Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Blaðsíða 10
10 miðvikudagur 9. júní 2010 fréttir Besti flokkurinn lærir að stjórna borginni: Leyninámskeið Besta flokksins Jón Gnarr, verðandi borgarstjóri, var ekki á meðal þeirra borgarfull- trúa sem sátu námskeið um stjórn Reykjavíkurborgar á þriðjudag. Allir nýir borgarfulltrúar og varaborgar- fulltrúar voru boðaðir á þriggja tíma námskeið skömmu eftir hádegið. Á námskeiðinu áttu þessir nýju fulltrúar Reykvíkinga að læra hvernig stjórnsýslu í borginni er háttað. All- ir borgarfulltrúar Besta flokksins, að Jóni undanskildum, og fyrsti vara- borgarfulltrúinn mættu á námskeið- ið. Flestir nýju borgarfulltrúarnir virtust spenntir og göntuðust sumir með það að það tæki einungis þrjá klukkutíma að læra að stjórna Reykja- vík. Auk fulltrúa Besta flokksins voru mættir þeir Hjálmar Sveinsson og Geir Sveinsson fyrstu varaborgarfull- trúar Samfylkingar og Sjálfstæðis- flokks. Var að heyra á borgarfulltrú- um nýju meirihlutaflokkanna að allir væru sammála um að meirihlutavið- ræðurnar á milli Samfylkingarinnar og Besta flokksins gengju vel. Nám- skeiðið var haldið í fundarherbergi borgarráðs á þriðjudag og stóð frá klukkan eitt til fjögur. Vænta má þess að nýju fulltrúarnir hafi lært sitthvað nýtt á námskeiðinu þar sem flest- ir þeirra koma úr allt öðrum áttum en opinberri stjórnsýslu. Eins og DV hefur greint frá hafa engir borgarfull- trúar Besta flokksins áður tekið þátt í pólitík og því spurning hvort þriggja tíma námskeið um stjórn Reykjavík- urborgar hafi dugað. adalsteinn@dv.is Nýir borgarfulltrúar Fulltrúar Besta flokksins auk varaborgarfulltrúa frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki sátu námskeið um stjórnsýslu í borginni. Fleiri en hundrað umsóknir bár- ust embætti sérstaks saksóknara um störf sem voru auglýst þar í lok síðasta mánaðar. Umsóknarfrestur um störf- in rann út á mánudag. „Það fer vel á því að setja saman hæfileikaríkt fólk í þessar rannsóknir,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Embættið auglýsti meðal annars eftir lögfræðingum, lögreglumönn- um, viðskiptafræðingum eða verk- fræðingum með reynslu úr heimi fjármálanna, sérfræðingum á sviði upplýsingatækni og háskólamennt- uðum einstaklingum með fagreynslu sem nýttist embættinu. Þá var einnig auglýst eftir skrifstofufólki. Farið yfir bakgrunn umsækjenda Ólafur Þór útilokar ekki að fólk sem hafi einhverja starfsreynslu úr föllnu bönkunum verði ráðið til starfa hjá embættinu. „Við förum yfir ýmislegt í samtalinu þegar við erum að ráða fólk, bakgrunn þess og fleira. Við þurfum að gæta að því að þeir aðilar sem við erum að ráða séu með þannig starfs- fortíð að þeir geti komið að þessum rannsóknum. Að hluta til er æskilegt að það liggi fyrir þekking innan emb- ættisins á starfsháttum bankanna og vinnubrögðum þar. Þetta verður að meta í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Ól- afur. Í haust er gert ráð fyrir því að um áttatíu starfsmenn verði að störfum hjá embættinu. Upphaflega störf- uðu þar fjórir en nú eru þeir þrjátíu og fimm talsins. Embættið mun lík- lega flytja sig um set á næstunni í hús- næði sem nær utan um þennan fjölda starfsmanna. Talið er að um nítján hundruð fermetra húsnæði þurfi und- ir starfsemina. Fjölgun hjá Fjármálaeftirliti Þá er stefnt að því að starfsmenn rannsóknarhóps Fjármálaeftirlitsins á málefnum tengdum bankahruninu verði sautján með haustinu. Þeir eru nú fimm. Þar með munu um hundrað manns starfa hjá Fjármálaeftirlitinu. Fjármálaeftirlitið auglýsti eftir fólki til starfa nú um helgina. Gert er ráð fyrir því að rannsóknarhópurinn muni fullskipaður samanstanda af tíu einstaklingum með viðskipta-, hag- fræði-, eða verkfræðimenntun, fjór- um lögfræðingum, tveimur til þremur í tölulegri greiningu og einum