Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Blaðsíða 4
4 miðvikudagur 9. júní 2010 fréttir BOÐIÐ AÐ SKOÐA SIG UM HJÁ CCP Eftir að DV sagði frá því að skólastjórnendur hefðu bannað stúlku í Auðarskóla í Búð- ardal að sækja fyrirlestur um Eve Online í skólanum, þar sem hann væri aðeins fyrir strákana, hafði CCP samband við móður stúlkunnar og bauð henni sérstaklega í skoð- unarferð um fyrirtækið. „Alveg æðislegt,“ segir stúlkan sem var hæstánægð með að fá heimboð frá fyrirtækinu. „Þetta var alveg æðislegt, þau tóku svo vel á móti mér,“ segir Sunna Sól Sigurðardóttir, nemi í Auðarskóla í Búðardal, sem fékk boð frá tölvu- leikjafyrirtækinu CCP um að heim- sækja höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík og fræðast um starfsem- ina. Í helgarblaði DV þann 28. maí var sagt frá því að skólinn hefði skipulagt námskeið fyrir nemendur í unglinga- deild í tilefni þess að skólaárinu var að ljúka. Fyrri hluta dagsins fóru allir nemendur á ljósmyndanámskeið en síðan var skipt eftir kynjum þar sem strákarnir fengu að hlusta á fyrir- lestur frá svokölluðum „game mast- er“ hjá tölvuleiknum Eve Online. Stelpurnar voru hins vegar send- ar á snyrtinámskeið auk þess sem skólasálfræðingur hélt fyrirlestur um ótímabæra þungun. Sunna Sól, sem er mjög áhugasöm um tölvur, bað um að fá að skipta og sitja frekar námskeið við sitt hæfi, en skólayfir- völd bönnuðu henni það. „Alveg rosalega skemmtilegt“ Eftir að DV fjallaði um málið, hafði fulltrúi CCP samband við móður Sunnu og bauð henni sérstaklega að koma til Reykjavíkur og fá skoðunar- ferð um höfuðstöðvar fyrirtækisins. CCP-fólkið vissi ekki að upphaflega námskeiðið á Búðardal væri einung- is fyrir stráka og þegar DV fjallaði um málið brást fyrirtækið fljótt við. CCP hefur markvisst reynt að fjölga kon- um í fyrirtækinu, enda er tölvuleikja- heimurinn líklega frekar mikið karla- veldi. Sunna Sól er að vonum ánægð með heimsóknina enda var hún mjög svekkt yfir að þurfa að sitja námskeið um ótímabæra þungun frekar en að fara á fyrirlesturinn í skólanum. „Þau tóku vel á móti mér, fólk sem heitir Sverrir og Lína, og fóru með mér um allt húsnæðið og sýndu mér allt saman. Þetta var alveg rosalega skemmtilegt,“ segir Sunna Sól en þetta var hennar fyrsta heim- sókn til CCP. Aðspurð hvort hún spili Eve Online segir hún svo ekki vera, en hún muni alveg örugglega eiga eftir að spila leikinn í framtíðinni. Skoðaði listadeildina Málið vakti mikla athygli þegar fjallað var um það fyrir um hálfum mánuði. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmda- stýra Jafnréttisstofu, gagnrýndi þessa ákvörðun skólastjórnenda og sagði hana ýta undir að fólk fengi ekki að njóta hæfileika sinna. Í skoðunarferðinni, sem tók um klukkustund, fékk Sunna að skoða sig um í flestum deildum fyrirtæk- isins undir leiðsögn starfsmanna. Mest spennandi fannst henni þó að fara í listadeildina þar sem hún lærði hvernig persónurnar í tölvuleiknum eru búnar til frá grunni. „Þetta er draumavinnustaðurinn, held ég. Þarna er skemmtilegt fólk og það er spennandi að vinna við tölv- ur.“ Sunna segist hafa orðið mjög hissa þegar CCP bauð henni í heim- sókn eftir umfjöllun DV. „Ég var svo hissa þegar mamma sagði mér frá því að þeir hefðu hringt. Ég var bara al- veg himinlifandi.