Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Side 3
FRÉTTIR 19. apríl 2010 MÁNUDAGUR 3 n Í ljós hefur komið að kvikan sem kemur upp nú er nokkuð frábrugðin venjulegri basaltkviku eins og við sáum á Fimmvörðuhálsi. Hún er sögð ísúr. Það þýðir að hún er seigari en basaltkvikan. Og um leið og við erum með seiga kviku er erfiðara fyrir gasið sem er í kvikunni að streyma út í andrúmsloftið. Afleiðingarnar verða þessar miklu sprengingar sem dunið hafa í fjallinu svo hús á svæðinu titra. Eftir hverja sprengingu myndast gríðarlegur mökkur. Þetta gos ógnar einum grösugustu landbúnaðarhéruð- um landsins. Því miður hefur það gerst í gegnum tíðina að eldgos hafa sett heilu sveitirnar í eyði. Hér er því um mjög alvarlegan atburð að ræða. Mikið alvarlegri en margir gera sér grein fyrir. Sumir jarðvísindamenn gera því skóna að nú hljóti gosið að fara að minnka þar sem kvikugeymirinn í fjallinu, það er þar sem kvikan safnast saman, sé frekar lítill og liggi grunnt. Hér má ekki gleyma því að kvikugeymirinn hefur aðfærsluæð sem fæðir hólfið og þar með gosið. Það helsta sem gæti breyst er að virknin í fjallinu verður skrykkjóttari en ella. Sagan hefur kennt okkur að þessi eldstöð hefur mikið úthald og á árunum 1821-1823 gaus hún ekki samfellt heldur með hléum. Gosið hætti og byrjaði svo aftur og aftur og aftur. Og í júní árið 1823, nokkru eftir að gosinu lauk í Eyjafjallajökli, hófst Kötlugos sem stóð í um sex mánuði. Það sem yfir okkur gengur núna eru því hamfarir sem alls ekki er hægt að sjá fyrir endann á. Hamfarir þar sem eitt okkar besta landbúnaðarsvæði er í stórkostlegri hættu. Enda þótt vindstefnan breytist taka bara önnur svæði við eitrinu og svo snýst vindur aftur og þá dynja hörmungarnar yfir á nýjan leik þar sem askan féll áður. Ef Katla fer í gang er vart hægt að leyfa sér að hugsa þá hugsun til enda. Í samanburði er Katla fíllinn og Eyjafjallajökull músin. OKKAR BESTU LANDBÚNAÐARSVÆÐI Í HÆTTU HAMFARIR Á HEIMSMÆLIKVARÐA við erum að horfa upp á gos sem standa mun til dæmis í 6 mánuði verður flugleiðin milli Evrópu og Ís- lands og Bandaríkjanna og Íslands sífellt að lokast af og til og til lengri eða skemmri tíma. Þeir sem eiga bók- að flug í júní eru því sem sakir standa ekkert öruggari með að komast í sitt flug á bókuðum brottfarardegi en þeir sem nú eru í stökustu vandræð- um. Og þó Katla sýni engin merki um að taka þátt í dansinum nákvæmlega núna, getur hún tekið upp á því að vakna án mikils fyrirvara. Fari hún í gang verður óreiðan í millilandaflug- inu enn meiri. Enn fleiri landbúnað- arsvæði verða þá í hættu og stórkost- legir gripaflutningar myndu hefjast. Búferlaflutningar hæfust. Vegasam- göngur á Suðurlandi myndu fara enn frekar út skorðum og svona mætti áfram telja. Þessa hugsun vilja kannski fæstir hugsa til enda og trúa á Guð og lukkuna. Þrír mjólkurbílar ásamt aftan- ívögnum voru sendir austur fyr- ir Markarfljót á laugardag. Þeir eiga að sinna svæðinu austan megin ef til þess kemur að ekki verði fært yfir gömlu brúna yfir Markarfljót og allt lokist. Þeir munu safna mjólk á svæðinu og flytja hana til Egilsstaða ef þörf krefur. Öskumökkur Að aka inn í öskumökkinn er eins og að aka á vegg. Allt í einu sést lítið eða ekki neitt. MYND AFP „Hann var þreyttur í fyrrakvöld, hafði ofkeyrt sig enda þvílíkt sem hefur gengið á. Eftir að hafa far- ið að læknisráði og hvílt sig er hann eldhress,“ segir Guðný Val- berg, eiginkona Ólafs Eggertsson- ar, bónda að Þorvaldseyri. „Ólafur hefur