Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 26. apríl 2010 FRÉTTIR Hyggist skattrannsóknarstjóri ríkisins kyrrsetja eignir fyrrverandi stjórnar- formanna og forstjóra FL Group gríp- ur hann í sumum tilvikum í tómt. Sér í lagi ætli hann að frysta heimili þeirra. Í síðustu viku var greint frá því að skattrannsóknarstjóri ætli sér að kyrrsetja eignir áðurnefndra manna og eftir því sem DV kemst næst eru það þeir Hannes Smárason, fyrrver- andi forstjóri FL Group, Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórnar- formaður FL Group, Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, áður FL Group, og Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrr- verandi stjórnarformaður FL Group. Þeir voru allir í forsvari fyrir félagið á árunum 2006 og 2007 og leikur grun- ur á að tekjum hafi verið skotið undan í rekstri félagsins með því að bókfæra hlunnindi sem rekstrargjöld. Ekki hefur skattrannsóknarstjóri gefið út nákvæmlega hvaða eignir um ræðir en eftirgrennslan DV sýnir að erfitt gæti reynst að grípa húseign- ir þeirra því allir hafa þeir fært húsin yfir á konurnar, fyrir utan þann síðast- nefnda. Býr hjá frúnni Jón Ásgeir býr á Sóleyjar- götu, í glæsilegu húsi núm- er 11 við götuna, en húsið er í eigu Ingibjargar Stefan- íu Pálmadóttur, eiginkonu hans, og á hana hefur hús- ið verið skráð frá árinu 2002. Samkvæmt fasteignamati er verðmæti hússins tæpar 140 millj- ónir króna en það er nærri 600 fer- metrar að stærð, sé bílskúrinn tal- inn með. Það er spurning hvort skattrannsóknarstjóri eigi auðveldara með að krækja í glæsibifreið Jóns Ás- geirs, af tegundinni Range Rover. Bif- reiðin sem hann ekur um á er nefni- lega skráð á fjölmiðlafyrirtækið 365 og þangað var bíllinn færður um síðustu mánaðamót. Áður hafði bíllinn ver- ið í eigu Baugs og síðar Haga en Jón Ásgeir hefur haft af- not af honum í gegnum þessi fyrirtæki. Lögheimilin úti Bæði hafa þau Jón Ás- geir og Ingibjörg flutt lög- heimili sín til útlanda. Það hefur líka Hannes Smárason gert og hann hefur líka flutt húsið sitt yfir á sambýliskonu sína. Það var í janúarmánuði 2008 sem húseign hans við Fjölnisveg 9 var færð yfir á Unni Sigurðardóttur, sam- býliskonu Hannesar, en bæði eru þau búsett í Bretlandi. Húsið við hliðina á, Fjölnis- veg 11, keypti Hannes líka eftir deilur við nágranna en húsið er skráð á eignarhaldsfélag í hans eigu, félagið Fjölnisvegur 9 ehf. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum hefur bank- inn gengið að félaginu og því húsinu númer 11 við Fjölnisveg ásamt íbúð þeirra í London. Sam- kvæmt þessu er Hannes sjálfur því ekki skráður með heimili hér á landi sem hægt er að frysta. Vildi rífa og byggja nýtt Jón á fasteignir á Unnarbraut 17 og 19 á Seltjarnarnesi. Hann færði báð- ar fasteignirnar yfir á Björgu Fenger, konu sína, 6. maí 2009. Jón hugð- ist rífa Unnarbraut 19 og byggja þar nýtt hús. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála felldi árið 2008 úr gildi ákvörðun Seltjarnarnesbæjar um að leyfa Jóni að rífa húsið. Ekkert er áhvílandi á húsnæðinu á Unnar- braut 19 en hina eignina keyptu Jón og Björg árið 2004, samkvæmt upp- lýsingum frá fasteignaskrá Íslands. Skarphéðinn Berg Steinarsson er sá eini af fjórmenningunum sem er með skráð heimili sitt á eigin kennitölu en hann býr á Melhaga 1 í Reykjavík. Sjálfur hefur hann sagt rannsókn skattrannsóknarstjóra snúa að FL Group en ekki honum persónulega. Í síðustu viku gagn- rýndi hann skattrannsóknarstjóra fyrir að leka í fjölmiðla ákvörðun um að kyrrsetja eignir hans. Með því kunni embættið að gera sig vanhæft til meðferðar mála og sekt um lög- brot. Það gæti reynst skattrannsóknarstjóra ríksins erfitt að frysta heimili fyrrverandi stjórn- arformanna og forstjóra FL Group. Flestar húseignirnar eru á nöfnum eiginkvenna eða sambýliskvenna, fyrir utan Skarphéðin Berg Steinarsson, fyrrverandi stjórnarformann félagsins. Hann gagnrýnir leka hjá skattrannsóknarstjóra sem kunni að varða við lögbrot. EIGNALITLIR AUÐMENN TRAUSTI HAFSTEINSSON og ANNAS SIGMUNDSSON blaðamenn skrifa: trausti@dv.is og as@dv.is Fjölnisvegur 9 Glæsihúsið sem Hannes á við Fjölnisveg í Reykjavík. Hannes keypti líka húsið við hliðina af nágranna sínum eftir deilur við hann um stækkun bílskúrs. MYND SIGTRYGGUR ARI Kátir saman Báðir eiga þeir Hannes og Skarphéðinn