Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Page 8
8 MÁNUDAGUR 19. apríl 2010 FRÉTTIR Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis er heilmikil umræða um fagmennsku í vinnubrögðum starfsstétta eins og lögmanna, end- urskoðenda, blaðamanna og fleiri stétta. Endurskoðendur fá verstu úreiðina í þessari úttekt. Í þriðja bindinu segir til dæmis: ,,Það er álit rannsóknarnefndarinnar að skort hafi á að endurskoðendur sinntu nægilega skyldum sínum við end- urskoðun reikningsskila fjármála- fyrirtækjanna árið 2007 og við hálf- ársuppgjör 2008, að því er varðar rannsókn þeirra og mat á virði út- lána til stærstu viðskiptaaðila fyr- irtækjanna, meðferð á hlutabréfa- eign starfsmanna og fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja til kaupa á hluta- bréfum í sjálfum sér.” Engan slíkan dóm er hins veg- ar að finna um störf lögmanna og þjónkun einstakra lögmanna og lögmannsstofa við viðskiptamenn sem gagnrýndir hafa verið og sem eru til skoðunar hjá ákæruvaldinu. Lögmenn í sigti saksóknara Líkast til sleppa lögmennirnir hins vegar of vel frá gagnrýni í skýrslunni og hljóta ekki eins afdráttarlausan dóm og til dæmis endurskoðend- urnir. Skorturinn á umræðu um þátt lögmanna í vafasömum viðskipta- gerningum er sérstakur þar sem svo margar fréttir hafa verið sagðar af þátttöku þeirra í einstökum málum, svo sem eins og Al-Thani málinu, sem er til rannsóknar hjá sérstök- um saksóknara, sem og málefnum tengdum FL Group sem verið hafa til athugunur hjá efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra. Húsleitir hafa verið gerðar hjá lögmannsstofunni Fulltingi sem og hjá Logos í tengslum við þessar rannsóknir. Einn af lögmönnun- um á Fulltingi, Telma Halldórsdótt- ir, hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni á Al-Thani-málinu og útskýrði aðkomu sína að því með þeim orðum að hún hefði bara ver- ið ,,beðin“ að taka þátt í Al-Thani- snúningnum sem líkast til var sýnd- arviðskipti og markaðsmisnotkun. Annar þeirra lögmanna sem teng- ist rannsóknunum hjá Logos, Guð- mundur Oddsson, hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni á Al- Thani-málinu, ákvað meira að segja að hætta hjá stofunni út af óánægju innan hennar með þá neikvæðu at- hygli sem stofan hefur fengið vegna málsins. Hinn lögmaður Logos sem tengist rannsókninni á FL Group hvaða mest, Gunnar Sturluson, sit- ur hins vegar áfram. Í þessum málum snýst þátttaka lögmannanna um að þeir fram- kvæmdu þá gjörninga sem við- skiptavinir þeirra báðu þá um án þess kannski að velta því mikið fyrir sér hvers konar viðskipti það voru sem þeir voru að bendla nafn sitt við. Þessi gagnrýni kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar varðandi lögmenn en er ekki rædd ítarlega með tilliti til þeirra: „Hér er komið að sams konar vanda og ræddur var hér að framan í tengsl- um við fagvitund þeirra lögmanna og endurskoðenda (í kafla I.2) sem telja sig fyrst og fremst hafa skyldur við vinnuveitanda.” Hugmyndin er þá sú að lög- menn og endurskoðendur telji sig geta gert nokkurn veginn hvað sem er af viðskiptavinir þeirra biðja þá um það og þurfi ekki að hugsa um hvaða afleiðingar það hefur: stofna einkahlutafélag, útbúa lánasamn- inga og ganga frá hlutabréfavið- skiptum og annað slíkt. Hægt er að rökstyðja slíkt með því að lögmað- urinn sé einungis að framkvæma tæknilega vinnu, selja sérfræði- þekkingu til viðskiptavinar, en að hann hvorki ákveði né beri ábyrgð á því markmiði sem viðskiptavinur- inn hefur. Umræðan um Baugsstyrkinn Sú umræða um lögmenn og störf þeirra fyrir stóra aðila í viðskiptalíf- inu í skýrslunni er því ekki fullnægj- andi. Ein umræða um tengsl lög- manna og stórfyrirtækja sem hefði getað verið í skýrslunni er meðal annars þegar Lögmannafélag Ís- lands ákvað að taka við 2 milljóna styrk frá Baugi Group hf. árið 2005. Tekið skal fram að styrkurinn var veittur í miðju Baugsmálinu, þegar styrinn um félagið var sem mestur og þeir sem komu að því að þiggja styrkinn höfðu unnið fyrir Baug og tengda aðila. Rætt var nokkuð um styrkinn í fjölmiðlum á sínum tíma. DV hefur fundargerð Lögmannafé- lagsins frá því í apríl 2005, þar sem rætt var um styrkveitinguna, undir höndum. Aðdragandi fundarins þar var sá á að árshátið