðamótinu hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á Alg- arve í Portúgal lýkur í dag, miðvikudag. Þá leika stelpurnar um níunda sætið gegn gestgjöfum móts- ins, Portúgal. Ísland var í afar sterkum riðli með Banda- ríkjunum, Svíum og Norð- mönnum en allir leikirnir töpuðust, minnst 3-2 fyrir Noregi. Ís- land hafnaði samtals í áttunda sæti allra riðlanna átta í A- og B-riðl- um. MOLAR Fljótasti maður jarðar Usain Bolt á heimsmetið í 100m og 200m og íhugar að slá metið í 400m einnig. MYND AFP EFTIRMINNILEGUSTU STUNDIRNAR DROTTNING LEIKANNA Marit Bjørgen, skíðagöngukona frá Noregi, var óumdeilt drottning vetrarleikanna í Vancouver. Hún vann alls fimm verðlaun, þar af þrjú gull. Fyrstu verðlaun vann hún í eltihlaupinu, sprettgöngunni og 4x5 kílómetra boðgöngu kvenna með norsku sveitinni. Ofan á það bætti hún svo silfri í 30 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð og bronsi í 10 kílómetra göngu með frjálsri aðferð. Enginn vann fleiri gull en sú norska á leikunum. Sannkallaður draumur. RAUÐI TÓMATURINN KLIKKAÐI EKKI Banda- ríkjamaðurinn Shaun White vann kannski bara eitt gull í Vancouver. White er alfærasti brettakappi heims og sigraði í hálfpípunni með þvílíkum yfirburðum að annað eins hefur ekki sést. Hann er ekki ósvipaður hjólabrettasnillingn- um Tony Hawk að því leyti að hann er að finna upp brögðin sem aðrir reyna svo að leika eftir. Á meðan hann er alltaf skrefi eða tveimur á undan verður hann ósigrandi. White kom inn á leikana sem stjarna og fór út skærari stjarna. LOKSINS ÓL-GULL Bode Miller er formlega orðinn besti skíðamaður Bandaríkjanna frá upphafi. Þessi margverðlaunaði skíðagarpur á urmul verðlauna frá heimsmeistaramót- um en bara tvö silfur frá Ólympíu- leikum en þau komu fyrir átta árum á heimavelli. Takmarkið tókst þó loksins í Vancou- ver. Bode Miller hampaði sigri í alpatvíkeppninni og tókst því loks að vinna ólympíugull. Með því fylgdu silfur í stórsvigi og brons í bruni. Ekki slæmir leikar hjá Miller. ENDAÐI VEL Petter Northug var rétt fyrir Ólympíuleikana kosinn vinsælasti maðurinn í Noregi. Skíðagöngukóngurinn fór aftur á móti hryllilega af stað og stefndi allt í ömurlega leika hjá þessum allra besta göngugarpi heims. Hann tók sig þó taki. Hann náði í silfur og brons í boðgöngu og sprettgöngu og tókst loksins að landa gulli í liðasprett- keppninni. Leikarnir enduðu þó frábærlega hjá Northug. Hann vann næstsíðustu grein leikanna, 50 kílómetra göngunna með hefðbundinni aðferð, en það er ein aðalgreinin og fékk hann verðlaunin afhent á lokaathöfninni fyrir framan 60.000 manns. SIMON AMMANN Svissneski skíðastökkvarinn vann bæði ólympíu- gullin í Tórínó fyrir fjórum árum. Hann lék það eftir á þessum leikum, sigraði með yfirburðum bæði á 90 og 120 metra palli. Ammann er ekki efstur í heimsbikarnum en ólympíuleikar virðast algjörlega vera hans. Hann á nú fjögur ólympíugull, aðeins 28 ára gamall, og hver veit nema hann verði tveimur gullum ríkari eftir leikana í Rússlandi eftir fjögur ár. STJÖRNUR OG STUNDIR Í VANCOUVER STJÖRNURNAR Í VANCOUVER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.