Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 26. apríl 2010 FRÉTTIR Rannsóknarskýrslur vegna hins fræga skotbardaga við O.K. Corral í Tombstone í Arisóna árið 1881 hafa komið í leitirnar eftir að hafa verið týndar í hálfa öld. Um er að ræða vitnisburð vitna að skotbardaganum sem var á milli varða laganna, þeirra á meðal Wyatt Earp, og fjögurra útlaga. Þegar byssurnar hljóðnuðu lágu þrír útlaganna í valn- um. Skjölin sáust síðast árið 1960 þegar þau voru ljósrituð og standa vonir til þess að sérfræðingum tak- ist að gera læsilegar athugasemdir sem ritaðar hafa verið á spássíur skjalanna. Ekki er þó talið að skjöl- in muni varpa nýju ljósi á atburða- rásina þennan örlagaríka dag. Skjölin fundust fyrir tilvilj- un þegar verið var að hreinsa til í geymslu í dómhúsi Cochise-sýslu í Bisbee í Arisóna. 26. október árið 1881 stóðu Wyatt Earp, bræður hans Virgil og Morgan, og Doc Holliday andspænis útlögun- um Billy og Ike Clanton og Frank og Tom McLaury á bak við O.K .Corral Í hálfrar mínútu skotbardaga voru McLaury-bræðurnir og Billy Clant- on felldir og var mikið fjallað um at- vikið og eftirmál þess í fjölmiðlum þess tíma. Skotbardaginn varð ein af þjóðsögum Villta vestursins og Earp- bræðurnir urðu hetjur fyrir bragðið. Enn þann dag í dag eru áhöld um hver skaut fyrsta skotinu og jafnvel hvort allir útlagarnir voru vopnaðir. Earp-bræðurnir sögðust hafa verið að verja hendur sínar en stuðnings- menn hinna föllnu útlaga sögðu að um morð hefði verið að ræða. Í skjölunum er að finna vitnisburð Williams Claiborn, sem sagnfræðing- ur segir hafa verið vin þeirra þriggja sem skotnir voru til bana, og gefið er í skyn í skjölunum að Doc Holliday hafi mætt til bardagans með byssu sem hann faldi undir síðum frakka. Tombstone fagnar reglulega hlut- verki bæjarins í sögu Villta vesturs- ins og laðar að ferðamenn með svið- setningu á skotbardaganum við O.K. Corral árið 1881. Þess má geta að fyrr í þessum mánuði setti ríkisstjóri Arisóna í lög ákvæði sem heimilar íbúum fylkisins að ganga með hulin skotvopn án sér- staks leyfis. Skjöl um skotbardagann við O.K. Corral fundust fyrir tilviljun: Skýrslur týndar í hálfa öld Skotbardaginn sviðsettur Skotbardaginn við O.K. Corral er ein þekktasta þjóðsaga Villta vestursins. „Haggis“ er hálendisdýr Einn af hverjum fimm Bretum held- ur að skoskt slátur, „haggis“, sé dýr sem lifir í skosku Hálöndunum, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem gerð var nýlega. Könnunin var gerð á vegum skyndibitaþjónustunnar Just-Eat. co.uk og töldu átján prósent að- spurðra að „haggis“ væri hálend- isdýr og fimmtán prósent héldu að um væri að ræða skoskt hljóðfæri. Fjögur prósent héldu að „haggis“ væri persóna úr Harry Potter-sög- unum. Alls voru 1.623 spurðir og þar af var 781 Skoti, og vissu fjórtán pró- sent Skotanna ekki hvað „haggis“ er. Einu skrefi nær framsali Bandarískur dómstóll hefur hafnað beiðni leikstjórans Romans Polanski um að vera dæmdur fjarverandi. Polanski hefur dvalið í Sviss síðan hann var handtekinn þar fyrir að hafa haft samræði við þrettán ára stúlku í Bandaríkjunum árið 1977. Því virðist nú lítið geta komið í veg fyrir að Roman Polanski verði framseldur til Bandaríkjanna, en svissnesk yfirvöld segjast þó ekki muni taka