aðstoð- armanni. Þar er bæði auglýst eftir fólki með mikla reynslu og minni. Kallaður í viðtal Sá hópur sem metinn er hæfastur út frá starfsferilskrám fer í skriflegt verk- efni auk viðtals hjá Fjármálaeftirlit- inu. Í viðtalinu er meðal annars spurt út í fyrri störf og reynslu umsækjenda. Samkvæmt upplýsingum frá Fjár- málaeftirlitinu verður farið vandlega yfir reynslu og metið hvort hún geti á einhvern hátt hamlað viðkomandi í starfi. Þá verður leitað umsagna um umsækjandann. Hjá Fjármálaeftirlit- inu er því ekkert heldur sem hindr- ar það að starfsfólk gömlu bankanna verði ráðið til starfa. Fleiri en hundrað umsóknir bárust sérstökum saksóknara nú í byrjun þessa mánaðar. Til stendur að fjölga starfsmönnum emb- ættisins um helming. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksókn- ari, útilokar ekki að fólk með reynslu úr föllnu bönkunum verði ráðið til starfa. Fjármálaeftirlitið gerir slíkt ekki heldur. RÓbeRt HlyNuR balduRssoN blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Að hluta til er æskilegt að það liggi fyrir þekking innan embættisins á starfs- háttum bankanna og vinnubrögðum þar. Fjármálaeftirlitið Auglýsti eftir starfsfólki nú um helgina. Aflað verður umsagna um umsækjendur. Ólafur Þór Hauksson Þarf að fjölga starfsmönn- um sínum um fjörutíu með haustinu. Þar sækist hann eftir margvíslegri reynslu umsækjenda. Útiloka ekki að ráða hrunfólk forseti heimsækir Ísland Forseti Eistlands Toomas Hendrik Ilves og eiginkona hans verða í opinberri heimsókn á Íslandi á fimmtudag og föstudag. Þau koma til landsins á miðvikudag og hefst heimsóknin með hátíðlegri athöfn á Bessastöðum á fimmtudag. Í kjöl- farið fylgir viðræðufundur forseta landanna en síðan munu þeir ræða við blaðamenn. Frá Bessastöðum heldur forseti Eistlands til Höfða þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri tekur á móti eistnesku gestunum. Þá mun forseti Eistlands heimsækja Alþingi þar sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir mun eiga með honum fund. Dómurum fjölgað Tillögur um fjölgun dómara verða lagðar fram í haust, að sögn Rögnu Árnadóttur dómsmálaráð- herra, en þær munu væntanlega fela í sér að hæstaréttardómur- um fjölgi um þrjá. Í skýrslu slita- stjórnar Kaupþings til kröfuhafa bankans kom fram að um þúsund mál til viðbótar ættu eftir að koma til kasta dómstóla vegna föllnu bankanna. Í fréttum RÚV á þriðju- dag sagði Ragna að nýlega hefði dómurum við Héraðsdóm Reykja- víkur verið fjölgað um fimm og að farið yrði yfir stöðuna á næstunni með Hæstarétti og dómstólaráði. Nýir dómarar taka þá væntanlega til starfa á næsta ári. lÍÚ fordæmir vinnubrögð Jóns Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna fordæmir þau vinnu- brögð sem Jón Bjarnason, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, viðhafði í aðdraganda og við útgáfu nýlegrar reglugerðar um takmark- anir á dragnótaveiðum. Reglugerðin gildir til fimm ára frá og með 1. sept- ember næstkomandi og tekur til sjö fjarða. Í tilkynningu sem LÍÚ sendi frá sér kemur fram að engin vísinda- leg rök hafi legið að baki reglugerð- inni og ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda dragnótarmanna og annarra hagsmunaaðila sem lögðust gegn hugmyndunum. Fara fram hjá kjararáði Landsbankinn hefur stofnað sér- stakt félag utan um dótturfélög sín og kemst þannig fram hjá því að hlýta úrskurðum kjararáðs. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag. Þannig getur bankinn greitt framkvæmdastjórum hærri laun en ella. Í lögum kjararáðs kemur fram að enginn ríkisstarfs- maður skuli hafa hærri laun en forsætisráðherra, eða 935 þúsund krónur á mánuði. Í frétt Stöðvar 2 kom fram að fjármálaráðuneyt- ið ætlaði að taka málið upp við Bankasýslu ríkisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.