Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 19
ÖRN SIGURÐSSON er formaður
bráðabirgðastjórnar Reykjavíkurfram-
boðsins sem ætlar að bjóða fram í
borgarstjórnarkosningunum.
Framhaldsstofnfundur framboðsins
verður haldinn í Iðnó á þriðjudags-
kvöldið.
ALLT UPPI
Á BORÐUM
UMRÆÐA 26. apríl 2010 MÁNUDAGUR 19
1 FÆR HÓFLEG VERKAMANNALAUN Björn Þorláksson var valinn bæjar-
listamaður Akureyrar.
2 SVAMPUR SVEINSSON KOM AÐ GÓÐUM NOTUM Tólf ára stúlka
bjargaði lífi vinkonu sinnar með
Heimlich-taki sem hún lærði af
Svampi Sveinssyni.
3 STEPHEN HAWKING: VIÐ ÆTTUM AÐ ÓTTAST GEIMVERUR Stjarneðl-
isfræðingurinn segir allar líkur á að
geimverur séu til.
4 ÁSTAND STÚLKNANNA ÓBREYTT: BÆNASTUND Í ÚTSKÁLAKIRKJU
Bænastund var haldin fyrir stúlkurnar
þrjár sem lentu í bílslysi.
5 ANNAÐ HRUN Á HÓTEL LAKA Hótel Evu Bjarkar Harðardóttur hefur farið
illa út úr gosinu.
6 ÓLAFUR RAGNAR SVARAR GAGN-RÝNISRÖDDUM Forseti Íslands var
harkalega gagnrýndur fyrir ummæli
sem hann lét falla á BBC fyrr í vikunni.
7 HETJA SKILIN EFTIR Í BLÓÐI SÍNU - MYNDBAND 25 manns gengu
framhjá manni sem lá í blóði sínu í
New York.
MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN
Hver er maðurinn? „Örn Sigurðsson,
sjálfstætt starfandi arkitekt í áratugi og
einn af stofnendum Samtakanna um
betri byggð.“
Hvað drífur þig áfram? „Áhugi á að
reyna að breyta þessari borg svo hún
verði manneskjuleg og skilvirk en hún er
svo fjarri því í dag.“
Hvar ertu uppalinn? „101 Reykjavík.“
Hvaða bók er á náttborðinu? „Það
er áttunda bindi rannsóknarskýrslunnar.
Hreint ótrúleg lesning.“
Hvernig varð Reykjavíkurframboð-
ið til? „Þetta hefur verið að gerjast lengi
meðal nokkurra okkar í Samtökunum
um betri byggð. Enn sem komið er er
þetta fimm manna bráðabirgðastjórn
en við ætlum að reyna fá einhverja
fundargesti til þess að slást í lið með
okkur og ganga í framboðið á fundinum
á þriðjudaginn.“
Hver eru helstu stefnumál fram-
boðsins? „Það sem við setjum á oddinn
er í fyrsta lagi að rjúfa áhrif fjórflokksins
á stjórn borgarinnar. Þess vegna köllum
við okkur óháð framborð. Við ætlum að
vinna eingöngu á forsendum Reykvík-
inga, það er eina leiðin til þess að rétta
borgina af. Síðan er það að leiðrétta
borgarskipulagið. Við viljum að byggt
verði í Vatnsmýrinni en þannig tekst
borginni að ná eðlilegu frumkvæði. Við
viljum líka að borgarbúar njóti þeirra
auðæfa sem eru í landinu í Vatnsmýrinni.
Hlutur borgarinnar þar er kannski um 70
milljarða króna virði. Þau auðæfi viljum
við nýta í borgina þannig að ekki þurfi
að hækka álögur og hægt sé að halda
uppi fullri þjónustu. Þetta er hægt ef
viljinn er fyrir hendi og hjá okkur er hann
svo sannarlega fyrir hendi.“
Eruð þið ekki að mæta of seint
til leiks? „Nei, að baki þessu liggur
gríðarlegur undirbúningur og við erum
bara að koma inn á réttum tíma held ég.
Þetta eru fjórar vikur og þær nýtum við
bara vel.“
Verður allt uppi á borðum hjá
ykkur? „Já, allt uppi á borðum.“
MAÐUR DAGSINS
Tveir drengir voru um daginn fyr-
ir utan blokkina sína að tuskast.
Skyndilega heyrist sá eldri segja
hátt og greinilega með grátstafinn í
kverkunum: „Þú skilur þetta ekki. Ef
við getum ekki borgað reikningana
verðum við að flytja.“ Ungur maður
skilar fyrir stuttu tveimur bílum sín-
um til fjármögnunarfyrirtækisins,
og sagði kaldhæðinn: „ Já, ég get víst
þakkað fyrir að nú skulda ég bara
kaupvirði bílanna.“
Örvæntingaróp þjóðarinnar virð-
ist ekki enn berast í gegnum þykka
veggi stjórnarráðsins þrátt fyrir að
hin „týnda“ skýrsla Seðlabankans
um stöðu heimilanna sýni að um
fjórðungur allra heimila á Íslandi á
í miklum vanda. Vandinn er lang-
mestur á meðal einstæðra foreldra
og ungs barnafólks sem tók íbúðalán
seint í uppsveiflunni og fjárfesti í ný-
byggingum á SV-horninu.
En er eitthvað hægt að gera?
