Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 26. apríl 2010 MÁNUDAGUR 17 Þúsundir gengu um götur víða á Spáni á laugardaginn til að mótmæla friðhelgi vegna borg- arastyrjaldarinnar á Spáni og ákærum á hendur dómaranum Baltasar Garzon sem rannsakað hefur dauða fólks í valdatíð ein- ræðisherrans Franciscos Franco á árunum 1939 til 1975. Stuðningsmenn Garzons segja að ákærur á hendur honum séu árás á réttarfarslegt sjálfstæði, en öfga hægriflokkar hafa sakað Garzon um að hafa misnotað vald sitt með því að reyna að ýta úr vör fyrstu skilmerkilegu rannsókninni á borgarastyrjöldinni 1936 til 1939. Baltasar Garzon vakti heims- athygli árið 1998 þegar hann gaf út alþjóðlega handtökuheim- ild á hendur Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, vegna meintra pyntinga og drápa á spánskum ríkisborgurum. Stuðningsmenn Baltasars Garzon segja að enn sé að finna í landinu opið sár sem þurfi að græða, og mótmælagöngur voru skipulagðar í tuttugu spánskum borgum á laugardaginn, og einn- ig við sendiráð Spánar í Lundún- um, Dyflinni, Brussel, Lissabon, París, Mexíkó og Buenos Aires. Í Madríd tóku mannréttinda- sinnar, leikarar og fjölskyldumeð- limir fórnarlamba einræðisstjórn- ar Francos þátt í göngunni. Skammt frá létu falangistar að sér kveða. Þeir voru um þrjú hundruð talsins og héldu á borða sem á stóð „Stoltir af sögu okk- ar“, en þeir voru stuðningsmenn Franc os í borgarastyrjöldinni. Baltasar Garzon hefur áfrýjað ákæruatriðunum á þeim grund- velli að Luciano Varela, dómari við hæstarétt, hafi aðstoðað óvildar- menn Garzons með ákærurnar. Ef Garzon verður sakfelldur á hann yfir höfði sér tíu ára fangelsisvist auk banns við frekari dómarastörf- um. Á brattann að sækja hjá þekktum spánskum dómara: Sakaður um misnotkun valds Baltasar Garzon dómari Hann er í miklum metum hjá mannréttindasinnum. MYND AFP Vill svelta þá sem ekki þiggja störf Digby Jones, lávarður og fyrrverandi viðskiptaráðherra Bretlands, telur að það eigi að svelta atvinnulaust fólk, sem ekki þiggur það starf sem því býðst, þannig að það neyðist til að fá sér vinnu í stað þess að þiggja þús- undir punda í bætur. Ummælin lét Jones falla í sjón- varpsþætti á BBC um ungt atvinnu- laust fólk þar sem hann spjallaði við tvo karlmenn. Annar þeirra sagði að hann og kærasta hans fengju um 12.000 pund árlega, sem ættu að nýt- ast til atvinnuleitar og sem húsnæð- isbætur, og því sæju þau enga ástæðu til að fá sér vinnu. „Ef ég væri að horfa á þennan þátt myndi ég kasta einhverju í sjónvarps- tækið og segja „Hlunkist af rassgat- inu og farið að vinna“, og við ættum að fella niður allar bætur til ykkar og svelta ykkur þar til þið færuð að vinna,“ sagði Digby Jones. Ófrjósemisaðgerðir án samþykkis Mannréttindasamtök telja að tug- þúsundir ungra kvenna í Úsbekistan hafi verið gerðar ófrjóar án þeirra samþykkis og að það hafi verið gert að skipan Islams Karimov, forseta landsins, sem hefur ríkt með harðri hendi í landinu síðastliðin tuttugu ár. Tilgangurinn er sagður vera að halda niðri fjölda fátækra í landinu. Mannréttindasinnar segja að að fjöldaófrjósemisaðgerðir hafi hafist árið 2003, en fallið niður tveimur árum síðar vegna mikilla mótmæla. Sagt er að aðgerðirnar hafi verið teknar upp að nýju í febrúar þegar læknum var skipað að mæla með ófrjósemisaðgerð sem „áhrifaríkri getnaðarvörn“. Fullyrt er að læknum hafi verið gert að telja „að minnsta kosti tvær konur“ í mánuði á að fara í ófrjó- semisaðgerð. Læknum sem ekki tókst slíkt var refsað og þeir sektaðir. SMOKKAR OG SAMSÖNGUR skjalinu hefur verið settur í önnur störf samkvæmt upplýsingum frá utanríkis- ráðuneytinu, en smáatriði úr skjalinu urðu opinber eftir að það komst í hend- ur starfsmanna á Sunday Telegraph. Sendiherra Bretlands í Páfagarði átti fund með háttsettum embættismönn- um Páfagarðs til að lýsa hryggð bresku ríkisstjórnarinnar vegna málsins. Samsöngur með Englandsdrottningu Í skjalinu er einnig stungið upp á því að Benedikt páfi sýni í verki harða af- stöðu sína í málum sem varða barna- níð innan vébanda kirkjunnar með því að „reka óheiðarlega biskupa“ og koma á laggirnar hjálparlínu fyrir mis- notuð börn. Tillaga var gerð að því að páfi bæðist afsökunar á Spanish Armada, spánska flotanum sem sigldi gegn Englendingum árið 1588 í þeim til- gangi að steypa Elísabetu I Englands- drottningu af stóli, eða syngja með Elísabetu Englandsdrottningu í góð- gerðarskyni. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að þar á bæ væru menn „afar leiðir“ vegna plaggsins. „Margar hugmyndir í skjalinu eru augljóslega vanhugsaðar, næfar og virðingar- lausar,“ sagði talsmaður ráðuneytis- ins. Með opinn faðminn Stungið var upp á samsöng Benedikts páfa og Englandsdrottningar. MYND AFP Íbúar jarðar ættu að fara varlega í þeirri viðleitni að ná sam- bandi við geimverur að mati breska eðlisfræðingsins Step- hen Hawking. Að hans mati er skynsamlegra að reyna að forðast samband við þær. Eðlisfræðingurinn Stephen Haw- king velkist ekki í vafa um til- vist geimvera. En að hans mati ættu jarðarbúar að forðast eftir fremsta megni að ná sambandi við þær. Þessi skoðun Hawkings kom fram í nýrri heimildarþáttaröð á sjónvarpsstöðinni Discovery, en í henni setur Hawking fram síð- ustu vangaveltur sínar um helstu leyndarmál alheimsins. Líf fyrirfinnst að mati Haw- kings nánast örugglega í mörg- um öðrum hlutum alheimsins og sagði hann að það væri „fullkom- lega rökrétt“ að draga þá álykt- un. Rök Hawkings hvað varðar geimverur eru, hvað hann varð- ar, sáraeinföld. Hann bendir á að 100 milljarða sólkerfa sé að finna í alheiminum, sem hvert um sig samanstandi af hundruð- um milljóna stjarna og í svo miklu rými sé fráleitt að ætla að Jörðin sé eina plánetan þar sem líf hafi þróast. Einföld dýr „Í mínum stærðfræðiheila gerir fjöldinn það að verkum að hug- myndin um geimverur er fullkom- lega rökrétt. Raunverulega áskor- unin felst í því að komast að því hvernig þær raunverulega eru,“ sagði Hawking. Hawking telur að stærstur hluti geimvera sé svipaður örverum eða einföldum dýrum, í líkingu við þau sem ráðið hafa ríkjum á Jörð- inni stærsta hluta sögu hennar. Hann telur ekki fráleitt að ætla að geimverur myndu einfaldlega þurrka Jörðina af öllum hennar náttúruauðlindum og færa sig síð- an um set. „Við þurfum bara að líta til sjálfra okkar til að sjá hvernig viti borið líf kynni að þróast í eitt- hvað sem við vildum ekki standa frammi fyrir. Ég ímynda mér að þær þrífist í stórum skipum eftir að hafa klárað allar auðlindir á eig- in plánetu. Þróaðar geimverur af því tagi myndu hugsanlega verða flakkarar sem vildu sigra og ný- lendugera hverja þá plánetu sem yrði á vegi þeirra,“ sagði Hawking. Svolítið áhættusamt Á liðnum tíma hafa verið send út í geim könnunarför með myndum af manninum um borð og teikn- ingum sem sýna staðsetningu Jarðarinnar. Útvarpsbylgjur hafa verið sendar út í geim í von um að ná tengslum við eitthvað sið- menntað samfélag geimvera. Stephen Hawking kemst að þeirri niðurstöðu að það sé „svo- lítið áhættusamt“ að reyna að koma á tengslum við geimverur. „Ef geimverur heimsækja okkur einhvern tímann held ég að nið- urstaðan yrði í líkingu við afleið- ingarnar af því þegar Kristófer Kólumbus kom fyrst til Ameríku, en það kom ekki vel út fyrir frum- byggja Ameríku,“ sagði Stephen Hawking. BER AÐ VARAST GEIMVERURNAR KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Þróaðar geim-verur af því tagi myndu hugsanlega verða flakkarar sem vildu sigra og nýlendu- gera hverja þá plánetu sem yrði á vegi þeirra. Stephen Hawking Segir rökrétt að viðurkenna tilvist geimvera. Nautabani stangaður illa Einn frægasti nautabani Spánar, Jose Tomas, var stangaður alvarlega í nautaati í Mexíkó um helgina. Tom- as fékk tíu sentimetra skurð í nárann og slagæð rifnaði þegar hann var stangaður af nauti í nautaati í Agu- ascalientes. Jose blæddi svo heiftarlega að auglýst var eftir blóðgjöfum á staðn- um, en Jose Tomas er í tiltölulega sjaldgæfum blóðflokki, A+. Síðan var farið með Tomas á sjúkrahús, en þá hafði hann misst nokkra lítra blóðs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tomes er stangaður af nauti. Hann var til dæmis stangaður tvisvar sinn- um í einum og sama bardaganum í júní árið 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.