Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Side 17
FRÉTTIR 19. apríl 2010 MÁNUDAGUR 17 Rússneskir embættismenn eru æva- reiðir vegna þeirrar meðferðar sem Artyom Savelyev, ættleiddur rúss- neskur drengur, hlaut af hálfu Torry Hansen, bandarískrar konu sem hafði ættleitt hann. Artyom Savelyev, sjö ára, var sendur einn með flugvél frá Banda- ríkjunum til Rússlands með orð- sendingu þar sem Torry sagðist ekki lengur vilja sjá um drenginn. Rússneskir embættismenn hafa tilkynnt að ekki verði um frekari ætt- leiðingar á rússneskum börnum til Bandaríkjanna fyrr en ríkin tvö nái samkomulagi um reglur þar að lút- andi. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins, Andrei Nesterenko, sagði að einungis með slíku samkomulagi gætu bæði ríkin fylgst með aðstæð- um ættleiddra rússneskra barna og tryggt að mál af þesum toga endur- taki sig ekki í framtíðinni. Torry Hansen, frá Tennessee, full- yrðir að drengurinn hafi verið of- beldishneigður og ætti við sálræn vandamál að stríða. Aukinheldur sakaði Torry Hansen rússnesku ætt- leiðingarstofnunina sem hafði milli- göngu um ættleiðinguna um að hafa blekkt hana með tilliti til skapgerðar drengsins, þegar hún ættleiddi hann í september. Dmitry Medvedev, forseti Rúss- lands, var ómyrkur í máli og for- dæmdi gjörðir Hansen og sagði þær „ómanneskjulegar“, og Sergei Lavr- ov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að málið væri nýjasta dæmið um hneyksli sem tengjast ættleidd- um rússneskum börnum í Banda- ríkjunum, og svipaða sögu er að segja af bandarískum starfsbræðr- um þeirra. Tæplega 1.600 börn voru ættleidd frá Rússlandi til Bandaríkjanna í fyrra og eru einungis tvö ríki sem státa af fleiri ættleiðingum til Bandaríkjanna. Aðgerðir bandarískrar móður draga dilk á eftir sér: Rússar fresta frekari ættleiðingum ald Tusk, og Bronislaw Komorowski, sitjandi forseti, ferðuðust til Kraká með lest. Ekki á eitt sáttir Wawel-dómkirkjan skipar sérstak- an sess hjá pólsku þjóðinni, enda var forðum nánast hver einasti konung- ur landsins krýndur í dómkirkjunni, og kastalinn við kirkjuna var miðstöð stjórnar landsins í fimm aldir, eða allt til loka 16. aldar. Ekki eru allir Pólverjar sáttir við að forsetahjónin hljóti legstað á svo helgum stað og vart hefur orðið mót- mæla af hálfu Pólverja vegna þess auk þess sem undirskriftasöfnun og Facebook-síðu gegn þeirri ákvörðun að grafa þau þar var ýtt úr vör. Lech Kaczynski, sem var umdeild- ur forseti, hafði verið við völd síðan árið 2005. Undir það síðasta höfðu vinsældir hans minnkað sem nam 20 prósentum. Fastlega var gert ráð fyr- ir því að hann næði ekki endurkjöri í kosningum sem fram áttu að fara á haustmánuðum, en gert er ráð fyr- ir að kosningunum verði flýtt og fari fram í júní. Mikil samstaða hefur verið með pólsku þjóðinni síðan flugslysið átti sér stað og eru mótmælin gegn leg- stað forsetahjónanna fyrstu brestirn- ir í annars einstakri einingu pólsku þjóðarinnar. LÖGÐ TIL HINSTU HVÍLU Sökum öskufalls var flogið lágflug, enda hef-ur í Póllandi, líkt og víðast í Evrópu, almennt flug legið niðri. Pólsku forsetahjónin voru borin til grafar á sunnudaginn. Fjöldi þjóðarleiðtoga sá sér ekki fært að mæta til athafnarinnar vegna öskufalls sem valdið hefur því að flug hefur víða legið niðri í Evrópu. Ekki eru allir Pólverjar sáttir við hinsta legstað hjónanna. Kraká í Póllandi Mikill fjöldi safnaðist saman í Kraká á sunnudaginn. MYND AFP n Barack Obama, forseti Bandaríkjanna n Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands n Angela Merkel, kanslari Þýska- lands n David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands n Karl, prins af Wales n Juan Carlos, Spánarkonungur n Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar n Abdullah Gul, forseti Tyrklands n Karl Gústaf, konungur Svíþjóðar n Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar n Tarja Halonen, forseti Finnlands n Chung Un-chan, forsætisráðherra Suður-Kóreu n Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada n Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands Ekki viðstaddir n Dmitry Medvedev, forseti Rússlands n Vaclav Klaus, forseti Tékklands n Ivan Gasparovic, forseti Slóvakíu n Danilo Turk, forseti Slóveníu n Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu n Valdis Zatlers, forseti Lettlands n Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands n Andrus Ansip, forsætisráðherra Eistlands n Traian Basescu, forseti Rúmeníu n Lazslo Solyom, forseti Ungverja- lands n Gordon Bajnai, forsætisráðherra Ungverjalands Viðstaddir Dmitry Medvedev Forseti Rússlands fordæmdi aðgerðir hinnar bandarísku móður. MYND AFP Páfi heitir aðgerðum Benedikt XVI páfi hitti í heimsókn sinni til Möltu nokkur fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis af hálfu kaþ- ólskra presta þar í landi. Samkvæmt upplýsingum frá Páfagarði átti fund- ur páfa og fórnarlambanna sér stað í sendiráði Páfagarðs á Möltu. Páfi notaði tækifærið til að lofa því að kaþólska kirkjan myndi „gera allt sem í hennar valdi stæði“ svo hinum seku yrði refsað. Benedikt páfi hét því ennfremur að vinna að forvarnaraðgerðum sem eiga að vernda börn gegn kynferðislegu of- beldi í framtíðinni. Guðfaðir kúbverska tóbaksins allur Alejandro Robaina, sem talinn er goðsögn á meðal kúbverskra tóbaks- ræktenda, lést á laugardaginn, 91 árs að aldri. Robaina greindist með krabba- mein í fyrra og andaðist á býli sínu í Pinar del Rio-héraði á vesturhluta Kúbu. Vindlaverksmiðjan Haban- os S.A. framleiddi vindla með nafni Alejandros og ein askja af Vegas Ro- baina vindlum getur kostað allt að 63.000 krónum á alþjóðamarkaðin- um, en Robaina-tóbakslauf eru talin ein þau bestu í heiminum. Á Kúbu var Alejandro Robaina kallaður „Guðfaðirinn“. Fjölgaði um helming frá 2008 til 2009 Samkvæmt könnun sem gerð var af Tel Aviv-háskólanum fjölgaði tilvik- um tengdum gyðingahatri um meira en helming í heiminum í fyrra mið- að við árið 2008. Árið 2009 voru skráð 1.129 tilvik, og nemur fjölgunin meira en 100 prósentum, sé miðað við 559 tilfelli árið 2008. Að auki voru skráð hundruð til- felli sem vörðuðu hótanir, móðg- anir, veggjakrot og slagorð gegn gyðingum, sem á stundum leiddu til ofbeldis. Talið er að einhvern hluta umræddar fjölgunar megi rekja til aðgerða Ísraelsmanna á Gaza síðla árs 2008 og snemma árs 2009.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.