Sterkar vísbendingar eru um að ein
meginorsök þessa vanda barna-
fólksins sé bílalán, en þau 23%
heimila sem glíma við mesta vand-
ann eru með 42% allra bílaskulda.
Afborganir hafa tvö- eða þrefaldast
með falli krónunnar og ekki minnk-
ar reiði fólks við þá réttaróvissu sem
ríkir vegna lögmætis gengistryggðra
lána og starfsaðferða fjármögnun-
arfyrirtækja við innheimtu þeirra.
Beðið eftir Árna
Nýlega staðfesti Hæstiréttur úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um
að vísa frá héraðsdómi fjárkröfu
SP-fjármögnunar þar sem hún þótti
vanreifuð. Þar hafði skuldari verið
krafinn um greiðslu margvíslegra
gjalda, en fallið var svo frá hluta
þeirra. Fjármögnunarfyrirtækin
hafa krafið viðskiptavini sína um
gjöld á borð við tryggingariðgjöld,
vörslusviptingarkostnað, viðgerð-
arkostnað og kostnað við mat á
honum, stöðumælasektir og fleira.
Talsmaður neytenda hefur dregið í
efa rétt félaganna til að innheimta
þau af viðskiptavinum sínum. Hann
benti jafnframt á að í framhaldi af
dómi Hæstaréttar þyrftu neytendur
sem hafa orðið að þola dóm eða
stefnuáritun vegna vörslusviptingar
að skoða hvort þeir ættu að krefjast
endurupptöku.
Fyrir Hæstarétti liggur einnig
fyrir áfrýjun tveggja dóma sem féllu
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um
lögmæti gengistryggingar bílalána.
Annar dómurinn lýsti hana lög-
lega, en hinn lýsti hana ólöglega. Á
meðan beðið er eftir Hæstarétti ríkir
fullkomin réttaróvissa um lögmæti
gengistryggingar og ekkert er til
að stöðva nauðungarsölu á bílum
vegna þessara lána. Frumvarp sem
ég flutti um flýtimeðferð fyrir dóm-
stólum á sambærilegum málum og
stöðvun nauðungarsölu á grund-
velli þessara lána hefur á meðan
verið svæft í allsherjarnefnd.
Þegar ríkisstjórnin kynnti ný-
lega aðgerðir vegna skuldavanda
heimilanna var talað um mikilvægi
þess að „…ná fram meira samhengi
milli skuldsetningar og greiðslu-
getu og verðmætis bíla“. Félags- og
tryggingamálaráðherra mætti boru-
brattur í fjölmiðla og sagðist setja
lög á fjármögnunarfyrirtækin ef þau
leystu ekki vanda þeirra sem tóku
bílalán í erlendri mynt. „Við höfum
verið að reyna að ná að gera þetta
í sátt við félögin en það hefur alltaf
legið ljóst fyrir að okkar hálfu að ef
það næst ekki komum við með lög-
gjöf sem gerir fólki kleift að komast
út úr þessum myntkörfulánum,“
sagði Árni Páll. Hann lofaði frum-
varpi fyrir viku, en við bíðum enn.
Jarðtengingu, takk
Kominn er mánuður síðan ríkis-
stjórnin kynnti lokaaðgerðir fyrir
heimilin og fátt eitt af þeim er orðið
að raunveruleika. Nú liggur á að
jarðtengja þessa ráðherra, því ljóst
er að þeir eru ekki í neinum tengsl-
um við almenning í þessu landi. Það
varð ljóst þegar formaður vinstri
grænna, sjálfur fjármálaráðherra,
sagðist á blaðamannafundi efast
um að hér væri fátækt meiri en á
hinum Norðurlöndunum.
Forsætisráðherra sést ekki og
starfsmenn Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins virðast móta stefnu rík-
isstjórnarinnar sem er að engar
almennar afskriftir verði af skuld-
um heimilanna. Fjármálaráðherra
stærir sig af því að endurreisn
bankanna hafi reynst ódýrari en
menn héldu. Ástæðan fyrir því er
einfaldlega sú að bankarnir hafa
nýtt svigrúmið sem myndaðist við
afskriftir kröfuhafa til að fella niður
skuldir fyrirtækja og auðmanna og
skila hagnaði til hinna nýju eigenda.
Þegar almenningur bankar upp á og
biður um leiðréttingu er svarið hjá
bönkunum það sama og hjá ríkis-
stjórninni:
Lok, lok og læs og allt í stáli.
Ekkert að frétta!
KJALLARI
EYGLÓ HARÐARDÓTTIR
þingmaður skrifar
„Hann lofaði
frumvarpi fyrir
viku, en við
bíðum enn.“
512 70 04
smaar@dv. is
Smáauglýsingasíminn er
MYNDLÍKING PÁLMA Pálmi Haraldsson sést hér leika myndlíkingu sem hann notaði í viðtali við DV á dögunum þar sem hann lýsti
því hvernig hann og aðrir útrásarmenn soguðu til sín fjármagnið í íslenska bankakerfinu. „Ef við notum líkingu, var ég bara þátttakandi
í því að fara út á miðin og veiða alveg upp að landhelgi því að það var ekkert sem bannaði það,“ sagði Pálmi en hann túlkaði líkinguna
með einni handahreyfingu sem gekk út að sýna að peningum hefði verið skóflað upp líkt og fiski. MYND KARL PETERSSON