ákvörðun þar að lútandi fyrr en niðurstöður í mögulegum áfrýjunum af hálfu Polanskis liggja fyrir. Roman Polanski hefur verið í stofufangelsi í Sviss síðan hann var handtekinn þar í september. Mugabe styður Írana Robert Mugabe, forseti Simbabve, hefur lýst yfir stuðningi við kjarn- orkubrölt Írana og segir það „réttlæt- anlegt“, en Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans er staddur í Simbebve nú um stundir. Sagði Mugabe að bæði löndin hefðu verið „óverðskuldað lítillækk- uð og refsað af Vesturlöndum“. Mahmoud Ahmadinejad opnaði viðskiptasýningu í Bukawayo, næst- stærstu borg Simbabve, og sagði Morgan Tsvangirai, forsætisráðherra landsins, að það væri „eins og að fá moskítóflugu til að lækna malaríu“. Tsvangirai sendi engan úr sínum flokki til að taka á móti Ahmadin- ejad þegar hann kom til landsins og má teljast nokkuð ljóst að Íransfor- seti sé ekki hátt skrifaður hjá hon- um. SMOKKAR OG SAMSÖNGUR Skjal úr utanríkisráðuneyti Bretlands sem inniheldur fjölda hugmynda sem varða heimsókn Benedikts XVI páfa til landsins hefur komið utanríkisráðuneytinu í vandræði. Hugmyndunum sem um ræðir var varpað fram í hálfkæringi og ekki ætlað að koma fyrir almenn- ingsaugu. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur beðist afsökunar á „heimskulegu“ skjali þar sem stungið er upp á því að þeg- ar Benedikt XVI páfi kæmi til landsins væri hægt að hefja markaðssetningu á „Benedikt“-smokkum. Í skjalinu er að finna hugmyndir að ýmsu sem hægt væri að bjóða páfa að sjá og gera á meðan heimsókn hans stendur yfir, en hann er væntanlegur í september. Á meðal þess sem stungið er upp á er að páfa verið boðið að opna fóstureyðingastofu og leggja blessun sína yfir hjónaband samkynhneigðra. Í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins segir að skjalið sé afurð hugmynda- umræðu um hvað væri hægt að gera á meðan heimsókn páfa stendur og að það endurspeglaði í engu sjónarmið ráðuneytisins. Hneykslanlegir mannasiðir Malcolm Patrick McMahon, biskup í Nottingham, var ómyrkur í máli vegna uppákomunnar og sagði að um væri að ræða „hneykslanlega mannasiði“. „Ég tel það vera afar slæmt þegar við bjóðum einhverjum til lands okk- ar - einhvers á borð við páfann - og svo fær hann svona meðferð,“ sagði McMa- hon og bætti við að hann teldi fyrst og fremst um að ræða hneykslanlega mannasiði. McMahon taldi þó ólíklegt að kaþól- ikkar tækju innihald skjalsins nærri sér því þeir væru „vanir slæmri fjölmiðla- umfjöllun“. Starfsmaðurinn sem bar ábyrgð á skjalinu hefur verið settur í önnur störf samkvæmt upplýsingum frá utanríkis- ráðuneytinu, en smáatriði úr skjalinu urðu opinber eftir að það komst í hend- ur starfsmanna á Sunday Telegraph. Sendiherra Bretlands í Páfagarði átti fund með háttsettum embættismönn- um Páfagarðs til að lýsa hryggð bresku ríkisstjórnarinnar vegna málsins. Samsöngur með Englandsdrottningu Í skjalinu er einnig stungið upp á því að Benedikt páfi sýni í verki harða af- stöðu sína í málum sem varða barna- níð innan vébanda kirkjunnar með því að „reka óheiðarlega biskupa“ og KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Margar hugmynd-ir í skjalinu eru augljóslega vanhugsaðar, næfar og virðingarlausar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.