Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 19. apríl 2010 FRÉTTIR „Þingmennirnir lifa í einhverjum fílabeinsturni og vita ekkert hvernig það er að lifa við svona fátækt,“ seg- ir Ása Hjálmarsdóttir, 85 ára ellilíf- eyrisþegi, sem hefur þrjátíu þúsund krónur aflögu í hverjum mánuði til að eiga í sig og á. Með því að leyfa sér ekkert í innkaupum nær hún að láta peningana duga í tvær til þrjár vikur. Ása starfaði sem sjúkraliði alla sína tíð og hefur fram til þessa náð vel að framfleyta sér og sínum. Nú er svo komið að hún þarf að leita til barna sinna eftir aðstoð. „Þar sem ég hef alltaf náð að sjá fyrir mér er það hræðilegt að geta það ekki núna. Það er það erfiðasta, það er alveg ferlegt. Það er svo erfitt að þurfa nú að biðja um hjálp, þó að þetta séu börnin mín,“ segir Ása. Dugar aldrei Aðspurð segist Ása fá 140 þúsund krónur á mánuði í lífeyrisgreiðsl- ur. Hún leigir þriggja herbergja íbúð undir sig og son sinn, sem er öryrki, í Hafnarfirði og þegar leiga hefur ver- ið greidd stendur lítið eftir. „Ég fæ 140 þúsund á mánuði og svo þarf ég að greiða leiguna og af láni. Þetta er ekki neitt. Þegar allt hefur verið greitt standa eftir 30 þúsund fyrir mig að lifa af á mánuði. Það dugar aldrei. Það má alveg segja það að ég hef hvorki í mig né á. Það er mjög erfitt,“ segir Ása. „Ég hef unnið mikið og alltaf náð að vinna fyrir heimilinu. Nú get ég það ekki því peningarnir end- ast aldrei út mánuðinn. Ég næ að kaupa inn fyrir svona hálfan mánuð, stundum þrjár vikur. Ég er búin að missa íbúðina mína en krakkarnir ná stundum að hjálpa mér.“ Leyfir sér ekkert Ása hefur í gegnum tíðina meðal annars notið aðstoðar Ásgerðar Jónu Flosadóttur, framkvæmdastjóra Fjöl- skylduhjálpar Íslands, sem svíður að sjá fátæktina sem hún þarf að búa við. „Þegar ég sá aðstæður hennar Ásu varð mér allri lokið. Gamla kon- an sefur á sófa í stofunni og hefur lít- ið sem ekkert á milli handanna. Ég er mjög sorgmædd að sjá hennar að- stæður og ég óttast að hópur eldri borgara búi við það sama, þó svo þeir hafi ekki komið fram í umræðunni til þessa. Ég á mér þann draum að ör- yrkjar og eldri borgarar þurfi ekki að búa við þessa fátækt því það er ekk- ert eðlilegt hvernig sumt fólk þarf að búa. Þetta er háalvarlegt mál og við sem ung erum verðum að berjast fyr- ir hóp eldri borgara,“ segir Ásgerður Jóna. Þar sem sonur Ásu býr hjá henni reynir hún að láta hann ganga fyr- ir þegar kemur að matseld heimilis- ins. Henni sárnar hversu mikið hefur verið klipið af öldruðum undanfarin misseri. „Það er alltaf klipið af okk- ur öldruðum. Ég hef þurft að breyta mínum innkaupum. Ég þarf að horfa í hverja krónu og það er nú ósköp lít- ið sem ég fæ fyrir þessa aura sem ég hef. Þetta er fljótt að fara og ég næ aldrei að kaupa það sem ég vil. Ég lifi mestmegnis á hafragraut en ég reyni að hafa alltaf eitthvað handa strákn- um mínum. Ég leyfi mér hvorki eitt né neitt,“ segir Ása. Ása Hjálmarsdóttir var sjúkraliði áratugum saman. Í ellinni lifir hún á 30 þúsund krónum á mánuði sem oftast duga henni hálfan mánuðinn. Fyrir vikið leyfir hún sér ekkert í innkaupum og þarf að biðja börnin sín um hjálp. Hún segir þingmenn lands- ins lifa í fílabeinsturni þar sem þeir viti ekkert um það hvernig er að lifa við fátækt. HAFRAGRAUTUR Í FLEST MÁL TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ég næ að kaupa inn fyrir svona hálfan mánuð, stundum þrjár vikur. Mjög erfitt Ásu finnst erfitt að geta ekki séð fyrir sjálfri sér og treystir á hjálp barna sinna. Hún nær hvorki að hafa í sig né á. Afar sárt Ásgerði Jónu finnst sárt að fylgjast með skjólstæðingi sínum þjást vegna fátæktar og skilur ekki hvernig Ásu sé ætlað að lifa af á þessum aurum. Ungur nemandi í Langholtsskóla laus úr einangrun síðustu vikna: Drengur sendur í annan skóla Samkvæmt heimildum DV hefur ung- ur nemandi í Langholtsskóla, sem verið hefur í einangrun síðustu vikur, verið færður úr skólanum yfir í Brúar- skóla. Þangað eru nemendur í 5.