Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Síða 23
FRÉTTIR 8. mars 2010 MÁNUDAGUR 23 LÁTTU EKKI LJÚGA AÐ ÞÉR hringinn og það er engin ástæða til að svelta sig á kvöldin. Lík- aminn hægir á brennslu ef hann fær ekki næringu. Það er heldur ekki sniðugt að fara að sofa svangur. Þá er líklegra að fólk sofi illa og vakni á nóttunni til að borða ótæpilega. Fullyrðing: Best er að neyta meirihluta hitaeininganna fyrri hluta dags, borðaðu eins og kóngur á morgnana, prins í hádeginu og betlari á kvöldin Staðreynd: Þetta mynstur er algjörlega á skjön við það hvern- ig líkaminn vinnur. Svengdin eykst eftir því sem á daginn líður vegna meiri virkni hormóna. Góð þumal- puttaregla er að neyta 2/3 hluta hitaeininganna sem þú borðar fyrir kvöldmat. Fullyrðing: Það er minna fitandi að drekka léttvín en bjór Staðreynd: Það er ekki rétt. Í hálfum lítra af hefðbundn- um bjór eru 225 hitaein- ingar en í hálfum lítra af rauðvíni eru um 400 hitaein- ingar, þar sem alkóhólmagn í rauðvíni er mun meira. Fæst- ir drekka þó jafnmikið af rauðvíni og þeir myndu gera af bjór. Í einu rauðvínsglasi (2 dl) eru um 160 hita- einingar. Fullyrðing: Það er hressandi að æfa þunnur Staðreynd: Í áfengi er þvagörvandi efni og mikil áfeng- isdrykkja þurrkar upp líkamann. Ef vökvajafnvægið er ekki nógu mikið getur það meðal annars vald- ið sinadrætti í vöðvum. Það er ekki endilega hættulegt en getur þó hugsanlega valdið einhverjum hjartsláttartruflunum. Fullyrðing: Lakkrís er eitur Staðreynd: Lakkrís er ekki eitur en í honum er efni sem get- ur hækkað blóðþrýsting- inn. Fólk með háan blóð- þrýsting ætti því að neyta hans í hófi. Fullyrðing: Ofurfæði getur gert kraftaverk fyrir líðanina Staðreynd: Allur sá matur sem talað er um að sé ofurfæði er hollur og fólk á að neyta hans reglubundið. Það er hins vegar engin ein fæðutegund sem hefur einhvern undr- amátt og fólk á alls ekki að sniðganga annan mat innan sömu fæðuflokka. Fullyrðing: Þú brennir jafn- miklu á að skokka og ganga rösklega Staðreynd: Brennsla ræðst af því hversu hratt þú ferð yfir. Sá sem geng- ur á 6 kílómetra hraða brennir nokkurn veginn jafnmiklu og sá sem skokkar á sama hraða. Flestir skokka hins vegar heldur hraðar en þeir ganga og brenna því meiru. Fullyrðing: Brennslutöflur hjálpa manni að léttast Staðreynd: Koffín í brennslutöflum getur aukið brennslu lítillega en sem öflugt brennsluefni eru töflurnar vita gagnslausar. Efni sem inni- halda koffín geta aukið líkur á hjartsláttartrufl- unum ef þeirra er neytt í miklum mæli. Fullyrðing: Börn verða „ofvirk“ af sykuráti Staðreynd: Neysla sætinda hefur engin áhrif. Heil- brigt fólk verður hvorki sljótt né „hátt uppi“ þótt það neyti dísætra afurða. Ærslafull börn í afmæli eru því ekki æst vegna sykuráts heldur vegna þess að það er gaman í veislunni. Blóðsykur hjá fólki sem hefur ekki sykursýki sveiflast á milli 4 til 7 mmól/l yfir daginn; hann er hærri eftir máltíðir en lækkar þess á milli. Líkamleg einkenni eru lítil sem engin eftir því hvort blóðsykurinn er nær hærri eða lægri mörkum. Eftir máltíð dælir brisið insúl- íni út í líkamann. Insúlínið tek- ur upp sykurinn og færir hann til frumna sem þurfa á hon- um að halda. Ef allar frumur eru mettar er hægt að um- breyta sykrinum í fitu. Þetta er gert til að sykurinn fari ekki yfir eðlilegt hámark. Þegar langt er liðið frá mál- tíð og blóðsykurinn er frek- ar lágur (til dæmis seinni- part dags) framleiðir brisið hormónið glúkagon. Það fer í lifrina, brýtur sykurtegund sem heitir glýkógen niður í glúkósa. Glúkósinn seytlar út í blóðið þannig að sykurmagnið hækkar og helst innan eðlilegra marka. Fullyrðing: Aspartam er hættu- legt efni Staðreynd: Gervisætuefnið aspartam er eitt mest rannsakaða gerviefni sem notað er í matvæli. Í 20 ár hafa eftirlitsstofnanir sýnt fram á að efnið er algjörlega skaðlaust fólki þótt ein- stöku rannsóknir á músum sýni vísbendingar um skaðsemi. Allar óhlutdrægar rannsóknir á efninu hafa sýnt að þær rannsóknir standa ekki á föstum grunni. Efnið ber heldur enga eiginleika þess að vera ávanabindandi nema einhverjum þyki þær afurðir sem efnið er notað í óstjórnlega góðar. Það gildir um öll matvæli. Fullyrðing: Neysla margra tegunda áfengra drykkja er helsta ástæða timburmanna Staðreynd: Helsta ástæða timburmanna er ofneysla áfengis. Það sem hefur mest áhrif á timburmenn er magn alkóhóls sem fólk innbyrðir en ekki fjöldi tegunda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.