“ Helga Ágústsdóttir, móðir Sunnu, er einnig ánægð með framtakið. „Hún fékk alveg frábærar móttökur og ég er mjög hress með þetta,“ seg- ir hún. Þetta er drauma-vinnustaður- inn, held ég. Þarna er skemmtilegt fólk og það er spennandi að vinna við tölvur. vAlgeir örn rAgnArSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Skoðuðu sig um Sunna Sól Sigurðardóttir fór með móður sinni í höfuðstöðvar CCP þar sem hún fékk kynningarferð um fyrirtækið. mynd hörður SveinSSon Hin Heppnu í Kaupþingi n Um 80 starfsmenn Kaup- þings þurfa að greiða milljón- ir í persónulegar ábyrgðir til slitastjórnar bankans vegna lána sem þeir fengu til að kaupa hlutabréf í bankanum. Persónulegar ábyrgðir starfsmannanna vegna lánanna voru felldar niður af stjórn bankans, sem Sigurður Einarsson fór fyrir, skömmu fyrir bankahrunið árið 2008. Slitastjórn Kaupþings hefur nú rift þeirri ákvörðun stjórnarinnar og hyggst sæka fjármunina til starfsmannanna sem fengu lánin. Um 50 þeirra starfa enn í Arion banka. Segja má að þeir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings sem nú þurfa að reiða fram fjármunina sem þeir voru í persónulegum ábyrgð- um fyrir séu hinir óheppnu í málinu. Þetta fólk tók lán hjá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í bankanum vegna þess að yfirstjórnendurnir ákváðu að slíkt væri heppileg stefna. Víst er að starfsmennirnir hafa í flestum tilfellum ekki slegið hendinni á móti því að fá slík lán. eignast Hlut í Bláa lóninu n Á vefsíðu HS Orku kemur fram að eignarhlutur fyr- irtækisins í Bláa lóninu sé tæplega 34 prósent og er virði hlutarins sagt rúmlega 430 milljónir króna. Grím- ur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að hlutur HS Orku hafi á síðasta ári farið í 24 prósent vegna frekari að- komu Sparisjóðs Keflavíkur að Bláa lóninu. Eftir þá aukningu eru Spari- sjóðurinn og HS Orka stærstu hluthaf- ar í Bláa lóninu. „Það eru þrír til fjórir aðilar sem eru afgerandi stærstu hlut- hafar fyrirtækisins. HS Orka, Sparisjóð- ur Keflavíkur og fjárfestingafélög sem tengjast stjórnendum Bláa lónsins. Þannig að það er búið að vera mjög traust eignarhald á þessu og mjög góð-ur andi alla tíð,“ segir Grímur. lúxusKvöld sKilanefndar n Skilanefnd og slitastjórn þrotabús Glitnis banka efndu til galakvöldverðar síðastlið- ið föstudagskvöld í Veislu- turninum Smáratorgi. Til veislunnar var boðið, auk skilanefndarmanna og slitastjórnar, öllum starfsmönnum skilanefndar- innar ásamt mökum, eða alls um 60 manns. Matseðillinn var glæsileg- ur eins og vænta mátti, þríréttaður hátíðarkvöldverður með nautalund í aðalrétt ásamt úrvals borðvíni. Rauð- vínið var af gerðinni Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon 2006 frá Chile. Innflytjandi vínsins stærir sig af því að árið 2002 hafi það komist á topp 100 hjá Wine Spector yfir bestu léttvínin. Flaskan kostar rétt undir tvö þúsund krónum í verslunum ÁTVR. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir að um ár- legan viðburð sé að ræða, nokkurs konar árshátíð. 2 3 1 PÁLL ÓSKAR: „EINFALDLEGA LANGFLOTTUST“ MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 26. – 27. MAÍ 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 59. TBL. 100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 n SELDU HLUTABRÉF Í KAUPÞINGI OG GRÆDDUn 80 KAUPÞINGSMENN ÞURFA AÐ GREIÐA MILLJÓNIR Í ÁBYRGÐIR n „MARGIR ERU Á BARMI TAUGAÁFALLS“n HEFÐU VILJAÐ HÆTTA Í BANKANUMn TVÖ FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI STOFNUÐ MEÐ KÚLULÁNAGRÓÐA SUMIR KAUPÞINGSMENN HEPPNARI EN AÐRIR: ÚTT EKT SLUPPU ÚR KAUPÞINGI MEÐ OFFJÁR 150 ÓKEYPIS HLUTIR FLUTTI BRASILÍSKTSETUR Á VIN SINN FRÉTTIR KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR ÞORVALDUR LÚÐVÍK SIGURJÓNSSON SÓLON SIGURÐSSON MAGMA Á HLUT Í BLÁA LÓNINU GJALDÞROTA GLITNIR MEÐLÚXUSKVÖLD n SKILANEFND BAUÐ 60 MANNS TIL VEISLU Á KOSTNAÐ KRÖFUHAFA FRÉTTIR ATVINNULÍF Á FLATEYRI Í UPPNÁMI n EYRARODDI Í GREIÐSLUSTÖÐVUN FRÉTTIR FRÉTTIR n FRAMKVÆMDA­ STJÓRINN SÁTTUR n HERA BJÖRK ÁFRAM FRÉTTIR 26. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 13 Skilanefnd og slitastjórn þrotabús Glitnis banka efndu til lúxuskvöld- verðar á föstudaginn í Veisluturn- inum Smáratorgi á vegum þrotabús bankans. Til veislunnar var boðið, auk skilanefndarmanna og slitastjórnar, öllum starfsmönnum skilanefndar- innar ásamt mökum eða alls um 60 manns. Matseðillinn var glæsilegur eins og vænta mátti, þríréttaður hátíðar- kvöldverður með nautalund í aðalrétt ásamt úrvals borðvíni. Rauðvínið var af gerðinni Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon 2006 frá Chile. Innflytjandi vínsins stærir sig af því að árið 2002 hafi það komist á topp 100 hjá Wine Spector yfir bestu léttvínin. Flaskan kostar rétt undir tvö þúsund krónum í verslunum ÁTVR en Veislu- turninn selur vínið á tæpar sjö þúsund krónur. Árlegur viðburður Árni Tómasson, formaður skilanefnd- ar Glitnis, segir að hér hafi verið um árlegan viðburð að ræða. „Við höfum haldið einu sinni á ári nokkurs kon- ar starfsdag en þá söfnum við öllum starfsmönnum skilanefndarinnar og slitastjórnarinnar saman, bæði inn- anlands sem utan. Að deginum eru haldin ýmis erindi fyrir hópinn og þarna skerpum við á áherslum og lín- ur eru lagðar fyrir það sem koma skal og þessi starfsdagur endar svo með svona kvöldverði,“ segir formaðurinn. Hann segir nokkra menn vinna erlendis á vegum slitastjórnarinnar, einkum í Bretlandi og Lúxemborg. Að- spurður hve stór hópur vinni nú í hin- um gjaldþrota banka segir Árni: „Ætli við séum ekki nálægt fjörutíu manns.“ Kostnaður á aðra milljón Þegar þjónustustjóri Veitingaturnsins, Gunnar Rafn Heiðarsson, varð var við við blaðamenn, kom hann umsvifa- laust út úr veislusalnum og skellti dyr- unum í lás á eftir sér svo lítið bar á. Aðspurður af hverju hann læsti varð honum nokkuð brugðið en sagði svo kurteislega: „Ég er að vernda gestina mína sem er mitt hlutverk hér.“ Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar þrotabús Glitnis banka, ræddi stuttlega við blaðamenn utan við veislusalinn. „Þetta er nokk- urs konar árshátíð,“ sagði hún. „Þarna eru samankomnir allir starfs- menn þrotabús Glitnis ásamt mökum.“ Taldi hún að um 60 manns væru í veislunni. Árni Tómasson, formaður skila- nefndar, sagð- ist ekki vera með á hreinu hvað veislan hefði á endanum kost- að. „Nei, ég er ekki með það á hreinu. Rétt er að nefna að ríkið og þannig skatt- greiðendur koma þarna hvergi nærri heldur eru það kröfuhafarnir sem á endanum greiða fyrir þessa veislu.“ Matreiðslumeistari sem DV hafði samband við sagði að svona hátíðar- kvöldverður með víni og öllu ásamt skemmtikrafti hefði að líkindum kost- að vel á aðra milljón króna. 380 þúsund krónur í vín í fyrra Galakvöld af þessu tagi eru eins og áður segir árlegur viðburður hjá skilanefnd Glitnis. DV fjallaði í júlí í fyrra um galakvöld skilanefnd- arinnar sem fram fór í apríl á veitingastaðn- um Pano- rama. Þar voru drykkir og veitingar ekki heldur skornar við nögl. Reikningur- inn fyrir kvöldið hljóðaði upp á 720 þúsund krónur fyrir 45 starfsmenn og þar af fóru 380 þúsund krónur í vín fyr- ir starfsmennina. Meðal drykkja sem boðið var upp á var rauðvín, hvítvín, freyðivín, bjór, gin og kokteilar. Kostn- aðurinn, deilt niður á starfsmenn þá, var um 16 þúsund krónur á mann. Þegar Árni Tómasson var spurður út í veisluna á síðasta ári benti hann á, eins og nú, að erlendir kröfuhafar Glitnis greiddu reikninginn en ekki íslenskir skattgreiðendur. Sjálftaka launa Fjárútlát skilanefndar Glitnis hafa