Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Page 12
12 MÁNUDAGUR 19. apríl 2010 FRÉTTIR Tólf starfsmenn sem enn starfa hjá Íslandsbanka fengu nærri 21 millj- arð króna í lán meðan þeir störf- uðu hjá gamla Glitni. Tveim þessara starfsmanna var tímabundið vik- ið frá störfum í upphafi apríl vegna stefnu skilanefndar Glitnis gagnvart þeim. Þeir eru Magnús Arnar Arn- grímsson og Rósant Már Torfason. Ellefu þessara starfsmanna eru karl- menn og einungis ein kona. Hvatakerfi íslensku bankanna hefur verið töluvert í umræðunni eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var birt fyrir viku. Í skýrsl- unni eru birt nöfn allra þeirra starfs- manna sem fengu kúlulán þeg- ar þeir störfuðu hjá bönkunum. Starfsmenn Glitnis, Kaupþings og Landsbankans fengu samtals 173 milljarða króna lánaða til hluta- bréfakaupa á árunum 2004 til 2008. Þeir starfsmenn sem fengu kúlulán hjá Kaupþingi og Landsbankanum hafa allir látið af störfum. Innan Ís- landsbanka starfa enn 12 kúlulán- þegar að ógleymdri Birnu Einars- dóttur bankastjóra sem fékk aldrei kúlulán vegna „tæknilegra mistaka“. Birkir fékk 13 milljarða Stórtækasti lántakandinn sem enn starfar hjá Íslandsbanka er Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðs- markvörður í knattspyrnu, fjárfestir og starfsmaður í einkabankaþjón- ustu Íslandsbanka. Hann fékk 13,5 milljarða króna lán í gegnum fé- lögin BK-44 og BK-42. DV hefur áður fjallað um málefni Birkis en hann var einn af hluthöfum eignar- haldsfélagsins Gnúps ásamt bróð- ur sínum Magnúsi Kristinssyni, út- gerðarmanni í Vestmannaeyjum. Birkir skuldaði líka Banque Ha- villand í Lúxemborg 450 milljón- ir króna en hann hefur leitað eft- ir samkomulagi við að greiða upp skuldir sínar við bankann. Jóhannes og Vilhelm skulda þrjá milljarða Jóhannes Baldursson, fram- kvæmdastjóri fjárstýringar og mark- aðsviðskipta Íslandsbanka, og Vilhelm Már Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Ís- landsbanka, fengu rúmlega 3.200 milljónir króna í kúlulán hjá Glitni á árunum 2004 til 2008. Nöfn þeirra beggja koma oft fyrir í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis í kjölfar yf- irtöku ríkisins á Glitni en þeir voru báðir kallaðir í skýrslutöku. Þeir áttu báðir fund í Seðlabankanum síð- degis 25. september eftir að Þor- steinn Már Baldvinsson, þáverandi stjórnarformaður Glitnis, og Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabanka- stjóri, höfðu fundað saman í hádeg- inu þann dag. Þeir Jóhannes og Vilhelm fengu báðir 800 milljóna króna kúlu- lán hvor 15. maí 2008 en þann dag fengu níu stjórnendur Glitnis alls sex milljarða kúlulán. Flest þessara lána eru á gjalddaga í maí 2012. Við skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd- inni töldu flestir þessara starfs- manna að tilgangur þessara lána hefði fyrst og fremst verið að umb- una þeim fyrir vel unnin störf við úr- lausn vandamála bankans. Athygli vekur að Glitnir gaf ekki út neina tilkynningu um þessi viðskipti en hefði átt að gera það þar sem skipt- ar skoðanir voru um viðskiptin. Við skýrslutöku tók Jóhannes Baldurs- son fram að ástæða þess að ekki hefði verið birt tilkynning hefði ver- ið sú þessir níu stjórnendur Glitnis hefðu ekki verið innherjar og gjörn- ingnum hefði því ekki verið ætlað að auka traust bankans út á við. Magnús Guðmundsson fékk nærri þrjá milljarða Athygli vekur að Íslandsbanki skuli vera eini bankinn sem ekki hefur vikið öllum kúlu- lánþegum sínum frá störf- um. Hjá Kaupþingi störf- uðu 19 kúlulánþegar í október 2008 en þeir hafa allir