Lögmannafélags Ís- lands tók Helgi Jóhannesson, for- maður Lögmannafélagsins, við styrk upp á 2 milljónir króna úr hendi Kristínar Jóhannesdóttur, forstjóra Gaums og systur Jóns Ás- geirs Jóhannessonar. Með styrknum fylgdi sú ósk að honum yrði varið til „aukinn- ar menntunar lögmanna á sviði félaga-, fyrirtækja- og fjármagns- markaðslögfræði“ eins og segir í fundargerðinni. Svo segir í henni um þátt Helga: „Hafi hann tekið við gjöfinni og þakkað fyrir hana. Þann 16. mars hafi stjórn félagsins síð- an borist bréf frá 13 félagsmönn- um, þar sem þess er farið á leit að gjöfinni yrði skilað með afsökunar- beiðni, þar sem tekið yrði fram að endurskoðuð ákvörðun hafi verið tekin að athuguðu máli.“ Þess skal getið að Helgi hafði unnið mikið fyrir Baug og með- al annars verið framkvæmdastjóri Fjárfars, eins af þeim félögum sem rannsökuð voru í Baugsmálinu, og var meðal annars tekin af honum skýrsla í Hæstarétti vegna Baugs- málsins. Í kjölfar bréfsins frá félagsmönn- um hafi stjórnin samþykkt bókun sem fól í sér að heimilt hefði verið að taka við styrknum frá Baugi. Eft- ir það barst stjórn félagsins bréf frá 27 meðlimum í Lögmannafélagi Ís- lands þar sem beðið var um fund til að ræða málið og styrkveitingar til félagsins almennt séð. Tvenns konar sýn Umræðurnar um styrkveitinguna á fundinum eru áhugaverðar að því leytinu til að í máli þeirra sem þar tjáðu sig um styrkveitinguna kom skýrt í ljós hversu andstæðar hug- myndir menn höfðu um styrkinn og réttmæti þess að taka við peningum frá stórum fyrirtækjum á markaði. Eftir að Helgi formaður, sem var hlynntur styrkveitingunni enda hafði hann tekið við henni, gaf orð- ið tók einn af þeim lögmönnum sem sett höfðu út á hana til máls og útskýrði af hverju hann væri á móti. Þetta var Jóhannes Rúnar Jó- hannsson. Haft er eftir Jóhannesi í fundargerðinni: „Benti hann á að erindið væri ekki atlaga að gefand- anum sem slíkum eða stjórn fé- lagsins, heldur snerist það um það grundvallaratriði að lögmenn yrðu að vera sjálfstæðir og óháðir í störf- um sínum. Gefandinn væri leið- andi fyrirtæki á markaði og mót- taka gjafarinnar væri til þess fallin að draga sjálfstæði lögmanna í efa. Móttaka gjafarinnar hafi verið mis- tök sem hægt væri að leiðrétta.“ Jó- hannes lagði fram tillögu sem með- al annars fól það í sér að gjöfinni yrði skilað. Um styrkinn er einn- ig haft eftir Jakobi Möller: „Kvaðst Jakob ekkert hafa á móti Baugi, en vildi ekki að minnsti grunur vakn- aði um að fyrirtæki ættu hönk upp í bakið á lögmannafélaginu eða lög- mannastéttinni. Málið snerist ein- faldlega um sjálfstæði lögmanna- stéttarinnar!“ Þetta var almennt séð viðhorf þeirra lögmanna sem tóku til máls á fundinum sem voru á móti styrknum. Í kjölfarið tóku við umræður þar sem þeir sem voru á móti styrknum tókust á við þá sem voru fylgjandi honum. Athygli vekur að í máli þeirra sem um voru fylgjandi því að tekið yrði við styrknum komu ekki fram neinar siðferðilegar áhyggj- ur af því að þiggja peningagjöfina frá Baugi. Inntakið í þeirra rökum má súmmera upp með því að það skipti ekki máli hvaðan gott kæmi, það er að segja styrkir í námssjóð Fleiri lögmenn en færri vildu þiggja milljónastyrk frá Baugi árið 2005. Lögmenn eru gagnrýndir fyrir húsabóndahollustu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Lögmaðurinn sem tók við styrknum hafði unnið fyrir Baug. Á dramatískum fundi Lögmannafélagsins var ákveðið að þiggja styrkinn. Kvaðst Jakob ekkert hafa á móti Baugi, en vildi ekki að minnsti grun- ur vaknaði um að fyr- irtæki ættu hönk upp í bakið á lögmannafé- laginu eða lögmanna- stéttinni. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Lögmenn gagnrýndir Lögmenn eru gagnrýndir nokkuð í siðfræðihluta rannsóknarskýrslunnar sem Vilhjálmur Árnason heimspekingur tók þátt í að skrifa. Þar kemur fram að ýmsir lögmenn hafi, líkt og endurskoðendur, hugsað of einhliða um að þjónusta viðskiptavininn en ekki um samfélagsleg áhrif þess sem þeir voru að gera. Fundað um Baugsstyrkinn Lögmannafélag Íslands fundaði um Baugsstyrkinn í apríl 2005 og voru meðlimir félagsins ekki á eitt sáttir um styrkinn. Hér sést fyrsta blaðsíða fundargerðarinnar. LÖGMENN ÞÁÐU BAUGSSTYRK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.