vakið nokkra athygli. Þannig fjall- aði DV um það á síðasta ári að skilanefndirnar greiddu lögfræð- ingum á bilinu 18–25 þúsund krónur fyrir hverja unna klukku- stund. Laun lögfræðings fyrir einn tíu klukkustunda vinnudag í þágu skilanefndannna eru því sambærileg mánaðarlaunum lágtekjustétta á borð við leikskólakennara. DV sagði einnig frá því að B & B lögmenn hefðu rukkað 26 þúsund krónur á tímann fyrir störf í þágu Landsbankans. Á síðasta ári var launakostnað- ur skilanefndar Glitnis um 300 millj- ónir króna. Miðað við að starfsmenn skilanefndarinnar séu 40 talsins, þá má áætla að meðallaun skilanefnd- armanna hafi verið um 750 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra er ein þeirra sem hafa blandað sér í fjárútlát skilanefnd- anna. Jóhanna sagði á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í apríl að skilanefndirnar störfuðu á gráu svæði og þær ættu ekki að vera við lýði deginum lengur en nauð- synlegt væri. Þá sagði hún að laun skilanefndarmanna væru of há og að nægilegs gegnsæis hefði ekki verið gætt í störfum skilanefndar- manna. Skilanefnd Glitnis efndi til galakvöldverðar á föstudagskvöld í Turninum í Kópavogi. Um 60 manns voru samankomnir og var boðið upp á þríréttaðan kvöldverð með nautalund í aðalrétt. Árni Tómasson segir að um nokkurs konar árshátíð hafi verið að ræða. Launakostnaður skilanefndarinnar var um 300 milljónir í fyrra, en um 40 starfa hjá nefndinni. Kostnaður við veisluna er áætlaður vel á aðra milljón króna. LÚXUSKVÖLD GLITNIS Í BOÐI KRÖFUHAFA SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON ogVALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamenn skrifa: siggistormur@dv.is og valgeir@dv.is Rétt er að nefna að ríkið og þannig skattgreiðend- ur koma þarna hvergi nærri heldur eru það kröfuhafarnir sem á endanum greiða fyrir þessa veislu. Veisluhald Skilanefnd Giltnis í galaveislu á föstudagskvöld í Turninum í Kópavogi. Matreiðslumeistari áætlar að kostnaðurinn við veisluna hafi verið á aðra milljón króna. Jóhannes Haukur Jóhannes- son Skemmti kvöldverðargestum á meðan á borðhaldinu stóð. Árni Tómasson Formaður skilanefndar Glitnis segir kröfuhafa greiða fyrir veisluna. 2 föstudagur 28. maí 2010 fréttir Þessar fréttir bar hæst í vikunni þetta helst Nemendum í unglingadeild Auðarskóla var skipt upp eftir kynjum á námskeiðum sem skólinn hélt í vikunni. Strákarnir lærðu um Eve Online-tölvuleikinn en stúlkur voru sendar á snyrtinámskeið, auk þess sem sálfræðingur hélt fyrir- lestur um ótímabæra þungun. hitt málið Ólafur og Kolbrún leiða H-lista framboð um heiðarleika Ólafur og Kolbrún leiða H-lista framboð um heiðarleika laugardagskubbur Skoðun kubbur FRÉTTIR 26. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 11 Á vefsíðu HS Orku kemur fram að eignarhlutur fyrirtækisins í Bláa lóninu sé tæplega 34 prósent og er virði hlutarins sagt rúmlega 430 milljónir króna. Grímur Sæmund- sen, forstjóri Bláa lónsins, seg- ir að hlutur HS Orku hafi á síðasta ári farið í 24 prósent vegna frekari aðkomu Sparisjóðs Keflavíkur að Bláa lóninu. Eftir þá aukningu eru Sparisjóðurinn og HS Orka stærstu hluthafar Bláa lónsins. „Það eru þrír til fjórir aðilar sem eru afger- andi stærstu hluthafar fyrirtækis- ins. HS Orka, Sparisjóður Keflavík- ur og fjárfestingafélög sem tengjast stjórnendum Bláa lónsins. Þannig að það er búið að vera mjög traust eignarhald á þessu og mjög góður andi alla tíð,“ segir Grímur. Stjórnendur Magma góðir viðskiptavinir Aðspurður hvort sú staðreynd að erlent fyrirtæki væri nú orðið fjórð- ungshluthafi í Bláa lóninu myndi veikja ásýnd