Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 26. apríl 2010 MÁNUDAGUR 9
Forsvarsmenn Þjóðarflokksins
undirbúa framboð fyrir næstu
þingkosningar og ætla þeir að
mestu að styðjast við stefnuskrá
flokksins frá því þegar flokkurinn
bauð síðast fram, árið 1987. Þeir
Pétur Valdimarsson, formaður
flokksins, Gunnar Páll Ingólfsson,
formaður undirbúningsnefnd-
ar flokksins fyrir framboð, og Karl
Kristensen kirkjuvörður telja boð-
skap flokksins frá því fyrir rúmum
tveimur áratugum eiga vel við í
dag, jafnvel betur heldur en þá.
Áhersluatriði þremenninganna
er fyrst og fremst ábyrgara þjóð-
félag þar sem valdinu er dreift út
til byggða landsins, frá núgild-
andi miðstýringu af höfuðborg-
arsvæðinu. Að þeirra mati skortir
stjórnmálamenn landsins alfarið
ábyrðartilfinningu í starfi og nauð-
synlegt sé að finna leiðir til að auka
ábyrgð í stjórnsýslunni. Ein leið til
þess er að koma á einu helsta bar-
áttumáli flokksins, nokkurs konar
landshlutastjórnum sem bæru al-
farið ábyrgð á eigin málum.
Hvergi bangnir
Aðspurður segist Pétur hvergi
banginn fyrir komandi kosning-
ar þar sem stefna flokksins eigi
svo vel við í dag. Meginmarkmið-
ið sé að koma á ábyrgari stjórn-
sýslu í landinu. „Með þessari leið
fáum við miklu ábyrgara þjóðfélag
og mun betri fjárhagsstjórnun en
nú er. Á meðan enginn er ábyrg-
ur vinnur fólk samkvæmt því. Það
er gífurlega mikil spilling í land-
inu og stjórnmálamennirnir virð-
ast gjörspilltir. Ábyrgð þeirra virð-
ist engin, þeir sem nú hafa stigið
til hliðar segjast hafa gert það fyrir
flokkinn sinn en taka ekkert fram
að þeir geri það fyrir fólkið sem
þeir eru í vinnu fyrir. Mér finnst
þessi hegðun svívirða,“ segir Pétur.
„Hér fór allt á hausinn vegna
óstjórnar í landinu. Mesta skuld-
arafjölskylda samfélagsins komst
upp með það að skulda því sem
nemur andvirði 25.000 einbýlis-
húsa eða því sem nemur 29 loðnu-
vertíðum. Ástæðan fyrir því að við
stígum fram núna er sú að þessu
þarf að breyta.“
Fækka ráðuneytum
og þingmönnum
Hugmynd þremenninganna ger-
ir ráð fyrir því að koma á fót sex
landshlutstjórnum, einni í höfuð-
borginni, einni á Reykjanesinu,
einni á Vesturlandi, einni á Norð-
urlandi, einni á Austurlandi og
loks einni á Suðurlandi. Þá vilja
þeir fækka mjög á Alþingi og í rík-
isstjórn.
Tillaga þeirra gerir ráð fyrir
fimm ráðuneytum; forsætis-, fjár-
mála-, dómsmála-, innanríkis-
og utanríkisráðuneyti. Ráðherrar
yrðu vitanlega jafnmargir ráðu-
neytunum. Aðrir málaflokkar, sem
nú tilheyra ríkisstjórn, færast sam-
kvæmt hugmyndum Þjóðarflokks-
ins yfir til landsstjórnanna. Pétur
segir þessa leið til þess fallna að
koma fjármálum í rétt horf. „Við
viljum ná tökum á ríkisfjármálun-
um því meðan kerfið er eins og það
er fer allt úr böndunum. Ábyrgðar-
leysið í stjórnmálunum er algjört,
til að mynda eru stjórnvöld að lofa
upp á þjóðina að borga Icesave
þegar meirihluti hennar er á móti
því,“ segir Pétur.
Þroskast en eldast ekki
Aðspurður segir Karl undirbún-
ing framboðsins ganga vel og nú
sé svo komið að þeir auglýsi eftir
góðu fólki til að taka þátt í starfinu.
Hann leggur áherslu á að flokkur-
inn komi fram með hreint borð.
„Við höfum enga forsögu í þess-
um málum og byrjum á hreinu
borði. Við viljum endurreisa at-
vinnuvegi landsins og fá fólk til
að hugsa á öðrum nótum. Ég dá-
ist að unga fólkinu og það viljum
við virkja. Fyrst og fremst leitum
við eftir fólki með sterka siðferð-
isvitund og mikla réttlætiskennd,
segir Karl.
Gunnar Páll segir þá félaga
aðeins vinna að undirbúningi
framboðsins og það sé ekki hug-
myndin að þeir séu í broddi fylk-
ingar. Engu að síður segir hann þá
vera í fullu fjöri þó nokkuð sé lið-
ið frá síðasta framboði. „Við verð-
um alltaf að hafa Alþingi en þurf-
um aldrei þennan fjölda sem er í
dag. Þá er mikilvægt að fá barna-
skapinn úr pólitíkinni. Við viljum
vekja athygli á því að stefna okkar
frá sínum tíma er í fullu gildi enn-
þá. Við erum því hvergi bangnir, á
meðan sumir eldast þroskast aðr-
ir,“ segir Gunnar Páll.
ÞJÓÐARFLOKKUR
RÍS ÚR ÖSKUNNI
Sex landshlutastjórnir eru eitt af helstu baráttumálum Þjóð-
arflokksins sem undirbýr nú framboð til næstu þingkosn-
inga. Forsvarsmenn flokksins eru hvergi bangnir þrátt fyrir
að tveir áratugir séu frá síðasta framboði. Á meðan aðrir eld-
ast segjast þeir aðallega hafa þroskast.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Kalla eftir ábyrgð Þeir Gunnar Páll,
Karl og Pétur telja nauðsynlegt að
koma á ábyrgari stjórnsýslu og því bjóði
Þjóðarflokkurinn fram á nýjan leik.
Við erum hvergi bangnir, á með-
an sumir eldast þroskast
aðrir.
www.birkiaska.is
Birkilauf- Betulic
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi
líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og
þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn
úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar
líkamann (detox).
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
2 dálkar = 9,9 *10
Loksins komið
Eden
matarstellið
og bláa
sveitastellið
lækkað verð
Opið: má-fö. 12:30 -18:00,
Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum
Kóp. 201 - S: 517 7727 - www.nora.is
Fyrir bústaðinn og heimilið
OXYTARM
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
DETOX
30days&
Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is.
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því að
nota náttúrulyfin Oxytarm og
30 days saman -120 töflu skammtur -
smaar@dv. is
512 70 04
Hugmynd Þjóðarflokksins að landshlutastjórnum:
n Reykjavík
n Suðvestur - Mosfellsbær, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Reykjanesið.
n Vestur - Borgarfjörður, Snæfellsnes, Mýrasýsla, Barðastrandasýsla, Ísafjarðar-
sýsla og Strandasýsla.
n Norður - Austur- og Vestur-Húnavatnssýslur, Skagafjörður, Eyjafjörður,
Norður- og Suður-Þingeyjarsýslur.
n Austur - Norður- og Suður-Múlasýslur, Austur-Skaftafellssýsla.
n Suður - Vestur-Skaftafellssýsla, Rangárvallasýsla og Árnessýslur.
Vilja landshlutastjórnir