Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 21
ÆTTFRÆÐI 26. apríl 2010 MÁNUDAGUR 21 Eva Sigurbjörnsdóttir HÓTELSTÝRA Á HÓTEL DJÚPAVÍK Eva fæddist á Akureyri og ólst þar upp og síðan í Garðabænum. Hún lauk barnaskólanámi í Garðabæ, lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgar- skóla í Hafnarfirði, stundaði nám við Nordiska Folkhögskolen í Kungálv i Svíþjóð 1968-69, stundaði síðan nám við Fósturskóla Íslands og lauk það- an prófum 1974 og sótti námskeið í stjórnun fyrir forstöðumenn barna- heimila og í skyndihjálp i Ósló í Nor- egi 1977 og 1978. Þá sótti hún tveggja ára námskeið um vistvæna og menn- ingartengda ferðaþjónustu á vegum Iðntæknistofunar 1997-99. Eva var leikskólakennari í Reykja- vík 1974-76, í Ósló 1976-77, forstöðu- maður leikskóla í Ósló 1977-79, for- stöðumaður leikskóla í Reykjavík og Kópavogi 1979-86 og með hléum á árunum 1980-81 og var þá jafnframt aðstoðarmaður kennara í Öskjuhlíð- arskóla og vann í sumarafleysingum við Barnaspítala Hringsins. Eva hef- ur verið leiðbeinandi við Finnboga- staðaskóla í Árneshreppi 1989-90 og 1995-96, við Reykhólaskóla á Barða- strönd 1997-98 og við Grunnskólann á Hólmavík 1999-2000. Árið 1985 opnuðu Eva og mað- ur hennar, Ásbjörn, og fleiri, Hótel Djúpavík í Árneshreppi í Stranda- sýslu og hafa þau hjónin bæði starf- að þar síðan við stjórnun, viðhald og vöxt. Hótelið hefur á þessum árum vaxið úr sextán gistirýmum í þrjátíu og tvö en Hótel Djúpavík á nú tut- tugu og fimm ára afmæli á þessu ári. Eva og maður hennar fluttu úr Kópavogi og í Djúpavík vorið 1986 og hafa verið þar búsett síðan. Eva sat í stjórn Ferðamálafélags Strandasýslu á árunum 1995-97 og aftur 1998-2000. Hún var meðlimur í Lionsklúbbi Hólmavíkur 1999-2009, situr í hreppsnefnd Árneshrepps frá 2002 og hefur verið ritari hrepps- nefndar frá 2006. Þá situr hún í at- vinnumálanefnd Árneshrepps. Hún hefur skipulagt Djúpavíkurdaga á hverju sumri sl. fimmtán sumur. Fjölskylda Eva giftist 26.2.1972 Ásbirni Þorgils- syni, f. 31.12. 1944, staðarhaldara á Djúpavík. Hann er sonur Þorgils Árnasonar sem nú er látinn, verka- manns, sjómanns og bílstjóra á Ísa- firði, og k.h., Láru Magnúsdóttur húsmóður sem lést í desember 2009. Börn Evu og Ásbjörns eru Arnar Logi Ásbjörnsson, f. 18.8. 1972, raf- virki, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Svava Kristín Sveinbjörns- dóttir og eru börn þeirra Sunneva María, f. 17.6. 1999, og Birnir Logi, f. 10.7. 2002; Héðinn Birnir Ásbjörns- son, f. 4.2. 1980, sölufulltrúi, bú- settur í Kópavogi en sambýliskona hans er Eyrún Oddsdóttir og er son- ur þeirra Úlfur Ásbjörn, f. 11.6. 2009; Kristjana María Ásbjörnsdóttir, f. 24.11.1981, hársnyrtir og starfsmað- ur hjá Vodafone og er dóttir hennar Hrafnhildur Eva, f. 9.11. 2004 Sonur Ásbjörns frá fyrra hjóna- bandi er Steinþór Bjarni Ásbjörns- son, f. 4.2. 1966, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg. Hálfbróðir Evu, samfeðra, var Guðmundur Sigurbjörnsson, f. 22.5. 1949, d. 7.7. 1998. Alsystkini Evu eru Árni Sigur- björnsson, f. 10.11.1951, stýrimaður í Hafnarfirði; Jón Ingi Sigurbjörnsson, f. 8.9. 