Berg yfir höfði sér að eignir þeirra verði kyrrsettar vegna grunsemda um að tekjum hafi verið skotið undan í rekstri FL Group. „Hugmyndin er að leggja fram yfir- lýsingu á fundinum á morgun sem svarar spurningum Vilhjálms Bjarna- sonar. Þetta mun gera Vilhjálmi erf- iðara fyrir að stela senunni á fundin- um og koma aðalatriðum málsins til fjölmiðla,“ skrifar Stefán Sigurðsson í tölvubréfi til nokkurra stjórnenda og starfsmanna Glitnis 20. febrúar 2008. „Ég held að við ættum ekki að gefa Vilhjálmi of mikinn tíma á fundinum til þess að undirbúa svör við svarinu. Þannig að mínu mati ætti þetta ekki að koma við upphaf fundarins,“ skrif- ar Stefán í öðru bréfi sama dag. Siðfræðihópur rannsóknarnefnd- ar Alþingis gerir grein fyrir þessu í 8. kafla skýrslunnar. Hinn 20. febrúar 2008, á aðalfundi Glitnis, ætlaði Vil- hjálmur Bjarnason að gera athuga- semdir við frægan starfslokasamning sem gerður var við Bjarna Ármanns- son árið 2007. Vilhjálmur mun hafa ætlað að gagnrýna kaup Glitnis á hlutabréfum í Glitni af Bjarna. Þegar Bjarni Ármannsson lét af störfum sem forstjóri Glitnis í maí árið 2007 seldi hann hluti sína í bank- anum fyrir sjö milljarða króna. Árið 2007 fékk hann 190 milljónir króna í laun og þar af voru 100 milljónir króna bónusgreiðsla. Bjarni hagnað- ist um 381 milljón króna vegna kaup- réttarsamninga. Starfslokasamningurinn var harðlega gagnrýndur. Bjarni ákvað í kjölfar bankahrunsins að borga hluta fjármunanna til baka um leið og hann viðurkenndi að hafa gert mis- tök í aðdraganda hrunsins. Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, var hluthafi og spari- fjáreigandi í Glitni. Hann var einn þeirra fáu er gagnrýndu stjórnunar- hætti íslenskra bankamanna í góð- ærinu. Ekki náðist í Stefán Sigurðsson en hann er framkvæmdastjóri eigna- stýringar hjá Íslandsbanka. helgihrafn@dv.is Vildu þagga niður í Vilhjálmi Stjórnendur Glitnis skipulögðu aðalfund til þess að hluthafi fengi ekki athygli: Óþægilega gagnrýninn Stjórnendur Glitnis vildu ekki að Vil- hjálmur Bjarnason „stæli senunni“ á aðalfundi Glitnis. Fékk umhverfis- viðurkenningu Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra afhenti Sigrúnu Helga- dóttur náttúruverndarviðurkenn- ingu Sigríðar í Brattholti við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu á sunnu- dag. Sigrún Helgadóttir hefur helg- að starfskrafta sína umhverfismál- um, ekki síst við að miðla fræðslu til barna og ungmenna en einnig hefur hún lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að auka skilning almennings á náttúru og umhverfi. Haldið var upp á dag umhverfisins á sunnudag með afhendingu viðurkenninga og ýms- um viðburðum. Við sama tækifæri fékk prent- smiðjan Oddi afhentan Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- ráðuneytisins, og nemendur Hvols- skóla voru útnefndir varðliðar um- hverfisins. Óku á ölvaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði á laugardaginn hendur í hári fjögurra karlmanna sem voru í bif- reið sem ekið var á ljósastaur í Hafn- arfirði. Lögreglan hafði ekki fundið út á laugardaginn hver fjórmenn- inganna það var sem ók bílnum en grunur lék á að þeir hafi allir verið undir áhrifum áfengis. Auk þess lék grunur á að þeir hefðu neytt fíkni- efna. Þeir gistu allir fangageymslur lögreglunnar. Fólk eyði tröllahvönn Náttúrustofa Vestfjarða hvetur garð- eigendur til að fjarlægja tröllahvönn, einnig kölluð bjarnarkló, úr görðum sínum. Margir láta fegurð hennar blekkja en hún er í reynd eitruð og hættuleg. Ef blöð eða stönglar eru brotnir af henni getur safi hennar aukið ljósnæmi húðarinnar og vald- ið þannig miklum brunasárum. Börnum stafar sérstök hætta af henni en dæmi eru um að þau hafi brunnið illa eftir að hafa leikið sér með tröllahvönn. Árétting Í frétt DV um málefni Glitnis, Tómasar Hermannssonar og Stapa fjárfestingafélags á föstu- daginn í síðustu viku kom fram að fyrirtækjasvið Glitnis hefði kynnt fjárfestinguna fyrir Tómasi. Frétt DV mátti skilja sem svo að að vinur Tómasar, Vilhelm Már Þorsteinsson, núverandi fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Íslandsbanka, hefði einnig verið yfir fyrirtækjasviðinu um sum- arið 2008 þegar Tómas fjárfesti í Stapa. Vilhelm tók hins vegar ekki við fyrirtækjasviðinu fyrr en eftir hrunið 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.