Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Blaðsíða 16
16 miðvikudagur 9. júní 2010 fréttir
Ísraelsk stjórnvöld hafa hafnað hug-
myndum um alþjóðlega og óháða,
rannsókn á árás Ísraelshers á tyrk-
neska skipalest í síðustu viku. Ban
Ki-moon, aðalritari Sameinuðu
þjóðanna, kom með þessa uppá-
stungu í byrjun vikunnar. „Við höfn-
um alþjóðlegri rannsókn. Við erum
í sambandi við stjórn Obamas um
hvernig við getum háttað rannsókn
okkar á málinu,“ sagði Michael Oren,
sendiherra Ísraels í Bandaríkjunum,
í samtali við sjónvarpsþáttastjórn-
endur Fox News Sunday.
Ban Ki-moon stakk upp á því að
fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-
Sjálands, Geoffrey Palmer, myndi
leiða alþjóðlegu rannsóknarnefnd-
ina. Einnig átti nefndin að inni-
halda fulltrúa Tyrklands, Ísraels og
Bandaríkjanna. Benjamin Netanya-
hu, forsætisráðherra Ísraels, ræddi
tillöguna símleiðis við Ki-moon á
laugardaginn. Hann er þó sagður
hafa sagt samstarfsmönnum sínum
í Ísrael, að hann hygðist leita annara
leiða.
Ísraelsk stjórnvöld hafa talað um
það opinberlega að þau hygðust láta
rannsaka árásina og að erlendir eft-
irlitsmenn fengju aðgang að rann-
sókninni. Ísraelsk stjórnvöld hafa
sagt að ísraelsku hermennirnir hafi
notað mannskæð vopn í sjálfsvörn
eftir að hafa verið undir árásum frá
skipverjum tyrkneska skipsins, sem
flutti hjálpargögn til Gaza. Segja þeir
áhöfn skipsins hafa veist að þeim
með hnífum og kylfum. Stjórnvöld í
Ísrael segja að í áhöfn skipsins hafi
verið Hamas-liðar sem væru and-
snúnir friðarviðræðum á milli Mah-
mouds Abbas forseta Palestínu og ís-
raelskra stjórnvalda. adalsteinn@dv.is
Ísraelar hafna hugmyndum um alþjóðlega rannsóknarnefnd:
Ísraelar ætla að rannsaka sig sjálfir
bretar vilja fara
kanadísku leiðina
David Cameron, forsætisráðherra
Bretlands, hefur boðað stórfelldan
niðurskurð í ríkisfjármálum á næstu
árum. Hann segir niðurskurð-
inn eiga eftir að hafa mikil
áhrif á lífsmáta fólks
í landinu.
Ríkis-
stjórn Camerons, hyggst fara hina
svokölluðu kanadísku leið til þess
að ná tökum á efnahagsvandanum
en hún gengur fyrst og fremst út á
það að draga úr útlánum og skera
gríðarlega niður í ríkisfjármálum til
þess að lækka skuldabyrði ríkisins.
Þetta þýðir mikinn niðurskurð í heil-
brigðiskerfinu og þá geta opinberir
starfsmenn útilokað launahækkan-
ir á næstu árum. Kanadíska leiðin
kallar á allt að tuttugu prósenta nið-
urskurð, sem fyrir Breta þýðir mörg
þúsund milljarðar króna í niður-
skurð.
Cameron segir niðurskurðinn
vera mjög mikilvægan og að annars
sjái breska ríkið fram á að greiða
70 milljarða punda í vaxtagreiðsl-
ur næstu fimm ár. Það jafngild-
ir þrettán þúsund milljörðum ís-
lenskra króna. Eins og staðan
er nú eru vaxtagreiðslur breska
ríkisins um það bil 42 milljarðar
punda. Það er meira en kostar að
reka allt breska skólakerfið.
Niðurskurðurinn mun
bitna á öllum. Cameron hef-
ur þegar boðað niðurskurð
aðalsteinn kjartansson
blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is
netanyahu Ísraelsk stjórnvöld segja
árásina hafa verið gerða í sjálfsvörn.
