Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Side 16
16 MÁNUDAGUR 19. apríl 2010 FRÉTTIR Bókasafnsverðir í elsta bókasafni New York-borgar hafa flett ofan af afar ólík- legum bókaþjófi. Sá er enginn annar en George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna, en hann fékk lánaðar tvær bækur á New York Society-bóka- safninu árið 1789, en skilaði aldrei. Í frétt á vefsíðu BBC segir að sé sektin framreiknuð til dagsins í dag nemi hún um 300.000 bandaríkjadöl- um, eða um 38 milljónum króna, en haft er eftir starfsmönnum safnsins að þar á bæ hyggist menn ekki ætla að ganga á eftir greiðslu. Þó vill safnið gjarna fá bækurnar aftur. 5. október 1789 fékk George Washington lánaðar bækurnar „Law of Nations“, ritgerð um alþjóðasam- skipti, og eitt bindi af skráðum um- ræðum úr neðri málstofu breska þingsins. Forsetinn mun ekki hafa látið svo lítið að kvitta fyrir móttöku bókanna, en aðstoðarmaður hans páraði aðeins orðið „forseti“ til hlið- ar við bókatitlana. Bókunum átti Washington að skila mánuði síðar, en það gekk ekki eft- ir og hafa þær síðan safnað vanskila- gjöldum. Safnverðirnir uppgötvuðu þessa handvömm Washingtons þeg- ar unnið var að því að koma skrám safnsins í stafrænt form. Því miður virðist sem bækurnar séu týndar og tröllum gefnar. Telja má víst að þessi yfirsjón fyrsta forseta Bandaríkjanna verði léttvæg fundin í hinu stóra samhengi hlutanna. Fyrsti forseti Bandaríkjanna sekur um smávægilega handvömm: Skilaði ekki lánsbókum Forsetahjón Póllands, Lech Kaczyn- sky og María Kaczynska, sem fór- ust ásamt tæplega 100 manns í flug- slysi 10. apríl, voru borin til grafar í Kraká í Póllandi á sunnudaginn, en fjöldi þjóðarleiðtoga sá sér ekki fært að vera viðstaddur athöfnina sökum öskufalls frá Eyjafjallajökli. Á meðal þeirra sem ekki gátu mætt í athöfnina voru Barack Obama Bandaríkjaforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Dmitry Med- vedev, forseta Rússlands, tókst að komast til borgarinnar með flug- vél og undirstrikaði þannig samúð rússnesku þjóðarinnar með hinum pólsku nágrönnum sínum. Einnig var nærvera Medvedevs talin til marks um samstöðu Rússa með Pólverjum á þessum erfiða tíma í sögu Póllands, en tengsl þjóðanna hafa löngum einkennst af spennu, enda var Pólland undir hæl Sovétríkj- anna sálugu allt þar til kommúnism- inn í Austur-Evrópu leið undir lok. 60.000 manns Athöfnin fór fram í Wawel-dóm- kirkjunni, og höfðu um 60.000 manns safnast saman í miðborg Kraká áður en kistur með líkams- leifum forsetahjónanna voru flutt til dómkirkjunnar, en þar verða þau lögð til hinstu hvílu við hlið löngu genginna pólskra konunga, þjóð- hetja og skálda. Á laugardagskvöld gafst Pólverj- um tækifæri til að votta forseta- hjónunum virðingu sína í Varsjá og myndaðist biðröð Pólverja. Árla á sunndudagsmorgni var síðan flogið með kisturnar í herflugvél til Kraká. Sökum öskufalls var flogið lágflug, enda hefur í Póllandi, líkt og víðast í Evrópu, almennt flug legið niðri. Jaroslaw, tvíburabróðir Lechs og fyrrverandi forsætisráðherra, ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum, þrýsti á um að athöfnin færi fram á sunnu- daginn líkt og upphaflega hafði verið ákveðið. Núverandi forsætisráðherra, Don- LÖGÐ TIL HINSTU HVÍLU KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Pólsku forsetahjónin voru borin til grafar á sunnudaginn. Fjöldi þjóðarleiðtoga sá sér ekki fært að mæta til athafnarinnar vegna öskufalls sem valdið hefur því að flug hefur víða legið niðri í Evrópu. Ekki eru allir Pólverjar sáttir við hinsta legstað hjónanna. Fyrir framan dómkirkjuna í Kraká Hinsti legstaður forsetahjónanna verður við hlið genginna konunga og þjóðhetja Póllands. MYND AFP Legstað forsetahjónanna mótmælt Ekki eru allir á eitt sáttir um að for- setahjónin hvíli á einum helgasta stað þjóðarinnar. MYND AFP Meinleg villa í matreiðslubók Ástralska bókaforlagið Penguin Group neyddist til að innkalla mat- reiðslubók vegna meinlegrar villu sem leyndist í einni uppskriftanna. Í bókinni, Pasta-biblíunni, er fólki meðal annars kennt hvernig á að matreiða tagliatelle með sardínum og prosciotto og tekið nákvæmlega fram hvað þarf til. Í uppskriftinni segir að það eigi að setja í réttinn „salt and freshly ground black people“, eða salt og ferskt malað svart fólk. Búið var að prenta 7.000 eintök af bókinni þegar mistökin uppgötv- uðust. Vill heimsækja járðskjálftasvæðið Dalai Lama, útlægur andlegur leið- togi tíbetsku þjóðarinnar, hefur lagt fram þá ósk að fá að sækja Tíbet heim, en þar reið yfir jarðskjálfti á 6,9 á Richter-skala á miðvikudaginn. Í yfirlýsingu sem Dalai Lama sendi frá sér á laugardaginn sagði að hann hefði fæðst á því svæði þar sem jarðskjálftinn varð og að hann vildi gjarna hjálpa fólki þar. Björgunarsveitir hafa lagt nótt við dag við að bjarga fólki úr rústum, en talið er að um fimmtán hundr- uð manns hafi farist í skjálftanum. Á laugardaginn var 312 saknað og slas- aðir voru um 12.000, þar af tæplega 1.400 alvarlega. Herstyrkur Írans „óviðjafnanlegur“ Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði á hersýningu á sunnu- dag að landið hefði nægan herstyrk til að gera önnur ríki fráhverf árás- um á landið. „Herir Írans eru svo öflugir nú um stundir að óvinir munu ekki einu sinni láta sér til hugar koma að ráðast inn á okkar landsvæði,“ sagði Mahmoud Ahmadinejad. Að hans sögn tryggir „óviðjafnanlegur“ her- styrkur Írans stöðugleika í Miðaust- urlöndum. Aukinnar spennu hefur gætt á milli Írans og Vesturlanda undan- farna mánuði vegna þrjósku Írana við að kasta fyrir róða kjarnorkuá- ætlun landsins, eins og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur krafist. Fyrsti forseti Bandaríkjanna Ekki verður sótt fast að vanskila- gjöldin verði greidd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.