Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 18
BINDISSKYLDA ÓLA
BJÖRNS
n Varamaður Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur, fyrrverandi varafor-
manns Sjálfstæðisflokksins, sá um-
deildi varaþing-
maður Óli Björn
Kárason, hefur
nú tekið sæti á
Alþingi. Ýmsar
reglur eru í gildi
á þingi og í ein-
stökum flokkum
sem nýir þing-
menn þurfa að
undirgangast. Þess á meðal er sú kvöð
að ganga með bindi. Þessi regla mun
vera heilög innan Sjálfstæðisflokks-
ins þótt einstakir þingmenn annarra
flokka hafi gert uppreisn. Hermt er að
Óli Björn hafi verið hugsi yfir þessari
reglu enda hefur hann verið meira
fyrir rúllu kraga en virðulegra háls-
tau. Hann lét þó segjast og gengur nú
um þing-sali með bindi. Þetta þykja
vera tíðindi innan fjölskyldu hans og
vinahóps.
SKJALDBORG UM
STYRKÞEGA
n Steinunn Valdís Óskarsdóttir, al-
þingismaður og
styrkjadrottning,
hefur mátt þola
það í fjórgang að
hópur fólks safnist
saman framan við
heimili hennar og
krefjist afsagn-
ar. Steinunn þáði
ríflega styrki í
aðdraganda prófkjara sinna en átti þó
ekki Íslandsmet. Þótt margir telji sjálf-
sagt að mótmælt sé framan við heimili
fólks eru aðrir sem fordæma það sem
þeir kalla aðför að friðhelgi þolend-
anna. Umsátrið um Steinunni Valdísi
mun hafa haft vakið samúðarbylgju
með henni innan Samfylkingar þar
sem samherjar hennar hafa slegið upp
skjaldborg um þingmanninn.
BLEKKINGAR
ÞORSTEINS MÁS
n Davíð Oddsson, ritstjóri Morg-
unblaðsins, er harðorður varðandi
æðstu stjórnendur Glitnis í andmæla-
bréfi sínu til Sannleiksnefndarinnar.
Segir Davíð að æðstu menn bank-
ans hafi í aðdraganda hrunsins reynt
að fá að láni stærstan hluta íslenska
gjaldeyrisforðans gegn haldlausum
veðum. Þarna vísar Davíð klárlega
til stjórnarformannsins, Þorsteins
Más Baldvinssonar, forstjóra Sam-
herja, sem nú er einn af aðaleigend-
um Moggans. Þorsteinn Már er þarna
sakaður um að setja upp leikrit blekk-
ingar til að bjarga bankanum.
TRAUST Á
VANRÆKSLUMANNI
n Sannleiksskýrslan felur í sér áfell-
isdóm yfir Davíð Oddssyni, fyrrver-
andi seðlabankastjóra, sem að mati
rannsóknarnefndarinnar er uppvís að
vanrækslu. Þá má öllum vera ljóst af
lestri skýrslunnar að Davíð sleppur af
tæknilegum ástæðum þar sem hann
stjórnaði án umboðs. Þessi niðurstaða
breytir engu um traust stjórnar Árvak-
urs til vanrækslumannsins
sem situr áfram á ritstjóra-
stóli í skjóli Þorsteins Más
Baldvinssonar og Guð-
bjargar Matthíasdóttur,
athafnakonu í Vest-
mannaeyjum.
Íslenskir fjölmiðlar hafa verið hálfstjórnlausir allar götur frá því einstaklingar sátu við að krota fréttir og hugleiðingar á
kálfsskinn. En nú hefur endurreisn-
arstjórnin ákveðið að koma böndum
á fjórða valdið. Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra er skörung-
ur sem veit hverslu mikilvægt er að
fjölmiðlum sé stjórnað af festu og
ákveðni. Hún hefur því lagt fram
frumvarp um Fjölmiðlastofu sem á að
vera eins konar fjölmiðlaráð. Starfs-
menn stofunnar munu fá það vald að
fara inn á ritstjórnir og sækja þar gögn
einstakra blaðamanna þegar grun-
semdir eru um að ekki hafi allir notið
sannmælis í umfjöllun viðkomandi
fjölmiðils.
Og í framhaldinu eiga víga-menn Katr-ínar að
ákveða með
hvaða
hætti
við-
kom-
andi
fjölmiðill heldur áfram umfjöllun
sinni. Ef þeim sýnist sem svo að ein-
hver eigi rétt á leiðréttingu mun hún
fara fram eftir skýrum leiðbeining-
um. Þannig gæti Mogginn þurft að
birta sem aðalgrein á forsíðu að út-
gerðarmenn væru beðnir afsökunar.