-10. bekk sendir sem glíma við alvarleg geðræn vandamál eða hegðunarerf- iðleika. Ungi nemandinn, sem er af er- lendu bergi brotinn, hefur verið úti- lokaður frá samskiptum við jafn- aldra sína. Foreldrar bekkjarsystra hans lögðust gegn áframhaldandi veru hans í bekknum eftir samskipti við stúlkurnar. Kvartanir foreldra hafa leitt til þess að ungi nemandinn dvelur í sérherbergi yfir skóladaginn, fjarri bekkjarsystkinum, fær hvorki að fara í frímínútur með þeim né borða með þeim hádegismat í matsal skól- ans. Hann hefur aftur á móti fengið að fara í frímínútur og í matsal með yngri nemendum skólans. Þannig hafa síð- ustu vikur verið hjá drengnum í skól- anum. DV hefur heimildir fyrir því að hluti kennarahópsins í Langholts- skóla sé ósáttur við úrvinnslu máls- ins og íhugi uppsögn. Eftir því sem DV kemst næst hefur kennurum verið bannað að tjá sig um málið og þeim neitað um að senda frá sér tilkynn- ingu til foreldra í skólanum. Þá hefur menntasviði borgarinnar borist form- legt erindi þar sem óskað hefur verið skýringa. Þá hefur málið verið rætt á bekkjarfundum í þeim árgangi sem nemandinn ungi var í. Skólastjórnendur Langholtsskóla hafa unnið að lausn málsins með menntasviði Reykjavíkurborgar en á meðan var talið nauðsynlegt að halda drengnum í einangrun. Skólastjóri skólans, Hreiðar Sigtryggsson, og talsmaður menntasviðs, Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri Grunn- skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar, hafa bæði látið hafa eftir sér að sök- um trúnaðar geti hvorugt þeirra tjáð sig um málið en ávallt sé unnið eftir ákveðnu ferli með fagaðilum. Þannig sé reynt að finna bestu lausnina í hverju máli. trausti@dv.is Farinn úr skólanum Ungi nemandinn hefur verið færður í Brúarskóla eftir að foreldrar bekkjarsystra risu upp og kröfðust þess að hann yrði útilokaður frá bekkjarsystkinum. Féll útbyrðis Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út á laugardagskvöldið eftir að tilkynning barst um sjómann sem féll útbyrðis af togara sem var að veiðum 67 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Skipverjar voru að reyna að ná manninum um borð en það gekk illa. Fór þyrlan í loftið klukkan 23.18, þegar komið var í loftið barst til- kynning frá stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar um að búið væri að ná manninum um borð og endurlífgun hafin, var þyrlulæknir í sambandi við skipstjóra úr þyrlunni. Eftir skoðun var maðurinn úrskurðaður látinn. Vinna fyrir þjóðina Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, gagnrýnir það að þingmenn sem hafa sagt af sér tíma- bundið vegna skýrslu Rann- sóknarnefndar Alþingis, skuli segja af sér af því að það þjóni hagsmunum flokks síns betur. Hún sagði í Silfri Egils á sunnudag að Illugi Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefðu verið í vinnu fyrir þjóðina, ekki Sjálfstæð- isflokkinn, þegar þau stóðu vaktina fyrir efnahagshrunið og ættu því að segja af sér því það henti þjóðinni betur en ekki Sjálfstæðisflokknum. Afskrifa kröfu Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur afskrif- að 4 milljarða króna kröfu á hendur Straumi. Lögmenn sjóðsins gleymdu að lýsa kröfunni í þrotabú Straums áður en kröfulýsingarfrestur rann út. Þessi ákvörðun hefur þau áhrif að að tryggingafræðileg staða sjóðs- ins verður lakari um 1 til 2 prósent. Lögmenn Stapa hafa alveg frá því upp komst um mistökin reynt að lýsa kröfunni á hendur Straumi, en stjórnendur sjóðsins hafa nú sætt sig við að það muni ekki ganga eftir. Hefur störf á DV Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir hefur verið ráðin umsjónarmaður helgarblaðs DV. Hún mun starfa við hlið Ásgeirs Jónssonar sem eftir sem áður stýrir innblaði DV. Ingibjörg hefur undan- farið starfað sem ritstjóri Nýs Lífs og Húsa og hí- býla. Hún hóf störf sem blaðamaður á Mannlífi árið 2006. Hún tók þátt í stofnun tímarits- ins Ísafoldar árið 2007 og var rit- stjórnarfulltrúi þess tímarits. Við sameiningu Ísafoldar og Nýs Lífs varð hún ritstjóri þess tímarits.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.