Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Page 30
Þráinn Bertelsson gerði svo
sannarlega allt vitlaust með því
að koma í Í bítið og tjá sig um
listamannalaun. Sagði þjóðina
vera fábjána meðal annars. Þrá-
inn hefur mikilla hagsmuna að
gæta, enda sjálfur á heiðurslista-
mannalaunum. Sveinn Andri
Sveinsson lögfræðingur er ekki
vanur því að tala undir rós og
segir á fésbókarsíðu sinni: „Að
greiða heiðurslistamannalaun til
Þráins Bertelssonar er eins og að
míga yfir þjóðina.“
Áskorendamótaröð
Audda, Sveppa og Gillz hjá
Pókerklúbbn um 53 á Gullöldinni
hófst nú fyrir skömmu. Þar fá
pók erspilarar landsins að spreyta
sig gegn þeim þremenningum en
Auddi og Gillz eru þekktir pók-
erspilarar og er sá síðarnefndi
fyrirliði íslenska landsliðsins í
póker. Í lok mótaraðarinnar fær
stigahæsti spilari meðal annars
tækifæri á að taka þátt í móti
frægra sem verður tekið upp fyrir
sjónvarp og hefur verið í undir-
búningi í langan tíma. „Hlökkum
til að sjá ykkur rassskella þessa
trúða,“ segir meðal annars í til-
kynningu frá mótshöldurum.
„Ég ákvað bara að filma þetta. Þetta eru
uppáhaldsblúsarnir mínir og þeir eru að-
gengilegir bæði á síðunni minni og You-
tube,“ segir Bubbi Morthens en hann
skellti sér í hljóðver í janúar og tók upp
nokkra blússlagara. Þrjú lög eru komin inn
en flestallir slagararnir voru teknir upp og
bíða aðdáendur Bubba með mikilli eftir-
væntingu eftir fleiri lögum. Sitting on top
of the world, Take this hammer og Keep
your hands off her er hægt að sjá á vefnum
endurgjaldslaust.
Bubbi hefur löngum sannað að hann
getur sungið hvað sem er, allt frá ballöðum
til rokksins. Blúsinn hins vegar tekur hann
föstum tökum og fer listavel með lögin.
Þegar DV heyrði í Bubba var hann á Ísafirði
þar sem hann var að undirbúa tónleika fyr-
ir framhaldsskólann í plássinu. „Það hefur
verið ógeðslega gaman að gera þetta,“ segir
Bubbi en hann hefur spilað frítt fyrir fjölda
framhaldsskólanema að undanförnu.
„Það hefur verið mikil stemmning og gríð-
arleg mæting. Manni þykir vænt um það,“
segir Bubbi um leið og hann steig á sviðið
á Ísafirði.
ÞÓR SIGFÚSSON:
30 MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2010 FÓLKIÐ
MIGIÐ
FRAMAN
Í ÞJÓÐINA
PÓKERMÓT
FRÆGRA
„ÁKVAÐ AÐ FILMA ÞETTA“
BUBBI MORTHENS TÓK UPP UPPÁHALDSBLÚS LÖGIN SÍN OG SETTI Á NETIÐ:
Staddur á Ísafirði
Bubbi Morthens
hefur spilað frítt fyrir
framhaldsskólanema
að undanförnu.
Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár,
ku vera á leiðinni í doktorsnám í hagfræði.
Þór lauk BA-prófi í hagfræði við University of
N-Carolina í Bandaríkjunum 1990 og meist-
araprófi frá sama skóla 1991. Þór er nú at-
vinnulaus eftir að hafa misst forstjórastól Sjó-
vár og hyggst því ganga menntaveginn.
Þór er grunaður um að hafa valdið Sjó-
vá tjóni með vanrækslu í starfi. Viðurlög við
slíku broti geta varðað allt að sex ára fangelsi
en sérstakur saksóknari rannsakar nú málið.
Þá gæti Þór einnig hafa skapað sér skaðabóta-
skyldu gagnvart Sjóvá með því að lesa ekki
samninga áður en hann skrifaði undir þá. Þór
hefur sagt að hann hafi aldrei haft frumkvæði
að neinum ákvörðunum um fjárfestingar fé-
lagsins. Hann kveðst þó þurfa að horfast í
augu við að hafa skrifað undir samninga sem
reyndust félaginu dýrkeyptir án þess að hafa
vitneskju um innihald þeirra.
í yfirheyrslum yfir Þór hjá sérstökum sak-
sóknara kom fram að Þór vissi oft og tíðum
ekkert undir hvaða samninga hann var að
skrifa hjá Sjóvá þar sem hann hefði yfirleitt
ekki lesið þá yfir. Þór gat ekki heldur útskýrt
hver ástæðan var fyrir 10,5 milljarða króna
láni frá Sjóvá til Vafnings í febrúar 2008. Hann
vissi ekki hverjir forsavarsmenn þess félags
voru né hvaða eignir það átti. Samt skrifaði
hann undir samninginn. Þá segist Þór ekki
hafa hagnast á viðskiptunum og ekki hafa
haft frumkvæði að þeim. Hann hafi talið sig
vera með teymi í kringum sig sem hann gæti
treyst.
Þór skrifaði eitt sinn bókina Betrun:
Hvernig bæta má stjórnun með því að læra af
mistökum.
Þar fjallar Þór um velgengni sína á for-
stjórastóli Sjóvár. Frá því bókin var gefin út í
fyrra hefur hrap Þórs verið ótrúlegt: hann er
ekki lengur stjórnarformaður Árvakurs, út-
gáfufélags Morgunblaðsins; hann var látinn
taka pokann sinn hjá Sjóvá og er kominn í
tímabundið leyfi frá störfum sem formað-
ur Samtaka atvinnulífsins á meðan aðkoma
hans að glæfralegum rekstri Sjóvár er rann-
sökuð. Betrunarbókin ætti því að geta nýst
honum sjálfum sem aldrei fyrr um þess-
ar mundir því samkvæmt henni kann hann
manna best þá list að læra af mistökum.
benni@dv.is
Þór Sigfússon, fyrrverandi for-
stjóri Sjóvár, er á leið í doktors-
nám. Þór lauk BA-prófi í hagfræði
við University of N-Carolina í
Bandaríkjunum 1990 og meistara-
prófi frá sama skóla 1991.
Á leið í
DOKTORSNÁM
Á leið í doktorinn Þór
er útskrifaður með BA og
meistaragráðu í hagfræði
frá Bandaríkjunum.
X-D Þór var formaður Heimdallar og framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna 1986-88. Hér með borgarstjóra Reykjavíkur.