Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 2
GÆTI HAFT ÁHRIF UM
ALLT NORÐURHVEL
2 MÁNUDAGUR 26. apríl 2010 FRÉTTIR
Eldgos á Suðurlandi hafa oftar en ekki
leitt miklar hörmungar yfir íslenska
þjóð. Reynslan kennir okkur að áhrif-
anna gætir víða og stundum lengi og
þá með margvíslegum hætti. Næg-
ir að nefna horfelli, bæði manna og
dýra, sveitir leggjast í eyði auk þess
sem eldgos sem hér hafa orðið hafa
haft áhrif á veðurfar víða um jörðina
og þá til kólnunar.
Enda þótt gosið í Eyjafjallajökli sé
á mælikvarða margra annarra gosa
fremur lítið er rétt að hafa í huga að
enn vitum við ekki hversu lengi það
varir og hvort það muni leiða til eld-
virkni í nálægum eldstöðvum. Allt á
þetta eftir að skýrast er fram í sækir.
Reglulegar hörmungar
Sé horft á söguna er eins og reglu-
lega komi hörmungartímabil með til-
heyrandi harðindum. Árið 1755 gerði
afar öflugt Kötlugos og segir í Ferða-
bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna
Pálssonar að 6. október hafi skollið á
niðaþoka með miklu öskufalli svo að-
eins sást örfá skref áfram. Töluverður
vindur var og frost. Svo segir: „Ask-
an smaug einnig í gegnum föt okk-
ar og inn á okkur bera. Við urðum
svartir í andliti...allt sem við hrækt-
um úr okkur var kolsvart. Hestarnir
gátu hvorki bitið né haldið augunum
opnum. Tveir þeirra urðu blindir af
því að augnlokin greru saman.“ Í kjöl-
far þessa atburðar lagðist fjöldi bú-
jarða í Vestur-Skaftafellssýslu í eyði.
Á þessari lýsingu má glöggt gera sér í
hugarlund hvernig ástand getur orðið
og sem vel getur orðið enn þann dag
í dag.
Sýn eldklerksins
„Þann 8. júní 1783 á Hvítasunnuhá-
tíð gaus hér upp eldur upp úr afrétt-
arfjöllum sem eyðilagði land, menn
og skepnur með sínum verkunum
nær og fjær.“ Þetta kemur fram í ævi-
sögu Jóns Steingrímssonar eldklerks.
Þetta gos var raunar með stærstu gos-
um sögunnar, þó óvíða mjög þykkt. Í
heimildum segir að svartur mökkur
hafi borist af fjöllum og öskufall hafi
orðið í byggð. Almyrkt varð í húsum
og hægt var að rekja spor í öskunni.
Ennfremur segir að gert hafi óþolandi
sviða í augum og á beru hörundi. Í
þessu gosi var líka hraunrennslið það
mesta sem runnið hefur á jörðinni í
einu gosi og rann hraunið yfir fjölda
bæja í sveitinni.
En askan var verst, hún dreifðist
um allt land. Hún reyndist innihalda
alls kyns eiturefni eins og brennistein,
saltpétur og flúor auk vatnsgufu og
koldíoxíðs auk þess sem hún lokaði
að miklu leyti fyrir inngeislun sólar-
innar og því töluðu menn um móðu-
harðindi enda átti hún eftir eftir að
hafa afdrifarík áhrif. Brennisteins-
samböndin í móðunni mynduðu
brennisteinssýru með blöndun við
raka loftsins.
Afleiðingin var að móðan brenndi
göt á allt það sem fyrir var, til dæm-
is nýrúið sauðfé sem og mannfólkið.
Flúorinn hafði skelfileg áhrif á dýrin.
Í verstu tilvikunum freyddu bein svo
tennur duttu úr grasbítum og þeir
hættu að nærast og gátu ekki jórtrað.
Þá voru dæmi um að vöxtur tanna
væri mjög misjafn með tilheyrandi
vandamálum við að nærast. Þá hafði
flúorinn áhrif á fætur dýranna svo þau
gátu vart gengið. Í þessum hörmung-
um fækkaði sauðfé um allt að 80%,
hrossum um 60% og nautgripum um
50%. Hér hefur ekki verið minnst á
hversu kvalafullt þetta hefur verið fyr-
ir dýrin.
En það var fleira. Meira að segja
létust kettir og þá úr hungri því móð-
an útrýmdi öllum músum á svæðinu.