Fann börnin sín
á Facebook
Fimmtán árum eftir að eiginmað-
ur hennar hljópst á brott með
börnin þeirra tvö hefur kona frá
Kaliforníu í Bandaríkjunum fund-
ið börnin sín á Facebook. Að sögn
konunnar sór maðurinn þess eið
að hún myndi aldrei sjá börnin
aftur. Maðurinn var handtekinn
þar sem hann var staddur í Flór-
ída. Sagan endar því miður ekki
vel því börnin vilja ekkert með
konuna hafa. Börnin eru núna 16
og 17 ára gömul. Á vef NBC Bay
Area er haft eftir öðru barninu:
„Við höfum ekki áhuga á sam-
bandi. Við lifum hamingjusömu
lífi. Látið okkur vera.“
refir bitu sofandi
tvíbura
Níu mánaða tvíburasystur í Hackney
í austurhluta Lundúna urðu fyrir árás
tveggja refa sem komu inn á heim-
ili þeirra um nótt. Stúlkurnar tvær
hlutu bitsár á höndum og fótum og
var önnur þeirra líka illa farin í andliti
eftir árásina. Talið er að refirnir hafi
komist í gegnum opinn glugga eða
opnar dyr en foreldrar stúlknanna
voru á neðri hæð hússins að horfa á
sjónvarpið. Settar voru upp refagildr-
ur í nágrenninu og voru nágrannar
varaðir við að hafa glugga og dyr á
jarðhæð opna.
Með 14 hluti í
endaþarminum
Fangavörðum í fangelsi í Washing-
ton fylki í Bandaríkjunum brá held-
ur betur í brún þegar upp komst
að fangi, sem átti einungis að vera í
þriggja daga dvöl í fangelsinu, hafði
troðið, að því er virtist, endalaus-
um smyglvarningi upp í endaþarm
sinn. Maðurinn reyndi að smygla
kveikjara, sígarettupappír, poka af
tóbaki, flösku af húðflúrbleki, átta
húðflúrsnálum, tommu langri pípu
og poka af því sem grunað er að hafi
verið hass. Einn fangavörðurinn lýsti
því þannig að allir hefðu hugsað:
„Hvernig kemurðu öllu þessu fyrir
þarna?“
Hættir við ræðu
eftir að hafa
gagnrýnt ísrael
Bandaríska blaðakonan Helen Thom-
as, hefur ákveðið að hætta við að
koma fram í menntaskóla í Washing-
ton DC eftir kvartanir frá foreldrum og
nemendum. Thomas lét þau orð falla
í viðtali að gyðingar ættu að drulla
sér burt úr Ísrael og snúa til baka til
Þýskalands og annara landa sem þeir
komu frá. Foreldri barns í Wal Whit-
man-skólanum, þar sem Thomas átti
að halda ræðuna, segir að hefði hún
mætt hefði hún verið púuð niður af
sviðinu. Helen Thomas er 90 ára göm-
ul en hún var blaðamaður í Hvíta hús-
inu stærstan hluta starfsævi sinnar.
Forsætisráðherra Bretlands, David
Cameron, boðar 20 prósenta nið-
urskurð í ríkisfjármálum. Breska
ríkisstjórnin segir niðurskurðinn
koma niður á öllum. Fjármálaráð-
herrann vonast til að geta breytt
hugsunarhætti fólks. Hreinn vaxta-
kostnaður stefnir í jafnvirði þrettán
þúsund milljarða króna ef ekki verður
gripið í taumana. Talað er um að fara
kanadísku leiðina í niðurskurði.
David Cameron Fyrr í vikunni
sagði David Cameron, forsætisráð-
herra Bretlands, niðurskurð í ríkis-
fjármálum verða sársaukafullan.
Cameron hefur þegar
boðað niðurskurð
í framlögum til
ellilífeyrisþega og
launalækkun hjá
opinberum starfs-
mönnum.