1953, menntaskólakennari á Egilsstöðum; Kristján Sigurbjörns- son, f. 11.9. 1955, kokkur í Garða- bæ; Margrét B. Sigurbjörnsdóttir, f. 19.12. 1965, tónlistarkennari, búsett á Álftanesi; Anna Sigurbjörnsdóttir, f. 20.10. 1968, hornleikari og tónlist- arkennari, búsett í Reykjavík.. Foreldrar Evu eru Sigurbjörn Árnason, f. 18.9.1927, skipstjóri og stýrimaður í Garðabæ, og Kristjana Kristjánsdóttir, f. 13.12. 1929, sjúkra- liði. Ætt Sigurbjörn er sonur Árna Stefáns- sonar frá Fáskrúðsfirði og Jón- ínu Gunnhildar Friðfinnsdóttur úr Svarfaðardal en þau bjuggu á Ak- ureyri. Kristjana er dóttir Kristjáns Hall- dórssonar og Margrétar Árnadóttur sem bjuggu á Klængshóli í Skíða- dal. 30 ÁRA n Lendita Haziri Berjavöllum 1, Hafnarfirði n Anna Katarzyna Lata Bjarkarbraut 25, Dalvík n Hildigunnur Kristinsdóttir Austurmýri 7, Selfossi n Ómar Vignir Helgason Birkihólum 3, Selfossi n Sigurjón Þorgilsson Þingvallastræti 6, Akureyri n Hilmir Freyr Jónsson Fellsmúla 4, Reykjavík n Guðmundur Arnar Þórðarson Kvíslartungu 22, Mosfellsbæ n Bjarkey Björnsdóttir Álfaskeiði 103, Hafn- arfirði n Haraldur Logi Hringsson Drekagili 2, Akureyri 40 ÁRA n Dusan Harbist Fífuseli 32, Reykjavík n Benjamín Þ Júlíusson Maríubaugi 7, Reykjavík n Elína Margrét Ingólfsdóttir Reynimel 84, Reykjavík n Halldóra Garðarsdóttir Blikaási 25, Hafnarfirði n Andri Jón Heide Ljósvallagötu 32, Reykjavík n Ingibjörg Hanna Pétursdóttir Laugateigi 17, Reykjavík n Hrafnhildur Helgadóttir Löngufit 5, Garðabæ n Sólveig Guðmundsdóttir Uppsalavegi 10, Húsavík n Reynir Þór Valgarðsson Hraunbraut 2, Kópavogi 50 ÁRA n Smári Sveinsson Jakaseli 24, Reykjavík n Gunnar Smári Benediktsson Sellæk, Eg- ilsstöðum n Guðmundur Reynir Jósteinsson Suðurgötu 6, Sandgerði n Alan Joseph Wade Smáratúni 48, Reykjanesbæ n Hildur Elfa Björnsdóttir Digranesvegi 69, Kópavogi n Sveinn Ævarsson Þingási 43, Reykjavík n Elísabet Kristín Guðmundsdóttir Brekku- götu 47, Akureyri n Grímur Gíslason Áshamri 63, Vestmannaeyjum n Jakob Magnússon Fellahvarfi 27, Kópavogi n Örn Bjarnason Krókamýri 32, Garðabæ n Sigrún Sigríður Svavarsdóttir Fossheiði 16, Selfossi n Elísabet Una Jónsdóttir Miðtúni 31, Ísafirði 60 ÁRA n Einar Vilberg Hjartarson Leifsgötu 26, Reykjavík n Sveinn M Sveinsson Fossheiði 56, Selfossi n Jóhannes G Pétursson Laugarásvegi 56, Reykjavík n Guðmundur Guðmundsson Neðri-Lá, Grundarfirði n Mikolaj Mankowski Sólvallagötu 3, Hrísey n Jóhannes Gíslason Miðtúni 56, Reykjavík n Sigurður Sigurðsson Krosseyrarvegi 5, Hafnarfirði n Þórarinn Sigurðsson Heiðvangi 28, Hafn- arfirði n Sævar Guðmundsson Reykjavegi 61, Mos- fellsbæ n Harpa Guðmundsdóttir Sandavaði 11, Reykjavík n Jenný Jóhannsdóttir Kambaseli 31, Reykjavík n Pirshing Guðmundsson Skriðuseli 2, Reykjavík 70 ÁRA n Þórlaug Guðbjörnsdóttir Sævargörðum 5, Seltjarnarnesi n Arndís Sigurðardóttir Skógargerði 5, Reykjavík n Stig Arne Vadentoft Bræðraborgarstíg 43, Reykjavík 75 ÁRA n Bjarni Sigurðsson Haukadal Suðurgafli, Selfossi 80 ÁRA n Þórdís Kristinsdóttir Eiðsvallagötu 8, Ak- ureyri n Anton Helgi