Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 26. apríl 2010 FRÉTTIR HÆTTULEGUSTU GATNAMÓTIN Tölfræði síðustu fimm ára sýnir að slys verður gatnamótum Grensás- vegar og Miklubrautar á tíu daga fresti. Þessi fjölförnu gatnamót eru þau hættulegustu á höfuðborgar- svæðinu, samkvæmt gögnum frá umferðarstofu. Slysin á undanförn- um fimm árum eru þar 175 talsins. Miklabraut og Kringlumýrar- braut verstar Umferðarstofa heldur utan um tíðni slysa eftir gatnamótum. Þrenn gatna- mót Miklubrautar eru á lista yfir fimm hættulegustu gatnamót höf- uðborgarsvæðisins; gatnamótin við Grensásveg, við Kringlumýrarbraut og við Háaleitisbraut. Samanlagt urðu 437 óhöpp á þessum þremur gatnamótum á árunum 2005 til 2009, eða á fimm ára tímabili. Í 65 tilvikum urðu slys á fólki. Kringlumýrarbraut er næsthættu- legasta gata höfuðborgarsvæðis- ins ef marka má að fimm gatnamót brautarinnar eru á lista yfir þau tut- tugu þar sem flest slys urðu á árun- um 2005 til 2009. Slysin voru alls 372 landsins en í 90 þeirra varð fólk fyrir meiðslum. Hætta við Háskólann Gatnamót Grensásvegar og Miklu- brautar eru, eins og áður sagði, hættulegustu gatnamót landsins. Þar urðu 175 slys á síðustu fimm árum. Gatnamót Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar eru næst í röðinni en þar urðu slysin 157 á sama tímabili. Gatnamót Hringbrautar og Njarðar- götu, í námunda við Háskóla Íslands, eru þriðju hættulegustu gatnamót landsins en þar urðu slysin 124. 123 slys urðu við gatnamót Suðurlands- brautar, Kringlumýrarbrautar og Laugavegar en þar líða að jafnaði 15 dagar á milli umferðarslysa. Beygjuljósin virka Sigurður Helgason hjá Umferð- arstofu segir að jafnt og þétt hafi tekist að draga úr slysum á höfuð- borgarsvæðinu undanfarin ár, en ríflega 3.000 umferðaróhöpp urðu í Reykjavík einni í fyrra. Þar af urðu 47 slys þar sem fólk slasaðist veru- lega, auk tveggja banaslysa. Sigurð- ur segir sífellt unnið að því að draga úr slysatíðni á gatnamótum þar sem mörg slys verða. Það sé til dæmis gert með því að setja upp sérstök beygjuljós á fjölförnum gatnamót- um. Það hafi til dæmis nýlega ver- ið gert á gatnamótum Suðurlands- brautar, Kringlumýrarbrautar og Laugavegs. Margsannað sé að slík ráðstöfun dragi verulega úr fjölda óhappa á fjölförnum gatnamót- um og skili sér þannig í auknu ör- yggi. Umferðarslysum hafi til að mynda fækkað nokkuð í fyrra, ekki síst vegna þess að búið sé að koma fyrir beygjuljósum víða þar sem þau voru ekki áður. Hraðanum að kenna Eins og áður sagði verða flest slys á gatnamótum Miklubrautar og Grens- ásvegar. Að mati Sigurðar er þar um að kenna miklum hraða. „Það er leyfður 80 kílómetra hámarkshraði í Ártúnsbrekkunni og að Grensásveg- inum. Það mætti minnka hraðann fyrr og draga þannig úr hættunni. Menn láta oft á tíðum vaða yfir ljós- in á mikilli ferð til að reyna að ná í gegn áður en rauða ljósið kemur. Það getur verið hættulegt,“ útskýrir hann. Sigurður segir enn fremur að ef allir myndu alltaf keyra á löglegum hraða myndi slysum fækka gríðarlega. „Stóra vandamálið er einfaldlega mikill hraði,“ segir hann. Sigurður segir þó að sífellt sé leitað leiða til að greiða úr flöskuhálsum í umferðinni og fækka slysum. „Það er til dæm- is búið að ákveða að banna vinstri beygju þegar ekið er af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut á álagstímum. Það er gert til að greiða fyrir umferð- inni,“ segir Sigurður. Slysum fækkar Aðspurður segir Sigurður að flest slys á fólki verði þegar bíl er ekið aft- an á annan. Spurður hvort alvarleg- um meiðslum fari fækkandi segir hann að alvarlega slösuðum og látn- um hafi fækkað úr 212 í 187 á síðasta ári en 187 sé hins vegar enn allt of há tala. Í skýrslu Umferðarstofu um um- ferðarslys á Íslandi segir að undan- farin tíu ár hafi að jafnaði sex ein- staklingar látið lífið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu. 68 hafa að jafnaði slasast alvarlega og ríflega 700 slasast alls að jafnaði á hverju ári. Fjöldi slasaðra er nokkuð mis- munandi milli ára en þróunin hefur þó verið sú að umferðarslysum hef- ur fækkað þegar til lengri tíma er lit- ið. Gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar eru hættulegustu gatnamót landsins ef marka má tölur frá Umferðarstofu. Þar hafa orðið 175 slys á umliðnum fimm árum. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir markvisst unnið að fækkun slysa en segir að ef allir keyrðu á löglegum hraða myndi slysum fækka verulega. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Slysakort Umferðarstofu Á kortinu sjást umferðarslys í Reykjavík og næsta nágrenni 2009. Bláu punktarnir merkja slys án meiðsla, grænu tákna slys með litlum meiðslum, gulu sýna hvar alvarleg slys áttu sér stað en þeir rauðu merkja banaslys.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.