fyrir- tækisins á Ís- landi sagði Grímur það fráleitt. „Ef eitthvað er þá hef ég bara upplif- að jákvæð- an áhuga þeirra aðila frá Magma Energy sem hafa komið í Bláa lónið og fundist það bara frábært fyrirtæki og áhuga- vert,“ segir Grímur og spurður hvort stjórnendur Magma Energy hafi eitthvað rætt um aðkomu að Bláa lóninu í framtíðinni segir hann það ekki hafa verið rætt. „Það eina sem þeir hafa gert er að nýta sér þjón- ustu okkar og ég veit ekki annað en að þeir hafi verið mjög ánægð- ir með hana. Við höfum bara ver- ið með þá sem viðskiptavini og þeir hafa verið góðir viðskiptavinir.“ Upplýsir ekki um hagnað „Það hefur alltaf verið sterkur stuðningur frá HS Orku til Bláa lónsins og jafnvel þótt það verði einhver eigendabreyting hjá HS Orku finnst mér mjög ólíklegt að það hafi nokkur áhrif, enda hafa menn engin sérstök áhrif með 24 prósenta hlut. Það þýðir þá að það er 76 prósenta hlutur í eigu ann- arra, þannig að þeir hafa engin sér- stök áhrif umfram þessi 24 prósent,“ segir Grímur og spurður um hagn- að Bláa lónsins á síðasta ári svarar hann: „Við höfum nú ekkert verið að gefa það upp opinberlega og ég er því ekki reiðubúinn að ræða það núna, en það var hagnaður af starf- semi okkar í fyrra. “ Fagnar aðkomunni Fjölmargir hafa gagnrýnt kaup Magma Energy á HS Orku. Grímur segist ekki deila þeirri skoðun að það sé slæmt mál að fá fyrirtækið sem stóran eignarað- ila að Bláa lóninu. „Ég tel að þetta sé þvert á móti mjög jákvætt mál. Við erum að tala um það að þarna kemur fjárfestir sem er reiðubúinn að taka þá áhættu að byggja upp orkuvinnslu og tengda starfsemi og fjárfesta verulega í því. Við höfum gert þetta í gegnum opinbert eign- arhald á undanförnum áratugum með erlendum fjárfestingalánum frá erlendum bönkum. Ég hef ekki séð fyrir mér að það sé eitthvað verra og ég tel í raun betra að við séum að horfa á erlent áhættufé í þessum rekstri heldur en bara er- lend lán. Erlendir aðilar hafa verið að fá arð af orkuuppbyggingu á Ís- landi í gegnum vexti af lánum í ára- tugi,“ segir Grímur og hann fagnar aðkomu Magma Energy að rekstr- inum. „Alveg klárlega fagna ég því að það sé komið skýrt eignarhald á HS Orku og að það séu komnir inn fjárfestar sem ætla að efla það fyrir- tæki og ég get ekki séð annað en að Bláa lónið muni njóta góðs af því.“ Betra fyrir þjóðfélagið Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, segist ekki sjá hvað gert verði við hlut HS Orku í Bláa lóninu. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að eiga hann eða ekki. Við erum að koma inn í HS Orku en erum ekk- ert að fara að gjörbylta og breyta HS Orku. Við erum bara að fara að styðja við þau fyrirtæki í þeim upp- byggingaráformum sem hér liggja fyrir. Það hefur því ekkert verið rætt hvað verði um Bláa lónið, annað en að HS Orka hefur alla tíð stutt og starfað mjög vel með Bláa lóninu, enda er það afsprengi orkuvers- ins í Svartsengi og stór viðskipta- vinur,“ segir Ásgeir og hann telur að stjórnendur Bláa lónsins fagni aðkomu Magma Energy að rekstr- inum. „Ég held að þeir hljóti að fagna því. Því betur sem HS Orka er í stakk búin til að styðja við Bláa lónið eða önnur af sínum verkefn- um þá er það bara betra fyrir þjóð- félagið.