Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 3
GÆTI HAFT ÁHRIF UM ALLT NORÐURHVEL FRÉTTIR 26. apríl 2010 MÁNUDAGUR 3 Það er því ekkert grín þegar eldstöðvar spúa ösku og gasi langtímum saman. þess án efa gæta að einhverju marki á öllu norðurhveli jarðar hið minnsta. En ræsi þetta gos Kötlu mun það kalla enn meiri hörmungar yfir land og þjóð með tilheyrandi búsifjum og landskemmdum. Á hinn bóginn mun veðurfarsleg kólnun með viðeigandi uppskerubresti ekki hafa eins mik- il áhrif á mannfall og skepnufall og áður. Þökk sé bættum samgöngum milli landa auk betri þekkingar og upplýsingaflæðis. Víðtæk áhrif Eldgosið í Eyjafjallajökli gæti haft víðtæk veðurfarsleg áhrif um allt norðurhvel. Þessar mögnuðu myndir af gosinu tók Guðrún Ýr Bjarnadóttir. „Það er ofboðsleg sorg í kringum þetta hjá öllum aðilum. Þetta er skelfileg staða, það er ekki ann- að hægt að segja um það og full þörf á hlýhug og stuðningi á alla vegu,“ segir Sigurður Grét- ar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskálaprestakalli, um bílslysið sem átti sér stað á Hringbraut við Mánagrund í Reykjanesbæ á laugardagsmorgun. Þrjár stúlk- ur slösuðust alvarlega í slysinu og létust tvær þeirra á sunnu- dag. Tildrög slyssins voru þau að jeppi sem stúlkurnar voru far- þegar í rakst á staur og valt. Stúlk- urnar voru fluttar á Landspít- alann í Fossvogi í Reykjavík þar sem þær hafa legið þungt haldn- ar í öndunarvél. Pilturinn sem ók bílnum slapp hins vegar án telj- andi meiðsla. Hann var útskrif- aður samdægurs af Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Biðja fyrir stúlkunum Tvær bænastundir voru haldn- ar í Útskálakirkju í Garðinum yfir helgina þar sem aðstandendum gafst færi á samtali við prest. Fjöldi manns sótti bænastundirnar og var þar mikið af ungu fólki enda eiga stúlkurnar marga vini og kunningja sem eiga um sárt að binda. Sigurð- ur segist hafa hvatt fólk til sam- stöðu og hlýhugs til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna slyssins. Tildrög bílslyssins liggja ljós fyrir en ekki er hægt að greina frá þeim að svo stöddu, að sögn Jó- hannesar Jenssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Slysið varð þar sem hestafólk hefur meðal annars að- stöðu en þar skiptist vegurinn út í Garð og í Sandgerði. „Við teljum að tildrög slyssins liggi nokkuð ljós fyrir en það er ekki hægt að skýra frá þeim að svo stöddu,“ segir Jó- hannes spurður um stöðu rann- sóknarinnar á slysinu. Haft uppi á vitnum Sigurður segir að ökumaður bif- reiðarinnar, sem er rétt innan við tvítugt, hafi verið yfirheyrður vegna málsins. Jóhannes gat þó ekkert tjáð sig um hvað kom út úr þeirri yfirheyrslu. Engin hálka var á veg- inum þegar slysið varð, að sögn Jó- hannesar. Lögreglan á Suðurnesjum aug- lýsti eftir hugsanlegum vitnum að slysinu í fjölmiðlum á laugardag en að sögn Jóhannesar gaf sig eng- inn fram eftir þá tilkynningu. Sér- staklega var óskað eftir að heyra í manni sem var á vettvangi slyssins og leyfði afnot af farsíma sínum. „Við höfum hins vegar haft uppi á aðilum sem voru þarna á ferð um þetta leyti. Við höfðum uppi á þeim eftir öðrum leiðum.“ Við teljum að tildrög slyssins liggi nokkuð ljós fyrir en það er ekki hægt að skýra frá þeim að svo stöddu. „OFBOÐS - LEG SORG“ Íbúar í Reykjanesbæ eru slegnir vegna stúlknanna þriggja sem slösuðust í alvarlegu bílslysi um helgina. Bænastundir voru haldnar í Reykjanesbæ. Tvær af stúlkunum létust á sunnudag. Tildrög slyssins þykja liggja ljós fyrir. Rakst á staur Bíllinn rakst á staur og valt síðan við hringtorgið við Mánagrund. Úr kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Haft uppi á vitnum Lögreglan auglýsti eftir vitnum að slysinu en enginn gaf sig fram. Lögreglan hafði hins vegar uppi á þeim sem voru þar á ferð. Sandkassarnir á Lynghagarólu- vellinum í Vesturbæ Reykjavík- ur fá lengri lífdaga eftir að bar- áttuglaðir hverfisbúar sannfærðu borgarstarfsmenn um að hlífa kössunum. Eftir samningaferli við starfsmennina varð það úr að íbú- arnir fá sjálfir að halda sandköss- unum við. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að fjarlægja alla sandkassa borg- arinnar í sparnaðarskyni þar sem afar dýrt þykir að skipta árlega um sand í kössunum vegna heil- brigðiskrafna. Framkvæmdin nær til allra sandkassa á svokölluðum opnum svæðum borgarinnar og eru starfsmenn hverfastöðva langt komnir með verkið. Sandkassarn- ir tveir við Lynghagann verða þó skildir eftir í höndum hverfisbúa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá vináttufélagi leikvallarins við Lynghaga, Grími. Í tilkynningunni eru Reykvíkingar og útrásarvíking- ar hvattir til að leggja sitt af mörk- um. „Í stuttu máli fá sandkassarn- ir tveir á Lynghagaróluvellinum að vera þar áfram. Sandinn þarf hins vegar að fjarlægja og setja nýjan í hans stað. Borgin mun ekki leggja sandinn til og þurfa íbúar að taka höndum saman með aðföng og fjármögnun. Rúmmetri af sandi kostar nú um heilar 3.000 krón- ur. Áhugasamir úrlausnarfélagar í eða utan Gríms eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við félag- ið til skrafs og ráðagerða. Þá eru ferðalangar um aflandseyjar ytra beðnir um að fylla töskur af sandi á leið heim,“ segir í Grímstilkynn- ingunni. trausti@dv.is Baráttuglaðir Vesturbæingar fengu að halda sandkassa: Vilja sand frá auðmönnum Barist fyrir kössunum Íbúar nærri Lyng- haga í Vesturbænum fá að halda tveimur sandkössum á róluvellinum þar eftir snarpa baráttu við borgarstarfsmenn. BIRGIR OLGEIRSSON og EINAR ÞÓR SIGURÐSSON blaðamenn skrifa: birgir@dv.is og einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.