Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Blaðsíða 22
22 miðvikudagur 9. júní 2010 úttekt
n Depurð
Eitt algengasta einkenni fæðingarþunglyndis. Móðirin verður döpur, óhamingjusöm og sinnulaus.
Svo virðist á stundum að lífið sé ekki þess virði að lifa því, einmitt þegar það ætti að vekja ánægju og
fögnuð.
n Skapstyggð
Skapstyggðin beinist gjarnan að eldra barni/ börnum, stundum að nýburanum, en oftast nær fær
makinn að kenna á því og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið í öllum þessum ósköpum.
n Þreyta
Algeng fyrstu dagana eftir fæðingu. Hins vegar er þunglynda móðirin svo gjörsamlega úrvinda að hún
heldur jafnan að hún þjáist af einhverjum líkamlegum kvilla.
n Svefnleysi
Þegar móðurinni tekst loksins að koma sér í rúmið nær hún ekki að festa svefn.
n Skortur á matarlyst
Þunglyndar mæður gefa sér venjulega hvorki tíma til að borða né hafa áhuga á mat.
n Skortur á gleði
Það sem áður vakti áhuga er leiðinlegt, það sem áður veitti unað er andstyggilegt. Maki, sem er
reiðubúinn að deila gleði og ánægju, t.d. í kynlífi, mætir tregðu eða afsvari.
n Að finnast maður ekki geta neitt
Móðurinni finnst hún hafa of lítinn tíma eða þá að hún geri ekkert vel og það sem verra er, að hún geti
ekkert bætt úr. Að þurfa svo síðan að annast lítið barn ofan á allt annað er þunglyndri móður nánast
ofviða.
n Kvíði
Kvíðinn kemur einna helst fram í því að móðirin verður hrædd við að dvelja ein með barninu. Barnið
gæti öskrað, það gæti kafnað eða dottið eða meiðst á einhvern annan hátt. Sumar þunglyndar mæður
skynja barnið í þriðju persónu, sem „það“ og eru fjarlægar því í stað þess að líða eins og þær hafi eignast
fallegasta og yndislegasta barnið í heiminum. Ástin kemur alltaf, að lokum, en oftast ekki fyrr en barnið
er orðið eldra og áhugaverðara í augum móðurinnar.
HEIMILD: www.pErsona.Is
Um 14% íslenskra kvenna finna fyrir fæðingarþunglyndi. Einkennin eru þunglyndi, áhugaleysi, þreyta og sektar-
kennd auk þess sem sjálfsvígshugsanir, kvíði og þráhyggjuhugsanir eru algengar. DV talaði við þrjár hugrakkar
konur sem segja nauðsynlegt að opna umræðuna um fæðingarþunglyndi og deila því sögu sinni með lesendum.
Meðgangan gekk vel þar til ég var komin 26 vikur á leið. Þá missti ég hluta af vatninu og læknar héldu
að ég væri að fara af stað og ég var send með
sjúkrabíl frá Keflavík á fæðingardeild Land-
spítalans til að fá lyf til að flýta fyrir þroska
barnsins. Svo kom í ljós að um nýrnastein-
akast var að ræða,“ segir Anna Sjöfn Skag-
fjörð.
Anna Sjöfn segir að hún og maður henn-
ar hafi komist yfir þá reynslu og tekist að
halda áfram í bjartsýnina fram að fæð-
ingu, sem hafi síðan gengið afar illa. „Stelp-
an var mjög stór, tæpar 20 merkur, og hún
fór vitlaust ofan í grindina og festist þar. Ég
rembdist í tvo og hálfan tíma án árangurs
og var að lokum send í bráðakeisara. Ég
missti mjög mikið blóð og tvísýnt var um
okkur báðar um tíma,“ segir hún og bætir
við að leigubíll hafi verið sendur til Reykja-
víkur eftir meira blóði.
Hvert áfallið á fætur öðru
Anna Sjöfn segir að þau hjónin hafa verið
vel undirbúin fyrir foreldrahlutverkið og
að þau hafi skipulagt fæðinguna í þaula.