“ Sér eftir Bláa lóninu Guðbrandur Einarsson, bæjarfull- trúi Samfylkingarinnar í Reykja- nesbæ, hefur gagnrýnt mjög söl- una á HS Orku til Magma Energy. Hann segir það hafa legið lengi fyrir að Geysir Green hafi eignast hlut í Bláa lóninu. „Það gerðist við uppskiptin á sínum tíma að þá datt Bláa lónið HS Orku megin og það var auðvitað viðbúið frá þeim tíma að Bláa lónið myndi fara úr hönd- um sveitarfélaganna og yfir til ein- hverra annarra. Þetta kemur mér ekkert á óvart því við vissum þetta í júlí 2009 þegar við seldum frá okk- ur HS Orku að með því værum við meðal annars að selja hlutinn í HS Orku, einhverjar landareignir og fleira,“ segir Guðbrandur og hann sér eftir hlutnum í Bláa lóninu. „Ég náttúrulega sé eftir þessu öllu. Ég er bara ósáttur við að allir þessir hlutir séu að ganga okkur úr greip- um.“ JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is Alveg klárlega fagna ég því að það sé komið skýrt eignarhald á HS Orku og að það séu komn- ir inn fjárfestar sem ætla að efla það fyrir- tæki og ég get ekki séð annað en að Bláa lónið muni njóta góðs af því. Kanadíska fyrirtækið Magma Energy á nú tæplega fjórðungshlut í Bláa lóninu í gegnum HS Orku sem það keypti á dögunum. Forstjóri Bláa lónsins fagnar aðkomu kanadíska fyrirtækisins. Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segist sjá eftir hlutnum í lóninu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um frekari aðkomu Magma Energy að rekstri Bláa lónsins að sögn forstjóra félagsins. BLÁA LÓNIÐ TIL ÚTLANDA Forstjórinn fagnar Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins fagnar aðkomu Magma Energy að Bláa lóninu. Hann segir stjórnendur fyrirtækisins hafa komið í lónið og verið ánægða með heimsóknina. MYND BJÖRN BLÖNDAL Kaupin kynnt í Bláa lóninu Ásgeir Margeirsson (t.v.) er hér á blaðamannafundi í Bláa lóninu þar sem kaup Magma Energy á HS Orku voru kynnt. Ross Beaty aðaleigandi Magma Energy situr við hlið Ásgeirs. MYND SIGTRYGGUR ARI Harmar söluna Guðbrandur Einars- son bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ segist ósáttur við að einn helsti eigandi Bláa lónsins sé erlent fyrirtæki. Útlenskt eignarhald Kanadíska orkufyr-irtækið Magma Energy hefur nú eignast tæpan fjórðungshlut í Bláa lóninu með kaupunum á HS Orku. MYND RÓBERT REYNISSON sTELPUM KENNT AÐ sNYRTA sIG Nemendur í unglingadeild Auðar- skóla í Búðardal gerðu sér glaðan dag í vikunni, þegar skólinn stóð fyr- ir námskeiðum fyrir krakkana í lok skólaárs. Allir nemendur í unglinga- deild fóru á ljósmyndanámskeið, en síðar um daginn var nemend- um skipt upp eftir kynjum, þar sem strákum var boðið að fara á fyrir- lestur svokallaðs „gamemaster,“ sem starfar við tölvuleikinn Eve Online, þar sem hann sagði frá sínu starfi. Á sama tíma voru stelpurnar send- ar á snyrtinámskeið, auk þess sem skólasálfræðingur hélt fyrirlestur fyr- ir stúlkurnar um ótímabæra þungun. Kom gráti nær heim Móðir stúlku í skólanum er ósátt við það að dóttir hennar, sem hafði mik- inn áhuga á að hlýða á fyrirlesturinn um Eve Online, hafi ekki fengið að sitja námskeiðið. „Málið er að þetta var kynjaskipt, stelpur áttu að nagla- lakka sig en strákarnir fengu að hlýða á spennandi fyrirlestur. Stúlkan er í 9. bekk og hefur mikinn áhuga á tölv- um og langaði mjög mikið að hlusta á fyrirlesturinn. Hún fór til skólastjór- ans og sagði að sér þætti óréttlátt að fá ekki að velja. Svarið sem hún fékk var að þetta væri ósanngjarnt gagn- vart öðrum nemendum í skólanum, þar sem þetta væri svo lítill skóli að það yrði þá kannski bara tómt á hin- um staðnum sem væri í boði,“ segir móðirin. Hún segir stúlkuna hafa komið gráti nær heim úr skólanum, enda hafi henni þótt mjög ósanngjarnt að fá ekki að sitja fyrirlestur eftir sínu áhugasviði. „Hún er mjög fær og tölvur eru hennar líf og yndi. Þetta var síðasti dagurinn hennar í skól- anum eftir níu ára skólagöngu, þetta eru frekar kuldalegar kveðjur,“ segir móðirin. Ekki verið að mismuna eftir kyni Eyjólfur