Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Qupperneq 11
FRÉTTIR 19. apríl 2010 MÁNUDAGUR 11 Nú er skýrslan komin. Hvað þarf að breytast í stjórnarfari og stjórnarháttum? Fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands Þriðjudaginn 20. apríl kl. 12.00 Fyrirlesari dr. Daniel Levin Fundarstjóri Bolli Héðinsson Dr. Daniel Levin hefur verið ráðgjafi ríkisstjórna og stofnana í mörgum löndum um vöxt, viðgang og reglur á fjármálamörkuðum, hrun fjármálastofnana, efnahagsmál og stjórnmál, svo sem skuldaaðlögun, einkavæðingu og úrlausnir deiluefna. Ókeypis aðgangur - allir velkomnir Dr. Daniel Levin veitir forstöðu „Liechtenstein Foundation for State Governance“. Lögreglan hefur Sigurð Kárason grunaðan um að hafa stundað um- fangsmikla fjársvikastarfsemi hér á landi um árabil. Hann á að hafa haft nokkur hundruð milljónir króna af rúmlega 90 manns. Grímur Grímsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn og yfirmaður auðg- unarbrotadeildar lögreglunnar, segir að rannsóknin hafi staðið yfir í nokk- urn tíma og brotin talin ná nokkur ár aftur í tímann. Hæstiréttur staðfesti fyrir helgi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms og mun Sigurður sitja í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur. Lofaði ávöxtun „Hann var handtekinn á mánudag- inn [í síðustu viku] og er grunaður um að hafa fengið fólk með ólög- mætum hætti til að afhenda sér fjár- muni. Fjárhæðin getur náð allt að 300 milljónum. Einstaklingarnir eru mjög margir, líklega 90 talsins. Það er hluti rannsóknarinnar að leiða í ljós hversu lengi þetta hefur stað- ið yfir, en talið er að þetta hafi gerst á undanförnum árum,“ segir Grím- ur en segir ekki hægt að fullyrða að svo stöddu í hversu mörg ár meint svikamylla hafi verið starfrækt. „Í einhverjum tilfellum er það þannig að sá grunaði lofar einhverri ávöxtun á þessa peninga og er grunaður um að hafa ætlað að koma þeim í fjár- festingar. Grunur leikur á að hann hafi hvorki staðið við það né haft nokkra möguleika til slíks.“ Rannsókn lögreglunnar er viða- mikil. „Það verða margir yfirheyrðir vegna málsins, og reynt að komast í samband við þetta fólk. Við höfum ekki enn náð sambandi við alla þá fjölmörgu einstaklinga sem kunna að hafa verið fórnarlömb, tjónþol- ar, í málinu. Og sá grunaði verður að sjálfsögðu yfirheyrður, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar,“ segir að- stoðaryfirlögregluþjónninn. Heimildarmenn DV segja að nokkur ár séu frá því að grunur fór að beinast að Sigurði um fjársvikastarf- semi. Sagt er að margir hafi í gegnum árin reynt að benda lögregluyfirvöld- um á það, hann hafi verið kærður en lögreglan hafi ekki stöðvað hann af einhverjum ástæðum. „Lögreglu hefur áður verið tilkynnt um mann- inn, það get ég staðfest,“ segir Grímur Grímsson. Úr spilasal í hótel og tívolí Sigurður Kárason var á árum áður þekktur athafnamaður á Íslandi. Viðskiptaferillinn hófst þegar hann rak spilakassasal nálægt Hlemmi í Reykjavík. Hann stofnaði tívolí og starfrækti það fyrst um sinn í Reykja- vík en síðar í Hveragerði sem lands- menn muna margir eftir. Árið 1985 keypti Sigurður ásamt þáverandi viðskiptafélaga sínum Hótel Borg og vöktu þau kaup talsverða athygli. Hótel Borg var fjórum árum síðar boðin upp á nauðungaruppboði en reksturinn hafði reynst erfiður. Ýmis deilumál og fjármálaerfið- leikar í tengslum við tívolíið í Hvera- gerði rötuðu á síður blaðanna á ní- unda og tíunda áratug síðustu aldar. Að lokum fór svo, í kringum árið 1990, að tívolíið varð gjaldþrota og reksturinn lagðist af. Í september 1989 voru Sigurður Kárason og félagi hans Pálmi Magn- ússon, dæmdir í sakadómi Reykja- víkur, í fimm mánaða fangelsi hvor, fyrir fjársvik og fyrir að hafa haldið eftir vörslufé af launum starfsmanna tívolísins og Hótel Borgar á árunum 1985-1986. Dómarnir voru skilorðs- bundnir í þrjú ár. Gaf Sigurði 30 milljónir Sigurður Kárason var árið 1998 í Hæstarétti dæmdur í 20 mánaða fangelsi í hinu svokallaða „milli- færslumáli“. Sigurður var sakfelldur fyrir að misnota aðstöðu sína þegar hann lét Alzheimer-veika konu á nír- æðisaldri leggja inn á bankareikning sinn um 30 milljónir króna (um 60 milljónir króna að núvirði). Var Sig- urður dæmdur til að greiða fjármun- ina til baka með vöxtum. Konan, Ásrún Einarsdóttir, lést árið 2005, 89 ára að aldri. Hún var eiginkona Arons Guðbrandssonar, forstjóra Kauphallarinnar, sem auðg- aðist mikið á verðbréfaviðskiptum á sínum tíma. Þar sem þau hjónin voru barnlaus sat Ásrún í óskiptu búi eftir fráfall Arons, en ætlunin var að hinar miklu eignir hans myndu síðar meir renna til líknarmála. Sigurður var heimagangur á heimili Ásrúnar eftir fráfall Arons árið 1981. Þau urðu góðir vinir og er Sigurður sagður hafa aðstoðað hana á ýmsa lund, til dæmis með viðhald á húsi hennar, en hann er húsamálari að mennt. Við fráfall Ásrúnar var búi þeirra Arons skipt. Runnu 43 milljónir til Krabbameinsfélag Íslands, Styrktar- félags vangefinna, Blindravinafélags- ins og fleiri félaga. Það er hluti rann-sóknarinnar að leiða í ljós hversu lengi þetta hefur staðið yfir, en talið er að þetta hafi gerst á undanförnum árum. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Sigurður Kárason situr í haldi lögreglu, grunaður um að hafa svikið 300 milljónir út úr 90 einstaklingum. Hann rak tívolíið í Hveragerði á árum áður og átti Hótel Borg um skamma hríð. Árið 1999 var Sigurður dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir að fá konu á níræðisaldri til að afhenda sér 30 milljónir króna. TELJA FJÁRSVIKIN HAFA VARAÐ LENGI Í klessubílnum í Hveragerði Sigurður Kárason hefur tvisvar verið dæmdur fyrir fjársvik. Hann er nú grunaður um að hafa fengið 90 manns til að afhenda sér samtals 300 milljónir með ólögmætum hætti. Gæsluvarðhaldið staðfest Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir Sigurði fyrir helgi. Hann hefur áður hlotið dóm fyrir fjársvik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.