Hins vegar hafi ekkert af því skipulagi stað-
ist. „Ég ætlaði að fæða í vatni, við þægilega
tónlist en ég held að það hafi aldrei verið
kveikt á tónlistinni. Um tíma voru tíu til tólf
manns inni í fæðingarstofunni sem sagði
manni að eitthvað væri að. Ég held samt að
bæði mamma og maðurinn minn hafi ver-
ið hræddari en ég enda var ég orðin mjög
þreytt. Þar sem ég missti mjög mikið blóð
var ójafnvægi á hormónunum sem stjórna
brjóstagjöf og því fór hún aldrei af stað og
það var enn eitt áfallið. Það fór alveg með
mig að geta ekki gefið barninu mínu brjóst,“
segir Anna sem átti þó eftir að verða fyrir
fleiri áföllum.
„Á þessum tíma var svínaflensan í al-
gleymingi og vegna hennar var spítalinn í
sóttkví. Starfsfólkið á sjúkrahúsinu var þó
æðislegt og ég get ekki bent á neitt sem
læknar eða hjúkrunarfræðingar hefðu get-
að gert betur og maðurinn minn fékk að
gista hjá mér allan tímann sem ég dvaldi á
fæðingardeildinni, sem var alveg frábært.
Hins vegar, vegna sóttkvíarinnar, gat eng-
inn heimsótt okkur. Mamma fékk að sjá mig
einu sinni en þegar hún hafði séð að það
var í lagi með mig varð hún að fara.“
svínaflensan í algleymingi
Þegar fjölskyldan komst loks heim var
svínaflensan enn í gangi. „Það voru allir
svo hræddir við þessa flensu og það varð til
þess að við fengum enga gesti í tæpar þrjár
vikur. Ég vissi að fjölskyldan vildi ólm koma
en það ætlaði sér enginn að vera sá sem
smitaði nýfætt barn af svínaflensu. Við sjálf
fengum pest á þessum tíma og umgeng-
umst því dótturina með grímu fyrir vitun-
um og vorum alltaf að sótthreinsa okkur,“
segir Anna Sjöfn og bætir við að þarna hafi
verið farið að halla undan fæti hjá henni
andlega. Hún hafi verið afskaplega ham-
ingjusöm með dótturina en hafi samt fund-
ist eins og hún ætti að vera enn hamingju-
samari.
„Við vorum bæði í miklu sjokki eftir þetta
allt saman og ekki bætti það úr að vera
svona einangruð og hafa engan til að tala
við. Eftir nokkrar vikur áttuðum við okkur
á því að ég var með fæðingarþunglyndi svo
við höfðum samband við spítalann þar sem
við komumst í samband við GOSA-teymi.
Ég fór að mæta í viðtöl við ljósmóður og
hún bjargaði mér alveg. Ég var komin mjög
langt niður, þjáðist af framtaksleysi og gerði
aðeins það allra nauðsynlegasta en sat
svo bara og horfði á barnið. Ég, sem hafði
hlakkað svo mikið til að fá hana til mín,
var ekki ánægðari en þetta og það olli mér
miklu samviskubiti.“
Erfitt að ræða fæðinguna
Anna Sjöfn segist hafa átt í miklum erfið-
leikum með að ræða upplifun sína á með-
göngunni og fæðingunni fyrst á eftir en
dóttir hennar er nú á áttunda mánuði. „Ef
ég hugsaði til fæðingarinnar leið mér illa
og ég gat ekki rætt þetta við neinn nema að
fara að gráta,“ segir hún og bætir aðspurð
við að hún hafi það mjög gott í dag. „Ég finn
ekkert fyrir þessu lengur, þessi viðtöl björg-
uðu mér alveg. Stelpan er líka alltaf hlæj-
andi og brosandi svo það er ekki annað
hægt en að brosa í kringum hana.“
Átti að vera
hamingjusamari
anna sjöfn skagfjörð fór mjög langt niður áður
en hún fékk hjálp.
Vanlíðan á hamingjutímum
Einkenni fæðingarþunglyndis:
anna sjöfn skagfjörð Eftir hvert
áfallið á fætur öðru fór að halla undan
fæti hjá Önnu Sjöfn. MynDIr sIgtryggur arI