Sturlaugsson, skólastjóri Auðarskóla, er ekki sammála því að verið sé að mismuna nemend- um eftir kyni. „Þetta var bara sett þannig upp að það var ekki um val að ræða. Við skiptum öllum skólan- um upp í hópa og það var ekki hægt að velja nein námskeið. Það fóru all- ir á ljósmyndanámskeið og síðan var kynjaskipt hluta dagsins,“ segir hann og bætir því við að þessar óánægju- raddir komi flatt upp á hann þar sem skólinn hafi þvert á móti fundið fyr- ir mikilli ánægju með daginn. Hann bendir á að engum nemendum hafi staðið til boða að skipta um nám- skeið og það hafi ekkert með það að gera að hún sé stelpa að hún gat ekki skipt um námskeið. Mjög óæskilegt Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmda- stýra Jafnréttisstofu, segir þetta mjög óæskilegt og að með þessu séu skól- arnir að ýta undir staðalmyndir kynj- anna og þá hefðbundnu hegðun sem alltaf sé verið að reyna að breyta. „Þarna er verið að ýta undir að fólk fái ekki að njóta hæfileika sinna held- ur er því skipt eftir kyni. Samkvæmt jafnréttislögum eiga skólarnir að stuðla að fræðslu um jafnrétti og að tryggja að nemendur sitji við sama borð. Mér finnst þetta mjög slæmt og ég hef heyrt fleiri svona dæmi, því miður eru skólarnir hvorki meðvit- aðir um sitt hlutverk né að þeir sinni því nægilega vel,“ segir Kristín. Takmarkar möguleika unglinga „Ég hefði haldið að svona kynja- skipting í námskeiði af þessu tagi væri tímaskekkja og eitthvað sem væri þekkt fyrir einhverjum árum eða áratugum,“ segir Halla Gunn- arsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands. „Fyrir utan hið augljósa í málinu að það eru ekki bara strák- ar sem hafa áhuga á tölvuleikj- um og ekki bara stelpur sem hafa áhuga á snyrtivörum, má velta því upp hvort strákar ættu ekki að fá fræðslu um ótímabæra þungun, því það þarf tvo til slíks verknaðar,“ segir Halla. „Þetta er álíka eins og að við myndum láta alla ljóshærða krakka í bekknum fara í Húsdýragarðinn en alla dökkhærða krakka í bekknum fara í stærðfræðitíma. Við myndum aldrei gera það en einhverra hluta vegna finnst okkur í lagi að skipta svona eftir kyni. Um leið erum við að takmarka möguleika barna og ungl- inga til að þroska sína eigin hæfileika og kunnáttu. Þarna er rosalega gott dæmi um skaðsemi staðalímynda og hvernig hún getur komið niður á daglegu lífi fólks og í þessu tilfelli lífi unglinga.“ valgEir örn ragnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Þetta er álíka eins og að við myndum láta alla ljós- hærða krakka í bekkn- um fara í Húsdýragarð- inn en alla dökkhærða krakka í bekknum fara í stærðfræðitíma. Halla gunnarsdóttir „Ég hefði haldið að svona kynjaskipting í námskeiði af þessu tagi væri tímaskekkja og eitthvað sem væri þekkt fyrir einhverjum árum eða áratugum.“ Kristín Ástgeirsdóttir „Samkvæmt jafnrétt- islögum eiga skólarnir að stuðla að fræðslu um jafnrétti og að tryggja að nemendur sitji við sama borð.“ Umfjöllun DV 28. maí. Ingileif Ögmundsdóttir, móðir refsi- fangans Hlyns Inga Bragasonar sem DV sagði frá á mánudag, hefur ritað fjölda ráðherra ríkisstjórnarinnar bréf og lýst yfir áhyggjum yfir skorti á stuðningi við fanga. Hlynur hefur ekki efni á vistun á áfangaheimili Verndar og óttast að þurfa að fara aftur á Litla-Hraun fyrir vikið. Á Vernd kom hann fyrir mánuði og átti ekki fyrir vistunargjaldinu fyrsta mánuðinn. Aðspurð segist Ingileif, móðir Hlyns, engin svör hafa fengið. „Hann á engan pening en má sækja um endurhæfing- arlífeyri þar sem hann hefur staðið sig vel. Þangað til hefur hann ekkert til að lifa á og þá virðist hann aðeins hafa mig til að hjálpa sér. Sjálf er ég öryrki og varð að bjarga honum með því að leggja til orlofspeningana mína. Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að hann fái eng- an stuðning,“ segir Ingileif. Um leið og Ingileif er ánægð með að geta hjálpað syni sínum finnst henni að kerfið hefði einnig átt að gera það. „Þarna er greinilega brotalöm í kerf- inu og fangar á Vernd lenda í gati milli sveitarfélags og ríkisins. Sem móður finnst mér það óboðlegt að þetta bitni á sjálfum föngunum sem eru að reyna að byggja sig upp. Þetta gæti verið hvatn- ing til að stela fyrir vistunargjaldinu. Sonur minn veit að hann braut af sér en vill nú standa sig. Það fyrsta sem hann gerir er að ganga á vegg og fyrir móður er þetta mjög erfitt,“ segir Ingileif. trausti@dv.is Móðir refisfanga kvartar yfir brotalömum í refsivörslukerfinu: Mamman borgaði vistunargjaldið engir aurar Fyrsta mánuðinn hafði Hlynur Ingi engar tekjur og þurfti Ingileif móðir hans því að hlaupa undir bagga með honum. 8.500 milljarða skuld „Það var þann 24. apríl 2009 um hádegisbil sem ég tók eftir að á debetkortareikningi mínum hjá Landsbankanum var skuld upp á 8.500.000.000.250 krónur eða átta þúsund og fimm hundruð milljarða og 250 krónur,“ segir Davíð Jónsson. Um mistök var að ræða hjá Lands- bankanum, en í netbankanum stóð einnig að Davíð skuldaði rúmar ellefu milljónir í FIT-kostnað. Villan var leiðrétt skömmu síðar. DV fjallaði í síðustu viku um mál Ragnars Þórissonar en kerfisvilla hjá Arion banka sýndi að hann skuldaði bankanum 820 milljóna. Í mánudagsblaðinu var svo rætt við Hörð Hersi Harðarson. Netbanki hans sýndi 10 milljarða skuld hjá Arion banka. Rússar ræða við Jón Rússneskir sjónvarpsmenn flugu til Íslands með upptökuteymi til að taka viðtal við Jón Gnarr, verðandi borgarstjóra. Sigur Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum hefur vakið athygli utan landsteinanna og segir Gaukur Úlfarsson, fjölmiðla- fulltrúi flokksins, að Austur-Evrópu- búar og Rússar virðist sérstaklega áhugasamir. „Það er eins og þeir trúi ekki að svona nokkuð geti gerst,“ segir Gaukur og bætir við að viðtal við Jón Gnarr verði sýnt á rússneskri sjónvarpsstöð sem um hundrað milljónir manna hafi aðgang að. Gaukur segir að síminn þagni ekki og á degi hverjum hafi fjölmiðla- menn frá nýju landi samband. Gísli hefði átt að klára fyrr Geir Sveinsson, sem skipaði sjötta sæti á lista Sjálfstæðisflokks í borg- arstjórnarkosningunum, telur að flokkurinn hefði getað náð sjötta manninum inn, ef aðrir hefðu skip- að listann. „Ég hef sagt það áður að ég hefði viljað sjá meiri breytingu á listanum,“ segir Geir í samtali við Pressuna. Hann beinir spjótum sín- um að Gísla Marteini Baldurssyni og telur að hann hafi átt að segja fyrr frá styrkjum sínum. „Ég hefði viljað sjá Gísla Martein klára þetta mál miklu fyrr. Umræða eins og þarna skapaðist getur aldrei verið jákvæð, það segir sig sjálft að það hefði verið betra að vera án hennar í kosninga- baráttunni,“ segir Geir Sveinsson. Áfengissala dregst saman Áfengissala fyrstu fimm mánuði ársins dróst saman um 10 prósent miðað við sama tímabil í fyrra að því er fram kemur á vef Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Sala á blönduðum drykkjum hefur dregist saman um rúm 36 prósent frá því í fyrra og sala á ókrydduðu brenni- víni og vodka um 26 prósent.  Áfengisneysla milli maímánaða nú og í fyrra hefur dregist saman um tæp 17 prósent. Hluti skýring- arinnar á þeim samdrætti er talinn vera sá að 1. júní í fyrra hækkuðu skattar á áfengi sem jók söluna fyrir hækkunina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.