Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Side 2
2 MÁNUDAGUR 19. apríl 2010 FRÉTTIR Það er hreint með ólíkindum að fylgj- ast með hamförunum á Suðurlandi vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Bændur og búalið búa við skelfileg- ar aðstæður að reyna að smala og bjarga búpeningi í svarta myrkri, svo vart sér handa skil. Askan fell- ur stöðugt líkt og staðið sé í úrhell- isrigningu. Eftir örfáar mínútur úti við er komið þétt öskulag á hár, axl- ir og hendur. Búpeningurinn er allur grár. Grasflatir gráar svo sumstaðar sést hvergi í gras. Upplifunin er eins og eftir ragnarök. Sumir voru að yfir- gefa heimili sín, aðrir þéttu glugga og hurðir með tuskum til að forðast að askan bærist inn í hús. Svo hélt fólk- ið sig inni, nema þegar gefa þurfti skepnunum og mjólka. Aska úr glerkornum Askan er í raun fínasti sallinn í gjósk- unni. Kornin eru gerð úr kísil, sem er sama efnið og venjulegt gler er búið til úr. Þetta eru því lítil glerkorn. Utan á glerkornunum er hinn margumtal- aði flúor. Þetta er sami flúorinn og er í tannkremi, nema í tannkreminu er styrkurinn margfalt minni en flúor- inn á öskukornunum. Raunar hef- ur komið í ljós að sá hluti kornanna sem lendir í vatnsflaumi við eldstöð- ina hefur lægri styrk flúors en kornin sem sleppa við vatnið. Þannig mætti segja að við gosstöðvarnar sé eins konar efnaþvottavél. En það dugar ekki til. Flúor er eitt eitraðasta efni sem til er þó form flúorsins skipti þar raunar öllu máli. Sá flúor sem hér um ræðir er ekki í hættulegasta formi sínu, en hefur hins vegar þau skelfilegu áhrif að leysa upp bein. Það er í raun það sem gerist. Við flú- oreitrun fara beinin að freyða und- ir húðinni og við taka miklar kvalir. Mannskepnunni væri þarna strax gefin kalksprauta, en það er erfitt við að eiga hjá skepnunum. Þeg- ar beinin taka að leysast upp hjá grasbítum með tilheyrandi kvölum, losna tennurnar og detta að lokum úr. Þá er lítið hægt að gera annað en farga dýrinu. Þessi sjúkdómur hefur verið kallaður gaddur á íslensku. Askan er, eins og fyrr nefnir, gler sem getur valdið innvortis blæðing- um, í lungum, maga og/eða melting- arvegi dýranna. Séu dýrin höfð úti við geta þau hreinlega drepist vegna þessa með tilheyrandi kvölum. Lars Hansen, dýralæknir á Hvolsvelli, fór um svæðið á laugardag og haft er eftir honum að hrossum sem væru úti við liði herfilega og þau þyrfti að flytja í burtu eða koma í hús hið allra fyrsta. En þar sem öskufallið er svart- ast er þetta enginn hægðarleikur. Þeir Einar Viðar Viðarsson og Guðmundur Jón Viðarsson frá Skála- koti voru að smala hrossum í öruggt skjól þegar við hittum þá félaga. Þeir höfðu verið að allan daginn og höfðu rekið um 100 hross frá Skálakoti og voru ekki búnir enn. Guðmund- ur, sem er bóndi að Skálakoti, segir ástandið skelfilegt, hann hafi aldrei lent í öðru eins og að smala saman skepnum í svarta myrkri og miklu öskufalli. „Sem dæmi um myrkrið sem grúfði yfir þá bókstaflega fann ég ekki afleggjarann að bænum mínum þegar ég hugðist beygja af þjóðvegi 1 og og ók einfaldlega framhjá. Ég sá bara ekki neitt” segir Guðmund- ur. Þeir höfðu gert víðreist um sveit- ina að vitja fólks sem enn var heima hjá sér í öskunni og myrkrinu til að athuga með líðan þess. Þeir segja að flestir hafi borið sig vel og fólk hélt sig almennt innan húss eins og yfirvöld höfðu ráðlagt. Yfirgaf heimili sitt Þegar okkur bara að miðstöðinni á Heimalandi hafði Poula Kristin Buch, íbúi að Önundarhorni und- ir Eyjafjöllum, yfirgefið heimili sitt og var komin með börnin í Heima- land. „Þetta er í annað sinn á ævinni sem ég er að yfirgefa heimili mitt vegna eldgosa,“ segir Poula . Hún var 6 ára gömul og bjó í Vestmannaeyj- um þegar þar hófst eldgos árið 1973 en þeir atburðir eru henni í fersku minni. „Ég er að fara með börnin vestur yfir Markarfljót, en áfangastaðurinn er ekki fastákveðinn,“ segir Poula, en hún á stóran frændgarð á höfuð- borgarsvæðinu. Eiginmaðurinn ætl- ar að vera áfram á heimaslóðum og skreppur heim til að sinna skepnun- um þegar þess er þörf. „Dætur mínar tvær eru við- kvæmar í öndunarfærum og því afar óheppilegt fyrir þær að anda að sér þessu öskumettaða lofti.