Og fréttastofa Stöðvar 2 gæti fengið
fyrirskipun frá ríkinu um að fyrsta
frétt kvöldsins ætti að vera afsökun-
arbeiðni til Jóns Ásgeirs Jóhannes-
sonar sem borinn var röngum sökum
kvöldið áður. Þetta yrði auðvitað stór-
kostleg framför. Nú gætu fjölmiðlar
ekki ráðskast með það sjálfir hvar og
hvernig fréttir eru settar fram. Ein-
hver kynni að tala um forræðishyggju
en það er nokkuð langsótt. Þarna er
einungis verið að koma skynsamleg-
um böndum á fjórða valdið. Alþingi
Íslendinga gæti í framtíðinni lagt
hverri ritstjórn til einn starfsmann
sem hefði óheftan aðgang að öllum
upplýsingum blaðamanna og gæfi
skýrslu beint til þingsins.
Í frumvarpi Katr-ínar mennta-málaráðherra er önnur áhugaverð
nýjung. Þar er gert
ráð fyrir því að ríkið
geti lokað á erlend-
ar sjónvarpsstöðv-
ar sem bjóða upp á
siðferðilega rangt
efni. Sem dæmi
má nefna þætt-
ina um Simp-
son-fjölskylduna þar sem ótrúleg
grimmd birtist íslenskum börnum.
Þetta verður að stöðva sem allra fyrst
svo Íslendingar skaðist ekki.
Siðvæðing í krafti fjölmiðla-banns á sér fyrirmynd í Kína þar sem ríkið bannar Google vegna þess að margt misjafnt
kemur upp úr leitinni þar. Þá er einn-
ig fordæmi um það sama frá einstök-
um arabaríkjum þar sem tiltekin er-
lend tímarit eru bönnuð. Sú þjónusta
er veitt við landamæri þeirra ríkja að
verðir fara í gegnum tímarit og blöð
ferðamanna og klippa úr þeim það
sem telst vera ósiðlegt.
Framtak menntamálaráðherra er öldungis frábært. Þegar ráðherrann hefur slökkt á Cartoon Network og Sky er
hægt að setja upp landamæraeft-
irlit Fjölmiðlastofu. Þá er hægt að
fara yfir tímarit, DVD, geisladiska
og bækur sem ferðamenn hafa í
fórum sínum. Bannað er á Íslandi
að auglýsa áfengi í fjölmiðlum. Í
fjölda erlendra tímarita er að finna
brennivínsauglýsingar. Þetta verður
að klippa úr blöðunum áður en þau
koma til Íslands. Síðan kann að vera
nauðsynlegt að banna Google, rétt
eins og Kínverjar gera. Það er frábært
að ríkið skuli loksins hafa kveikt á
nauðsyn þess að stjórna fjölmiðlum.
Og þetta er einmitt það sem vantar
á Íslandi. Algjöra þöggun í boði rík-
isins.
RÍKIÐ BANNAR SJÓNVARP
„Kannski ekki næsta
Hollywood en við eigum
hér frábært kvikmynda-
gerðarfólk sem hefur
alla burði til að koma
okkur á kortið,“ segir
Dagur B. Eggertsson,
oddviti Samfylkingar-
innar í Reykjavík. Samfylkingin vill
kanna möguleika á eflingu alþjóðlegr-
ar kvikmyndahátíðar og mögulegri
úthlutun lóðar fyrir kvikmyndaver í
Reykjavík.
ER REYKJAVÍK
NÆSTA HOLLYWOOD?
„Ég er sjötíu
prósent öryrki
eftir þetta.“
n Ásdís Rán um það þegar hún hljóp út á götu
til að ná strætó og varð fyrir bíl á 80 kílómetra
hraða. Hún hefur alla tíð glímt við mikil meiðsli
síðan en hún var 15 ára. - Nýtt líf.
„Lónið er ennþá blátt.“
n Kynningarstjóri Bláa lónsins, Magnea
Guðmundsdóttir, þegar blaðamaður
Extrablaðsins spurði hana hvort að Bláa lónið
væri orðið grátt sökum öskufalls. - Extrablaðið.