Ekki þarf að taka fram að heyfengur
brást algjörlega sem leiddi til þess að
skepnur dóu úr hungri. Afleiðingin
varð eymd og hungursneyð í landinu,
einkum þó á suðaustanverðu land-
inu.
Veturinn 1783-1784 var harð-
ur. Hann einkenndist af langvarandi
kuldum og úrkomu. Það liggur nærri
að kuldatíðin hafi varað frá desem-
ber 1783 og fram eftir sumri 1784. Töl-
urnar töluðu sínu máli. Í móðuharð-
indunum fækkaði landsmönnum úr
48.884 fyrir gos niður í 38.368 árið
1786 eða um 12.516 einstaklinga sem
er fækkun um 25,6%. Í Skaftafellssýsl-
unum létust tæplega 40% íbúanna.
Gosinu lauk 7. febrúar 1784.
Geta endurtekið sig
Það sem menn þurfa að átta sig hér
á er að svona náttúruhamfarir geta
endurtekið sig enn þann dag í dag.
Auðn og tóm um sveitir landsins
verða oft raunin í kjölfar slíkra at-
burða. Vissulega yrði ekki um sama
horfelli að ræða í dag og þarna varð
en náttúruhamfarirnar sem slíkar
geta endurtekið sig.
Og þó Eyjafjallagosið sé ennþá
fremur lítið má sjá svipaða hluti vera
að gerast. Jarðir að leggjast í eyði,
gripaflutningar fara í fullan gang og
menn reyna af veikum mætti að nýta
vélar og tæki til hreinsunarstarfa.
En eyðileggingin getur orðið hrika-
leg þótt á endanum nái þessi svæði
sér á strik á ný í komandi framtíð en
þó stundum ekki fyrr en eftir langan
tíma.
Gæti haft veðurfarsleg áhrif
En vitandi um þessa miklu ösku-
myndun og dreifingu hennar og
kuldatíðina sem kom í kjölfarið hafa
menn reynt að meta hvaða áhrif
Skaftáreldagosið hafði á veðurfar þess
tíma. Svarið er eiginlega það að áhrif-
in urðu um alla jörð. Á norðurhveli
jarðar hafa sum líkön bent til þess að
lofthiti hafi lækkað um allt að 3 gráð-
ur að jafnaði, sem telst mjög mikið í
heimi vísindanna . Þessi kólnun hef-
ur áhrif á alla uppskeru bænda með-
al annars í Evrópu og þegar trjáhring-
ar eru skoðaðir frá þessum árum má
greina að þeir eru litlir og vesælir og
má sjá slíkt í trjám bæði vestan og
austan Atlantsála. Þá er jafnvel talið
að þetta hafi haft áhrif á veðrahring-
rásina á suðurhveli jarðar sem leitt
hafi til mikilla þurrka á sumum svæð-
um.
Það er því ekkert grín þegar eld-
stöðvar spúa ösku og gasi langtímum
saman. Slíkt leiðir til hörmunga með
einum öðrum hætti. Þó vart sé hægt
að tala um að gosið í Eyjafjallajökli
muni hafa mikil áhrif til kólnunar
miðað við stöðu þess og afleiðingar í
dag er vert að hafa í huga að við sjáum
alls ekki fyrir endann á því og áhrif-
um þess. Þó má allt eins áætla, að það
standi álíka lengi og síðasta gos í Eyja-
fjallajökli 1821-1823 þó með hléum
verði og haldi það áfram að framkalla
ösku á þessum tíma, að þá mun veð-
urfarslegra og efnahagslegra áhrifa
Eldgosið í Eyjafjallajökli gæti haft veður-
farsleg áhrif um allt norðurhvel jarðar. Eld-
gos á Suðurlandi hafa jafnan kallað miklar
hörmungar yfir íslensku þjóðina og er ekki
útséð með hvenær það hættir og þar með
hver áhrifin verði af því. Fullyrða má hins
vegar að það muni leiða til kólnunar.
SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON
jarð- og veðurfræðingur
skrifar af vettvangi eldgossins:
Víðtæk áhrif Eldgosið í Eyjafjalla-
jökli gæti haft víðtæk veðurfarsleg
áhrif um allt norðurhvel. Þessar
mögnuðu myndir af gosinu tók
Guðrún Ýr Bjarnadóttir.
Regluleg hörmungatímabil Eldgos á Suðurlandi hafa kallað hörmungar yfir
þjóðina og kennir sagan okkur að áhrifa þeirra gætir víða.