Jónsson Mosabarði 10, Hafn- arfirði n Guðmundur Þórðarson Eiðistorgi 3, Sel- tjarnarnesi 85 ÁRA n Oddur C S Thorarensen Klapparstíg 3, Reykjavík n Valgerður Bjarnadóttir Suðurgötu 26, Reykjanesbæ n Sigurður Briem Jónsson Ásgarðsvegi 1, Húsavík 90 ÁRA n Stefán Sigurdórsson Hæðargarði 29, Reykjavík 60 ÁRA SL.LAUGARDAG 30 ÁRA n Anna Krystyna Grabania Unnarbraut 5, Sel- tjarnarnesi n Þóra Björg Jónsdóttir Álftamýri 46, Reykjavík n Hjördís Rún Oddsdóttir Krókamýri 80, Garðabæ n Ólafur Norðfjörð Elíasson Daggarvöllum 6a, Hafnarfirði n Anna Berglind Halldórsdóttir Magnússkógum 3, Búðardal n Hrund Atladóttir Suðurhlíð 35, Reykjavík n Sigurbjörg Dóra Ragnarsdóttir Mosarima 49, Reykjavík 40 ÁRA n Heba Friðriksdóttir Freyjuvöllum 8, Reykja- nesbæ n Guðmundur F Guðjónsson Skipholti 50, Reykjavík n Ingólfur Hákonarson Grensásvegi 60, Reykjavík n Una Særún Karlsdóttir Neskinn 8, Stykkishólmi n Stefán Helgi Henrýsson Laugarnesvegi 104, Reykjavík n Sigurður E Hallgrímsson Setbergi 33, Þor- lákshöfn n Skarphéðinn Smári Þórhallsson Reynivöllum 14, Egilsstöðum n Brynhildur Björnsdóttir Drápuhlíð 28, Reykjavík 50 ÁRA n Milan Stefán Jankovic Suðurhópi 1, Grindavík n Henryk Szymon Sobkowiak Hverfisgötu 57, Reykjavík n Rósa Arnheiður Reynisdóttir Bergvegi 18, Reykjanesbæ n Guðný Sigurgeirsdóttir Úthaga 12, Selfossi n Eyrún Jónsdóttir Reyrengi 45, Reykjavík n Sigurgeir Baldursson Fannborg 5, Kópavogi n Nanna Áslaug Jónsdóttir Efri-Rauðsdal, Patreksfirði n Svana Guðmundsdóttir Hlíðarbæ 11, Akranesi n Kristján Þ Björgvinsson Gaukshólum 2, Reykjavík n Þorgeir Ingi Njálsson Klettahrauni 4, Hafnarfirði n Steinunn Kristín Friðjónsdóttir Lindarbergi 18, Hafnarfirði n Baldur Ingvason Lækjarkinn 28, Hafnarfirði n Róbert M Vilhjálmsson Heiðarholti 34b, Reykjanesbæ n Ægir Sigurjónsson Hásteinsvegi 4, Vestmanna- eyjum n Margrét Kjartansdóttir Hálsaseli 33, Reykjavík n Guðjón Guðmundsson Vallartúni 3, Reykja- nesbæ n Hera Sigurðardóttir Hagamel 10, Reykjavík n Guðbrandur Sverrir Gíslason Asparfelli 10, Reykjavík 60 ÁRA n Auður Jónsdóttir Sunnubraut 12, Dalvík n Jakob Björnsson Skálateigi 5, Akureyri n Egill Ágústsson Reynihlíð 17, Reykjavík n Guðjón Smári Valgeirsson Þverholti 11, Mos- fellsbæ n Kristján Árnason Hamratúni 7, Akureyri n Björn Böðvarsson Miðtúni 7, Reykjavík 70 ÁRA n Sævar Þórjónsson Ennishlíð 2, Ólafsvík n Sigurjón Gíslason Kársnesbraut 53, Kópavogi n Eiríkur Gunnþórsson Hafbliki, Borgarfirði (eystri) n Bjargey Júlíusdóttir Lautasmára 5, Kópavogi n Pálmi Þór Pálsson Hraunholti, Garðabæ n Hildur Guðmundsdóttir Stekkjargötu 9, Reykja- nesbæ n Árni Kristinn Þorgilsson Árbraut 16, Blönduósi n Ásta Einarsdóttir Mímisvegi 16, Dalvík n Birgir Eyjólfsson Heiðvangi 52, Hafnarfirði 75 ÁRA n Þorsteinn Hjartarson Arnarsmára 14, Kópavogi n Þóra Gunnarsdóttir Gullengi 33, Reykjavík n Asta Marie Faaberg Kaplaskjólsvegi 52, Reykjavík n Rúna Brynjólfsdóttir Granaskjóli 66, Reykjavík 80 ÁRA n Sara Jóhannsdóttir Álfaskeiði 74, Hafnarfirði n Aðalheiður Hjartardóttir Hólagötu 46, Vest- mannaeyjum n Gyða Eiríksdóttir Akurbraut 4, Reykjanesbæ n