“ Poula lýsir upplifun sinni af gosmekkinum svo að þetta hafi verið ótrúlegt. „Það er ekki hægt að lýsa þessu,“ segir hún. „Það rigndi öskunni yfir okkur en það var blankalogn. Það glitti í stik- urnar á veginum og það voru skaflar af ösku við bæinn hjá okkur. Þetta var bara skelfilegt að sjá,“ segir Poula. „Það nötraði hér allt og skalf“ Ábúendur að Efstu-Grund undir Eyjafjöllum voru hinir rólegustu þeg- ar tekið var hús á þeim á laugardag. Þótt vart sæi handa sinna skil fyrir utan og kolsvarta myrkur báru þau sig vel. „Við erum búin að koma dýr- unum öllum í hús en við erum með kýr, hesta og sauðfé og eigum nóg af heyi handa skepnunum,“ segir Sigurjón Sigurðsson, bóndi á Efstu- Grund. Þau Sigríður Lóa Gissurardóttir og Sigurjón segja að á föstudag hafi öskufallið hafist og miklar eldglær- ingar verið í gosmekkinum frá sama tíma. „Það nötraði hér allt og skalf þegar drunurnar gengu yfir,“ sagði Sigríður Lóa og bætir við að það hafi þó enginn verið hræddur. Þau hafa ekki hugsað sér að fara af svæðinu enda fór vel um fjölskylduna þó að- stæður utan dyra væru afskaplega drungalegar þar sem sótsvört ask- an féll eins og regn. Börnin þrjú á heimilinu, Kristín Lilja, Heiðar Þór og Sunna Lind, hafa ekki farið í skóla síðustu daga en þau sækja skóla á Hvolsvelli. „Nei, nei, við erum alls ekkert hrædd en nú er gott að hafa tölvuna til dunda sér í,“ segir Heið- ar Þór og horfir á myrkrið fyrir utan gluggann þó klukkan sé bara rétt um þrjú að degi til. Sigurjón segir að askan poti sér alstaðar og erfitt sé að verjast henni að fullu. „Við þurfum nátturlega að fara út í fjós reglulega og gefa og mjólka og askan berst þá víða en við höfum reynt að gera það sem við getum til verjast henni,“ seg- ir Sigurjón og bætir við að þau fylgist eðlilega náið með fréttum til að vita um hegðun gossins. Og tíkurnar tvær á heimilinu vilja halda sig innanhúss líkt og fleiri. „Við erum vel sett miðað við sjálfsagt marga í sveitinni. Þannig þurfti ég að selja mönnum hey sem skorti orðið heilbrigt hey til að gefa skeppnun- um,“ segir Sigurjón. Trúum á Guð og lukkuna Meðan eldstöðin gýs ræðst það af duttlungum vindanna og stefnu þeirra hvenær og hvort flogið sé. Ef Þegar beinin taka að leys- ast upp hjá grasbítum með tilheyrandi kvöl- um, losna tennurnar og detta að lokum úr. Þá er lítið hægt að gera ann- að en farga dýrinu. HAMFARIR Á HEIMSMÆLIKVARÐA Eldgosið í Eyfjafjallajökli hefur haft ótrúleg áhrif. Mikill flúor er í öskunni sem er mjög hættulegur dýrum og mönnum. Bóndi á Skálakoti segir ástandið skelfilegt. Jafnvel þó gosið geti valdið miklum truflunum er Eyjafjallajökull í samanburði við Öskju eins og mús í samanburði við fíl. Það ræðst af vindáttum næstu daga hvenær og hvort flug kemst í eðlilegt horf. Björguðu búpeningi Guðmundur Jón Viðarsson, bóndi í Skálakoti, og Einar Viðar Viðarsson frá Ásólfsskála höfðu verið að allan laugardaginn að vitja fólks í sveitinni og smala hrossum og öðrum búpeningi. Sluppu frá öskunni Mæðgurnar Andrea Sigurðarsdóttir og Poula Kristín Buch eftir komuna í Heimaland. Þeim var létt að vera komnar út úr öskunni og myrkrinu. Andrea sagðist hafa verið pínulítið hrædd. Myrkur Sótsvart svo vart sást nema örfáa metra. SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON jarð- og veðurfræðingur skrifar af vettvangi eldgossins:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.