látið af störfum. Starfsmenn Kaupþings fengu samtals nærri 70 milljarða króna í kúlu- lán á árunum 2004 til 2008. Þess skal þó getið að Magn- ús Guðmundsson, núverandi forstjóri Banque Havilland í Lúxem- borg, gegndi sömu stöðu hjá Kaup- þingi. Hann fékk 2.640 milljóna króna kúlulán til hlutabréfakaupa í Kaupþingi. Ekki er getið um kúlu- lán Magnúsar í rannsóknarskýrslu Alþingis. Hann lét þau fleygu orð „Takk. Meira en nóg“ flakka þeg- ar Sigurður Einarsson, þáver- andi stjórnarformaður Kaupþings, spurði hann í tölvupósti hvort einn- ar milljónar evra bónus væri nóg. Frændi Björgólfs fékk 800 milljónir Landsbankinn veitti lítið af lánum beint til starfs- manna eða eignar- haldsfélaga þeirra. Í staðinn runnu kaupréttir inn í af- landsfélög sem Landsbankinn hafði stofnað fyr- ir starfsmenn. Landsbankinn veitti þó tveimur milljörðum króna beint til starfs- manna. „Um 40 pró- sent þeirra lána sem Landsbankinn veitti starfsmönnum sínum gengu til Guðmundar Péturs Davíðsson- ar. Hann er bróðursonur Björgólfs Guðmundssonar. Lán Guðmundar og eignarhaldsfélags hans, Brim- holts, stóðu í tæplega 800 milljón- um kr. í lok september 2008,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. MEÐ 20 MILLJARÐA KRÓNA Í KÚLULÁN Tólf starfsmenn, sem fengu alls 21 milljarð króna í kúlulán hjá gamla Glitni, starfa enn hjá Íslandsbanka. Stórtækastur var Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, sem fékk 13,5 milljarða í lán en hann starfar enn í einkabankaþjónustu Íslandsbanka. Kúlulánþegar Kaupþings og Landsbankans hafa allir látið af störfum. Stórtækasti lán-takandinn sem enn starfar hjá Íslands- banka er Birkir Krist- insson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu. ANNAS SIGMUNDSSON blaðamaður skrifar: as@dv.is Kúlulán núverandi starfsmanna Íslandsbanka. Nafn M. kr. Alfreð Hauksson 300 Árni Magnússon 544 Birkir Kristinsson 13.484 Bjarni Jóhannesson 232 Elmar Svavarsson 232 Friðfinnur Ragnar Sigurðsson 232 Jóhannes Baldursson 1.734 Magnús Arnar Arngrímsson 1.127 Rósant Már Torfason 1.065 Sólrún Adda Elvarsdóttir 112 Stefán Sigurðsson 232 Vilhelm Már Þorsteinsson 1.479 SAMTALS 20.773 Kúlulánþegar „Við erum að fara yfir niðurstöður skýrslunnar.  Þessi mál eru í skoðun innan bankans og stjórn og  stjórnarnefnd munu fjalla um málið á næstunni,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, í svari við fyrirspurn DV um hvort tekin hafi verið ákvörðun um að víkja úr starfi einverjum af þeim12 kúlulánaþegum sem enn starfa hjá Íslandsbanka, eftir að skýrsla rannsóknarnefndar kom út. Birna skoðar málin Heildarlán bankanna til starfsmanna Samtals: 69.290 Samtals: 69.134 Samtals: 34.313 Heildarlán til starfsmanna Glitnis og eignarhaldsfélaga þeirra í milljónum króna talið. Heildarlán til starfsmanna Kaupþings og eignarhaldsfélaga þeirra í milljónum króna talið: Heildarlán til starfsmanna Landsbankans og eignarhaldsfélaga þeirra í milljónum króna talið: 2004 2005 2006 2007 2008 2005 2006 2007 2008 2004 2005 2006 2007 2008 5. 99 3 10 .9 13 13 .3 40 17 .0 82 21 .9 62 9. 24 7 16 .4 70 20 .0 01 23 .4 16 1. 63 5 4. 83 4 6 .3 64 9. 39 9 12 .0 81 Fékk 13 milljarða Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og starfsmaður einkabankaþjónustu Íslandsbanka, fékk 13,5 milljarða króna lánaða hjá gamla Glitni. Stórskuldugir stjórnendur 12 starfs- menn sem starfa hjá Íslandsbanka fengu 21 milljarð króna í kúlulán á árunum 2004 til 2008 þegar þeir störfuðu hjá Glitni. 11 karlmenn og einungis ein kona. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.