„Nei. Hef betra við
tímann að gera.“
n Maggi mix, einn vinsælasti
skemmtikraftur landsins um
þessar mundir, aðspurður hvort hann
hafi tekið þátt í skipulögðum mótmælum. - DV.
„Ég er ekki þeirrar
skoðunar.“
n Ólafur Ragnar Grímsson
um þær skoðanir að helst megi
ekki ræða Kötlugos við
útlendinga af ótta við að styggja
þá. Hann segir Kötlugos eitthvað sem allir þurfi
að undirbúa sig undir, ekki bara Íslendingar. -
DV.
„...var sagður ljúga og var
refsað harkalega fyrir.“
n Fórnarlamb misnotkunar sem reyndi að segja
frá því sem barn er var refsað fyrir. DV hefur
undanfarið fjallað um karlmenn sem hafa orðið
fyrir misnotkun. - DV.
„Ástríða mín er í bókaút-
gáfunni. Ég vona að þetta
eyðileggi ekki fyrir mér
þar“
n Tómas Hermannsson, bókaútgefandi og
fjárfestir, þegar hann var spurður af hverju hann
tók yfir 17 milljarða fjárfestingu rétt fyrir hrunið
2008 - DV.
Dómarar Davíðs
Héraðsdómur Reykjavíkur hef-ur nú staðfest að spilling og van-ræksla hafi átt sér stað við skipan dómara. Árni Mathiesen, sem þá
var fjármálaráðherra og settur dómsmála-
ráðherra, skipaði Þorstein Davíðsson sem
héraðsdómara á Norðausturlandi. Sigrún
Guðmundsdóttir dómari kemst að þeirri
skýru niðurstöðu að með veitingu embættis-
ins til einstaklings sem var metinn hvað lak-
asti kosturinn úr hópi umsækjenda hafi ver-
ið brotið gegn umsækjanda sem talinn var
vera miklu hæfari til þess að vera dómari.
Þessi niðurstaða kemur í kjölfar álits um-
boðsmanns Alþingis sem fordæmdi skipun-
ina á sínum tíma. Árni Mathiesen var líklega
handbendi annarra við þessa skipan. Björn
Bjarnaon, þáverandi dómsmálaráðherra,
vék sæti þar sem Þorsteinn hafði verið að-
stoðarmaður hans. Það tók hinn setta ráð-
herra aðeins skamman tíma án yfirlegu að
ákveða að skipa þann úr hópi umsækjenda
sem hafði hvað minnsta hæfni. Klárlega
naut umsækjandinn þess að vera sonur fyrr-
verandi forsætisráðherra og að hafa komið
undan handarjaðri dómsmálaráðherra.
Þetta er ekki eina dæmið um þá spilling-
armóðu sem umlykur skipan dómara. Áður
hafði frændi Davíðs Oddssonar, Ólafur Börk-
ur Þorvaldsson, verið skipaður í Hæstarétt af
Birni Bjarnasyni. Seinna var vinur og spila-
félagi Davíðs, Jón Steinar Gunnlaugsson,
skipaður í Hæstarétt. Báðir höfðu verið lágt
metnir af hæfisnefnd í samanburði við aðra
umsækjendur. Þetta eru örfáir þeirra sem
skilgreinast sem dómarar Davíðs. Pólitísk
spilling af versta tagi hefur ráðið för. Það er
verkefni nýrra valdhafa að hreinsa út óvær-
una og tryggja að dómstólarnir séu hlutlaus-
ir og dómarar hafnir yfir vafa. Ragna Árna-
dóttir dómsmálráðherra hefur áttað sig á
spillingunni og lagt til að skipun dómara
komi til kasta Alþingis. Það er jákvætt skref í
rétta átt. En það má ekki gleymast að minni-
pokamennirnir sitja ennþá sem dómarar.
Þetta er hluti af gamla spillta Íslandi. Nú er
spurt hvort dómurinn yfir Árna Mathiesen
verði til gagns eða ekki. Getur það verið að
íslenska ríkið greiði rúmar þrjár milljónir í
bætur fyrir ráðherrann fyrrverandi og þar
við sitji? Kannski er þó von um siðvæðingu
dómstólanna. Sigrún dómari hefur sett ný
viðmið.
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR: Pólitísk spilling af versta tagi hefur ráðið för.
18 MÁNUDAGUR 26. apríl 2010 UMRÆÐA
SANDKORN
LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Lilja Skaftadóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI:
Bogi Örn Emilsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
LEIÐARI
SPURNINGIN
SVARTHÖFÐI
BÓKSTAFLEGA