haft í mörgu að snúast sem hefði gert flesta menn stressaða. Hann var, ásamt vinum og ættingj- um, í kapphlaupi við tímann við að klára að líma fyrir og troða í öll göt svo við gætum verið róleg hér inni vegna öskunnar,“ segir Guðný. Hjónin hafa verið mikið í fjölmiðl- um vegna eldgossins. Guðný segist hafa fundið á sér að náttúran ætti eftir að láta meira á sér kræla en með gosinu í Fimm- vörðuhálsi en segist óhrædd. „Nú þegar ég fæ að vera heima hjá mér nýt ég þess í botn. Ég veit að það er vel vakað yfir okkur bæði af al- mannavarnakerfinu og lögreglunni og að vissu leyti eru forréttindi að fá að lifa svona tíma. Auðvitað veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér en við tökum lífinu með ró og hvern dag fyrir sig. Hér er gott að vera í dag og þótt askan sé mikil á bæjartúninu berst hún ekki inn, nema með skónum líkt og um snjó væri að ræða. Hér hefur rignt og rigningin hefur hreinsað loftið.“ indiana@dv.is Ólafi Eggertssyni bónda að Þorvalds- eyri var ráðlagt að hvíla sig: Álag vegna gossins Hjónin að Þorvaldseyri Guðný segir viss forréttindi að fá að lifa þessa tíma og upplifa slíka krafta náttúrunnar. n Ein afleiðing öskumyndunar eins og frá Eyjafjallajökli er hindrun sólarljóss til jarðar. Verði sú raunin að Eyjafjallajökull haldi uppteknum hætti við framleiðslu á gjósku og ösku í marga mánuði getur það vel leitt til þess að kaldara verði en ella. Hversu mikið er mjög erfitt að meta nú enda ræðst það af gangi gossins. Við erum það heppin að vera að sigla inn í sumar því hér er rétt að rifja upp móðuharðindin sem svo voru kölluð 1783 í kjölfar goss í Lakagígum. Það gos varð til þess að móða úr gosösku hindraði sólarljósið og leiddi yfir landið hörkuvetur – svo dæmi voru um horfelli á mörgum bæjum.   Gosaskan er eins og fyrr segir með öllu háð vindum og þeir dreifa henni um efri loftlög. Reykjavík á eftir að fá sinn skammt haldi jökullinn áfram. Sú stað- reynd þýðir að áhrifanna myndi þá gæta í Reykjavík. Þetta þýðir enn fremur að ferðalangar á leið um landið í sumar verða að spá í öskufallið og vindstefnur áður en lagt er í hann. Eftir að vindarnir eru búnir að dreifa öskunni um háloftin og valda þar með mögulegri kólnun líður alltaf nokkur tíma þar til andrúmsloftið hreinsast á ný. Dagbundnir vindar sjá fyrst og fremst um að dreifa öskunni „út um landið“. Hér er rétt að ítreka að þessir þættir eru háðir því að gosið dragist á landinn. ÁHRIF LANGVARANDI GOSS Á LANDSMENN: 1. Gæti leitt til fólks- og gripaflutninga frá gossvæðunum. 2. Áhrif á birtumagn og þar með geðslag landsmanna. 3. Haft áhrif á grasuppskeru, kartöflurækt og aðra grænmetisrækt sem fram fer utan dyra, slíkt myndi þá leiða til hærra verðs á þessum afurðum. 4. Áætlanir fólks um hvenær og hvert skuli haldið í sumarfrí raskast. 5. Gæti haft í för með sér hættu fyrir einstaklinga með alvarlega sjúkdóma, s.s. lungnasjúklinga. 6. Frægustu ferðamannastaðir gætu opnast og lokast með reglubundnum hætti og sumir lokast alveg ef öskufall fer úr hófi fram. 7. Ekki verður hægt að treysta á að flug verði alltaf með eðlilegum hætti, hvorki innanlands né utan. 8. Gæti spillt vatnslindum og þar með aðgangi að hreinu drykkjarvatni. 9. Óhreinindi aukast í andrúmslofti sem leiddi til þess að ungbörn verði síður látin sofa úti við. 10. Haft aukinn kostnað fyrir skattgreiðendur og einstaklinga í för með sér vegna aðgerða sem grípa þarf til hverju sinni. GOSIÐ ÓGNAR SUMRINU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.