Ragnheiður Stefánsdóttir Hjallabrekku 20, Kópavogi n Jóhanna Pálsdóttir Miðgarði 14, Reykjanesbæ 85 ÁRA n Kristín Önundardóttir Hamraborg 24, Kópavogi n Sveinn Ólafsson Skeggjagötu 19, Reykjavík n Guðrún Sigurðardóttir Herjólfsgötu 40, Hafn- arfirði 90 ÁRA n Nikólína Þorkelsdóttir Austurbyggð 17, Akureyri n Jónína Sigtryggsdóttir Lindargötu 57, Reykjavík 95 ÁRA n Ralph Th Hannam Rafstöðvarvegi 41, Reykjavík TIL HAMINGJU INGJU AFMÆLI 26. APRÍL 60 ÁRA Á MORGUN Anton fæddist í Reykjavík. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1972 og síðan stúdentsprófi frá sama skóla. Anton hefur kennt við Álfta- mýrarskóla, Héraðsskólann í Reykjanesi, Breiðholtsskóla og Fossvogsskóla en þó lengst af við Vogaskólann í Reykjavík. Hann stundaði verslunarstörf á árunum 1976-82 en stofnaði hljóð- færaverslunina Gítarinn ehf. sem nú er til húsa að Stórhöfða 27 í Reykjavík. Þá hefur Anton Benedikt leikið með danshljómsveitum um árabil. Fjölskylda Kona Antons er Elín Hekla Klem- enzdóttir, f. 14.9. 1960, verslunar- maður. Sonur Antons og Elínar er Anton Benedikt Kröyer, f. 24.3. 2000. Börn Antons Benedikts frá því áður eru Ásgeir Kröyer, f. 17.1. 1972, forritari og bankamaður í Reykjavík, Heiðdís Helga Antons- dóttir, f. 14.4.1980, viðskiptafræð- ingur í Reykjavík. Foreldrar Antons Benedikts: Ás- geir Kröyer, f. 24.2. 1914, d. 16.11. 1997, póstfulltrúi og lörgreglumað- ur í Reykjavík, og Helga Þorgeirs- dóttir Kröyer, f. 21.5. 1917, d. 31.7. 1985. Ætt Ásgeir var sonur Benedikts Kröyers, b. og smiðs á Stórabakka á Fljóts- dalshéraði Kristjánssonar Kröyers, b. á Hvanná Jóhannssonar. Móð- ir Benedikts var Elín Margrét Þor- grímsdóttir, pr. í Þingmúla og í Hofteigi Arnórssonar, pr. á Bergs- stöðum Árnasonar, biskups á Hólum Þórarinssonar, prófasts í Hjarðarholti í Dölum Jónssonar. Móðir Árna biskups var Ástríður Magnúsdóttir, prófasts í Hvammi í Hvammssveit, bróður Árna, próf- essors og handritasafnara. Magnús var sonur Magnúsar, sýslumanns í Dalasýslu Jónssonar, og Guð- rúnar Ketilsdóttur. Móðir Ástríð- ar var Sigríður, systir Páls Vldalíns lögmanns. Móðir Arnórs á Bergs- stöðum var Steinunn Arnórsdóttir, sýslumanns Jónssonar, en hún og Árni biskup, maður hennar, voru systkinabörn. Móðir Þorgríms var Margrét Björnsdóttir, pr. í Bólstað- arhlíð Jónssonar, ættföður Bólstað- arhlíðarættar, langafa Þorvalds, afa Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Elínar Margrétar var Guðrún Pét- ursdóttur, systir Guðrúnar yngri, langömmu Bjarna Benediktsson- ar forsætisráðherra. Önnur syst- ir Guðrúnar var Guðfinna, amma Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Móðir Ásgeirs Kröyers var Ant- onína, dóttir Jóns, b. á Svína- bökkum í Vopnafirði, Jónssonar. Móðir Jóns var Vilborg Pálsdótt- ir, b. í Vatnsdalsgerði í Vopnafirði Björnssonar. Móðir Páls var Guð- rún Sigurðardóttir „tuggu“, b. á Fossi Sveinssonar, langafa Metús- alems, langafa Ragnars Halldórs- sonar, fyrrv. stjórnarformanns Ís- als. Anton Benedikt Kröyer KAUPMAÐUR TIL HAMINGJU AFMÆLI 27. APRÍL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.